Morgunblaðið - 31.05.1998, Qupperneq 4
4 B SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
BETLARAR sáust ekki í Sarajevo fyrir stríð, en nú er öldin önnur.
stöðugri lífshættu - og einsog
Emina segir var henni alveg sama
hvort hún yrði drepin eða ekki.
„Ég tel að við höfum hagað okk-
ur eðlilega miðað við aðstæður.
Við höfðum ekkert val. Eina leiðin
til að halda geðheilsunni í lagi - til
að geta hugsað skýrt - var að fara
út annað slagið. En nú þegar allt
er um garð gengið trúi ég því
varla sem gerðist. Þetta er einsog
undarlegur draumur; martröð;
einsog allt hafi hent einhvern ann-
an en mig. Þegar ég tala um þenn-
an tíma í lífi mínu verð ég stund-
um ákaflega ringluð; spyr sjálfa
mig að því hvort geti verið að
þetta hafi gerst. Hvort ég hafi
virkilega hagað mér einsog ég
gerði. En meðan á því stóð var
hegðunin eðlileg.“
Hún nefnir gott dæmi um hve
ástandið var sérkennilegt; í hvaða
ljósi fólk sá atburðina:
„Sprengja kom einu sinni inn
um stofugluggann á íbúðinni okk-
ar. Mamma hafði verið þar auga-
bragði áður, en var komin fram í
eldhús. Allt var á rúi og stúi, loftið
rykmettað en mestu máli skipti
auðvitað að ekkert amaði að
henni. En viðbrögð hennar voru
þau að hún stökk upp á nef sér og
hvæsti: Ég sem var nýbúin að þvo
mér um hárið!! Hún þurfti sem
sagt að gera það aftur vegna ryks-
ins, langan veg þurfti að fara til að
sækja vatn á þessum tíma og það
þótti henni verst.“
Annað sem mér kemur á óvart
að heyra er þetta: Ungur maður
heldur því fram að margir hafi
þyrjað að reykja í stríðinu. Og
stúlka segir frænku sína, sem
lengi hafi glímt við geðræn vanda-
KONAN á markaðnum selur fatnað, en segir ekki ýkja mikið að gera.
Lifið sé hálf ömurlegt sem stendur og eina breytingin frá því stríðinu
lauk sé í raun sú að ekki sé lengur skotið og sprengt daglega.
ÞESSI kvaðst ekkert hafa fyrir stafni annað en láta t.fmann lfða.
mál, hafa verið bráðhressa meðan
á stríðinu stóð - allt hafi raunar
verið í himnalagi - en um leið og
því lauk fór allt í fyrra horf!
Litlir, alla jafna ómerkilegir
hlutir, glöddu mjög að sögn helsta
viðmælanda míns, háskólastúd-
entsins Eminu. „Okkur þótti mjög
gott að fá kökur sem við gerðum
úr soja-mjöli - þær voru auðvitað
alveg hræðilegar, en meðan á
stríðinu stóð þótti okkur kökurnar
frábærar. Brugghús
borgarinnar var í gangi
allt stríðið en þar var
eingöngu óáfengt öl að
hafa sem okkur fannst
einnig hræðilegt, auk
þess sem engar flöskur
eða dósir voru fyrir hendi. Við
keyptum því bjór á stóra brúsa og
héldum veislur; og það voru bestu
partí sem ég hef verið í. Alveg
satt,“ segir hún með áherslu.. Síð-
an bætir hún við, og bros færist
yfir andlitið: „Svo hitti ég unnusta
minn í stríðinu og við erum enn
saman. Tengslin sem mynduðust
meðan á stríðinu stóð eru miklu
sterkari en þau sem urðu til áður.
Það er afar undarlegt."
Og lífið hefur vitaskuld mikið
breyst eftir að stríðinu lauk, segir
hún.
„I stríðinu höfðum við ekkert
fyrir stafni annað en vera með ætt-
ingjum og vinum. Enginn gat unn-
ið og við iifðum á matargjöfum
mannúðarsamtaka. Það sem við
fengum var reyndar ekki upp á
marga fiska, en við lifðum af því.
