Morgunblaðið - 21.06.1998, Page 10
10 B SUNNUDAGUR 21. JTJNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 B 11 *■
BERGLIND dreifir
heyrnartólum til far-
þega á leiðinni
til Kúbu.
Lifsm
ippínskar, sem ei-u þemur eða þá við störf í
apótekum og sjúkrahúsum. Alveg er sama
hvert maður kemur, til dæmis í búðir, alls
staðar eru karlar við afgreiðslu". Abaja nefn-
ast svörtu kuflarnir sem arabískar konur
klæðast; þeir hylja allt nema andlitið, „og ég
vil helst alltaf fara í abajuna mína um leið og
ég kem til landsins. En það er svo skrýtið að
jafnvel þó maður sé svoleiðis klæddur, sitji
jafnvel í leigubíl með slæðuna yfir hausnum,
þá sjá heimamenn að þar er útlendingur á
ferð.
I Jedda má maður ekki sjást á almannafæri
með einhverjum af hinu kyninu nema vera gift
honum eða vera dóttir hans, í það minnsta ná-
skyld. Og eins gott að geta sýnt fram á að vera
í löglegum tengslum við viðkomandi. Það er
einkennilegt að búa í svona samfélagi þar sem
allt er bannað og konur sjást ekki. Karlmenn
mega ekki koma við okkur og við megum ekki
„reyna við þá“ á almannafæri; undir það flokk-
ast meðal annars að tala við þá! Mér fínnst
Arabar yfir höfuð yndislegt fólk en Jedda er
alveg sér á báti. Mekka er í Saudi-Arabíu og
þarlendir vilja því vernda ímynd landsins
vegna trúarinnar. Hún er svo sterk að til
dæmis er ekkert samband milli karls og konu
nema þau séu gift. En undir yfirborðinu er
rosaleg spilling í landinu; já, ég hef orðið vör
við hana og þarna er allt falt fyrir peninga."
Saudi-Arabía er gífurlega auðugt land
vegna olíunnar sem þar er að finna og það fer
heldur ekki á milli mála, að sögn Berglindar.
„Innfæddir eru moldnkir. Engir skattar eru í
landinu heldur fá karlarnir borgað frá ríkinu
íyrir að vera Sádar. Jedda var fátæk borg þar
til íyrir 50-60 árum, þegar olían fannst. Áður
fyrr lifðu Sádar á Egyptum, sem voru dugleg-
ir að hjálpa þeim, en síðustu áratugi hefur
borgin verið byggð upp. Þarna er allt nýtt,
fullt af marmara og glæsilegum húsum en mér
finnst borgin ekki hafa mikinn karakter. Hún
á sér ekki mikla sögu. Kúba er til dæmis al-
gjör andstæða þessa; þar er sagan við hvert
fótmál en ekkert hefur hins vegar verið endur-
nýjað í áratugi."
Berglind var í Bangladesh í þrjá daga í
fyrra og segir ástandið þar það versta sem
hún hafi kynnst. „Eymdin er hryllileg. Lyktin
sem við fundum strax og við lentum á flugvell-
inum í Daeca var agaleg. Hitinn er svo mikill,
fólkið svo margt. Það liggur eins og hráviði út
um allt, býr á götunni, nánast hvað ofan á
öðru, og er heppið ef það á einhverja larfa til
að vera í. Þama á fólk
virkilega bágt; Kúba
hreinlega bhknar í sam-
anburði. Oft er lítið um
mat í Bangladesh en
hins vegar mikið um
sjúkdóma.
Engin virðing virðist
borin fyrir mannslífum í
landinu. Þegar ég kom út úr rútunni við hótel-
ið okkar kom lítil stúlka og rétti mér korna-
barn. Algengt er að 7 til 8 ára börn sjái um
yngri systkin sín og eru gjaman betlandi líka.
