Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 5
4 B FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Þeir hafa yfírheyrt háa og lága, smákrimma og hvítflibba, sakleysingja og syndara. Líka fundið og rannsakað sönnunargögn sem dugað hafa til að koma mörgum misindismanninum bak við lás og slá, Valgerður Þ. Jónsdóttir yfirheyrði þrjá rannsóknalögreglumenn hjá ríkislögreglustjóraembættinu t' rv DAGLEGT LÍF HÖGNI Einarsson í efna- liagsbrotadeild, Har- aldur Árnason í tækni- rannsóknastofu og Baldvin Einarsson í alþjóðadeild hafa allir starfað hjá ríkislög- reglustjóraerabættinu frá stofnun þess 1. júlí siðastliðinn. Með próf frá Lögregluskóla ríkisins upp á vasann hafa þeir líka um árabil starfað samkvæmt gamla skipu- lagi löggæslumála hjá lögreglu- stjóraembættinu í Reykjavík og síðar hjá Rannsóknalögreglu rík- isins. Ný lögreglulög, sem tóku gildi 1. júlí 1997, fólust m.a. í að Rann- sóknalögregla ríkisins (RLR) var lögð niður og stofnað embætti Ríkislögreglustjóra (RLS). Breyt- ingin hafði í för með sér að rann- sóknir brotamála færðust til lög- reglustjóraembætta landsins auk þess sem saksókn varð að mestu í höndum einstakra lögreglustjóra- embætta. Með gildistöku laganna, tók ríkislögreglustjóraembættið yfir mörg verkefni sem áður voru í dómsmálaráðuneytinu, auk þess að samræma störf löggæslunnar í landinu og innleiða nýjungar. Samkvæmt lögunum er eitt meg- inhlutverk ríkislögreglustjóra að miðla upplýsingum innan lögregl- unnar og fylgjast með og vinna að því að hinum pólitísku ákvörðun- um æðstu handhafa ríkisvaldsins, sem lúta að löggæslu, verði fylgt eftir. Haraldur Johannessen hefur gegnt embætti ríkislögreglu- stjóra frá 1. febrúar síðastliðn- um. í Morgunblaðinu 1. júlí 1997 vakti Bogi Nilsson, þáverandi FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 B 5^ ríkislögreglustjóri og nú ríkis- saksóknari, athygli á skýrari ákvæðum um hlutverk lögregl- unnar í landinu, en verið hefðu áður í lögum. Þá nefndi hann að ríkislögreglustjóri myndi hafa eftirlit með að framkvæmd lög- gæslu yrði í samræmi við lög og embættið myndi veita lögreglu- stjórum stuðning. Ríkislögreglu- stjóri annaðist einnig alþjóða- samskipti á sviði löggæslu og sinnti yfirstjórn einstakra lög- gæsluverkefna á landinu. Markmið nýju lögreglulaganna er fyrst og fremst að gera rann- sóknir afbrota hraðari og skil- virkari en áður og samkvæmt þeim hafa þeir félagar, Högni, Haraldur og Baldvin ásamt öðrum þjónum réttvísinnar núna unnið í tæpt ár. EFN AH AGSBROT ADEILD RLS - rannsakar alvarleg brot á sviði fjármála og viðskipta þar með talin skattalagabrot, um- hverfis- og tölvubrot og brot á lögum um stjóm fiskveiða hvar sem er á landinu og ann- ast saksókn í þeim nema ríkis- saksóknara beri að höfða mál- ið samkvæmt fyrirmælum laga um meðferð opinberra mála. Græðgi er oftast undirrótin Morgunblaðið/Þorkell HÖGNI EINARSSON EFNAHAGSBROT er viðvarandi brotastarfsemi í annars löglegum rekstri," er ein skilgreining lag- anna á málaflokki sem fellur undir efnahagsbrotadeild RLS. „Hvít- flibbadeildin" eins og gárungarnir kalla hana stundum,“ segir Högni Einarsson, sem mestan hluta starfsferils síns hefur rannsakað auðgunarbrot jafnt smá- krimma sem hvítflibba....eða bara venju- legs fólks, sem lent hefur í klandri vegna