Morgunblaðið - 31.05.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 31.05.1998, Síða 8
8 B SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Þjónusta fyrir áskrífendur Hringdu f áskriftarderídrna áður en þú ferð r fríiö og íáttu okkur vita fTverrær þú kemur aftur. Við söfnum saman bíöðunum sem koma út á meðan og sendum þér þegar þú kemur aftur frerm Eínfaít og þægííegt íssír ekki af neínu 115 t ) > i > I Morgunblaðið/Kjartan Magnússon „HINN mikli áhugi sem almenningur og fjölmiðlar hafa sýnt einrækt- un manna er án efa athyglisvert rannsóknarefni fyrir sálfræðinga," segir dr. Harry Griffin, aðstoðarforsljóri Roslin-stofnunarinnar. að eignast eineggja tvíbura sem væri mörgum árum yngri. Eins og við vitum skiptir erfðafræðin ekki öllu máli og þannig geta eineggja tvíburar verið mjög ólíkir, jafnvel þótt þeir alist upp í sama umhverfi. Að sjálfsögðu myndi eineggja tví- buri sem væri alinn upp t.d. fimmtíu árum síðar en fyrirmyndin verða fyrir afar ólíkri lífsreynslu. Þessar persónur yrðu því alls ekki eins. Sumir hafa lagt til að við ættum að stunda einræktun manna til að koma okkur upp líkamshlutum til vara, hinn einræktaði einstaklingur yrði þá eins konar varahlutalager fyrir fyrirmyndina. Með sömu rök- um má halda því fram að hið sama megi nú þegar gagnvart öðrum manneskjum þannig að eineggja tvíburar mættu því fara að vara sig. Menn verða að skilja að einræktað- ur maður yrði líka einstaklingur af holdi og blóði og mætti ekki njóta minni mannréttinda en aðrir." Er mögulegt að einrækta ein- staka líkamshluta mannshkamans sérstaklega þannig að hægt værí að „framleiða“ slíka varahluti án þess að skapa nýjan einstakling? Siðferðilega óverjandi að einrækta menn „Þetta er nú algjör vísindaskáld- skapur. Sú aðferð sem beitt er við einræktun er svo flókin að ég tel ólíklegt að menn verði nokkurn tím- ann einræktaðir. Við ræktun Dollýj- ar þurfti t.d. að frjóvga 277 egg og 29 þeirra var síðan komið fyrir í til- vonandi mæðrum. Það bar aðeins árangur í einu tilviki, þ.e.a.s. eitt dýr fæddist. Dánartíðni við þessar tilraunir er há og því er það alger- lega óviðunandi að beita þessari að- ferð við einræktun manna enda yrði aldrei hægt að leggja þetta á hóp kvenna. Við einræktun sauðfjár þarf aðeins að huga að líkamlegum þáttum en ef kæmi til einræktunar manna þyrfti einnig að huga að sál- fræðilegum atriðum. Það er á skjön við alla siðfræði að einrækta menn auk þess sem það er varla tækni- lega framkvæmanlegt. Ræktun einstakra líffæra yrði einnig ákaflega flókin og það er rétt svo að hægt sé að stjórna sameinda- ræktun í lokuðu umhverfi rann- sóknastofu þannig að slíkar hug- myndir hljóma ótrúlega. Nýjar vis- indagreinar eru að vísu í örri þróun eins og t.d. frumumeðferð. Með henni er talið mögulegt að rækta frumur eða sameindir sem hægt væri að nota markvisst gegn ákveðnum sjúkdómum, t.d. Parkin- sonsveiki." -Þið, ásamt mörgum öðrum virt- um rannsóknarstofnunum, ætlið ykkur ekki reyna að einrækta menn af siðferðilegum ástæðum. En er það ekki einungis spurning um tíma hvenær einhver, sem gerír ekki jafnríkar siðferðilegar kröfur til rannsókna sinna, t.d. milljónamær- ingur eða einræðisherra í þriðja heiminum, muni reyna að einrækta menn? „Mér fínnst hæpið að halda því fram að siðferði sé á hærra