Það hvarflaði ekki að mér að taka við baminu
því þá hefði ég setið uppi með það. Ég get ekki
sagt að maður verði ónæmur, en því er ekki
neita að maður verður svolítið kaldur þegar
komið er á svona stað.“
Víða þar sem á rennur í gegn er hún lífæð
fólksins og Dacca er engin undantekning. „Við
sigldum niður ána á litlum báti með heima-
manni og þar var margt að sjá. Skólpið er los-
að í ána, fólkið baðar sig í henni, þar þvær það
þvottinn sinn og drekkur eflaust vatnið! Og
þarna er allt flutt; allt frá kúm til ávaxta.“
Berglind hefur ekki komið til Islands nema í
tvær vikur síðustu 15 mánuði „og ég hef meira
að segja fundið fyrir heimþrá undanfarið en
það kemur ekki oft fyrir. Ég kom síðast heim í
nóvember, en nú styttist í að ég taki mér eitt-
hvert frí.“ Hún var sem sagt erlendis um jólin,
í fyrsta skipti „og hringdi heim á aðfangadags-
kvöld og hágrét í símann! Ég var í Madrid og
við héldum auðvitað íslenskt jólaboð með
hangikjöti og öllu tilheyrandi".
Berglind ætlar sér í nám í búningahönnun
og stefnir að því að komast að í skóla í London
annað haust. Draumur hennar er að vinna við
leikhús eða kvikmyndir. „Ég ætla mér að
STANDIST áætlun kemur Atlanta-þotan til Havana um kl. 17 að staðartíma á Kúbu.
Berglind segir mjög gott að hvílast með því að fara í sund eftir langt og erfitt ferðalag frá Evrópu.
BERGLIND í götunni framan við El Capotilio í Havana, nákvæmri eftirlikingu af þinghúsi Bandaríkjanna í Washington. „Ég veit ekki hvort einhver starf-
semi er þarna lengur, en húsið var að minnsta kosti opið fyrir ferðamenn." J_
+
Morgunblaðið/Þorkell
Á „KVIKMYNDAHÁTÍÐ" í miðborg Havana. „Við fundum þarna í
rusli gamlar áróðurskvikmyndir kommúnista, sem einhver hafði
greinilega nýlega losað sig við því skömmu áður, þegar ég fór um
sama stað, voru þær ekki þarna. Þetta voru filmur frá 1935, ber-
sýnilega rússneskar en með spænskum texta,“ segir Berglind.
Þessi ruslahaugur, einn af mörgum, var skammt frá hóteli Berg-
lindar í Havana. „Ég tók með mér nokkra búta af filmunni sem
minjagripi og vinur minn, sem er að læra kvikmyndagerð á Spáni,
vildi ólmur eignast svona sjálfur. Þetta er alveg dæmigert fyrir
Kúbu; ýmiskonar hlutir - og margt finnst manni á einhvern hátt
verðmætt, eins og þetta - liggur eins og hráviði úti um allt.
safna eins miklum peningum og mögulegt er
til að ég þurfi ekki námslán. Ég er nefnilega
með ofnæmi fyrir lánum!“ Og, bætir hún við:
„ég hef heldur aldrei verið með kreditkort -
kann ekki við svoleiðis." Berglind segir margt
samstarfsfólk hennar ungt og í svipuðum
sporum. „Mestmegnis er þetta fólk sem er að
safna peningum fyrir áframhaldandi námi eða
til að kaupa sér íbúð. Þetta er góð og auðveld
leið til að vinna sér inn peninga." Raunar seg-
ist hún ekki geta verið í betra starfi til að
safna í sarpinn. „Með það í huga er gott að
vera erlendis. Væri ég heima ynni ég eflaust
12-13 tíma á dag, alla daga vikunnar og ætti
samt í erfíðleikum með að safna. Úti er mikið
búið á hótelum og þá er farið út að borða þeg-
ar maður er svangur, í þvottahúsið með
skítugan þvott og í leigubíl þegar þarf að kom-
ast á milli staða. Mér finnst líklegt að erfitt
yrði að gíra sig niður þegar maður kæmi heim;
það yrði eflaust alltof dýrt að lifa svona þar.
Þegar ég kem heim þarf ég að passa mig á að
lifa bara á grjónagraut og taka strætó!"
