Morgunblaðið - 31.05.1998, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 B l^-
Á djasstónleikum árið 1989, Birgir
Bragason á bassa, Árni og Einar Valur
sonur hans á trommur, þá aðeins 16 ára,
en hann hefur verið við nám í Bandaríkj-
unum síðustu árin.
MEÐ Kvartett Krisijáns Magnússonar
sem spilaði á djasshátíð í Færeyjum fyrir
nokkrum árum, Kristján fremstur, þá
Árni, Jón Páll og Guðmundur „papa-jazz“
Steingrímsson.
MEÐ Kvartett Árna Scheving sem spilaði
m.a. á Háskólatónleikum 1994. F.v. Þórð-
ur Högnason, Þórarinn Ólafsson, Árni
Scheving og Einar Vaiur.
GÓÐRA vina fundur. Þráinn Krisljánsson
veitingamaður kominn frá Kanada í heim-
sókn en á árum áður gekkst hann fyrir
komu margra frægra djassleikara hingað
til lands. F.v. Krislján Kristjánsson (KK)
Kristján Magnússon, Þráinn og Arni.
mm
lög í möppunni og það var aldrei
sagt nafnið á laginu, það var bara
númer, og maður fletti og tók út
rétt númer. Það var bein útsending
í hálftíma í Kanaútvarpinu með KK
í hverri viku. Mappan hélt alltaf sín-
um ferskleika. Alltaf nýtt pró-
gramm og það þurfti stöðugt að
vera að bæta við nýjum lögum í
staðinn fyrir þau sem duttu út.
Þetta var strangur og góður
skóli. í byrjun æfðum við frá tíu til
tvö á daginn og þegar æfmgum lauk
var ég eftir til klukkan sex um
kvöldið og Kristján kom niður öðru
hvoru að hlýða mér yfir. Enda var
ég að ganga í þessa stóru og þykku
möppu og lesa hana í gegn, nýr
maður og óreyndur."
Og þið tókuð upp mörg lög á
þessum árum?
„Já, með hinum og þessum
söngvurum. Ellý Vilhjálms tók við
eftir að Signin hætti og þau Ragnar
sungu lengi með hljómsveitinni.
Þegar Ragnar hætti söng Óðinn
Valdimarsson með hljómsveitinni
um tíma og fleiri söngvarar um
lengri eða skemmri tíma. Einu
mannabreytingar sem áttu sér stað
í KK þann tíma sem ég var í hljóm-
sveitinni voru að Kristján Magnús-
son og Ólafur Gaukur hættu og á
tímabili og í millitíðinni höfðum við
stundum bætt við sjöunda manni,
Andrés Ingólfsson var með okkur
um tíma og einnig Gunnar Ormslev.
Þórarinn Olafsson tók við af Krist-
jáni Magnússyni og Jón Páll við af
Ólafi Gauki.
Við Þórarinn vorum í tónlistar-
námi í Tónlistarskólanum í Reykja-
vík. Á Akureyri notaði ég tækifærið
og lærði á píanó og lærði hljóm-
fræði í tónlistarskólanum þar. Eftir
að ég kom suður fór ég fljótlega í
Tónlistarskólann og byrjaði fyrst
með tónfræði sem aðalfag og síðan
lærði ég einnig á óbó í 4 ár.“
Árni Scheving hafði öðlast mikla
reynslu með KK. Hann var um tíma
með Jóni Páli Bjarnasyni í Stork-
klúbbnum og síðar á Hótel Borg og
þeir spiluðu aðallega djass. Þá var
hann með eigin hljómsveit í
Klúbbnum frá því snemma á árinu
1963 og fram haust 1964, eða þar til
ný tækifæri biðu erlendis.
„Ég fór til Þýskalands seint á ár-
inu 1964 og hitti þar Jón Pál og
Kristin Vilhelmsson. Þeir voru þar í
þýski'i hljómsveit og ég var ráðinn í
hljómsveitina. Um áramótin
1964-65 flosnaði þessi hljómsveit
upp og við fórum til Danmerkur, ég,
Jón Páll og Kristinn sem stofnaði
þá nýtt NEÓ-tríó. Við fengum fljót-
lega vinnu á næturklúbbum í Dan-
mörku og reyndar einnig í Þýska-
landi.
Það var komið langt
fram á árið 1965 þegar
Ragnar Bjarnason
hringdi í mig og var þá að
taka við hljómsveitar-
stjóm af Svavari Gests á
Hótel Sögu. Hann bauð
mér vinnu og ég tók því
boði og kom heim. Með _____________
Ragnari var ég þá í tvö ár
og fór síðan yfir á Hótel Loftleiðir í
hljómsveit með Karli Lillendahl til
1971, og síðan með hljómsveit Jóns
Páls á Loftleiðahótelinu til 1973.
