Morgunblaðið - 21.06.1998, Side 14

Morgunblaðið - 21.06.1998, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ 14 B SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 samneyti við Guð t Fimmtíu ár eru liðin síðan systir Renée Lonton, príorinna í Stykkishólmi, og systir Jóhanna Terpstra skrýddust fyrst klaust- urbúningí. Hildur Friðriksdóttir ræddi við systur Renée sem er að hætta sem príorinna. Hún var 22 ára þegar hún vann fyrsta klausturheitið og var þá þegar þess fullviss að hún vildi gerast brúður Krists og helga líf sitt þeim sem hjálpar • 1 ' --~7~----------- væru þurfí. „Eg var hamingjusöm og vildi halda áfram að auðga líf mitt,“ sagði hún þegar hún var beðin að segja frá þessari ákvörðun, SYSTIR Renée var alin upp í kaþ- ólskri trú, átti yngri bróður, sem nú er látinn, og eldri systur. Þegar hún er spurð hvenær hún hafí ákveðið að gerast nunna segist hún hafa verið nokkuð ung. Hún gerði sér ekki ákveðnar hugmyndir um hvaða reglu hún vildi tilheyra, skil- yrðin voru einungis að í reglunni væri tilbeiðsla sakramentisins og að reglan sinnti trúboðastarfi. „Ég fékk þessa köllun. Það er ekki hægt að skýra hana út á ann- an hátt en eins og þið eruð kölluð til að eiga þennan maka en ekki annan. Eða ef þú færð köllun til að læra hjúkrun þá þýðir ekki að hundsa hana og læra í staðinn lög- • fræði. Maður verður að hlusta á eigin rödd, því annars verður mað- ur ekki fullkomlega hamingjusam- ur. Ef ég ætti að lifa lífí mínu aftur, þá myndi ég taka sömu ákvörðun.“ Þegar hún hafði tekið ákvörðun- ina til fulls á sínum tíma, varð hún þó að gefa sér góðan tíma til undir- búningsins, meðal annars vegna þess að foreldrar hennar tóku fréttinni ekki sem best. Það var síðan árið 1947 að hún gekk í klaustrið í Gooreind, sem er bær skammt frá Antwerpen. 5lA árs umhugsunartími til að gera upp hug sinn Á þessum árum höfðu stúlkum- ar samtals 51/2 ár til að gera upp hug sinn. Eftir sex mánaða tíma í klaustrinu fengu þær búning, síðan liðu tvö ár og þá unnu þær fyrsta heiti og eftir þriggja ára reynslu- tíma til viðbótar var lokaheitið unnið. 36 ungar stúlkur voru á þessum tíma til reynslu í klaustr- inu og þeim fylgdi mikið líf og fjör, segir systir Renée brosandi. Sumar systumar kenndu böm- um kristinfræði, heimsóttu aldraða eða sinntu öðra hjálparstarfi. Aðr- ar fóru til náms á reynslutímanum 'óg var systir Renée meðal þeirra. Um eins árs skeið bjó hún á heima- vist í hjúkranarskóla meðan hún tók sjúkraliðanám. „Þegar ég var búin með reynslutímann var ég beðin um að koma til íslands. Það var árið 1952 og árið 1953 vann ég lokaheiti mitt hér á landi hjá Jó- -hannesi biskupi Gunnarssyni." Hún segist hafa vitað hvar ís- land var á hnettinum en ekki mikið meira. „Ég stoppaði í tvo daga hjá St. Jósefssystram í Reykjavík áður en ég fór til Stykkishólms. Þær tóku alltaf vel á móti okkur Franciskussystram þegar við kom- um til landsins og leyfðu okkur að gista. Við eignuðumst ekki heimili í Reykjavík fyrr en 1975, þá í Stiga- hlíð, en nú er það í Hafnarfirði, við Jófríðarstaðarveg. Mér leist strax vel á mig hér en hefur alltaf þótt tungumálið mjög erfitt. Kannski vegna þess að ég tala frönsku. Ég var strax mjög ánægð með að vera í Stykkishólmi og fegin að vera ekki í Reykjavík.