Morgunblaðið - 12.06.1998, Side 8

Morgunblaðið - 12.06.1998, Side 8
8 B FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ GUÐBERGUR er gjaman kallaður Bílabergur vegna þessa áhugamáls síns. Hann er nýorðinn fimmtug- ur og það er óhætt að segja að kraft- > mikil farartæki hafi verið hans ær og kýr frá því hann var lítill strákur á Flateyri þar sem hann er fæddur og uppalinn. Guðbergur er bifreiðastjóri hjá Allrahanda á Flateyri. Hann kevrði áður fyrir Guðmund, Teit og Ölaf Ketilsson og meðal farþega vora guttamir sem nú eru stjórnendur Allrahanda. Guðbergur segist hafa „átt fjallið" í nokkuð mörg ár. Hann er þar að tala um Breiðadalsheiði, en um tíma var hann sá eini sem hélt þar uppi reglubundnum samgöngum. Nú er hann hættur að aka yfir heiðina í alls kyns veðravítum, hann ekur daglega undir það í rennifæri. Þessum dreng þarf ekki að kenna meira Bílpróf Guðbergs er líklega nokk- uð lýsandi fyrir náin kynni hans og ökutækja frá unga aldri. „Eg hafði frá 14 ára aldri ekið tugi þúsunda kílómetra,“ segir hann. „Þegar tími var svo til kominn, kom ökukennar- inn frá Isafirði yfir á Flateyri og sótti mig. Við sóttum prófdómarann sem Bílarnir eru hans ær og kýr lét mig keyra samkvæmt kúnstarinn- ar reglum. Eftir tíu mínútur sagði hann: „Þessum dreng þarf ekki að kenna meir.“ Fyrir þetta þurfti ég að greiða, með skírteini og öllu, 830 krónur. Stærsti hlutinn af þessari upphæð var bensínkostnaður yfir á Flateyri og aftur til baka.“ Guðbergur ók bæði rútum og vöru- flutningabifreiðum í sautján ár, og þá oft í eigin nafni. Hann hefur líka komið lítilsháttar nærri sjómennsku og öðrum tengdum störfum. „Svo var maður eitthvað að paufast í löggæsl- unni héraa á Flateyri. Mér var meinilla við blessað tollvarðastarfið sem fylgdi því að vera í löggæslunni, það gat komið fyiir að sumir væru að reyna að múta manni, en maður tók þá réttu tökunum. Oft var verið ögra manni með hótunum og um leið var verið að kanna viðbrögðin hjá mér. Ég var ekki nema 16 ára gamall á þessum tima og kominn í lögreglu- búning.“ Guðbergur segir að oft hafi verið mikið um að vera á böllunum þegar nokkrar skipshafnir voru í landi og gjarnan brotist út slagsmál á böllum, yftrleitt vegna kvennamála. „Maður varð að taka einn og einn fyrir í einu með aðstoð annarra. Oftast var farið með viðkomandi út og hann bundinn við ljósastaur andspænis Félags- heimilinu. Þá var hvorki til staðar fangaklefi á Flateyri né bfll frá emb- ■ ættinu og engin Vestfjarðargöng voru komin til sögunnar. Menn voru því látnir dúsa þarna úti þar til þeim var orðið kalt eða þá að þeir höfðu fengið nóg af því að vera opinber skotmörk fyrir háðsglósur og snjó- kast. Þá voru þeir yfirleitt búnir að jafna sig og fengu að fara aftur inn.“ 56 bílar á ævinni Bflabergur stendur vel undir nafni því hann hefur um ævina átt 56 bíla. „Ég lifði og hrærðist í öllu sem tengdist bflum og átti dýrustu, flott- ustu og kraftmestu fólksbílana héma fyrir vestan. Þar að auki keypti ég dýrasta vörubfl sem komið hafði hingað tfl lands á þessum tíma, 10 cylindra bíll með 24 gíra áfram og drif á öllum hjólum.“ Guðbergur hætti eigin útgerð á rútuakstri um leið og hann fékk vörubílinn. „Tildrög þess að ég fóm- aði rútunni fyrir vörubflinn var sú að við fórum með hóp af fólki í rútu með Kraftmikil farartæki hafa frá æsku verið ær og kýr Guðbergs Guðnasonar, bifreiða- stjóra á Flateyri. Egill Egilsson, fréttarítari Morgunblaðsins á Flat- eyri, hitti hann að máli og forvitnaðist um bíl- ana í lífi hans. Smyrli í mánaðarflakk um Evrópu. Ég sá þennan vörubfl á vörusýningu í Frankfurt í Þýskalandi og linnti ekki látum fyrr en ég hafði pantað hann. Ég hafði aldrei séð svona tæki áður.“ Guðbergur komst fyrst í alvöru ná- vígi við ökutæki sjö ára gamall. „Pabbi átti þá eldgamlan Air Bed- ford frá hernum og ég notaði tæki- færið einu sinni þegar farið var á bflnum niður í fjörusand að ná í hrá- efni í pússningu fyrir hús sem pabbi var að byggja og stalst í ökuferð á bflnum. „Þetta sama ár stal ég jarðýtu með herfi aftan í og tókst að eyðileggja heflt tún þar sem jarðýtan stóð. Eng- an grunaði mig enda hvarflaði ekki að fólki að barn hefði getað stolist í jarðýtuna.