Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.05.1998, Blaðsíða 18
48 B SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Oft kemur upp ágreiningur á milli leik- stjóra og framleiðenda um gerð bíómyndar sem endar á því að leikstjórinn hverfur frá , verkinu. Arnaldur Indriðason rekur þrjú slík nýleg tilvik þar sem í hlut á m.a. Mansjevskí, sem ætlar ekki að takast að gera sína fyrstu Hollywoodmynd eftir að hann vakti heimsathygli fyrir makedónísku myndina Fyrir regnið. ROBERT Carlyle; Fox vildi ekki styggja MANSJEVSKÍ hefur ekki tekist að fóta sig í Hollywood. LAURA Ziskin for- stjóri hjá Fox flaug til Prag að segja Mansjevskí upp. ÞAÐ eru ákveðnir hlutir í Hollywood sem ég hef miklar mætur á,“ sagði eitt sinn júgóslavneski leikstjórinn Miltso Mansjevskí, „en ég er ekki 'vtss um að Hollywood hafí mætur á mér.“ Það er nú komið í ljós. Mansjevskí hefur verið rekinn sem leikstjóri Hollywoodmyndarinnar „Ravenous", þeirrar fyrstu sem hann ætlaði að gera eftir að hin snilldar- lega mynd hans frá Makedóníu, Fyr- ir regnið, sló í gegn á kvikmyndahá- tíðum um veröld víða og var útnefnd til Óskarsverðlauna sem besta er- lenda myndin. Draumaverksmiðjan virðist ekki hafa á honum miklar mætur. En svo er um fleiri leikstjóra. Skipt hefur verið um leikstjóra tveggja annarra stórmynda með stuttu millibili; „Entrapment“ með Sean Connery í aðalhlutverki og vís- indatryllisins „Supemova“. Mansjevskf og mannakjötsátið Það er svosem ekki óalgengt að skipt sé um leikstjóra á miðri leið þótt nyög þyki það til baga fyrir alla aðila Tfcri þrír brottrekstrar á sama tíma vekja athygli. í tiiviki Mansjevskís er forvitnilegt að skoða þær væntingar sem nær óþekktur leikstjóri frá Evr- ópu gerir til starfsins í Hollywood og hvemig kerfíð þar bregst við kröfum hans. „Þegar ég hafði gert Fyrir regnið var mér boðið að gera margt í Hollywood", er haft eftir leikstjóran- um. „Ég las yfir meira en 300 kvik- myndahandrit en fá þeirra uppfylltu þær kröfur sem ég gerði um bæði listrænan metnað og sölugildi. Mig langar til þess að gera myndir sem ég get horft á og verið stoltur af eftir fimmtán ár.“ Á meðal verkefna sem rætt var um að hann tæki að sér vom sex myndir f'yrir stóra kvikmynda- verin en engri þeirra hefur hann komið í verk. Á meðal þeirra era „The Perfect Murder“ fyr- ir Wamer Bros., „The Devil’s Own“ fyrir Columbia og ,An Alan Smithee Film: Bum Hollywood Burn“ fyrir Hollywood Pictures. Hermt mun að Mansjevskí hafi gert kröfur um nokk- ur fríðindi eða lúxus þar sem hann var kominn vestur um haf og talsvert meiri en staða hans gerði kröfur til og menn ekki viljað fara að óskum hans. Myndin sem hann þó byrjaði að leikstýra, „Ravenous", lítur alls ekki illa út á pappíranum sem sálfræðileg hrollvekja. Með aðalhlutverkin fara tvær upprennandi kvikmyndastjörn- ur, Robert Carlyle úr Með fullri reisn og Guy Pearce úr „L.A. Con- fidential". Sagan gerist við lok stríðsins á milli Mexíkóa og Banda- ríkjamanna og segir af hópi her- manna sem lokast inni í fjallavirki og einhverjir taka til við mannakjötsát. En svo virðist sem Mansjevskí hafi verið iðnari við að búa til drama í kringum sjálfan sig en myndina. Sagt er að hann hafi í marggang hótað að hætta og allir aðrir við myndina báðu í marggang um að hann yrði rekinn. Myndin er tekin í Prag og Mansjevskí gaf út þá tilskipun að tökulið og tæknimenn mættu einungis ræða við hann í hádegishléinu og í klukkustund snemma á morgnana, annars láta hann í friði. Sagt er einnig að hann hafi neitað að ræða um kvikmynda- gerðina og fjárhagsáætlanir við fram- leiðendur á staðnum. Viku áður en tökur áttu að hefjast kom Mansjevskí fram með ný atriði sem urðu til þess að bæta tveimur vikum við áætlaðan tökutíma, hann fékk eina viku. Fyrsta tökudaginn neitaði hann að skrifa undir töku- og fjárhagsáætlunina og eftir að kvikmyndatökumar hófust var sífellt verið að breyta handritinu. Það sem síðan gerði útaf við