Alþýðublaðið - 22.12.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.12.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ ^JjoqaT anéLinn, Amertsk /andnemasaga. (Framh.) „Látum þá bara fela sig eins og þá listir, þorparana*, hugsaði hann, „í þetta sinn fást þeir ekki við skelfdar konur og fáeina dauð- þreytta flóttamenn." Hann reyndi að snúa höfðinu til hæðartoppsins, en gat það ekki, fyr en rauður gamli kom honum til hjálpar, og snéri hon- um alveg við, og sagði um leið: „Nú þú sjá — Piankeshaw drepa menn — taka höfuðleður — myrða alla Langhnífa — mikill hermaður, Piankeshaw gamlil" Rotand gat nú hæglega séð þann stað, sem ranðskinnar höfðu valið til þess að gera fyrirsát á. Hæðin, sem vísundagatan lá með> fram, var nærri gróðurlaus og voru klappirnar víða alveg berar. Vegurinn, sem þarna var grýttur, var sfst ti! hægðarauka fyrir þá, sem nálguðust; Roiand var þó í engum vafa um, að þeir væru fleiri en rauðskinnar, sem hann hé!t að væru fimtán eða sextán. Loksins nálgaðist hópurinn, og hófaslögia kváðu við á hæðar- brúninni. Roland varð þó fyrir vonbrigðum, er hann sá að eins ellefu manna hóp ungra manna koma út úr skóginum í óregluleg- um hóp; þeir virtust sfzt af öllu vita um það, að óvinirnir voru í nánd. Foringinn var Tom B uce, hinir tiu, sem á eftir honum komu, voru vafalaust þeir, er dóminn höfðu kveðið upp yfir Hrólfi. Þeir voru allir vel vopn- aðir og héldu byssunum í skot stellingu Tii þess að aðvara þenn an káta hóp, hrópaði Roland af öllum kröftum, er þeir riðu niður brekkuna: „Rauðskinnar i leyni? Stöðviðl" Seinasta orðinu hafði hann þó ekki slept, fyr en rauður gamli hafði gripið um háls hon- um. Aðvörunin varð þó ekki til einkis, því þó piltarnir ekki hefðu skihð meiningu orðanna í svo mikilli fjarlægð, voru þeir þó ekki i vafa um, að hætta var á ferð- um Þeir námu samstundis staðar, og Roland sá þá stökkva af baki, og einn þeirra fara með hestana þak við hæðina; Tom Bruce veif- m Jt £%■ q)6 'Bf Jf I €» Skóf atnaðu r ■—===== nýkominn í skóverzlun =====— Stefáns Gunnarssonar. Unglingastígvélin marg-eftirspurðu No. 30—35. — Einnig lakkskór, karla og kvenna, og flauelisskór. Munið að verzlunin hefir nýlega auglýst niðursett verð til jóla á nokkrum teg. af karlmanna- og kvenstigvélum. Kaupið Jólasköna hjá Stefáni Gunnarssyni Jólagjaf ir. Lítið inn í skrautgripaverzlunina jpy* Bankastræti 11. Hvergi meira úrval af útlendum og ísl. skrautgripum og borðbúnaði. Hvergi lægra verð. Baldvin Björnsson, g-ullsm. Sanitas tekur ekki á móti pöntunum á Gos- drykkjum nema frá kaupmönnum. Þessa dagana til jóla, verða allar vörur seldar með stórkostiegum afslættt Haddorps Magasin. i Dlvan með teppi til sölu með Jóla-súkkulaðið er komið i tækifærisverði á Hverfisg. 16 uppi. i verzlunina „Hlíf*.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.