klaufaskapar og er oft komið í vonlausan vítahring," heldur hann áfram og viður- kennir að græðgi sé oftast undirrót brot- anna, sem hann hefur fengist við í áranna rás. „Auðgunarbrot fíkniefnaneytenda eru þó ef til vill undanskilin. Aðrir eru út- spekúleraðir og ætla sér að lifa á þaul- skipulögðum fjársvikum. Þótt ég hafi oft orðið undrandi á bíræfninni hef ég yfir- leitt fundið meira gott en slæmt í hverri manneskju." Hlutlaus rannsóknaaðili Sem hlutlaus rannsóknaaðili leitar Högni jafnt sönnunargagna til sýknu og sektar, enda markmið hans ekki síður að finna sakbomingi málsbætur. Ef rann- sóknin bendir til refsiverðs athæfis fer málið í dóm, sem byggir á ákæru sak- sóknara ríkislögreglustjóraembættisins. Högni segir starfið bjóða upp á tækifæri til að kynnast mörgum hliðum mannlífs- ins, en ánægjulegast finnst honum að eiga endrum og sinnum þátt í að aðstoða fólk við að ná rétti sínum og hugsanlega komast út úr fjárhagslegum vítahring. Högni ólst upp í sveit og þótt hann, eins og flestir ki’akkar í þá daga, læsi leynilög- reglusögur í gríð og erg, hvarflaði ekki að honum að feta í fótspor söguhetjanna. Þess í stað lærði hann bifvélavirkjun, en ýmsar tilviljanir urðu til þess að hann hóf störf hjá RLR árið 1977 og ílentist í lög- reglustörfum. Hann hefur einkum fengist við að rannsaka þjófnaði, tékkamisferli, skjalafals, umboðssvik, bókhaldssvik, skattalagabrot og ýmislegt sem tengist vafasömu peningavafstri. Málin segir hann vitaskuld miserfið viðureignar, oft- ast verði ítarleg rannsókn til að leysa þau, stundum ráði heppni og jafnvel hugboð eða innsæi hvemig til tekst. Allir með vinnuvettlinga Af og til kemur líka fyrir að þjófarnir komi sjálfir upp um sig. Högna er minnistætt eitt slíkt atvik, sem gerðist þegar hann hafði nýhafíð störf hjá RLR. „Við fengum senda ítarlega, handskrifaða skýi-slu frá hreppstjóra nokkrum úti á landi þar sem hann lýsir innbroti í kaup- félagið og bensínsöluna á staðnum. Hann tilgreindi samviskusamlega allt, sem hafði verið stolið og neðst á skýrslunni stóð: Greinileg fingi’afór sáust á staðnum. Við fórum tveir á vettvang og skoðuðum verksummerki. Af einhverjum ástæðum, sem ég man ekki lengur, bárust böndin fljótlega að þremur piltum héðan að sunnan. Við yfirheyrslur neituðu allir staðfastlega sakargiftum en báðu um að fá að lesa skýi-slu hreppstjórans. Að lestri loknum rak einn upp roknahlátur og sagði: „Fífl getur maðurinn verið, við vor- um allir með vinnuvettlinga.“!“ Annað mál sem Högna er í fersku minni frá þessum árum er innbrot í skart- gripaverslun þar sem ógrynni af gulli og gersemum var stolið. Búið var að yfir- heyra fjölda manna en hvorki hafði geng- ið né rekið að upplýsa málið íyrr en Högni segist hafa fengið hugboð um að ákveðinn maður væri viðriðin málið. Prjónavettlingur í ferðatösku „Þá tíðkaðist að tveir úr RLR færu í eftirlitsferðir á fóstudags- og laugardags- kvöldum um miðborgina. Við vorum tveir á ferðinni eitt kvöldið og komum að venju að máli við nokkra „góðkunningja". I samtali við einn þeirra kom fram að mað- ur, sem oft var í slagtogi með þeim, væri á leið til Kaupmannahafnar. Mér íánnst tiltekinn maður ekki þesslegur að fara í frí til útlanda og án þess að gera mér grein fyrir ástæðunni var ég sannfærður um að hann tengdist skartgi’iparáninu með