Þeir allra fátækustu og lægst settu
í þjóðfélaginu fengu sama mat og
allir aðrir en nú er öldin önnur.
Enn er enga vinnu að hafa fyrir
fjöldann, en fólk fær ekki mat
lengur hjá hjálparstofnunum.
Sumir eru í vinnu, og þeir sem
starfa hjá útlendingum hafa meira
að segja gríðarlegar tekjur, en
stór hluti fólksins hefur ekkert að
gera. Enginn veit í raun hvemig
það fólk framfleytir sér; mér finnst
ótrúlegt hvemig því tekst að draga
fram lífið. Tryggingakerfið virkar
ekki, lífeyrir gamla fólksins er
mjög lélegur þannig að sumir
svelta og fólk sést betlandi á göt-
um úti. Það hefur aldrei sést áður í
Sarajevo. Bilið milli ríkra og fá-
tækra er mun meira en fyrir stríð.
Munurinn er orðinn gífurlegur.“
Þrátt fyrir að ástandið sé ekki
enn eins gott og hugsast getur
segist stúlkan vilja vera áfram í
heimalandi sínu. „Ég get ekki
hugsað mér að flytjast burt því
mér þykir svo vænt um landið.
Kærastinn minn talar æ oftar um
að flytja úr landi - en ég hræðist
það. Get ekki hugsað mér það.
Vandamálið er að þegar fulltrúar
mannúðarsamtaka hverfa á brott
verður óvissan algjör. Nú get ég
unnið sem túlkur, þörfin er
stöðugt fyrir hendi en það ástand
varir ekki að eilífu. Allir bíða eftir
erlendu fjármagni, en ég á bágt
með að trúa því að erlendir fjár-
festar leggi fé í rekstur meðan
landið er ekki öruggt.
Og hér enn mikil hætta,
ég hygg flesta sammála
um það.“
Ástandið er stöðugt
sem stendur, en nokkrir
þeirra sem ég ræddi við
óttuðust að allt færi í bál og brand
á ný um leið og sveitir Sameinuðu
þjóðanna hyrfu úr landi. Stúlkan
var hins vegar ekki sannfærð um
það. „Fólk er búið að fá yfir sig
nóg af stríði. Enginn vill lengur
fara í herinn, berjast og deyja fyr-
ir ekki neitt. Þá skiptir ekki máli
hvort um er að ræða Serba eða
Króata og Bosníumenn vilja vita-
skuld heldur ekki sjá annað stríð.
Ég met stöðuna því þannig að ein-
hver átök gætu brotist út, en að
stríð skelli ekki á aftur. Ég trúi því
bara ekki.“
Landið skiptist nú í tvennt; ann-
ars vegar er Sambandsríki
múslíma og Króata, þar sem Sara-
jevo er höfuðborgin, og hins vegar
serbneska lýðveldið.
Eftir að Bosníu var skipt hafa
fjórir gjaldmiðlar verið í notkun; í
Sambandsríkinu eru það Bosníu-
dínarinn og kuna Króatanna - fyr-
ir utan þýska markið sem þykir
best - en júgóslavneski dínarinn í
serbneska lýðveldinu. Nú hillir
hins vegar undir að tekinn verði í i
notkun sameiginlegur gjaldmiðOl
fyrii’ allt landið. Viðræður eru enn
í gangi en viðmælandi minn í Sara-
jevo sagði í síðustu viku að vonandi
yrði nýji gjaldmiðillinn að veru-
leika eftir mánuð eða tvo.
„Númeraplötur hafa einnig ver-
ið mismunandi; tvenns-
konar plötur í Sam-
bandslýðveldi múslíma
og Króata - hvor fyrir
sitt þjóðarbrot - og sú 1
þriðja, gjörólík, í
serbneska lýðveldinu.