“ Það kom í hlut séra Boots að kenna systranum íslensku. Systir Renée segir að hann hafi mikinn áhuga haft á tungumálinu og telur að hann hafi verið mjög góður kennari. Nú læra nýjar systur sem koma til íslands íslenskuna í há- skólanum. Tíu systur af fimm þjóðernum Árið 1935 komu fyrstu St. Franciskussysturnar til Stykkis- hólms. Það var hugmynd Meulen- bergs biskups að stofna spítala þar og fá hingað nunnur til að sinna umönnun. Níu systur vora hér þeg- ar systir Renée kom en flestar hafa þær verið sextán. Nú eru þær tíu af fimm þjóðernum; frá Belgíu, Hollandi, Spáni, Kanada og Aust- urríki. Á næsta ári er von á tveimur ungum pólskum systram til lands- ins. Önnur er komin til Belgíu til að læra frönsku. Hún verður ekki fyrr búin að læra frönsku en hún verður að hefja íslenskunám, sem sýnir aðeins brot af því sem systumar og raunar annað klausturfólk þarf að laga sig að þegar það er sent landa á milli. í Belgíu og Frakklandi hafa fáar nýjar St. Franciskussystur gengið í regluna á undanfómum áram, en í Póllandi og á Spáni hefur endur- nýjunin lengi verið mikil. Systir Renée bendir einnig á, að í kjölfar þess að St. Franciskussystur fóru til trúboðsstarfa í Afríkulöndum sé töluvert um að ungar, afrískar stúlkur gangi í kiaustur. „Það er langbest að innfæddir sjálfír kenni og hjálpi sínu fólki eins og til dæm- is í Zaír vegna þess að þeir hafa Morgunblaðið/Jim Smart SYSTIR Renée hættir sem príorinna í ágúst. Hún segist vera orðin meiri Islendingur en Belgi og vonast til að fá að vera hér sem lengst og halda áfram að vinna. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason SYSTIR Johanna (t.v.) og systir Renée ásamt Johannesi Gijsen biskup þegar haldið var upp á 50 ára klausturafmæli beggja systranna síðast- liðinn sunnudag. meiri tilfinningu fyrir eigin fólki. Einnig er mikið um ungar systur í Indlandi. Svona gengur þetta alltaf í hringi. Kannski eiga fleiri systur eftir að ganga inn í regluna í Belg- íu og Frakklandi aftur. Hver veit?“ segir hún og hallar undir flatt. Hún tekur fram að systurnar séu heppnar að hafa prest og kapellu á spítalanum í Stykkis- hólmi. „Það er messa daglega hjá okkur og líka tilbeiðsla sakrament- isins. Við syngjum tíðir á morgn- ana, í hádeginu og á kvöldin. Það er aðalatríðið að upplifa messu á hverjum degi og vera í samfélagi við Guð og hinar systurnar, alveg eins og í hverri annarri fjölskyldu. Ef fólk er ekki í daglegu sambandi er hætta á að sambandið deyi fljótt.“ Fjármálin ekki til umræðu Laun systranna hafa farið til uppbyggingar spítalans en á síð- ustu áram hefúr fjárhagsvandi spítalans verið mikill. I Morgun- blaðinu í fyrra var nokkuð skrifað um að systurnar hefðu ekki fengið greidd laun og þegar systir Renée er spurð, hvort það hafi breyst, neitar hún alfarið að ræða þessi mál. Punktur, basta. Þegar hún er hins vegar spurð hvað henni hafi þótt skemmtilegast við veru sína í Stykkishólmi ypptir hún öxlum og segir: „Ja, hvað skal segja? Lífið sjálft. Ég hef verið ánægð með lífið og að geta látið það blómstra, að taka þátt í að festa rætur hér í Stykkishólmi og kynnast fólkinu. Núna era Hólmar-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.