Morgunblaðið - 31.05.1998, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 31.05.1998, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 B 7 endurtaka tili-aunina. í nýlegri gi-ein benda Sgaramella og Zinder á galla í tilrauninni sem skóp Dollý. Samsetning frumuræktarinnar sem kjarninn kom úr var illa skil- greind. Mögulegt er að kjaminn sem settur var inn í eggið hafi alls ekki verið sérhæfður heldur ættað- ur úr almáttugri stofnfrumu eða villuráfandi fósturfi-umu. Hinn gallinn er að fáir erfðalyklar voru notaðir til að greina uppruna kjarna Dollýjar. Niðurstöður með sambærilegum erfðalyklum hefðu varla verið samþykktar í faðernis- máli íyrir dómstólum. Er ekki eðli- legt að gera sömu kröfur til að- ferða í réttum og fyrir rétti? Helgidómur apans Hin sterku viðbrögð sem ein- ræktun Dollýjar vakti benda til að okkur sé, eftir allt saman, eitthvað heilagt. Helgidómurinn er samt ekki undur alheimsins og lífsins heldur apategundin homo sapiens. Við rísum upp ef vísindamenn upp- götva eitthvað sem gæti haft bein- ar afleiðingar fyrir mannfólkið. Hins vegar hvílir þögn yfir útrým- ingu lífvera, eyðingu regnskóga og gegndarlausri ofnýtingu jarðar. Um leið og möguleiki kviknar á einræktun manna bresta allar gátt- ir. Gárungar, guðsmenn, læknar og leigubílstjórar góla allir í kór. Ein- hverjir skilja, sumir óttast, aðrir vona, allir hlæja. Hláturinn ber merld taugaveiklunar. Við þurfum að taka afstöðu til margra grund- vallarspuminga varðandi vísindi og rétt til bameigna. Dollý neyddi okkur til að horfast í augu við að einræktun manna breyttist úr fjar- stæðu í fjarlægan möguleika, en möguleika engu að síður. Niðurlag og þakkir Leikmenn og lærðir eru beðnir velvirðingar á því að sum dæmi vora einfolduð og nokkram atrið- um varðandi klónun sleppt. Von- andi gagnast lesningin samt ein- hverjum. Solveigu S. Halldórsdótt- ur, Bjarna K. Kristjánssyni, Jór- unni E. Eyfjörð, Guðmundi Egg- ertssyni og öllu starfsfólki sam- eindaerfðafræðistofu Líffræði- stofnunar HI er þökkuð veitt að- stoð. Heimildir. Campell o.fl. 1996 Nature 380 bls. 64-66 Wilmut o.fl. 1997 Nature 385 bls. 810-813 Schnieke o.fl. 1997 Science 278 bls. 2130- 2133 Sgaramella og Zinder 1998 Science 279 bls. 635-636 Gilbert 1997 Deveiopment 5. útg. Ýmsar yfirlitsgreinar. Höfundur er líffræðingur VERULEIKI EÐAVÍS- INDASKÁLDSKAPUR? Roslin rannsóknastofnunin í Skotlandi öðlaðist heimsfrægð í einu vetfangi á síðastliðnu ári þegar tilkynnt var að vísindamönnum þar hefði tekist að ein- rækta kind. Kjartan Magnússon heimsótti stofnunina o^ ræddi við dr. Harry Griffín aðstoðarforstjóra hennar um möffuleika einræktunar, tæknilegar forsendur og siðferðileg viðfangsefni. ROSLIN rannsókna- stofnunin var formlega stofnuð í apríl árið 1993 og er hún starf- rækt í fallegu umhverfi í útjaðri Edinborgar, hinnar fornu höfuðborgar Skotlands. 300 manns vinna hjá stofnuninni og er hlut- verk hennar að rannsaka húsdýr og stuðla að ræktun þeirra, m.a. með kynbótum. Roslin nýtur virð- ingar vegna rannsókna sinna á sviði sameinda- og magnbundinnar erfðafræði húsdýra á Bretlandseyj- um. Hún vinnur nú að stórum verkefnum sem miða að því að auka vöxt, viðkomu og velferð dýr- anna. Stofnunin nýtur einnig virð- ingar vegna víðtækrar þekkingar í frumu- og sameindarlíffræði, genatækni og erfðafræðilegri gagnavinnslu. Hún hefur yfir að ráða fullkomnun rannsóknastofum og umfangsmikill búrekstur gerir henni kleift að stunda rannsóknir á öllum búpeningi. Roslin