Morgunblaðið - 21.06.1998, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 21.06.1998, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 B 5 ég strax fundaáætlun fyrir árið, skipulagði ýmsar uppákomur og svo framvegis, og það varð til þess að ég var annað ár. Ég fór á þing 1971 og hafðþverið ritari flokksins í átta ár þegar Olafur Jóhannesson setti mig í stól for- manns árið 1979. Það voru engin átök um það. Ég held ég hafí unnið svipað og Eysteinn, fór á öll kjör- dæmisþing, ferðaðist um allt landið og kynntist fólkinu vel. Svo ég heid satt að segja að þetta hafí allt komið dálítið af sjálfu sér. Svipað má segja um ráðherraemb- ættin. Stjómarviðræðui' höfðu geng- ið stirðlega árið 1978. Ég var kominn upp í Borgarfjörð með fjölskylduna og við vorum að taka úr bílnum þeg- ar hringt var á bæinn og mér færð þau skilaboð frá Olafi Jóhannessyni að ég ætti að koma eins og skot í bæ- inn. Við pökkuðum öllu saman aftur og ég flýtti mér svo mikið að ég var tekinn fyrh' of hraðan akstur. Þegar ég hitti Olaf sagði hann að þetta væri nú komið saman og hann vildi að ég tæki að mér embætti dóms- og kirkjumálaráðherra og landbúnaðar- ráðherra. Og ég segi við Ólaf: Ég dómsmála- ráðherra? Eg er bara verkfræðing- ur. Þá segir Ólafur: Dómsmálin eru tvíþætt. Annars vegar lögfræðin og hins vegar almenningur. Fyrsta verk mitt sem dómsmála- ráðherra var svo að greiða sekt fyrir of hraðan akstur. Geir Hallgn'mssyni má þakka að ég varð forsætisráðherra. Treglega gekk að mynda ríkisstjóm 1983, en að lokum náðum við samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og menn gengu út frá því að Geir yrði forsætisráð- herra. Þá kemur Geir að máli við mig og segir að þeir hafi valið að bjóða okkur forsætisráðuneytið að því tilskildu að þeir fái í staðinn fleh-i ráðherra. Þetta kom mér mjög á óvart. Geir var einhver sá besti sam- starfsmaður sem ég hef kynnst. Mik- ill öðlingur. Það stóð allt eins og staf- ur á bók sem hann sagði. Mér líkaði ákaflega vel við hann.“ Græðgin hættuleg Steingrímur var ráðherra í tæp þrettán ár. Hann hefur því starfað bæði með vinstri og hægri flokkum. Og hvort líkaði honum betur? „Samstarf okkar við Sjálfstæðis- flokkinn ‘83-’87 var mjög gott. Og þótt það væri erfitt að sætta þrjá og fjóra flokka í ríkisstjórninni ‘88-’89, fannst mér ánægjulegt að starfa í þeirri ríkisstjórn. Ég held ég geti þó sagt að ég hafi haft meiri tilhneig- ingu til að starfa til vinstri. Ein ástæðan fyrir því að ég varð framsóknarmaður var sú að ég hreifst af þeim orðum fóður míns, að setja manngildið ofar auðgildinu og að menn skyldu hafa jafnan rétt til mennta og heilbrigðisþjónustu. Þetta finnst mér hins vegar hafa skerst hin síðustu ár. Framsóknarflokkurinn er félags- hyggju-miðflokkur sem mér finnst eiga erindi til beggja átta. Stað- reyndin er sú, að stór hluti Sjálf- stæðisflokksins er mjög nálægt miðju. Þegar kemur að jafnræði, samvinnuhreyfingu og velferðar- kerfi, þá eigum við að líkindum meira erindi með vinstri flokkum sem eru ekki öfgafullir. Ég er andsnúinn öfgum, bæði til hægri og vinstri. Ég hef alltaf verið einstaklings- hyggjumaður. Menn hafa stundum haldið að ég hafi verið á móti því að auka frjálsræði í viðskiptum. Það er misskilningur. Ég taldi að það ætti að gera, en á skipulagðan máta. Það sem ég óttast mest nú er að mark- aðshyggjan verði sjálfri sér verst með græðginni. Margir láta sér ekki nægja frelsið. Mér finnst vanta að- hald í markaðsmálum. Ég hlustaði