Morgunblaðið - 12.06.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 12. JÚNÍ 1998 B 7 w
DAGLEGT LÍF
Amma var hins vegar mjög hrifin
og hringdi strax þegar hun sá
myndina. Systir hennar hringir
líka reglulega og spyr um blaðið
Hún er víst búin að lofa banda
rískum vini sínum að láta hann
ÞÚ getur kallað okkur fyrirsætuteymi," sögðu Díanna
Dúa, Guðbjörg Alda og Sólveig Helga.
vita þegar það kemur út.
Morgunblaðið/Arnaldur
KiTP/JBH Ég bý hjá frænku minni og væri alveg til í að vera
eins og hún. Hún byrjaði á því að eignast börn en fór svo í
nám, meðal annars í Harvard-háskóla. Hún er bæði nákvæm
og pottþétt. Ekta kona á framabraut, getur allt og er falleg
og hrífandi líka. Það sem gerir hana mest aðlaðandi er heilinn.
- Hvað með þekktar og áberandi persónur?
WTTiirtmm Ég hef ekki hugsað mikið út í það. Maður skoðar
myndir af ofurfyrirsætum í tímaritum og dáist að þeim...
- Lauslega áætlað hefur um það bil 1% kvenna fengið fimm
rétta í litningalottóinu þegar viðteknir fegurðarstaðlar eru
annars vegar. Hvað eiga hinar að taka til bragðs að ykkar
mati?
ÞCTHgfl Við gerum okkur grein fyrir þessum veruleika. Við
seljum ákveðna ímynd en fólk virðist ekki gera greinarmun á
ímyndinni og raunveruleikanum. Allir vita að bíómyndir eru
bara draumsýn. Það er eins og fólk átti sig ekki á því enn með
tímaritin. Ofurfyrirsætur eru ekki endilega kvenna glæsileg-
astar snemma á morgnana.
- Eiga þá engar aðrar konur frægð skilið en Cindy, Christy,
Claudia, Helena, Linda og Naomi? Hvers á Madeleine Al-
bright að gjalda?
ECT75PH Hún er frábær! Ég horfði á hana á BBC um daginn
og þótti hún alveg rosalega flott. Maður hugsar bara áfram
stelpa! Hún kemur fram í sinni fínu dragt með perlufesti og er
tekin alvarlega.
- Hvað með jafnréttishugsjónina?
wrr.HTíTCH Staða konunnar er auðvitað að breytast dálítið og
um leið og maður sér konu á framabraut hugsar maður sem
svo, gott hjá henni! Kærastinn minn vinnur hjá Oz. Konur eru
ekki áberandi í tölvuheiminum en þar vinna samt sem áður
nokkrar konur, sem mér finnst frábært. Maður lítur upp til
þeirra fyrir það hvað þær eru og hvað þær gera.
ÞfiR7?gg Viðhorf til kvenna er auðvitað að breytast og eðlilegt
að það taki tíma...
f'lH'ðTPH Já, en fyrr má nú taka tíma!
- Finnst ykkur að það eigi að meta konur eftir útliti?
JEÆnnEB Nei, alls ekki.
fdML'MU'li Hver persóna á að vera metin að verðleikum.
- Nú getum við allar veríð sammála um að til sé ákveðinn
fegurðarstaðall sem konur eru mældar eftir. Þið eruð valdar til
þess að sitja fyrir á myndum. Finnst ykkur þið ekki vera að
viðhalda þessu ferli?
Auðvitað hugsaði maður út í þetta. Hins vegar lít ég
fyrst og fremst á þetta sem vinnu. Það getur enginn breytt
þessu hugarfari nema konur sjálfar.
fiJMdiMl Vandamálið er að við erum einfaldlega ekki sáttar við
líkama okkar.
[iFT'J.'lhlFB Stelpur sem sinna fyrirsætustörfum verða líka að
vera jákvæðar gagnvart konum sem ekki eru með samskonar
útlit.
IL'll'iJku Engin okkar lítur niður á konur sem ekki líta út eins
og fyrirsætur.
- Finnst ykkur eðlilegt að konur láti setja sílíkon í brjóstin á
sér?
TDtaúirdi Það er fjarstæða að allar konur eigi að fara í sh'ka að-
gerð, þótt stór brjóst séu kannski í tísku. En ef manneskjunni
líður betur á eftir, finnst mér það frábært.
ItHLúúhli'B Ég hef séð stelpur með minnimáttarkennd gjör-
breytast eftir svona aðgerð.