samstarf- ið var að tökumar sem Mansjevskí skilaði inn þóttu ekki nógu góðar. Gert var hlé á tökum á meðan for- stjóri Fox flaug til Prag til þess að segja leikstjóranum upp. Mansjevskí hefur ekki viljað tala um brottrekstur sinn en sagði aðeins, „Ég hélt ég vissi hvernig kerfið virkaði." Háskóli lífsins I tvær vikur stóðu menn aðgerðar- lausir í Prag á meðan leitað var log- andi Ijósi að nýjum leikstjóra fyrir „Ravenous". Gælt var við þá hug- mynd að láta myndina í hendur Raja Gosnell, sem gerði Aleinan heima 3, en loks var fallist á Antoniu Bird, sem leikstýrt hafði Robert Carlyle í bæði Prestinum og „Face“. Hafði það nokkuð að segja um valið, að því að talið er, að Carlyle hafði tryggt Fox hundrað milljóna dollara gróða með gamanmyndinni Með fullri reisn og kvikmyndaverið var ekki tilbúið að styggja hann, sérstaklega ekki eftir það sem á undan var gengið. Liklega mun ekkert af því sem Mansjevskí kvikmyndaði vera notað. Júgóslavneski leikstjórinn sér ekki eftir þeim myndum sem hann hefur hætt við að leikstýra í Hollywood og hefur ekki miklar áhyggjur af stöðu sinni í draumaverksmiðjunni. „Ég lít á alla þessa reynslu sem háskóla lífs- ins,“ segir hann í viðtali við kvik- myndatímaritið Premiere. „Ég þai'f að taka mér svolítið hlé til þess að velta þessu öllu fyrir mér.“ Þegar hann er minntur á orð sín frá 1994 þegar hann sagði að svo gæti farið að Hollywood mundi ekki Iika við hann, segir Mansjevskí: „Og nú hefurðu svarið.“ En Fox var ekki laust við leik- stjóravandræði þótt Mansjevskí væri horfinn á braut. Eftir tíu mán- aða undirbúning fyi’ir tökur á spennumyndinni „Entrapment" með Sean Connery ákvað leikstjórinn, Antoine Fuqua, að segja skilið við framleiðsluna. Um er að ræða hasar- mynd í James Bond stílnum sem átti að kosta litlar 120 milljónir dollara. Fuqua var valinn leikstjóri eftir að hann gerði „The Replacement Kill- ers“ en það leið ekki á löngu áður en Connery fór að hafa áhyggjur af því að myndin væri alltof lík James Bond myndunum sem hann lék í áð- ur og var handritshöfundur Apollo 13. fenginn til þess að fara enn yfir handritið og tók úr því flestar hasar- senurnar nema einn bílaeltingarleik. Þegar sagan í myndinni breyttist lækkaði kostnaðurinn við hana um 40 milljónir dollara og þegar Fox vildi enn lækka kostnaðinn um 20 milljónir var Fuqua nóg boðið. Hann vildi ekki gera ástarsögu heldur hasarmynd og sú mynd var horfin með handritsbreytingunum. Hann hætti og Jon Amiel („Copycat") var fenginn í leikstjórastólinn. Þriðja tilfellið þar sem leikstjóri hefur horfið af vettvangi nú nýlega tengist gerð vísindatryllisins „Supe- nova“ hjá United Artists. Alls hafa þrír leikstjórar komið að því dæmi. Fyrstur var auglýsingamaður að nafni Joe Nimziki, sem aldrei hafði leikstýrt mynd áður. Fimm vikum eftir að hann hóf nýtt starf sem leikstjóri var hann látinn vita að þjónustu hans væri ekki framar óskað; kostnaðaráætlunin hafði farið úr 15 milljónum dollara í 50 milljónir á tímabilinu og kvikmynda- verið var ekki lengur ánægt með valið á nýja leikstjóranum. Löngu síðar tók UA að undirbúa myndina á ný með ástralska leikstjór- anum Geoffrey Wright („Romper Stomper"). James Spader var valinn í aðalhlutverkið en Wright var rekinn þegar hann neitaði að láta að vilja kvikmyndaversins um breytingar á handritinu. Tók þá við verkefninu sjó- aður leikstjóri sem átt hefur erfítt uppdráttar lengi, Walter Hill. Hann hafði stýrt einhverjum mesta skell kvikmyndaversins hin síðari ár, „Wild Bill“, en það var grafið og gleymt. Og söguefnið var talið hæfa Hill. „Supernova" er um lítinn hóp manna í ókortlögðum hluta útgeimsins og þykir Hill hafa áður leyst vel úr slík- um kringumstæðum í myndum á borð við „The Warriors" og „Southern Comfort". Eins og dæmin sanna er enginn öraggur í leikstjórastólnum hvort sem það era mikilsmetnir Evrópu- menn að gera sína fyrstu Hollywood- mynd eða aðrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.