Morgunblaðið - 21.06.1998, Page 12

Morgunblaðið - 21.06.1998, Page 12
12 B SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SMÁYINIR FAGRIR HAFNARFJARÐARKIRKJA „SMÁVINIR fagrir foldarskart/ fxflll í haga/ rauð og blá, brekkusól- ey/ við mættum margt/ muna hvort öðru að segja frá/ Prýðið þér lengi landið það/ sem lifandi Guð hefur fundið stað/ ástarsælan, því ástin hans/ alstaðar fyllir þarfír manns.“ Svo yrkir ástmögur þjóðar Jónas Hallgrímsson, skáldið og náttúru- fræðingurinn. I honum sameinaðist vísindaþekking, skáldlegt innsæi og einlægt trúarþel. Það er slík fjölvísi sem þarf að vera keppikefli manna á okkar tíð er ljóst er orðið að efnis- og tæknihyggja, sem viðmið og verkfæri skammsýni og græðgi, sker á lífsrætur og ógnar nú mjög lífsskilyrðum og framtíðarhag. Það þarf hvarvetna að stemma stigu við því, að óbætanlegum náttúruverð- mætum verði eytt og vinna að rétti lífsins. En til þess þarf öfluga vakn- ingu og umskipti til betri vegar. Söguleg aldamót eru framundan og lok árþúsunds, sem spannar sögu íslenskrar þjóðar. Jafnframt er horft yfír tvö þúsund ára kristni hér í heimi er mótað hefur mannlíf og menningu á margvíslegan hátt, þó að misjafnlega hafi tekist að ryðja Guðsríkinu braut og fylgja Kristi og veraldarhyggja og önnur sjónarmið litað mjög farna slóð. Prestastefna íslands er nú haldin í safnaðar- heimili Hafnarfjarðar- kirkju. Gunnþór Inga- son segir mikilvægt að huga að því í tilefni þúsund ára kristnitöku- afmælis, hvernig þjóð og kirkja fái átt sem bezta samleið á nýrri öld sem í hönd fer. Komandi öld má ekki líkjast þeirri sem nú er að kveðja. Hún er þegar öðrum öldum blóðugri og hefur ein- kennst af víðtækum umhverfis- spjöllum. Lífkerfí hafa spillst, jurta og dýrategundir dáið út í þúsunda- tali og veðrakerfi umbreyst á verri veg. Deila og drottna Vísindaþekking hefur byggst á hæfninni til að sundurgreina efni og líf í smæstu agnir, vega það og meta, og setja það svo saman á nýj- an veg, en þessi þekkingaraðferð hefur oft í fór með sér, „að meira og meira er vitað um minna og minna.“ Og því er það ekki að ástæðulausu sem sérfræðingaveldið sætir nú gagnrýni. Þess konar aðferðir og viðhorf miða að því að ná tökum á hlutum og staðreyndum án innlifun- ar og samkenndar. Það er reyndar sem fylgt hafi verið stjórnunarreglu Rómverja um að deila og drottna, „divide et impera“ í viðteknum að- ferðum vísindanna. En nútíma vís- indi, einkum kjameðlisfræði og líf- fræði, hafa sýnt fram á það, að slík nálgun fái ekki túlkað veruleikann á sannferðugan hátt og leiði því ekki lengur til víðtækari þekkingar. Efn- ishlutir og lífform verði betur skilin og þekkt ef litið er til þeirra með til- liti til þess samhengis sem þau búa við í náttúrunni, bundin efnisheild- um og þar er sá sem rannsakar einnig meðtalinn. Þessi greining í heildarsamhengi verður ekki jafn nákvæm og þegar bútað er í sundur en opnar víðari sýn og felur í sér að „skilningur „ merkir eins og var fyr- ir tíma vísindahyggjunnar greining og þátttaka. Að vera á lífi hefur í för með sér að vera til í samskiptum við aðrar lífvenir. Líf er fjölþættur vefnaður samskipta. Einangrun og tengsla- skortur hefur óhjákvæmilega í for með sér dauða fyrir lífverur. Ef þessi skilningstúlkun fær nú aftur hljómgrunn breytast viðhorf og samskipti og leitast verður þá frek- ar eftir því að skynja og skilja sam- hengi lífríkisins og efla velfamað þess alls fremur en að sundurgreina það og ríkja yfir því. Samstaða trúarbragða - Guðsmynd sköpunar Mannlegt samfélag og menning þyrfti nú við aldaskil að bindast helgum sáttmála við lífríkið svo jafnvægi náist í samskiptum og barist sé ekki aðeins fyrir lýðrétt- indum heldur lífsréttindum alls lífs á jörðu. Núlifandi kynslóð stendur frammi íyrir þvi afar brýna verk- efni að sameina krafta sína til við- halds og verndar lífi. Og það þýðir m.a. að trúarbrögð mannkyns, sem hafa gefíð því siðferðilega stefnu og gildismat, verða að ná saman að því marki að geta virkjað innri orku og hæfni manna til þessa nauðsynja- verks. Enn er þó ekki að sjá að inn- an neinna megin trúarbragða hafi myndast hreyfingar sem vinna markvisst að umhverfisvernd og gagnrýni þá geigvænlegu áníðslu sem lífríkið verður nú fyrir og rask- ar viðkvæmu jafnvægi þess þó guð- fræðingar beini nú athygli sinni í auknum mæli að sköpunarverkinu, gerð þess og eigindum. Þess hefur ekki verið gætt sem skyldi, að verði lífríki og sýnilegur heimur fyrir spjöllum minnkar og dregur úr op- inberun Guðdómsins og skynjun á honum sem því nemur. Hugmyndin um Guð er svo háleit sem hún er