einhverjum hætti. Við, félagarnir, ákváðum að fylgja hugboðinu eftir, hringdum í vararannsóknalögreglustjóra til að fá samþykki hans fyrir að elta manninn út á flugvöll og handtaka hann ef ástæða væri til. Arla morguns brunuðum við því á eftir rútunni, handtókum manninn, sem ekki kvaðst hafa neinn farangur meðferðis, leituðum á honum, fundum hasspípu en ekkert góss og vorum harla vonsviknir. Þá er kallað úr afgreiðslu og maðurinn vinsamlegast beðinn að sækja töskuna sína. I henni var prjónavettlingur og í honum á sjöunda tug gullhringa, festar og þvíumlíkt, sem þó var aðeins hluti þýfis- ins. Eg get ekki skýrt hvers vegna ég fékk svona mikinn áhuga á manninum í tengslum við þetta mál, en hann reyndist vera sendisveinn fyrir höfuðpaurinn, sem gómaður var í kjölfarið." Ekki í ruslafötuna En núna fæst Högni við mál af öðru tagi og heldur að mestu kyrru fyrir innan veggja ríkislögreglustjóraembættisins þar sem hann grúskar í heljarmiklu papp- írsflóði í leit að vísbendingum og sönnun- argögnum. Honum finnst margt hafa breyst til batnaðar á undanförnum árum. „í gamla daga hafði ég stundum á tilfinn- ingunni að vera að vinna fyrir ruslaföt- una. Núna gegnir öðru máli því það tekur mun mun styttri tíma að fá ákæru og dóm og ferlið er öruggara en áður auk þess sem meiri samsvörun er á milli dóma.“ Mannekla hjá lögreglunni segir Högni þó gera allt of mörgum kleift að stunda vafasöm viðskipti um langa hríð án þess að nokkuð sé að gert. „Kærur eru yfirleitt upphaf rannsóknar hjá lögreglustjóra- embættinu. Ef efnahagsbrotadeildin væri betur mönnað skapaðist aukið svigrúm til frumkvæðis í rannsókn samkvæmt orðrómi og ábendingum." ALÞJÓÐADEILD RLS - annast samskipti innan al- þjóðasamtaka, svo sem Inter- pol, en er einnig ætlað að vera tengiliður í lögreglusamstarfi við önnur Norðurlönd og innan EES. Interpol SIRENE Baltcom Enginn bófahasar hjá Interpol / IALÞJOÐADEILD RLS eru tveir starfsmenn, sem að sögn annars, Baldvins Einarssonar lögreglufull- trúa, er 100% aukning frá í fyrra. í skipuriti RLS er skilgreiningin SIRENE, Baltcom og Interpol. Fyrstu tvö nöfnin eru framandi, en efalítið kannast flestir við Interpol. Þó telur Baldvin ímyndina svolítið á reiki og margir geri sér í hugar- lund harðsnúna, í-ykfrakkaklædda lög- reglumenn, sem elti uppi og handtaki eft- irlýsta glæpamenn. „Interpol eru alþjóðasamtök sakamála- lögreglu með svokallaða NCB, National Central Bureau, eða landsskrifstofu í hverju landi eins og hjá okkur í alþjóða- deildinni. Við erum ekki í neinum bófahas- ar því starfið felst einkum í fjarskiptasam- böndum gegnum nokkurs konar tölvupóst eða bréfasíma," segir Baldvin. „Lands- skrifstofur virka eins og trekt í báðar átt- ir, þ.e. ef starfsmenn NCB í öðru landi óska eftir upplýsingum eða senda fyrir- spurn leita þeir til okkar og öfugt. Við söfnum gögnum og erum nokkurs konar skiptiborð, sem miðlar upplýsingum og fyrirspurnum til réttra aðila innan lög- gæslunnar. Við tökum aldrei þátt í að- gerðum við handtökur og þess háttar,“ segir Baldvin, sem þó lenti stundum í hálfgerðum bófahasar þegar hann var lög- regluþjónn í Reykjavík upp úr 1981 og síðar rannsóknarlögreglumaður hjá RLR. Greni og lausungarlýður „Við hjá RLR vorum vitaskuld kallaðir út vegna ólíkustu mála, smáþjófnaða, rána og jafnvel einstaka