stigi hér í Bretlandi en annars staðar. Þau lög sem nú eru í gildi í Bretlandi eru líklega síst betur skilgreind heldur en í t.d. Bandaríkjunum þar sem margar rannsóknastofnanir standa okkur jafnfætis í tækni. Áð- ur en við birtum rannsóknaniður- stöður okkar vegna einræktunar bánim við þær undir ýmsar sið- , fræðinefndir í Bandaríkjunum og * óskuðum eftir umsögn um siðferði- | legan þátt rannsóknanna. Við feng- l um þau svör að rannsóknirnar væru ’ íyllilega í samræmi við gildandi lög og ríkjandi reglur í siðfræði. Að undanförnu hefur mikið verið rætt um siðferðilega stöðu málsins og það er ríkjandi skoðun, sem víða hefur verið fest í lögum, að allar til- raunir sem miða að því að einrækta menn séu ólöglegar. En það er , rangt að halda því fram að einrækt- * un sé röng. Tilraunir á dýi-um og | einræktun þeirra á rétt á sér ef þær l eru hagnýttar í því skyni að fram- " leiða lyf og líffæri fyrir menn. Þetta er okkar skoðun og við teljum okk- ur hafa víðtækan stuðning almenn- ings að þessu leyti.“ Breytilegt almenningsálit - Almenningsálitið er breytilegt t og er ekki likJegt að ýmislegt verði ! leyft eftir nokkur ár sem nú er ekki r talið koma til greina? Nú nýlega var | konu t.d. leyft að eignast barn með nýlátnum eiginmanni sínum en slíkt hefði ekki veríð Jeyft fyrír tíu árum. „Það er rétt, mig grunar að við- horf almennings til þessara hluta sé að breytast. Einhvers staðar verður þjóðfélagið þó að draga mörkin og mér fínnst að það verði að draga þau við einræktun manna. Það er i mögulegt að nota þessa tækni við ræktun mannafruma en mér finnst I að við yrðum að draga mörkin við j þátttöku móður í slíkum rannsókn- um og viðhalda banni við því að erfðabreyttu mannafóstri yrði kom- ið fyrir í legi konu.“ -Má samt ekld búast við því að einræktun manna hefjist fyrr eða síðar, hvort sem ykkur frumkvöðl- unum líkar það betur eða verr? Ef maður lætur hugann nú reika tutt- t. ugu ár fram í tímann eða svo; * hvernig heldur þú að íranir myndu i bregðast við ef þeir fréttu að fjand- j vinir þeirra írakar væru að hefja kynbætur á bestu hermönnum sín- um með aðfcrðurn einræktunar? „Það eru til miklu ánægjulegri leiðir en einræktun til að stunda kynbætur með menn. Ef einhver ætlaði sér að skapa úrvalskyn sterkustu manna heims væri miklu auðveldara að stunda markvisst val t á sterkbyggðu fólki, t.d. frá ís- landi.“ I Dr. Griffín segir að rannsóknum j á Dolly sé hvergi nærri lokið og fylgst verði náið með henni t.d. til að leiða í ljós hvort líffæri hennar eldist hraðar en eðlilegt er. Dýra- sálfræðingar rannsaka einnig sál- fræðilega hegðun hennar og er af þeim sökum reynt að sjá til þess að aðbúnaður hennar og lífsskilyrði séu sem líkust því sem gerist hjá , öðrum kindum. Dýravinir þurfa því ekki að óttast að Dollý þurfi að eyða I ævinni inni á tilraunastofu, tengd j við alls kyns mælitæki og hljóti verri meðferð en aðrar kindur hjá Roslin rannsóknastofnuninni. Stofnunin leggur áherslu á góða meðferð tilraunadýra sinna og fá þau að ganga laus í haganum stóran hluta ársins. Olafur Helgi Jónsson, fiskeldisfræð- ingur í Glasgow, og Arnar Pálsson, , líffræðingur hjá líffræðistofnun Há- skóla íslands, fá bestu þakkir fyrir I aðstoð við útvegun og þýðingu við- j talsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.