Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998
DAGLEGT LIF
MORGUNBLAÐIÐ
Faðmlög
handa smáum og
stórum
ANDLITIÐ blítt og handleggirnir
lyftast, hann stendur í hvítum klæð-
um með útbreiddann faðminn, smá-
ir og stórir, auðugir og fátækir og
frjálsir og ófrjálsir streyma i hann.
Sálir í köldum heimi í viðfeðmu
fangi.
Opinn faðmur er ein af tákn-
myndum guðs: „Leyfið börnunum
að koma til mín.“ Hrjáðir þrá að
hvíla í faðmi guðs. Himinninn faðm-
ar jörðina og gefur henni líf með
hjálp sólarljóssins. „Fátæki maður-
inn dó, og báru hann englar í faðm
Abrahams. Ríki maðurinn dó líka
og var grafínn.“ (Lúk. 16.22).
Nýfætt bam hvílir í fangi móður
sinnar. Faðmur hennar er opinn og
hún lykur það örmum til að veita
því öryggi og tjá því ást sína. Hlýr
faðmur þeirra er skilyrði fyrir til-
finningalegum þroska. Barnið elst
upp í fangi foreldra sinna og stefnir
með áranum lengra út í heiminn en
vissan um opinn faðm veitir því
styrk til að halda á ný mið í lífinu.
Uppeldið er í faðmi fjölskyldunnar.
Óvildin föðmuð burt
Faðmlag er tjáning tilfinninga.
Það er snerting. Gleðin og hryggðin
brjótast út í faðmlagi. Menn fallast í
faðma og skapa frið. Menn geta
kastað kveðju hver á annan, tekið
ofan og jafnvel tekist í hendur eða
smellt kossi á vangann en allt fellur
þetta í skuggann af faðmlaginu. Það
er dýpra og merkingarmeira. Það
virkjar öll skynfærin. Það er raf-
straumur milli manna.
Elskendur í faðmlögum finna
hjartað slá, vinir finna traustið,
börnin öryggið og væntumþykjuna.
Faðmlag er innsigli tjáningarinnar.
Það sigrar efann og einmanakennd-
ina. Faðmlag dregur úr kvíða og
byggir upp lífsvilja. Faðmlag brýtur
niður varnarmúra, sefar reiði,
„faðmaðu óvin þinn“ gæti staðið í
biblíunni. í faðmlagi rennur móður-
inn af andstæðingum, illviljinn
hörfar og löngunin til að sættast
eflist ósjálfrátt því eigingirain lypp-
ast niður.
Faðmlag betra en súkkulaði
Faðmlag lengir lifið. Það losar
spennu og bætir heilsuna. Sá sem
faðmar dæmir ekki aðra, hann
ákveður að eina leiðin til að steðja
óvildinni á braut sé að fallast í
faðma við nágranna sína, það er
leiðin til að kveða burt hatrið og öf-
undina.
Faðmlög eru ekki aðeins handa
elskendum og sorgbitnum. Þau eru
handa öllum og eru leyfileg undir
öllum kringumstæðum. Þau eru
upphaf og endir sáttarinnar. Þau
eru ekki ábyrgðarlaus, heldur tján-
ing viljans til betra lífs. Faðmlag er
umhyggja.
Nánir geta faðmast hvenær sem
er. Það getur verið rétt að faðma
aðra óvænt en oftast er best að fá
einhverskonar leyfí fyrst eða að
biðja aðra um faðmlag. Faðmlag
gefur kraft, það er meira en rautt
eðalginseng eða þrúgusykur eða
súkkulaði og það endist líka lengur.
Gallar manna eru algengt um-
ræðuefni og sumir þreytast seint á
að útlista þá í smáatriðum í stað
þess að faðma þá og byggja upp.
Faðmlag er í sama flokki og gleðin
og hláturinn, það hleypir af stað
heilsubætandi straumi innra með
mönnum, og það kostar ekki neitt
nema góðan hug.
- Faðmist kvölds og morgna.
Lokið augunum og hvílið hvert í
annars örmum. - Faðmlög við
fuglasöng eru vissulega góð, en
staðurinn er aukaatriði og tíminn
líka. Sofnið í faðmlögum. Kyrrðin er
líka góð. Faðmlagi fylgir augnabliks
þögn. Fólkið hefur talað og jafnvel
rifist en svo horfist það í augu,
þagnar og fellur i djúpan faðm.
Faðmlag skapar frið
í heiminum
Faðmlög hafa verið vanmetin. En
þau fullgera verkin. Þegar einhver
opnar sig með orðum og talar um
tilfinningar sínar vinnur hann ekki
nema hálfan sigur hljóti hann ekki
innilegt faðmlag fyrir. Faðmlag get-
ur opnað flóðgáttir sálarinnar og
gert meira en þúsund orð. Hinn
glaði hoppar af kæti og faðmar af
kátínu. Hinn sorgbitni verður ekki
huggaður nema með faðmlagi.
Faðmlag gegn einmanakennd,
faðmlag gegn sorg, faðmlag í mann-
leg samskipti, faðmlag gegn
heimskunni. Faðmlag.
Fjarlægð skapar stríð en faðmlag
frið.
Faðmlag leysir leynda krafta úr læðingi.
Það er líkt gjöf sem veitir styrk eða lyfi
gegn veikindum. Faðmlag er áhrifarík
snerting tveggja eða fleiri manna.
Gunnar Hersveinn hugsaði um faðmlög,
andleg og líkamleg, og spurði fólk sem
hefur reynslu af þessu fyrirbæri um gildi
og ástæður faðmlaga.