Það er eitt og annað minnisstætt
varðandi djassinn á þessum árum
og eftir að ég kom heim var ég að
spila með hinum og þessum djass-
böndum. Ég man að ég spilaði með
Paul Bley tríóinu. Ég var vakinn
ÁRNI þykir einhver fjölhæfasti hljöðfæraleikari landsins, spilar á m.a. víbrafón, bassa, harmonfku,
píanó, óbó og hér blæs hann í altsaxafón ásamt - Gunnari Ormslev, Halldóri
Pálssyni, og Hafsteini Guðmundssyni.
KK og Ragnar Bjarnason. í fremri röð frá vinstri:
Ólafur Gaukur, Guðmundur Steingrímsson og Kri-
stján Magnússon, en í aftari röð Kristján Kristjáns-
son, Árni, Raggi Bjarna og Jón bassi Sigurðsson.
í HLJÓMSVEIT Jóns Páls á Hótel Loftleiðum árið
1973. Fremst er Kristbjörg Löve, þá Jón Páll, Árni
Scheving, Gunnar Ingólfsson og Guðmundur Ing-
ólfsson.
Músíkin sem
við spiluðum
áður en rokkið
kom var djass
og suður-am-
erísk músík.
einn morgun í nóvembermánuði
1967 og beðinn um að bjarga málum
og koma strax og spila útvarpspró-
gramm með tríóinu. Það sem ég
vissi um tríóið var að þeir spiluðu
ekki hefðbundinn djass. Ég sagði
þeim að ég gæti þetta ekki. Það var
engin miskunn. Ólafur Stephensen
og Þráinn Kristjánsson máttu ekki
heyra á það minnst og sóttu mig. I
útvarpsstúdíóinu ræddi ég við Paul
Bley um þessa músík, síðan var
upptaka, engar nótur.
Það verður að segjast eins og er
að þetta tókst framar öllum vonum.
Við spiluðum í Tjarnarbúð um
kvöldið og þetta var ævintýri líkast.
Paul Bley var þá og er enn frábær
píanóleikari. Ég spilaði einnig með
Yusef Lateef, sem var einn þekkt-
asti blásturshljóðfæra-
leikarinn á þeim árum,
einnig með Jimmy Heath
og Art Farmer sem kom
tvívegis og fjölmörgum
öðrum erlendum djass-
leikurum, sem of langt
mál er að telja upp, t.d.
_________ Topts Thelemann."
Árni var slagverksleik-
ari með Sinfóníunni frá 1966-78. Þá
hefur hann spilað inn á tvö til þrjú
hundruð hljómplötur, sem sessjón-
maður, í öllu mögulegu t.d. fyrir SG
hljómplötur, útgáfufyrirtæki
Svavars Gests. En hvenær hóf hann
að spila á bassa?
„I KK sextettinum var það
þannig að þegar hljómsveitin fór
í pásu, að í staðinn fyrir að setja
segulband á, þá skipti hljóm-
sveitin sér í tvennt. Þannig að
þegar annar helmingurinn fór í
pásu, spilaði hinn helmingurinn.
Þegar Jón „bassi“, fór í pásu,
var enginn bassi í hinum helm-
ingnum. Ég fór þá að æfa bassa
og Jón kenndi mér talsvert á
kontrabassa og ég varð síðan ár-
um saman bassaleikari. Ég fór
upp úr því að að spila á baritón-
saxófón og sat í stórhljómsveit
FÍH 1970-74 og var í nokkur ár
í Lúðrasveit Reykjavíkur, og þá
fyrst á óbó.
Ég fór síðan til Svíþjóðar eftir að
hafa verið með Ragnari Bjarnasyni
í fimm ár á Hótel Sögu og réð mig
sem óbóleikara og á enskt horn í
leikhúsi í Stokkhólmi. Þá hef ég
leikið leikhústónlist öðruhvoru hér
heima. Ég var ráðinn til að spila
með hljómsveit í amerískum söng-
leik. Þetta var mjög erfið og við-
kvæm músík og sýningarnar voru
150. Ég kenndi á óbó í Stokkhólmi,
það var góð reynsla. Ég kom heim
um páska 1979, í frí og var þá byrj-
aður að spila með alhliða dans-
hljómsveit á bassa. Þá var Andrés
heitinn Ingólfsson, nýlátinn, og
hafði verið saxófónleikari í hljóm-
sveit Ragnars Bjarnasonar. Ragnar
hringdi og spurði hvort ég vildi ekki
koma í hljómsveitina á orgel og ví-
brafón. Eg sagðist ætla að hugsa
málið. Svo fór ég til Svíþjóðar og
var ekki fyrr komin inn í íbúðina
sem ég leigði að Ragnar hringdi og
sagði: - Heyrðu! Ég keypti altósax-
ófóninn hans Andrésar! Nú kemur
þú í hljómsveitina, á altósaxófón!
Ég hafði aldrei snert altósaófón, en
lét til leiðast og kom heim nokkru
síðar og byrjaði með Ragnari í
Sumargleðinni 1979 og þá spilaði ég
á altósaxófón og var með Sumar-
gleðinni til 1982.“
Kennsla og störf fyrir FÍH
„Ég var lausráðinn eftir að ég
hætti með Sumargleðinni. Ég spil-
aði með Andra Bachmann, Gretari
Örvarssyni og hljómsveitinni Eins-
dæmi á Hótel Sögu til 1993. Ég hef
örlítið verið að spila með Karli Möll-
er og Alfreð Álfreðssyni og með
okkur hefur verið söngkonan, Arna
Þorsteinsdóttir.
