Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
Ekki
komið
að
kveðju
stund
„VIÐ fórum í leikinn með það í huga hvort nú væri kom-
ið að kveðjustund því með sigri þeirra hefðum við get-
að hvatt þá í bili með níu stiga forskot - mótið væri
nánast búið með tapi,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari
Skagamanna, eftir 1:0 sigur á Vestmannaeyingum í
skemmtilegum leik á Akranesi á sunnudaginn. Sigur
skilar Skagamönnum upp í 2. sæti deildarinnar með
þremur stigum minna en Eyjamenn, sem þó tróna enn
á toppnum með 16 stig.
Sigurmark Skagamanna
Morgunblaðið/Golli
SIGURÐUR RAGNAR Eyjólfsson náði að setja mark sitt á leikinn fimm mínútum eftir að hann kom
inn á í síðari hálfleik gegn Eyjamönnum á Akranesi á sunnudaginn. Hér er hann rétt á undan
Gunnari Sigurðssyni, markverði ÍBV, að boltanum og skorar eina mark leiksins.
Stefán
Stefánsson
krít v
Skagamenn virðast vera að rétta
úr kútnum eftir slæma útreið
gegn ungmennaliði KR-inga í bikar-
keppninni og síðan
tæpt jafntefli gegn að-
alliði KR í deildinni. Á
sunnudaginn sýndu
þeir sínar betri hliðar,
spiluðu vömina skynsamlega gegn
skæðum sóknarmönnum IBV -
færðu sig aftar á völlinn og lokuðu
að mestu fyrir spretti Eyjapeyjans
Steingríms Jóhannessonar bak við
vörnina. Að auki náðu þeir að hrella
varnarmenn IBV með nýjum skæð-
um sóknarmönnum, Dean Martin
og Zaur Tagui Zade frá Asjerbatsj-
an. „Við vissum að sóknarmenn
þeirra þurfa gott svæði fyrir aftan
vöm okkar svo að við lögðum
áherslu á að loka fyrir það og það
gekk bærilega,“ bætti Logi við. „Við
settum líka inn á tvo nýja menn,
sem era fljótir og gefa möguleika á
fjölbreyttari sóknarleik. Þeir komu
á heppilegum tíma því Slobodan
Milisic, Sigursteinn Gíslason og
Ragnar Haukson era allir meiddir,
en að auki komu Sigurður Ragnar
Eyjólfsson og Jóhannes Karl Guð-
jónsson inn á með krafti. Okkur hef-
ur gengið vel á íslandsmótinu í júní
og við erum vonandi búnir að ná
okkur eftir tapið í bikarkeppninni
en það þarf fyrst og fremst að halda
sig á jörðinni og hugsa um næsta
verkefni."
Þótt samspil væri í hávegum haft
var ekki mikið um færi enda varnir
FOLK
■ SIGURSTEINN Gíslason, leik-
maðúr ÍA, lék ekki með félögum
sínum gegn ÍBV vegna meiðsla, en
reiknað er með að hann verði búinn
að ná sér fyrir næsta leik.
■ SLOBODAN Milisic, sem einnig
leikur með ÍA, var einnig á sjúkra-
listanum.
■ DEAN Martin, sem lék síðast
með KA hér á landi og fór síðan til
Hong Kong, er genginn til liðs við
Skagamenn og átti góðan leik gegn
ÍBV á sunnudaginn.
■ ZAUR TAGUI Zade, nítján ára
sóknarmaður frá Azerbajdzhan, lék
einnig sinn fyrsta leik með Skaga-
mönnum.
1-0
I ■ W,
■ w Jóhannesar Harðar-
sonar frá vinstri á 65. mínútu,
barst boltinn inn í markteig á
Alexander Högnason, sem
náði að skalla hann að
marklínu þar sem Sigurður
Ragnar Eyjólfsson náði að
stökkva til á undan Gunnari
Sigurðssyni, markverði ÍBV.
beggja liða á tánum, g
Skagamenn vörðust aftar-
lega og Eyjamenn áttu fullt í fangi
með nýja spræka sóknarmenn
mótherjanna. Þó náði Ivar Ingi-
marsson tvívegis góðum skotum að
marki ÍA og ívar Bjarklind einu
sinni en Skagamennirnir Jóhannes
Harðarson og Zaur Tagui Zade
náðu einnig að láta markvörð IBV
vinna fyrir kaupinu sínu. Baráttan á
miðjunni var mikil en ekki gróf.