Morgunverður í Jedda í Saudi Arabíu. Há-
degisverður í Afghanistan og síðdegiskaffi í
Dahran, annarri borg í Saudi-Arabíu. Líklega
er ekki algengt að sami maður matist á öllum
þessum stöðum sama daginn, en það kom iðu-
lega fyrir hjá Berglindi og félögum hennar.
„Við vorum svo oft yfir nótt í Dahran eða héld-
um jafnvel eitthvað áfram - náðum til dæmis
kvöldverði í Kaíró í Egyptalandi og gistum
þar.“ Starfið er því talsvert frábrugðið flestum
öðrum, og einnig öðruvísi, að sögn Berglindar,
en margur hyggur:
„Við erum um borð sem öryggisþjónar fyrst
og fremst, ekki til að gefa fólki te og kaffi.
Segja má að þjónustustarfið leiði af hinu; fyrst
við erum á staðnum þjónum við einnig farþeg-
unum. Áhöfnin heldur fund fyrir hverja ein-
ustu ferð, þar sem alltaf er farið fyi'st yfir öll
öryggisatriði en síðan þjónustuna. Ég held að
mjög margir hugsi sem svo að við séum bara á
staðnum til að gefa fólki að borða og drekka
en það er öðru nær. Þegar við reynum að fá
fólk til að hætta að reykja eða drekka þar sem
slíkt er óleyfilegt finnst því oft eins og okkur
komi það ekki við; séum leiðinleg og með
óþarfa afskiptasemi. Þá vill það bara fá að
vera í friði. Og ef til vill er ekki undarlegt þó
fólk taki okkur svona; það fær sennilega aldrei
alveg rétta mynd af okkur og kannski er flug-
félögunum svolítið um að kenna. Hvemig sér
fólk annars flugfreyjuna fyrir sér? Sem hálf-
gerða dúkku í þröngum fötum,
ekki satt?“
Berglind segir ekkert grín að
segja til dæmis Spánverjum og
Itölum hvar þeir megi reykja og
hvar ekki; „þeir gera það þar sem
þeim sýnist, henda öskunni iðulega
á gólfið og finnst það oft sjálfsagt.
Ég get ímyndað mér hve mörg
flugslys gætu orðið bara af þessum
sökum ef enginn hefði eftirlit með
þessu. Ég vil samt ekld hugsa um
það“.
Hún segir starfið nokkuð mis-
munandi eftir því hvar er verið að
fljúga hverju sinni. Nefnir að Italir
og Spánverjar séu skapheitir;
kvarti mikið og yfir ótrúlegustu
hlutum. Bretar taki hins vegar öllu
með jafnaðargeði. „Þeir eru alltaf
þakklátir. Eru bestu farþegar sem
hugsast getur.“
I Ai-abalöndunum flýgur Atlanta
mest með pílagríma og kennara. „Pílagn'ma-
flugið getur verið mjög erfitt. Ferðin skiptir
fólkið miklu máli og margir hafa safnað alla
ævi til að komast einu sinni til Mecca. Margt
fólkið hefur aldrei séð flugvél; það býr í eyði-
mörkinni, er sótt þangað og keyrt á flugvöllinn
þar sem það er skilið eftir. Sumir kunna ekki
einu sinni að ganga upp stiga; fólk fer stund-
um á fjóra fætur og reynir að skríða upp stig-
ann og inn í vélina og þegar inn er komið veit
það ekkert hvað á að gera. Við þurfum að
hjálpa því að setjast, fólk kann ekki að opna
matarbakkana og kann ekki á klósettin. Mað-
ur lendir því stundum í því, ofan á allt annað,
að kenna fólki hvemig á að nota klósettin! Ég
er því útskrifuð í mörgu, skal ég segja þér...“
FRÍDAGUR á Kúbu.
Bergiind í Havana,
morguninn eftir að
komið var þangað.
BERGLIND í afgreiðslu
hótelsins á Kúbu,
skömmu áður en hald-
ið var „heim“ til Spánar
aftur.