Því er ekki öruggt að fara á bfl
með bosnískum númerum til
Banja Luka, svo ég nefni dæmi, að
ég tali ekki um Pale í serbneska
lýðveldinu," þar sem Radovan
Karazic, leiðtogi Bosníu-Serba er
sagður búa. „Heldur ekki á bíl með
króatískum númerum þangað eða
bosnískum til vesturhluta Moztar. ,
Nú verður fólki hins vegar óhætt
afls staðar,“ segir Emina.
Aðalvandamálið varðandi núm-
eraplöturnar er letríð. Serbar not-
ast nefnilega enn við kýrillískt let-
ur, einsog Rússar - einir íbúa
gömlu Júgóslavíu - en letrið er
gjörólíkt því vestræna. Og þó;
nokkrir stafir í kýrillíska letrinu
eru nefnilega einsog í því latneska
sem við Vesturlandabúar eigum að
venjast, þó svo þeir tákni ekki það 1
sama, og samstaða virðist hafa
náðst um að nota eingöngu þá á
sameiginlegum bflnúmeraplötum.
Þá styttist í að allir íbúar Bosn-
íu-Herzegóvínu verði með sams-
konar vegabréf í fórum sínum.
Erfítt
Ummæli allra sem ég ræddi við
bar að sama brunni: Suma skortir
ekkert, aðrir eru tómhentir.
Eldri kona stendur og selur ým-
is konar fatnað á einum markaða
borgarinnar, steinsnar frá mið-
bænum. Hún segir lífið mjög erfitt
um þessar mundir. „Það er gott að
stríðinu lauk en eina breytingin er
sú að ekki er sprengt og skotið á
hverjum degi. Lífið er slæmt og
fæstir eiga peninga. Dínarinn okk-
ar er notaður hér á markaðnum en
lítið þýðir að bjóða upp á hann í
verslunum í miðbænum. Þar er
það þýska markið sem gildir."
Slíkt var reyndar ekki algilt; ég
komst að því að dínarinn var að
minnsta kosti í fullu gildi víða en
nánast allar verðmerkingar í
gluggum verslana eru hins vegar í
þýskum mörkum.
Áður fyrr fór fatakaupmaður-
inn, konan á markaðnum, gjaman
tfl Þýskalands og keypti inn, en
hún bjó einmitt í tíu ár í Austur-
Berlín á sínum tíma þar sem hún
starfaði í bflaverksmiðju. Eftir
stríðið segist hún hins vegar fara
til Ítalíu og Tyrklands. Of dýrt sé
að versla í Þýskalandi.
Talið berst svo aftur að pening-
um. „Hér eru allir hlut-
ir allt of dýrir. Fólk get-
ur ekki leyft sér neitt.
Ég hygg margir hafi úr
um það bil 100 þýskum
mörkum að spila á mán-
uði,“ en það jafngildir
um 4.000 þúsund krónum. „Það er
dýrt að leigja, svo þarf að borga
rafmagn og hita og eitthvað þarf
fólk að borða.“ Hún segir fjölda
fólks koma á markaðinn en marga
í þeim tilgangi einum að skoða.
Á göngu um miðborgina rekst
ég á fólk í biðröð. „Elektrodistri-
bucija" skiltið utan á húsinu gefur
tfl kynna að þar sé rafmagnsveit-
una að finna og það kemur á dag-
inn; fólkið bíður í röð til að borga
rafmagnsreikninginn fyrir næsta
mánuð. „Við eigum enga peninga,"
segir ung kona, en sýnir mér bók,
líkasta bankabók, sem innistæða
væri dregin úr mánaðarlega fyrir
rafmagninu. Bókin hefði verið í
eigu ættingja sem væri látinn.
„Hann getur ekki notað þetta en
það get ég aftur á móti,“ sagði
konan. Innistæðan á bókinni mun
vera hluti styrkjar sem fólk fékk
Hafi menn
handbært
fé skortir þá
ekkert
Flestir áttu
húsnæði og
bíl og nóga
peninga