sinnum vegna manndrápa," segir hann og vill lítið fara út í þá sálma. Eins og aðrir laganna verð- ir kynntist hann ýmsum sér áður óþekkt- um hliðum mannlífsins og sumum harla dökkum. Svokölluð greni vissi hann til dæmis ekki að þrifust í henni Reykjavík, en samkvæmt skilgreiningu lögreglunnar er það bæli eða staður þar sem lausung- arlýður venur komur sínar. „Sum voru al- ræmd og lögreglan gerði sitt til að upp- ræta þessar miðstöðvar glæpastarfsemi þar sem þýfi og fíkniefni gengu kaupum og sölum og misindis- og ógæfufólk lifði í eymd, volæði og sóðaskap." Baldvin segir að sem betur fer séu Is- lendingar á góðu róli með þjónustu við fólk sem fýsir að rífa sig upp úr vesal- dómi, óreglu og afbrotum. Lögreglan reynist slíku fólki oft haukur í horni, enda ætlast til að löggæslumenn séu í stakk búnir til að aðstoða fólk við að komast á beinu, breiðu brautina. „Hér eru um- komuleysingjar heldur ekki látnir deyja á götum úti,“ bætir hann við. Baldvin finnst súrt í broti þegar fólk tal- ar um að siga lögreglunni á einhvern eða einhverja. Lögregluþjóna segh’ hann fyrst og fremst fulltrúa fólksins til að viðhalda lögum og reglu, fulltrúa sem fólkið geti leitað til og fengið úrlausn sinna mála. Baldvin nam lögfræði þegar hann réðst sem sumarafleysingamaður hjá lögi’egl- unni. Af ýmsum persónulegum ástæðum hætti hann námi og tók próf frá Lög- regluskóla ríkisins 1985. Þremur árum síðar réðst hann til RLR og fékkst eink- um við mál sem snertu fjársvik, skjalafals og skattalagabrot áður en hann hóf störf í alþjóðadeildinni. Viðfangsefnin þar á bæ eru af allt öðrum toga en eigi að síður áhugaverð að mati Baldvins. Milliríkja- samskipti við fjölda erlendra stofnana og samtaka vega þar þyngst. Samstarf við Baltic Sea Taskforce gegnum samskipta- netið Baltcom er eitt þeirra, en verkefnið settu stjórnmálamenn Norðurlanda, Eystrasaltsríkjanna, Þýskalands og Pól- lands á laggirnar. Norrænt kollegasamstarf „Starfsemin er enn á frumstigi, en markmiðið er að sporna við skipulögðum glæpum í löndunum og auðvelda upplýs- ingaflæði þeirra á milli. Annar sam- skiptaaðili okkar er PTN eða Police og Toll i Norden, sem er norrænt samstarf lögeglumanna og tollvarða í sendiráðum um allan heim. Þeir eru nefndir liaison offícers, skammstafað LO, og ei-u nokk- urs konar tengiliðir þegar ekki er grund- völlur fyrir formlegri fyrirspurn til Inter- pol en þó ástæða til að grennslast fyrir um meinta glæpamenn eða ólöglega starfsemi.“ Til skýi’ingar nefnir Baldvin að hann geti til dæmis hringt í sænskan lögreglumann í sendiráðinu í Lissabon og beðið hann að afla upplýsinga. „Kollega- samstarf af þessu tagi er oft fljótleg leið til að vinna að lausn mála,“ segir Baldvin. Ef Schengen-samkomulagið, þ.e. niður- felling landamæra ESB þjóða, verður að veruleika og íslendingar gerast aðilar að samkomulaginu, kemur væntanlega í hlut alþjóðadeildar RLS að annast undirbún- ing og veita SIRENE ski’ifstofunni for- stöðu fyi’ir SIS eða Schengen Information System. Skrifstofan yrði starfrækt með svipuðum hætti og NCB fyrir Interpol. „Þótt allt sé óvíst ennþá um ffamvindu mála er ljóst að slík landsskrifstofa yrði nauðsynleg á Islandi ef við tökum þátt í samstarfinu. Breytingarnar sem sam- komulagið hefði í för með sér eru gífur- legar og brýnt að fylgjast vel með fram- vindu mála, kynna sér lög og reglugerðir þar að lútandi með tilliti til hvernig fyi-ir- komulaginu yrði háttað hérlendis.