ekki alls fyrir löngu á mjög athyglisvert erindi í Bandaríkj- unum sem dr. Bailey, fyrrverandi ráðgjafi Reagans forseta, hélt. Hann, sem er mikill hægri maður, sagði að græðgin væri hættulegasti óvinur frjálsrar markaðshyggju. Hann spurði hvaða hag Bandaríkjamenn hefðu af því að Bill Gates, eigandi Microsoft, tvöfaldaði milljai-ða sína á hverju ári. Hann kvað mikilvægast orðið „redistribution of wealth“ eða endurúthlutun auðæfanna. Ég rak upp stór augu, það var eins og Karl Marx væri þarna kominn. Ég er að mörgu leyti sammála honum. í kvótakerfinu er til að mynda of mikil samsöfnun. Ég er góður vinur þeirra Samherjafrænda og dáist að dugnaði þeirra, en hvað hafa þeir að gera við meiri kvóta? Þegar ég fór vestur á firði í fyrra, fannst mér sorglegt að koma til Suð- ureyrar. Áður fyrr var þar gleðskap- ur og gaman, allfr vinnandi, nú er þetta næstum eins og draugabær. Kvótinn að mestu farinn, búið að selja hann burt, og nú lifa íbúar á að- komumönnum sem koma með bát- ana sína með krókaleyfum, því það er svo stutt á miðin. Þetta er ástæð- an fyrir því að ég skrifaði mig sem stuðningsmann við þjóðarauðinn.“ Og stelpurnar söltuðu Fyrir ráðherratíð sína hafði Stein- grímur starfað sem verkfræðingur í tuttugu og sex ár. Ég spyr seðla- Hann kom sjaldan í eldhúsið. En þegar hann kom átli hún það til að segja: Æ Hermann, vertu nú ekki að flækjast hérna í eldhúsinu. Kynni mín af fólk- inu á Vestfjörðum voru á við marga háskóia bankastjórann hvaða starf hafi veitt honum mesta ánægju? Hann þarf að hugsa sig um, segir svo loks: „Ég ætlaði að verða smiður. Báðir afar mínir voru smiðir. Ég sagði fóður mínum það þegar ég var að ljúka barnaskóla og þá sagði hann: Það h'st mér mjög vel á, en það sakar nú ekki að hafa stúdentspróf. Síðar, þegar ég var kominn í menntaskóla, fór ég inn á kontór til hans og sagðist ætla að verða verkfræðingur. Það líst mér mjög vel á, sagði hann. Ég er rafmagnsverkfræðingur og hafði mikla ánægju af því starfi. Ég fór fljótlega að starfa hjá Rannsókn- arráði ríkisins þar sem ég var í tutt- ugu ár, og það starf átti mjög vel við mig. Mér fannst ákaflega gaman að kynnast íslenskum vísindamönnum, sem i þá daga bjuggu við þröngan kost, og verkefnin voru óteljandi. Mér hefur alltaf þótt gott að vita af mörgum verkefnum framundan. Síð- ustu árin hjá Rannsóknarráði voru hins vegar nokkuð erfið enda var ég þá tvískiptur; framkvæmdastjóri og þingmaður. Ég var mjög upptekinn þessi ár, vann allar helgar og var undir miklu álagi. En ég sé ekki eftir að hafa farið í stjórnmál. Það ánægjulegasta við stjómmálin er að kynnast mörgu fólki. Þegar ég fór í framboð ferðað- ist ég mikið, og kynni mín af fólkinu á Vestfjörðum, sem bjó við erfið skil- yrði eins og norður á Ströndum og á útnesjum, voru á við marga háskóla. Líf fólksins þar og kjör voru heimild- ir sem ég sé eftir að hafa ekki haldið betur saman. Ég ræddi við fólk og las svo inn á segulband þegar út í bíl var komið. Ég man eftir gömlum manni, Júl- íusi í Tungu í Örlygshöfn sem ég sat lengi hjá. Hann sagði mér frá lífinu þegar hann var ungur. Róið var til fiskjar frá Kollsvík og ljómandi lýsti hann þessu sem ævintýralífi: Þarna komum við saman unga fólkið, rer- um, og svo komu stelpurnar og sölt- uðu, og þarna hitti ég elskuna mína. Síðan kom hálfgerður sorgarsvipur á karlinn þegar hann sagði: Og svo kom vélin í bátinn og þetta var allt búið. Maður getur rétt ímyndað sér harðræðið. Legið var í verbúðum, lif- að í vosbúð og í fjörunni fórust bátar. En í huga þessa gamla manns var þetta lífið. Eg hef sjaldan heyi’t betri lýsingu á því hvernig ein lítil tækni- framfór getur gjörbreytt lífi manna.