þrátt fyrir svo margt sem á hana skyggir, vegna þess að veröldin í margbreytileik sínum og fjölbreyttu litrófi lífs er mikilfengleg. Og sem slík vekur hún lotningarkennd og þakklæti fyrir að mega vera með í undri hennar. Slík lotningar- og þakkarkennd er ein megin forsenda trúarbragða. Auðn mánans gæti vart vakið slíka kennd þó það hljóti að vera heillandi að sjá þaðan bláa jörð svífa í himingeimi. Við slík skil- yrði hefði vitundarlíf manns og gáfnafar trauðla getað náð þeim þroska sem það hefur, því þá væri svo lítið til að ræða og reifa og henda reiður á og líkja eftir og forma í list og hfi. Öll virk trúar- hugsun, þó hafi helg rit og sérstæð- ar opinberanir til að miða við, þarf að gæta að þeirri grunnundirstöðu sinni sem undur sköpunarverksins ávallt er. Megin uppspretta vitund- arlífs og vísinda, listsköpunar og lífsgleði og forsenda þroska alls mannlegs lífs til líkama, sálar og anda er í hættu þegar vegið er að fjölbreytni lífríkisins. Sköpunartrú Hebrea Gamla testamentið vitnar um trú á Guð sem skapara og lífgjafa. Hebrear þeir, sem þar segir frá greindu þó glöggt á milli skaparans og sköpunarinnar. Lífsmyndir hennar báru ekki mynd hans að þeirra dómi, þó þær bæru hand- bragði hans vitni, nema maðurinn sjálfur sem lífgaður væri Guðs anda og falið væri vald yfir sköpuninni sem þjóni og ráðsmanni Guðs. Þeir lítu ekki svo á, að Guð birtist eink- um í öflum náttúrunnar og hrynj- andi hennar sem endurtæki sig í sí- fellu frá einu ári til annars þó svo að hann hefði vald yfir henni og setti henni lög. Og þeir voru í trúarhug- un sinni algjörlega á öndverðum meiði við nágranna sína sem dýrk- uðu frjósemisöfl sem Guði og sáu mátt þeirra í allri náttúrunni. Þeir andmæltu frjósemisdýrkun og lögðu áherslu á, að Guð opinberað- ist í framvindu sögunnar og stefndi henni að tilteknu takmarki. Lög- málið sem gefið var á Sínaifjalli var þeim leiðarvísir um lífsháttu og samskipti. Og í trausti til þess Guðs, er þar hefði sýnt þeim elsku sína og kallað þá til vitundar um og til sam- félags við sig, héldu þeir frá Eg- yptalandi inn á eyðmörkina til landsins fyrirheitna, en reyndu þar að markmiði Guðs væri enn ekki náð. Hann myndi senda þeim kon- unginn smurða, sem innleiða myndi ríki hans. Þríeinn Guð og skapari Kristnir menn líta svo á, að Jesús frá Nasaret hafi gegnt þessu hlut- verki og Guðsríkið sé að verki þar sem áhrifa hans gætir sem kross- fests og upprisins frelsara og komi um síðir í fylhngu sinni. Opinberun Guðs fær nýja vídd með vitnisburði hans og verkum, svo nú gefst að líta Guð í mynd Rrists og áhrifum þess anda sem útgengur frá föður og syni. Kristur er ekki aðeins skilinn út frá jarðneskri sögu sinni heldur er einnig horft til hans sem Orðsins, Lógosar, skynseminnar í alheimi, sem allt var skapað fyrir í árdaga og síðan, en „afklæddist dýrð sinni og gjörðist maður svo vér mættum auðgast af fátækt hans.“ Og andinn helgi sem útgengur frá föður og syni lífgar og skapar og er lífið í hverri lífshræringu. Hinn þríeini Guð jarðar og alheims er utan við sköpun sína en jafnframt hefur hann birst í henni og er stöðugt að verki inni í henni sem síkvikt hreyfi- afl. Þessi sköpunarskilningur sem mið tekur af opinberun hins þríeina Guðs hefur þó oft vikið fyrir þeim fyrri á liðnum öldum enda hafa áhrifaríkir heimspekingar haldið honum fram. Guð var því talinn vera handan við sköpunarverkið og það jafnframt svipt helgi sinni og litið á það sem hráefni til vinnslu fyrir hinn „guðlega" mann. Og eftir því sem mannskepnan taldi sig sjálfstæðari gagnvart skapara sín- um varð Guð fjarlægari lífsmynd- inni. Hann hvarf að lyktum alveg úr henni og eftir stóð drottnunarvald mannsins eitt og meðfylgjandi frelsi og sjálfstæði hans og einnig tóm- hyggja og tilgangsleysi, en það hef- opnum fyrir fólk Móttöku- og flokkunarstöð SORPU verður lokuð næstkomandi fimmtudag og föstudag vegna sýningarinnar Umhverfisdagar 1998. Umhverfisdagar 1998 er ein frumlegasta fjölskyldusýning ársins þar sem fólki gefst kostur á að sjá endurvinnslu og náttúruvernd í nýju Ijósi. Kjörið tækifæri fyrir börnin að sýna þeim fullorðnu óvenjulegustu og nýjustu aðferðirvið endurvinnslu og skoða 40 fyrirtæki sem starfa á sviði endurvinnslu og náttúruverndar. Nánari upplýsingar um dagskrá sýningarinnar er að finna á heimasíðu SORPU www.sorpa.is. HT' l'l A'J I il iM W-t - ávinningur allra S€RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆOISINS bs Gufunesi • Box 12100 * 132 Reykjavík • Sími 520 2200 •Bréfasími 520 2209 • www.sorpa.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.