hefur tryggt sér fjölmörg einkaleyfi vegna rannsókna sinna og eru flest þeirra nú nýtt af einkareknum samstarfsfyrirtækjum stofnunar- innar. Árangursrík verkefni Dr. Harry Griffin, aðstoðarfor- stjóri stofnunarinnar, segir að sum rannsóknaverkefna hennar hafi reynst svo árangursrík að stofnuð hafi verið sjálfstæð framleiðslufyr- irtæki til að fylgja þeim eftir. Fyrsta fyrirtækið sem stofnað var á slíkum grunni var PPL Thera- peutics Limited en til- gangur þess sé að fram- leiða prótein til læknismeðferðar. „Nú er framboð slíkra próteina afar takmarkað enda er framleiðsla þess mjög kostnaðarsöm," segir Griffin. „PPL stefnir að því að framleiða sérstakt prótein úr mjólk einrækt- aðra kinda og er áformað að það komi á markað árið 2001. Virkt prótein C hefur margsannað gildi sitt og er notað í baráttu við ýmsa sjúkdóma, t.d. til að koma í veg fyr- ir blóðtappamyndun í æðum. Nú er spurn eftir þessu próteini um fímm tonn árlega í heiminum og það er ómögulegt að framleiða þetta magn á venjulegum rannsóknastofum. Svo mikil framleiðsla er hins vegar möguleg með einræktuðum kindum. Ég er því bjartsýnn á að sá áfangi sem náðist með einræktun Dollýjar færí okkur nær því takmarki að geta fullnægt þörfinni eftir þessu próteini.“ Einræktun auðveldar lyfjaframleiðslu - Hafið þið hugleitt þýðingu þess- arar uppgötvunar fyrír vísindin. Eru möguleikarnir á hagnýtingu hennar ef til vill óteljandi? „Eins og staðan er nú sýnist mér aðallega tveir kostir vera fyrir hendi á hagnýtingu þessarar uppgötvunar. I íyi-sta lagi geta lyfjafyr- irtækin notfært sér þessa tækni til að auka einræktun sína og stund- að hana á mun nákvæm- ari og skilvirkari hátt en áður. Nú er eingöngu hægt að ein- rækta búfénað með ferli sem mætti kalla forkjama-innspýtingu. Petta ferli felur í sér að 2-300 eintökum af ákveðnu geni er sprautað í nýlega frjóvgað egg. Eggjunum er síðan komið fyrir í tilvonandi mæðrum og e.t.v. verður aðeins 1% af hinum frjóvguðu eggjum að erfðabreyttum dýrum. Genin eru innlimuð handa- hófskennt í erfðamengi eggjanna. Þetta er því mjög ónákvæm tækni og jafnvel þótt dýrið hafi genið í sér er engin trygging fyrir eðlilegri tjáningu þess og þar með fram- leiðslu viðkomandi próteins. Við höfum áður einræktað sauðfé en nú einræktum við kindur úr frumum sem hafa verið í ræktun. Vegna þess að þessi ræktun er nú möguleg er hægt að stunda kyn- bætur á mun fullkomnari hátt en áður. I bakteríu er nú t.d. hægt á kerfisbundinn hátt að eyða geni, skipta um það eða framkalla ein- staka breytingu á basaröð þess. Sá möguleiki er fyrir hendi að fram- leiða lifandi dýr úr framum, sem hafa verið í ræktun, og með því væri hægt að erfðabreyta þeim mark- visst. Rannsóknir okkar beinast íyrst og fremst að því að finna aðferðir sem koma að gagni í læknisfræði. Ég get nefnt að rann- sóknir okkar gefa góðar vonir um virkar aðferðir í baráttunni við slímseigju sjúkdóminn sem hrjáir um fimm þúsund manns í Bretlandi. Orsök hans má rekja til stökkbreytingar í lykilgeni. Hægt er að líkja eftir sjúkdómsferlinu í sauðfé og nota þær upplýsingar til að byggja líkan og reyna þannig að finna lækningu við veikinni. Einræktun dýra gagnast lækna- visindum og landbúnaði í öðru lagi getur þessi uppgötvun nýst læknavísindunum með þeim hætti að dýr verði einræktuð og líf- færi tekin úr þeim til að græða í fólk. Það er viðvarandi skortur á líf- færagjöfum víða um heim og a.m.k. tvö fyrirtæki vinna nú að þróun ein- ræktaðra svína sem eiga