Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Líf og list
í Þingholtunum
„í þessu yndislegu og
rólega umhverfi feng-
um við tækifæri til að
hugsa bara um það
sem við vildum vinna,
þroskast og verða að
fólki," segir Fríða.
FIÐLA
smiðju Hans
Jóhannssonar.
HANS smíðar öll sín verkfæri siálfur
FIÐLUSMIÐI er langt og flókið ferli og hér má sjá ólakkaða
fiðlu sem Hans hefur smíðað.
Morgunblaðið/Ásdís
HANS og Fríða á vinnustofunni við Þingholtsstræti.
ALITLU verkstæði við
Þingholtsstræti vinna
hjónin Hans Jóhannsson
fiðlusmiður og Fríða Björk
Ingvarsdóttir bókmenntafræðingur.
Steinsnar frá verkstæðinu er heimili
þeirra, gamalt timburhús frá árinu
1907, sem þau hafa verið að gera
upp hátt á annað ár. Það er eins og
sjá megi svip liðinna alda á verk-
stæðinu þar sem strengjahljóðfæri á
mismunandi vinnslustigum prýða
veggi og borð og i einu hominu
stendur gamalt skrifborð. Það eina
sem gefur til kynna nútímann er fis-
tölva á skrifborðinu.
Hans og Fríða fluttust til íslands
fyrir fjómm áram eftir tólf ára dvöl
erlendis. Þau eru á fertugsaldri og
eiga tvö börn. Fríða og Hans eru
greinilega samhent hjón þvi á með-
an Hans vinnur við hljóðfærin situr
Fríða við tölvuna og vinnur að ýms-
um verkefnum. Núna er hún að
leggja lokahönd á þýðingu nýjustu
bókar Graham Swifts, Last Orders,
en hún hlaut Booker-verðlaunin í
Bretlandi í fyrra. En þau hafa fleiri
járn í eldinum en fiðlusmíðina og
þýðingar, því á næstu dögum fara
þau utan til að leggja lokahönd á
leikna heimildarmynd sem þau hafa
verið að vinna undanfarin tvö ár.
Yfir 250 hljóðfæri
Hans smíðar átta til tíu strok-
hljóðfæri á ári og hefur á tuttugu
ára ferli sínum smíðað yfir 250
hljóðfæri. Hann smíðar öll sín verk-
færi sjálfur og eins og sjá má af
meðfylgjandi myndum eru þau lista-
í spjalli við hjónin
Hans Jóhannsson
og Fríðu Björk
Ingvarsdóttur lærði
Dóra Osk Halldórs-
dóttir ýmislegt um
fíðlusmíði, ævintýra-
legt líf erlendis og
leikna heimildar-
mynd þeirra hjóna.
smíð. Hans segir að hljóðfærasmíði
sé afar langt og flókið ferli og þess
vegna skipti það miklu máli fyrir ný-
liða í greininni að geta strax komist í
þá aðstöðu að smíða hljóðfæri, í stað
þess að vinna eingöngu við viðgerð-
ir. „Maður lærir mest á því að fara
aftur og aftur í gegnum það ferli
sem það er að smíða hljóðfærið. Og
það er mjög flókið ferli. Þú reynir að
skynja hvernig efnið hagar sér, og
það þarf að vinna það öðravísi í
hvert skipti því efniviðurinn hagar
sér aldrei eins. Það getur hver sem
er smíðað kassa sem lítur út eins og
fiðla, en kúnstin er að smíða hljóð-
færi sem gefur hinn rétta tón. Leitin
að honum er aðalatriðið og þar er
þekkingin á efninu mikilvægust."
Hans hefur góð sambönd við við-
skiptavini frá Evrópu eftir dvöl sína
í Lúxemborg, og getur því stundað
hljóðfærasmíði hér auk þess að
sinna viðgerðum fyrir starfandi
hljóðfæraleikara hérlendis. Hann
hefur sett upp heimasíðu á Netinu
(http://www.centrum.is/hansi) þar
sem hann kynnir verk sín og fiðlu-
smíði almennt. Heimasíðan var sett
inn á bandaríska menntanetið og
hefur vakið mikinn áhuga þarlendra
á störfum hans og smíði. Japanar
hafa einnig sýnt honum áhuga enda
bera þeir mikla virðingu fyrir vel
unnu handverki.