“ Fyrirgreiðslan Stjórnmálum fylgja þó ekki ein- göngu ánægjuleg kynni af fólki, maður hefur nú heyrt að hann geti blásið hressilega. - Hvenær næddi mest um þig, heldurðu? „Ég hygg það hafi verið þegar ég var forsætisráðherra. En það var lán mitt hve góða starfsmenn ég hafði, og nefni ég sérstaklega einkaritara minn, Guðnínu Sigurðardóttur. Eigi að síður var oft næðingssamt þá, sér- staklega í ríkisstjórninni ‘88-’91. Þá fór Þorsteinn Pálsson frá með nokki’u brambolti, Jón Baldvin Hannibalsson var litríkur í því öllu, og það urðu átök í framhaldi af því.“ - En hvaða atburðir eða atvik eru þér eftirminnilegust frá árum þínum sem forsætisráðherra? „Ég gæti sagt frá mörgu. Stund- um hefur verið talað um fyrir- greiðslu sem hún sé af hinu vonda, en ég er ósammála því. Ég er að vísu ekki á því að þingmenn og ráðherrar eigi að sníkja lán fyrir menn, en ég hef satt að segja haft ánægju af því að greiða götur manna. Ég gæti sagt frá því þegar ég hjálpaði mönnum að eignast togara, en það er þó litlu at- vikin sem eru mér eftirminnilegust. Við urðum að grípa til róttækra aðgerða í efnahagsmálum árið 1984 enda erfiðir tímar í þjóðfélaginu. Þá kom til mín ung kona í viðtal. Þetta var myndarleg kona og kurteis og sagði farir sínai- ekki sléttar. Hún var að skilja, eiginmaðurinn hafði tapað fé og eignum í spilamennsku, og hún var með þrjú börn á fram- færi. Hún var í íbúð sem hún gat ekki selt því það hvíldi svo mikið á henni, einkum var erfitt lán í Spari- sjóði Kópavogs. Hún þurfti að lengja það lán og spurði hvort ég gæti hjálpað sér því þá gæti hún ef til vill selt og fengið félagslega íbúð. Svo ég hringdi í Sparisjóð Kópavogs og sagði að þeir ákvæðu þetta sjálfir, en hér væri mál sem mér sýndist vert að líta á. Þeir sögðust skyldu lengja lánið, sem þeir og gerðu, hún gat selt og komst svo í ágæta íbúð. Nokkrum dögum síðar var dyra- bjöllunni hringt heima, konan mín fór til dyra og þá stendur þessi unga kona fyrir utan og segist vera komin með rós til Steingríms Hermanns- sonar. Ég var ekki heima en þegar ég kom, tók konan mín á móti mér og sagði kímin að falleg kona hefði komið með rós til min!“ Veiðimennirnir Um spillinguna í þjóðfélaginu er rætt í öllum hornum og einhverjir hafa talað um Steingi-íms-skeiðið í því sambandi. „Menn vita ekki hvað þeir eni að tala um. Að ætla sér að rekja upphaf einhvers spillingarskeiðs til mín er út í hött. Ég býst við að hér sé átt við baunamálið svonefnda sem kom upp þegai’ ég var að fara í framboð. Ég keypti grænar baunfr í heildsölu fyr- fr Surtseyjarfélagið, og vegna mis- taka í bókhaldi Rannsóknarráðs voru þau kaup færð yfir á rekstrar- kostnað bifreiðar minnar. Því tala þeir þá ekki um Kollu- banamálið sem kom upp þegar faðir minn fór í framboð, eða Hafskips- málið? Af nógu er að taka. Ég álít þetta óti’úlega lélegt póli- tískt klámhögg.