að geta séð mönnum fyrir lifrum og hjörtum. Aður þurfti að setja sérstaka húð á frumuveggi líffæra hins einræktaða dýrs til að því yrði ekki hafnað en þess gerist ekki þörf með nýju tækninni. í stað þess að húða fram- ur með mannlegu prótíni er nú hægt að fjarlægja svínaprótein, sem annars ruglar ónæmiskerfið, og setja mannlegt prótein í staðinn. Með þessari aðferð er veralega dregið úr hættunni á því að líkam- inn hafni nýja líffærinu. Það er því ekki ofsagt að þessi nýja tækni valdi straumhvörfum í kynbótaræktun en hún mun einnig draga úr þörfinni fyrir notkun dýra vegna þessara til- rauna. Þetta era þær tegundir rannsókna sem við höfum einbeitt okkur að. Margir fjölmiðlar hafa hins vegar kosið að einblína á ein- ræktunina sjálfa og sú umfjöllun hefur oft orðið mögnuð svo ekki sé meira sagt.“ - Eitt helsta hlutverk Roslin stofnunarinnar er að stuðla að framförum í ræktun húsdýra. Með hvaða hætti heldurðu að þessi upp- götvun og rannsóknir ykkar al- mennt eigi eftir að nýtast landbún- aðinum? „Að undanförnu höfum við lagt mikla áherslu á að bæta sauðfjár- rækt og nú vantar ekki mikið á að framleiðnin þar verði svipuð og í kjúklinga- og svínarækt. Þetta er merkilegur árangur enda er sauð- fjárrækt í ríkum mæli stunduð af bændum og er því frekar landbun- aður en iðnaður í sjálfu sér. Hag- nýting einræktunar mun án efa hafa enn frekari breytingar í fór með sér og því er vel fylgst með þróun einræktunar í öllum greinum landbúnaðar. Búast má við að innan tíu ára geti bændur notað einrækt- un við kynbætur á búfénaði og land- búnaðarframleiðsla, t.d. mjólkurnyt og kjötframleiðsla, myndi vaxa til muna. Við erum lengst komnir í sauðfjárræktinni en standa þarf fyrir miklum rannsóknum áður en hægt verður að beita henni í öðrum greinum. Áhugi breski-a bænda á þessum rannsóknum fer stöðugt vaxandi og hafa t.d. svína- og naut- griparæktendur hafa t.d. sýnt ein- ræktun mikinn áhuga. Fyrst í stað má því búast við að þessar aðferðir verði helst notaðar við kynbætur á nautum og svínum.“ Einræktun manna - Af hverju völduð þið að vinna með sauðfé? „Vegna þess að kindur eru frem- ur ódýr tilraunadýr og svipar að mörgu leyti til nautgripa. Kindur og kýr eru skyldari innbyrðis en t.d. maður og mús. Þegar við höfura á annað borð náð viðunandi tökum á þessari flóknu tækni, á ég von á að það verði tiltölulega auðvelt að yfir- færa hana frá kindum til naut- gripa.“ Og þaðan yfír til manna eða hvað? „Það hafa verið miklar vangaveltm- og getgátur um þessi mál í fjölmiðl- um. Þær hafa oft verið illa ígrundaðar og stund- um beinlínis fáránlegar. Hinn mikli áhugi sem al- menningur og fjölmiðlar hafa sýnt einræktun manna er án efa athygl- isvert rannsóknarefni fyrir sálfræð- inga. Fjölmiðlar hafa ekki síst beint sjónum sínum að þeim möguleika að einhver maður eða menn vilji láta einrækta sig en í öllum þessum um- ræðum er lítið sem ekkert fjallað um sjálfa ástæðuna. Enn hafa engin sannfærandi rök verið færð íyrir þvi hvaða ástæðu nokkur maður ætti að hafa til að láta einrækta sig. Með einræktun væri maður aðeins ÁHERSLA er lögð á góða meðferð tilraunadýra Roslin stofnunarinnar og þessar kindur spókuðu sig í græn- um haganum án þess að hafa hugmynd um að þær væru þátttakendur í einum merkustu tilraunum í líffræði sem gerðar hafa verið á þessari öld. Einhvers staðar verð- ur þjóðfélag- ið að draga mörkin Meginmark- miðið að stuðla að framförum í læknisfræði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.