Morgunblaðið - 19.06.1998, Page 46

Morgunblaðið - 19.06.1998, Page 46
46 FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1998 5*------------------------ AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Langlundargeði hjúkrunarfræðinga misboðið VEGNA athugasemdar heilbrigð- isráðherra, sem birtist í Morgun- blaðinu 11. júní sl. þar sem hún „sagði það umhugsunarvert að þrátt fyrir að stjórnvöld hefðu gert langtímasamning til ársins 2000 við hjúkrunarfræðinga haustið 1996 væri þessi staða komin upp á miðju samningstímabilinu“, fínn ég mig knúna til þess að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Þegar kjarasamningur hjúkrun- arfræðinga var laus 1. desember 1996 fóru í gang viðræður af hálfu Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga við viðsemjendur okkar (ríki og borg), þessum viðræðum lauk svo tæpum 7 mánuðum síðar eða í júní 1997 með undirskrift miðlægs kjarasamnings. Af þessú má sjá að undimtun kjarasamnings átti sér ekki stað haustið 1996 eins og ráð- herra fullyrðir. Þennan samning samþykktu hjúkrunarfræðingar. Það var ekki erfitt að samþykkja samninginn þar sem ákvæði um röðun í nýja launaramma voru inn- an samningsins og sáu hjúkrunar- fræðingar nú loks fram á möguleika um launaleiðréttingu. Yfírfærsla í nýja launa- ramma/stofnanasamning var auð- vitað ekki einfalt mál. Þess vegna var skipuð aðlögunar- nefnd sem var falið að raða hjúkrunarfræðj ingum í þessa ramma. í aðlögunarnefndinni sátu fulltrúar sjúkra- hússins annarsvegar og fulltrúar hjúkrunar- fræðinga hinsvegar. Þessi nefnd átti svo að skila sinni vinnu 1. nóv- ember 1997 en greiðsl- ur samkvæmt þessum römmum áttu svo að hefjast 1. febrúar sl. Nefndinni tókst ekki að ljúka sinni vinnu fyrir nóvember ‘97 og ekki heldur fyrir febrúar Cecilie B. Björgvinsdóttir úrvalið! o Hoql ~ g'Qil ^ÓL Sí>' r j ýörutegundir á frábæru verði! N 5SS N St*. I S*. k %7* 1 *0, Skeifan • Smáratorg • Akureyri • Njarðvík HAGKAUP Ailtaf betri kaup ;Sv ‘98. Engin lausn um þetta mál var í sjón- máli fyrir 1. apríl sl. og . þá fyrst urðu hjúkrun- arfræðingar svo þreyttir á biðinni eftir betri kjörum að upp- sagnir meirihluta stéttarinnar á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík urðu að veruleika. Það er skemmst frá því að segja að aðlög- unarnefndin lauk störfum sínum með því að vísa málinu til úr- skurðarnefndar þar sem ekki náðist sam- komulag á milli vinnu- veitenda annarsvegar og hjúkrun- arfræðinga hinsvegar. Úrskurðar- nefnd átti svo að skila sinni ályktun um miðjan maí sl., en úrskurðinum var frestað þar sem úrskurði nátt- úrufræðinga við sama vinnuveit- anda var vísað til félagsdóms. Úr- skurður hjúkrunarfræðinga liggur því ekki enn fyrir. Við höfum því beðið og beðið, fyrst í 7 mánuði eftir nýjum kjarasamningi og svo í 5 mánuði eftir röðun í nýja flokka Nú bíðum við ekki lengur, segir Cecilie B. Bj örgvinsdóttir, uppsagnarfresturinn er að renna út og ekkert hnikar í samkomulagsátt. (eða til 1. apríl sl.). Nú bíðum við ekki lengur, uppsagnarfresturinn er að renna út og ekkert hnikar í sam- komulagsátt. Málið virðist því kom- ið í hnút. Af ofangreindu má sjá að ráð- herra fer ekki rétt með staðreyndir. Eg veit ekki hvort mér fínnst alvar- legra í stöðunni að ráðherra fari vís- vitandi með rangt mál eða það að hún hafí hreinlega ekki kynnt sér málið betur. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur hefur þeim verið gert að spara enn frekar á þessu fjárlagaári. Sjúkrahúsin hafa þegar sparað umtalsverða fjár- muni, þar er ekkert meira hægt að spara. Það er von mín og ósk að stjórnvöld sjái sér fært að leysa þennan vanda á farsælan hátt áður en ósköpin dynja yfir, því eins og einn góður samstarfsmaður minn (gamalreyndur læknir) sagði; „við getum lokað sjúkrahúsunum án hjúkrunarfræðinga". Höfundur er hjúkrunarfræðingur á B-6 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.