VL'Ii'íUUU Fólk spyr, til hvers að nota sílíkon til þess að fegra
líkamann? Konur fara í þolfimi til þess að halda sér við, í ljós,
eyða tugum ef ekki hundruðum þúsunda á ári í snyrtivörur,
krem fyrir appelsínuhúð, vaxmeðferð, handsnyrtingu, fótsnyrt-
ingu, hárgreiðslu, andlitsbað, litun og plokkun og svona mætti
lengi telja. Af hverju líta konur sem gera allt þetta niður á kon-
ur með sílíkonbrjóst? Það finnst mér hræsni.
- Finnið þið mikið fyrir þeim miklu útlitskröfum sem gerðar
eru til kvenna?
DiannatCu
UdMi.'MdntTJÁ'IÉtiB Já, það eru gerðar miklu meir
kröfur en sanngjamt er.
En ég hef tekið eftir því að strákar dást orðið meira
að því ef einhver stelpa er klár. Þeir lamast yfir því að sjá sæta
stelpu en falla gersamlega kylliflatir ef hún er með vit í kollin-
rUflifd’k Það eru allir búnir að fá nóg af ímyndinni af konunni
sem er tóm í höfðinu.
ítFI'ldhld-B Strákur í leit að varanlegu sambandi er ekki bara
að hugsa um útlitið, 90-60-90 er ekki nóg.
_ - Díanna og Sólveig þið tókuð þátt í keppninni um ungfrú
ísland í ár og í fyrra. Hver er munurinn á henni og að sitja fyr-
ir hjá Playboy ? Gefur hún ungum stúlkum tækifærin sem af er
látið?
BISTBl Ég myndi ekki mæla með því fyrir dóttur mína að
taka þátt í fegurðarsamkeppni, burtséð frá þeim hremmingum
sem ég lenti í. Og hvaða tækifæri!
Vffljðkli-.tl Það eru ekki einu sinni peningar í þessu.
[nr.hnt.n Margar stelpnanna sem voru með mér í keppninni nú .
voru með annan fótinn uppi á spítala því þær þurftu að missa
svo og svo mörg kíló á nokkrum dögum. Þetta getur ekki verið
hollt. Ég lifði á bruðum í þrjá mánuði og var hætt að sjá í fók-
us. Ég er að vísu svolítið ýkt en þetta getur ekki verið hollt.
Hill'JHÞU Þetta var ekki svona þegar ég var í keppninni í fyrra.
Ég að vísu gerði það sem mér sýndist og var til dæmis með
axlasítt hár sem enginn vissi hvað hann ætti að gera við. Ef þú
heldur þínum karaktereinkennum áttu ekki möguleika.
UIEBnEB í Playboy má maður að minnsta kosti vera með
brjóst og mjaðmir og líta kvenlega út. Ég hefði aldrei viljað
skipta á þeirri reynslu og myndatökunni.
IrljHFJFB Ég myndi ekki vilja bera þetta tvennt saman en get
þó sagt að mér finnst PJayboy-myndatakan mun betri fyrir
sjálfsmyndina.
LÆmmB Það er líka annað. Fyrirsæta sem sýnir mynda-
möppuna sína erlendis á miklu meiri möguleika ef hún hefur
setið fyrir í Playboy. Sæti í keppni um ungfrú Island eða ,
Reykjavík, kemur manni ekkert áleiðis.
- Hvað ætlið þið að gera þegar fegurðin fólnar?
Maður þarf auðvitað að hafa eitthvað annað upp á að
hlaupa. Ofurfyrirsætan Christy Turlington hefur til dæmis
verið í listaháskóla með fyrirsætustörfunum í tvö ár og það er
skrifuð grein eftir gi-ein um það hvað hún sé dugleg! Én við
hverju býst fólk? Maður þarf bæði metnað og gáfur til þess að
vera fyrirsæta. Það er ekki nóg að vera bara sæt.
Ef manneskjan hefur ekkert annað til að bera get-
ur farið illa fyrir henni. Enda fer illa fyrir mörgum.
- Stelpur, hvað gerðuð þið svo við peningana sem frúin í
Hamborg gaf ykkur?
L'HlJjiúiiÚ Ég keypti mér bíl. Er ekki bannað að segja já og
nei?
tlJríuhu Ég fór til Suður-Frakklands og drakk kampavín á
ströndinni og greiddi skuldir.
l’Jt-TiYihú Ég keypti mér íbúð.
- Sjáiðþið eftir einhverju?
Nei, það var gaman að fá umslögin með borguninni.
UnmULvB Ég tekst á við lætin meðan þau eru. En svo líða
þau hjá.
Fólk verður búið að gleyma okkur þegar næsta .
hneykslismál kemur upp.