“ - En hvað finnst þér um þá spill- ingu í stjórnkerfinu sem mönnum verður nú tíðrætt um? „Vitanlega harma ég hana mjög og auðvitað á þetta ekki að eiga sér stað. En það er best að dæma ekki fyrr en allt liggur fyrfr. Rétt er að of miklu fé hefur verið varið í risnu og ferða- kostnað hjá Landsbankanum. Ég er hins vegar mjög ánægður með rekst- urinn hér í Seðlabankanum, enda halda góðir menn hér um spottana. Að vísu var deilt á mig fyrir að sækja umhverfisráðstefnuna í Ríó, en það er mikill misskilningur ef menn halda að ekki þurfi að taka til- lit til umhverfismála í efnahagsþró- un. Ráðamenn helstu iðnríkja heims vita að umhverfismál ei’u sá þáttur sem mun takmarka mest efnahags- þróun á næstu árum. Ferðin til Ríó var farin að ósk umhverfisráðherra og var síður en svo skemmtiferð, en ég varð þar margs áskynja sem ég kom á framfæri hér heima. Þar kom meðal annars fram að við Islending- ar skildum eftir stærsta fótspor í náttúrueyðingu í heiminum. Þetta tókst að leiðrétta. Það er hættulegt fyrir litla þjóð að sinna ekki þessum málum. Þau fyrirtæki munu eflast sem fá umhverfisstimpil á sjávaraf- urðir. Hvað gerist ef við Islendingar fáum ekki slíkan stimpil? Þessi hugsunarháttur í umhverfis- málum virðist ekki hafa náð til okkar ennþá. Við erum enn veiðimenn og öslum áfram.“ Musteri yfír traktor Steingrímur stofnaði umhverfis- ráðuneytið á sínum tíma og fyrir tveimur árum setti hann á fót Fram- tíðarstofnun ásamt ellefu öðrum ein- staklingum. Hlutverk hennar er að vera vettvangur umræðna um mál- efni framtíðar, vistvæna þróun og stöðu Islands í samfélagi þjóðanna. „Ég vil láta gott af mér leiða í um- hverfismálum. Áhuga minn á þeim get ég rakið til föður míns. Hann var mikill skógræktarmaður, sáði meðal annars fræjum og plantaði trjám í Fossvogi og að Kletti í Borgarfirði. Einu sinni sem oftar var ég að hjálpa honum, tróð fræjunum ber- fættur í moldina og varð þá að orði: Pabbi, af hverju ertu alltaf að planta trjám? Ég man að hann horfði aðeins til hliðar og sagði svo: Við skuldum komandi kynslóðum þetta. Hann ræktaði um tvo hektara af skógi uppi í Borgarfirði þar sem við eigum sumarbústað, og við höfum haldið því verki hans áfram. í vor settum við niður þrjú hundruð plönt- ur og eigum eftir að planta um tvö hundruð til viðbótar. Ég hannaði ágætis tæki á gamlan traktor til að stinga upp holumar. Eddu leist mátulega á gamla traktorinn í fyrstu en verður nú að viðurkenna að hann er hinn mesti forlátagripur og gróð- ursetningin skotgengur. Nú er ég að byggja hús yfir traktorinn. Hún kall- ar það musterið." Steingrímur hefur verið kvæntur Guðlaugu Eddu Guðmundsdóttur í tæp 36 ár og þau eiga þrjú böm, Hermann verkfræðing, Hlíf lækni og Guðmund heimspeking og íslensku- fræðing. Frá fýrra hjónabandi á Steingrímur einnig þrjú böm sem búa í Bandaríkjunum, þau John Bryan arkitekt, Ellen Herdísi hús- móður og Neil tannlækni. „Barnabömin eru orðin sjö. Allt saman strákar, það vantar tilfmnan- lega stelpuna.“ - Þú fékkst eftirminnilegt uppeldi, en hefur þú reynt að hafa einhver áhrif á þín börn? „Ég hef aldrei reynt að hafa áhrif á þau, en hins vegar eru þau öll mjög félagslega sinnuð. Ég setti mér snemma það markmið að taka ekki vinnuna með mér heim, en reyna að vera sem mest með börnunum. Ég hef aldrei skipað þeim að gera neitt né reynt að móta þau. Það lengsta sem ég gekk í þeim efnum var að reyna að fá þau til að fara í MR. Ég var þar og faðir minn einnig. Það ætlaði að ganga eitthvað treglega að fá Guðmund til þess, en þá tók Edda mig afsíðis og sagði: Denni minn, nú hættirðu að tala um þetta við drenginn, þá fer hann. Ég gerði það og hann fór í MR.“ - En svona í lokin, ef þú lítur til baka, hverju ertu stoltastur af? „Ég er stoltastur af fjölskyldunni minni. En hvað störf mín snertir, er ég stoltastur yffr því að hafa náð þjóðarsátt árið 1990.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.