FAÐMLAG
eftir spennu. Þau
rifust við matinn og
voru komin með
verk í magann.
Hún faðmar og
illskan rennur
af honum.
Erfitt að faðma
stóra karla
ÉG vil ekki skilgreina faðmlög
eða segja til um hvemig mað-
ur eigi að nota þau sem aðferð
til að gera eitthvað. Ég ákveð
ekki að faðma. Faðmlag er
ósjáifrátt viðbragð og þau
bara gerast," segir Björg Jóns-
dóttir, raungreinakennari í
Menntaskólanum við Hamra-
hlíð.
„Ég nota ekki faðmlög í
kennslu og ég tek ekki stóra
og mikla karlmenn í fangið,“
segir hún, „og þess vegna eru
það fyrst og fremst stelpur
sem eiga um sárt að binda sem
ég faðma.“
Björg segist ekki faðma
hvern sem er eða gegn vilja
fólks. „Heldur skynjar maður
óskina og tímann og áhrifin
em iðulega jákvæð," segir
hún, „svo eru faðmlög misjöfn
og þau geta verið einskonar
klapp á axlirnar til að stappa í
menn stálinu. Nemendur geta
brostið í grát og þá þarf að
hughreysta þá og þá faðmast
fólk stundum án þess að hafa
ætlað það.“
Hún segir auðveldara að
faðma litla og böm, og hún tel-
ur að konur faðmist meira,
vinkonur og systur.
Björg er norðan úr Reykja-
dal og ólst upp í stórri íjöl-
skyldu. „Þar þótti sumum
snertingin góð og að sitja í
fanginu á fullorðnum, en aðrir
gáfu minna fyrir það.“
Verðlaun
og barn sama daginn
UNG íslensk stúlka, Heiða Björg
Hilmisdóttir, hefur nýlokið
fil.kand. prófi í næringarhag-
fræði frá Gautaborgar-háskóla
með hæstu einkunn. Heiða Björg náði ekki
bara besta árangri í sínum skóla heldur í
allri Sviþjóð en 150-200 manns útskrifast í
faginu á hverju ári. Tvö sænsk fyrirtæki
veita besta nemanda í greininni verðlaun ár
hvert og tekur Heiða Björg við slíkri viður-
kenningu fyrir árangur sinn í dag. Fleira er
á döfinni í dag hjá Heiðu Björgu og sambýl-
ismanni hennar, Þorleifi Ágústssyni líf-
fræðingi, því þau eiga líka von á sínu fyrsta
bami.
Heiða segir að sér hafi óncitanlega
bmgðið í brún þegar hún fékk tilkynn-
ingu með bréfi um verðlaunaafhending-
una hinn 5. júní. „Það fyrsta sem ég hugs-
aði var, guð minn góður, barnið á að
koma sama dag,“ segir hún.
Verðlaunin veita tímaritið
Restauranger och Storkök og fyrirtækið
Skapa matgladje AB, sem bæði eru virt
innan matvælaiðnaðarins í Svíþjóð. Segir
hún mikinn heiður að fá verðlaunin, þau
bæði veki eftirtekt og komi að góðum not-
um hvað varðar atvinnumöguleika og ýmis
sambönd. Hefur hún þegar verið beðin um
að taka þátt í tilraunaeldhúsi stórrar versl-
unarkeðju og þá hefur komið til tais að
hún stýri sjónvarpsþáttum um næringu og
heilsu á TV4 í Svíþjóð.
Heiða Björg útskrifaðist upphaflega sem
matartæknir og stúdent af náttúrufræði-
braut Verkmenntaskólans á Akureyri og
starfaði síðan í eldhúsi ríkisspítalanna þar
sem hún var hvött af yfirmanni sinum til
þess að leggja frekara nám fyrir sig eftir
tveggja ára starf.
Nám í næringarhagfræði veitir að sögn
góða þekkingu á sviði matvæla- og rekstr-
arfræði og geta einstaklingar með slíka
menntun meðal annars starfað sem nær-
ingarráðgjafar fyrir tiltekna hópa, svo sem
börn, eldri borgara og íþróttafólk eða
skipulagt sérfæði, til dæmis á sjúkrahúsi.
„Sem næringarhagfræðingur getur mað-
ur bæði sótt um stjómunarstöður hjá hinu
opinbera og við einkarekna veitingastaði og
stóreldhús. Hér í Svíþjóð er algengt að nær-
ingarhagfræðingur hafi yfimmsjón með
matarþjónustu á sjúkrahúsi, hóteli, í fangelsi
eða matsal stærri vinnustaða, á bamaheimil-
um, í skólum, eða heimilum fyrir eldri borg-
ara. I stuttu máli alls staðar þar sem matur
kemur við sögu,“ segir hún til útskýringar.
Einnig er algengt að sveitarfélög eða
borgarhlutar ráði til sín næringarhagfræð-
inga til þess að hafa yfirumsjón með öllum
eldhúsum á þeirra vegum.
Góður matur, viðeigandi og ekki of dýr
„Næringarhagfræðingurinn sér fyrst og
fremst um fjármálastjórn og að fjárhagsá-
ætlunum sé fylgt eftir. Hann ber ábyrgð á
starfsmannahaldi og að öllum lögum og
reglum sé fylgt eftir við framleiðsluna. I
hans verkahring er að sjá til þess að boðið
sé upp á góðan mat með góðri þjónustu
sem ekki er of dýr og í samræmi við um-
hverfi og rekstrargrundvöll. Líka er al-
gengt að næringarhagfræðingar vinni inn-
an matvælaiðnaðarins, við matvælaverslan-