Áhugi á hljóðfærasmíð
Hans fékk fyrst áhuga á smíðum
á húsgagnaverkstæði afa síns, Guð-
jóns Halldórssonar. Þegar þessi
ástríða blandaðist síðan brennandi
áhuga hans á tónlist var ekki erfitt
að velja sér framtíðarstefnu. „Það
var ekkert annað sem komst að,“
segir Hans og sautján ára gamall
var hann búinn að tryggja sér
námsvist hjá meistara í Kaup-
mannahöfn til að læra hljóðfæra-
smíði. Hins vegar fór fyrirætlunin
öðravísi en ætlað var, því sama dag
og Hans kom til Kaupmannahafnar
dó lærifaðirinn. Nú hefði margur
kannski misst móðinn, en Hans
ákvað að gefast ekki upp og hafði í
huga gamla orðtækið að fall er far-
arheill. Hafliði Hallgrímsson benti
honum á góðan skóla í Englandi,
Newark School of Violin Making, og
varð það úr að hann fór þangað til
náms og dvaldi þar næstu þrjú árin.
Fríða og Hans kynntust 17. júní
1977 þegar Hans var í sumarleyfi
frá skólanum. Eftir námið flutti
Hans heim og þau bjuggu hér um
tveggja ára skeið. Á þeim tíma
stundaði Fríða nám í bókmennta-
fræði í Háskólanum og Hans var
með verkstæði. Hins vegar bauð
dvölin hér ekki upp á marga mögu-
leika í smíði nýrra hljóðfæra og
helsta starf hans þessi ár var fólgið
í viðgerðum á hljóðfærum. Hans sá
fram á að hann yrði að færa sig út
fyrir landsteinana til þess að fá þau
verkefni sem hann vildi kljást við.
Lúxemborg varð fyrir valinu.
Búið á prestssetri
Dvölin í Lúxemborg varð lengri
en í upphafi var gert ráð fyrir því
þau Fríða og Hans bjuggu þar í tólf
ár. Möguleikar Hans jukust gífur-
lega í þessu nýja umhverfi og Iands-
menn tóku honum vel þvi enginn
fiðlusmiður starfaði miðsvæðis í
Lúxemborg. Vegna legu landsins
eiga margir listamenn þar leið um
og í landinu starfar góð sinfóníu-
hljómsveit. Strax á fyrsta árinu
pantaði konsertmeistari sinfóníu-
hljómsveitarinnar fiðlu hjá Hans og
þar með var framtíð hans í faginu
tryggð. Hann segir að gífurlega
mikilvægt sé fyrir unga hljóðfæra-
smiði að fá tækifæri til að stunda
smíði hljóðfæra sem fyrst á ferlin-
um því hljóðfærasmiðurinn vex og
þroskast með hverju hljóðfæri.
Fríða og Hans bjuggu á gömlu
prestssetri í litlu þorpi uppi í sveit.
Húsið var 150 ára gamalt og Fríða
grínast með að þau hafi „snúið upp
á höndina á kaþólskum presti“ til að
fá það á leigu. Útidyrahurð hússins
var ennþá eldri en húsið sjálft, því
hún var frá 15. öld og svo gisin að
„hægur leikur var að lesa Morgun-
blaðið í gegnum hana“ segir Fríða
og hlær. Húsið var umlukt stórum
garði með ávaxtatrjám og Fríða
segir að dásamlegt hafi verið að búa
þarna og ala upp börn, en þau Fríða
og Hans höfðu eignast dóttur á ís-
landi og á meðan þau dvöldu í Lúx-
emborg fæddist þeim sonur.
Vinnustofa í kastala
Stuttu eftir að þau komu til Lúx-
emborgar sáu þau mjög fallegan
kastala, Bourglinster-kastalann.
Kastalinn hafði verið í einkaeign
fram til ársins 1960 en var nú í eigu
ríkisins. Þau skoðuðu bygginguna
og urðu svo hrifin að Hans hringdi í
menningarmálaráðherra Lúxem-
borgar og falaðist eftir vinnustofu í
hluta kastalans. Það gekk eftir og
ríkið í Lúxemborg útbjó vinnustof-
ur fyrir listamenn í hluta kastalans,
en stærsti hlutinn var nýttur fyrir
tónleikahald, myndlistarsýningar
og ráðstefnur. Hans var fyrsti lista-
maðurinn sem fékk þar aðstöðu.
Þetta var því ævintýraleg um-
gjörð um hljóðfærasmíðina og ótrú-
legt tækifæri fyrir ungan listamann.
Kastalinn var frá 12. öld en yngsti