“ Guðbergur segist þarna ekki hafa verið alveg ókunnugur stjómtækjun- um í jarðýtunni því að hann hafði oft setið í hjá pabba sínum þegar hann vann á sams konar tækjum. „Þarna tel ég að upphafið að bfladellu minni hafihafist," segir hann. „í sjálfu sér var þessi bíladella ósköp skiljanleg því á uppvaxtarár- um mínum var ekki mikið um bíla- umferð. Maður hagaði keyj-slunni eftir því og oft var farið greitt yfir. Ég virti alltaf umferðarreglur eins og stöðvunarskyldu, biðskyldu, umferð- arljós. í raun allt nema hraðann, ég hef alltaf haft dálæti á honum.“ Brotnir hálsiiðir eftir árekstur Bergur lenti eitt sinn í alvarlegu bflslysi á Isafirði. „Slysið varð með þeim hætti að ég var á leið upp Aðal- götuna á ísafirði á mótorhjóli með farþega. Skyndilega er bfl ekið úr hliðargötu í veg fyrir mig. Ég hafði séð bílinn koma úr hliðargötunni og kannaðist þar við eiganda bflsins sem var góðkunningi minn. í fyrstu hélt ég að hann væri að stríða mér með því að svína í veg fyrir mig, en seinna kom í ljós að hann hafði verið að stríða systur sinni sem var í bfl á undan. Kunningi sá mig aldrei koma á hjóhnu. Ég ákvað að gefa ekki eftir tómmu og ók áfram á löglegum hraða í þetta skiptið, jafnvel þó að hjólið væri kraftmikið. Þegar ég sá hvert stefndi gaf ég allt í botn og reyndi að komast hjá árekstri, en það tókst ekki. Ég lenti á bflnum miðjum á milli sætanna, rak höfuðið í rennuna og dyrastafurinn fór úr honum. Far- þeginn aftan á hjólinu flaug yfir bfl- inn og hafnaði á götunni. Hjólið fylgdi á eftir mér og veitti mér þungt högg enda mölbrotnaði hjálmurinn sem ég var með. Félagi minn á hjólinu lá meðvit- undarlaus á spítala í þrjá daga. Far- þegar bflsins, fimm að tölu, sluppu allir með skrekkinn utan einn sem slasaðist á fæti. Bíllinn var talinn gjörónýtur eftir áreksturinn." Guðbergur var þarna nýbúinn að kaupa sér nýjan vörubíl og hafði fengið þriggja sumra vinnu við að leggja Djúpveginn í ísafjarðardjúpi. „Þegar slysið varð var ég nýbyrjaður að vinna þarna innfrá og því ansi hræddur um að missa vinnuna. Ég strauk því af sjúkrahúsinu og fékk bróður mömmu til að keyra fyrir mig fyrst um sinn. Þá gerðist það að hann stakk sig á ryðguðum stálvír og fékk heiftarlega sogæðarbólgu þannig að hann var fluttur með sjúkraflugvél suður. Ég fór því inneftir, en þar sem ég hafði strokið af spítalanum hafði ekki gefist tæki- færi til að rannsaka mig gaumgæfi- lega eftir slysið. Eftir að ég hafði verið meira og minna að kúgast allt sumarið kom í ljós að ég var með þrjá brotna hálsliði. Ég gat varla haldið haus og var meira eða minna sárkvalinn í vinnunni. Það er búið að gera við þetta núna.“ Bergur segir þetta eina slysið sem hann hafi lent í eftir að hafa ekið um ævina á fimmtu milljón kflómetra. „Það hlýtur að teljast ansi gott,“ seg- ir hann. Vír til bjargar Eftir að hafa starfað í fjölda ára sem bifreiðastjóri fer ekki hjá því að Morgunblaðið/Egill Egilsson umferðaröryggi sé Guðbergi ofar- lega í huga. „Ég var búinn að ganga með ákveðna hugmynd í maganum nokkuð lengi áður ég ákvað að viðra hana við þá í Vegagerðinni. Þeim leist vel á hugmyndina en sögðust ekki hafa neina trú á að hún yrði framkvæmd vegna peningaleysis. Málið er að mér ofbýður hvað mikið er orðið um slys og óhöpp vegna þess að bflar eru að renna þvert á ljósastaura. Uti í heimi hafa menn víða strengt tvo stálvíra á sérhann- aða ljósastaura þannig að bílarnir lendi ekki á þeim, heldur utan á vírn- um sem er klæddur gúmmíi. Við þetta myndast ekki högg vegna þess að bfllinn snýst bara og fer þvert á veginn.“ Guðbergur segir þessa útfærslu hafa það framyfir vegrið að vera mun ódýrara, og einfalt og fljótlegt í uppsetningu. „Við getum til dæmis ekki notað vegrið á Hnífsdalsvegi því að það skefur svo mikið að því og það er erfitt að koma snjónum frá því. Þessa víra myndi ég vilja sjá á Hnífsdalsveg og í Oshlíðinni til að byrja með til vamar slysunum sem verða af þessum sökum.“ Fallegir brúðarkjólar, slör og kórónur til leigu og sölu. Brúðarkjólaleiga Sophiu Bakkavör 11, 170 Seltjamarnes Sími 562 0137 - 895 8237 Ríkulegt úrval af fallegum gardínuefnum, gardínustöngum, dúkum, pottaleppum, diskamottum, svuntum o.fl. fyrir sumarhúsið. gluggatj aldadeild, Skeifunni 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.