“ ,Á ekki lögi’eglan líka að kunna allt, vita allt og geta allt,“ svarar Baldvin í gi-íni þegar hann er spurður hvort Schengen sé honum mikið hjartans mál. „Þetta er bara vinna eins og hver önnur, en raunar oft mjög skemmtileg. Mitt hjartans mál er að löggæslan í landinu verði betur mönnuð en nú er til að sinna forvarnarstarfi í auknum mæli. Ég vil að löggæslan sé sýnilegri og brunnarnir byrgðir áður en börnin detta ofan í. Lög- gæslan þarf líka að hafa svigrúm til að einbeita sér að „smámálunum“,“ segir Baldvin og á þá við ósiði eins og að henda rusli á almannafæri eða fara yfir á rauðu ljósi. Slíkt virðingarleysi fyrir sjálfsögð- um skyldum og almennri kurteisi telur hann að vindi smám saman upp á sig og auki agaleysi í þjóðfélaginu. TÆKNIRANNSÓKNARSTOFA RLS Samanburðarrannsóknir á sönnunargögnum. Leiðsögn um vettvangsrann- sóknir, töku sönnunargagna, meðferð þeirra o.þ.h. Aðstoð við vettvangsrann- sókn. Fingrafara- og Ijósmynda- safn. Svipaðar tilhneigingar við falsanir ÆTLI sprettgleðin til fótanna sé ekki að mestu farin úr mér,“ segir Haraldur Ái’na- son, sem á að baki 35 ára starf sem lögregluþjónn og rannsókna- lögreglumaður, og unir nú glaður við skrifborðið sitt hjá RLS. Þar rýnir hann í rithönd þeirra sem grunaðir eru um fals- anir af ýmsu tagi og finnst slíkt rétt eins lifandi og að hlaupa uppi bófa og ræn- ingja. Eftir fimm ára starf í götulögreglunni í Reykjavík hélt Haraldur utan og vann sem öryggisvörður hjá SÞ í rúmlega tvö ár, kom heim, tók aftur til við fyrra starf þar til hann réðst til rannsóknalögregl- unnar í Reykjavík 1974 sem tæknirann- sóknamaður og hefur síðan unnið sem slíkur hjá RLR og nú hjá RLS. „Utan nokkurra mánaða sem mér var kippt út til að aðstoða við rannsókn Geirfinns- málsins. Mér fannst feikilega lærdóms- ríkt að kynnast vinnubrögðum Karls Schultz og raunar er málið mér minnis- stæðast þeirra sem ég hef fengist við.“ Sakborningum „úthlutað“ Eins og að rannsókn málsins var staðið fékk hver rannsóknarlögreglumaður „út- hlutað" einum sakborningi til yfii’- heyrslna og jafnframt fyrirmæli um að kynna sér æviferil hans og aðstæður. Slík ráðstöfun telur Haraldur hafa bæði já- kvæðar og neikvæðar hliðar. „Hættan er sú að aðilar verði of nánir og myndi til- finningasamband. Hins vegar fannst mér ég gera mér betur en áður grein fyrir hve uppvaxtarskilyrði geta ráðið miklu um hvernig fólki vegnar í lífinu. Efalítið hefði margt í lífi sakbornings „míns“ þróast til betri vegar við aðrar aðstæður," segir Haraldur, sem enn kveðst bera hag hans fyrir brjósti. Sem sérfræðingur RLS í skjalarann- sóknum rekur Haraldur núna einkum slóð manna samkvæmt pennastrikum. Hann man samt þá tíð er hann rakti slóð- ina á tveimur jafnfljótum. „Einu sinni, Morgunblaðið/Þorkell HARALDUR ÁRNASON árla morguns um hávetur, var tilkynnt um innbrot og stórfelldan þjófnað í skart- gripaverslun i miðborginni. Uti var leið- indaveður og slydda, sem þó hafði ekki af- máð fór eftir grófmynstraða skósóla í grenndinni. Ég fylgdi sporunum eftir en sóttist verkið seint og illa því auk slydd- unnar hafði hitaveiturör í gangstéttinni víða brætt förin. En ég var kominn í mik- inn veiðihug