Þá var ég við tónlistarkennslu t.d.
einn vetur við Tónlistar-
skóla Keflavíkur,
1972-73. Ég byrjaði að
kenna við FIH skólann
1981 og þá á víbrafón, síð-
an fór ég að kenna á raf-
bassa og samspil. Ég
kenndi við skólann til árs-
ins 1987. Árið 1982 tók ég __________
við formennsku í djass-
deild FÍH. Ég hafði verið í hinum
og þessum nefndum fyrir félagið, en
þarna tók ég við samstarfi okkar við
Norddjass og sótti árlega fundi fyr-
ir íslands hönd og er í því enn. Við
sjáum um djasshátíðina sem hét
RÚREK, en heitir nú Djasshátíð
Reykjavíkur. Ég er formaður þess-
arar nefndar. Frá 1988 og til dags-
ins í dag hef ég verið varaformaður
Félags íslenska hljómlistarmanna.
Þetta er talsvert starf. Hér hafa
komið gestakennar einu sinni á ári
frá Norddjass og Norddjasshefur
stutt djasshátíðir. Við höfiim gefið
út hljómdisk með Radíó biggband-
inu danska. Við höfum verið með
námskeið fyrir unga djassleikara í
Danmörku í nokkur ár.“
Þannig að þú ert þá meira eða
minna daglega í ýmiss konar félags-
störfum fyrir FÍH?
„Á hverjum degi, já. Ég kem dag-
lega á skrifstofu FÍH. Félagsmál
eru ótrúlega tímafrek. Það er vinna
við samningamál, kjaramál og fé-
lagið rekur tónlistarskóla. Ef maður
ber saman starfsaðstöðu hljóðfæra-
leikara í dag og hér fyrr á árum þá
er þetta allt annað starfsumhverfi í
dag. Hér áður voru hljóðfæraleikar-
ar miklu færri og það varð að taka
próf inn í félagið og maður þekkti
hvern einasta hljóðfæraleikara. Á
þessum árum þegar ég var að byrja
spilaði maður lágmark fimm kvöld í
viku. í dag er miklu minna atvinnu-
öryggi, sérstaklega í dansspila-
mennskunni. Það er þó alltaf visst
atvinnuöryggi í kringum Sinfóní-,
una.“
Djasskvartett Árna Scheving
á ferð um landið
„Það hefur verið draumurinn að
vera með litla djasshljómsveit,
kvartett og sá draumur er að ræt-
ast. Ég verð með kvartett í sumar
sem fer til Akureyrar og Vest-
mannaeyja og víðar um landið t.d. á
djasshátíðina á Egilsstöðum 27.
júní. í hljómsveitinni eru Karl Möll-
er á píanó, Gunnar Hrafnsson á
bassa, sonur minn, Einar Valur á
trommur og ég á víbrafón. Með
okkur verður ný djasssöngkona,
Þóra Greta Þórisdóttir, sem var að
útskrifast frá FÍH skólanum nú þ-
vor.“
Árni Scheving er bjartsýnn á
framtíð djassins á íslandi og telur
að sá stóri hópur ungra íslenskra
djassleikara sem hefur verið að
koma heim úr námi erlendis á liðn-
um árum eigi mikla möguleika. Að-
spurður segir hann að hann hafi lít-
ið fengist við tónsmíðar, skrifað ein-
staka djassnúmer og útsetningar
við ýmis tækifæri. Hann telur það
þó ekki útilokað að hann gefi sér
meiri tíma í það að sinna tónsmíðum
á næstu árum .
Ámi Scheving er lífsreyndur mað-
ur og á tvö hjónabönd að baki. Konu
sinni, Valgerði Þorsteinsdóttur,
kynntist hann árið 1972. Sonuc
þeirra er, Einar Valur, er fæddur
1973. Einar Valur er nýkominn frá
Miami í Flórída, þar sem hann
stundar tónlistamám og leikur auk
þess með ýmsum djass-
leikurum, m.a. kvintett
hins nær sjötuga saxó-
fónista og trompetleikara
Ira Sullivan, sem er talinn
í hópi betri bíboppblásara
djassins. Þá á Ami eldri
böm frá fyrri sambönd-
um, synina Ragnar Þór og
Guðna Þór og dótturina
Bryndísi. Valgerður átti fyrir synina!
Þorstein Orra og Amald Hauk og
samgeiginlega eiga þau 8 bamaböm.
Þrátt fyrir að hafa átt við erfið veik-
indi að striða fyrir örfáum ámm er
Árni Scheving vel á sig kominn og
ekki kæmi á óvart að væri að hefjast
nýtt og glæsilegt tímabil á löngum
og athyglisverðum ferli hans í tón^
listinni í tæpa hálfa öld.
í dag er miklu
minna at-
vinnuöryggi,
sérstaklega í
dansspila-
mennskunni.