og ákveðinn í að gefast ekki upp þótt ég væri orðinn blautur og kaldur og hefði margsinnis tapað slóðinni. Eftir þriggja tíma hringsól um Þingholtin upp- skar ég loks ái-angur erfiðisins þegar ég sá sams konar fótspor í kjallaratröppum húss eins við Laufásveginn, þar sem ég heyrði ræningjana monta sig af að hafa stungið lögguna af. Ég hraðaði mér niður á stöð eftir liðsafla og var bara nokkuð ánægður með minn þátt í að upplýsa mál- ið. I ljós kom að þjófarnir voru Bretar sem höfðu um langt skeið rænt og ruplað og haft lifibrauð af iðju sinni.“ Sama sjoppa, sami þjófur Heldur fyrirhafnarminni en eltingaleik- urinn í Þingholtunum, voru nokkur sjoppurán þar sem sama sjoppan og sami þjófurinn komu alltaf við sögu. „Þetta var dæmigerður tækifærisþjófur, sem hafði til siðs að ræna sjoppuna á leiðinni heim til sín og fékk lögregluna jafnhraðan í heimsókn til að sækja góssið. Honum tókst nefnilega að opna peningakassann með alveg sérstökum hætti; ýtti á tvo takka í stað eins og strimillinn sýndi því tvö tákn en ekki eitt eins og hjá af- gi-eiðslustúlkunum. Iíauði áttaði sig vita- skuld aldrei á mistökunum," segir Har- aldur og er svolítið skemmt. Þar til árið 1989 þurfti RLR að leita til utanaðkomandi sérfræðinga um rann- sóknir á rithandarsýnum í tengslum við skjalafalsanh- og þvíumlíkt. „Slíkum mál- um hafði fjölgað mikið og því var afráðið að senda tæknirannsóknamann til Bret- lands til náms í fræðunum. I byrjun leist mér ekkert á hugmyndina, taldi að skjala- rannsóknir, sem einnig eru fólgnar í að rannsaka alls konar letur, bæði hand- skrifuð og prentuð, og gera tæknilegar rannsóknir á skjölunum sjálfum, hlytu að vera afar einhæfar og tilbreytingarlaus- ar.“ En Haraldur ákvað að slá til og segist aldrei hafa iðrast ákvörðunarinnar. Hjá - honum eru yfirheyrslur liðin tíð og hann er sjaldnast í návígi við sakborninga. „Þeir eru bara á borðinu hjá mér í líki mismunandi undirskrifta,“ segir hann. Haraldur skoðar sérhvern staf og sér- hverja lykkju gaumgæfilega með saman- burðarfræðina, sem hann lærði í Birmingham, að leiðarljósi. „Innanríkis- ráðuneyti Breta rekur sex rannsókna- stofur fyrir lögreglumenn í Bretlandi, og er stofan í Birmingham ein af tveimur sem fæst við skjalarannsóknir. Leiðbein- endur eru virtir vísindamenn, sem sífellt voru að leggja fyrír okkur ílóknar þraut- ir. Ég hafði bæði gagn og gaman af nám- inu, sem varð mér góður grunnur til að skipuleggja rannsóknir mínar hérna heima og rökstyðja niðurstöðurnar fyrir dómi.“ Sneiða hjá sömu þáttum Sérþekking Haraldar nær ekki til að lesa pei’sónuleika fólks út úr skrift þess en hann segist vel geta hugsað sér að læra þá list síðar. Hann er liins vegar vel heima í því hvaða tilheigingar fólk hefur og framhjá hvaða þáttum það reynir að sneiða þegar það breytir rithönd sinni. „Atvinnuleyndannál,“ segir hann og er þögul sem gröfin. Haraldur segir að þótt mikil vinna liggi að baki niðurstöðum sínum, sé verkið ein-. ungis hálfnað á þeim tímapunkti. „Næsta ski’ef er að sannfæra dómarann. Þá koma auk skýrslu alls konar myndrænar skýr- ingarmyndir til sögunnar; glærm- og margfalt stækkaðar myndir". Slík gögn hefur Haraldur staðlað og þróað á undan- förnum árum og kappkostað að hafa þau sem best úr garði gerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.