Þegar stundarfjórðungur var liðinn
af síðari hálfleik skipti Logi þjálfari
Zoran Ivsic og Zade, sem á við
meiðsli að stríða, út af fyrir Sigurð
Ragnar Eyjólfsson og Jóhannes
Karl Guðjónsson. Það hleypti enn
meira lífí í sóknarleik ÍA, Sigurður
Ragnar skoraði fímm mínútum síð-
ar og gestirnir úr Eyjum þurftu að
hafa enn meira fyrir vamarleiknum.
„Við lögðum auðvitað upp með að
vinna og skilja Skagamenn eftir því
þar sem framundan er mikið í gangi
hjá okkur, bikarkeppni á miðviku-
daginn og styttist í Evrópukeppn-
ina. Það hefði verið gott að koma
þeim langt frá okkur því það er gott
að hafa eitthvert forskot upp á að
hlaupa þegar kemur að svona auknu
álagi,“ sagði Hlynur Stefánsson,
fyrirliði Eyjamanna, eftir leikinn.
„Ég er svekktur yfir leiknum en
það var eins og eitthvert andleysi
hrjáði okkur. Við vorum alltof
passasamir, ætluðum að fá þá fram-
ar á völlinn en þeir komu ekki þang-
að og það hentar okkur ekki að bíða
- frekar að við eigum að sækja. Við
spiluðum ágætlega fram að miðju
en leikmenn virtust gera sér að
góðu að halda aðeins boltanum. Það
var lítið í gangi hjá þeim, markið
var með ákveðnum heppnistimpli og
þetta var eiginlega jafnteflisleikur
með stöðubaráttu á miðjunni. Að
öðru leyti var ekkert sem kom okk-
ur á óvart í leik Akurnesinga. Mér
fannst þó meiri hraði í liðinu og það
tekur tíma að venjast nýju mönnun-
um þeirra en það var annars lítið að
gerast."
Schumacher ætlar t
að verða meistari
Michael Schumacher segist hafa
stefnt að því allt árið að verða
heimsmeistari ökuþóra í formúlu-1
mggmai kappakstri. Fyrir
Ágúst mánuði hefði mögu-
Ásgeirsson leikinn á því þótt lítill
skrifar en með sigri í Montr-
eal fyrir þremur vikum
og Magny Cours á sunnudag hefur
Schumacher nánast dregið Finnann
Mika HákMnen uppi. Sigurinn um
helgina á hann þó að einhverju leyti
að þakka klaufaskap Hollendingsins
Jos Verstappen hjá Stewart, sem fann
ekM fyrsta gír 1 upphafi keppninnar,
og dómurum, sem ákváðu að stöðva
keppnina og láta hefja leik á ný.
Aðeins sex stig skilja Schumacher
og Hákkinen að í stigakeppni öku-
þóra, 50:44 fyrir Finnann, en helm-
ingi móta ársins er nú lokið. Má því
segja að keppnin hafí galopnast aft-
ur og í keppni bílsmiða minnkaði
Ferrari forskot McLaren um 11 stig,
hlaut 16 stig gegn 5 á sunnudag.
Hefur McLaren 80 stig, Ferrari 69,
Benetton 27, Williams, meistarar
síðasta árs, 19 og Stewart 5 stig.
Schumacher var í sjöunda himni
eftir sigurinn í Frakklands-
kappakstrinum, sem var 30. sigur
hans í formúlu-1. En hann gladdist
ekki síður yfir þvj að félagi hans hjá
Ferrari, Norður-írinn Eddie Irvine,
varð í öðru sæti og tókst með harð-
fylgi að halda Hákkinen í þriðja sæti.
Er þetta í fyrsta sinn frá í Spánar-
kappasktrinum 1990 að Ferrari-bílar
ljúka keppni í tveimur efstu sætun-
um. Og afrekið vinnst fímm áram
upp á dag frá þvi keppnisstjórinn Je-
an Todt kom til Ferrari. Ríkti því
mikill fógnuður í herbúðum Ferrari
á sunnudag.
Illu heilli fyrir McLaren var
keppni stöðvuð á fyrsta hring vegna
bilunar hjá Verstappen, sem ekki
komst af stað. HákMnen hafði start-
að vel og haldið sæti sínu,
Schumacher var annar, David Coult-
hard hjá McLaren þriðji og Irvine
fjórði. Niðurstaðan var allt önnur
eftir seinna startið. McLaren öku-
þórarnir virtust miður sín því bæði
Schumacher og Irvine skutust fram
úr þeim báðum.
„Það er ígildi martraðar að þurfa
að fylgja í stað þess að hafa forystu,"
sagði vonsvikinn Hákkinen eftir
mótið. Og í raun og veru var sú
ákvörðun að stöðva keppnina í stað
þess að senda út öryggisbíl óskiljan-
leg. Segh- HákMnen Magny Cours-
brautina þess eðlis að útilokað sé að
taka fram úr. í eina skiptið sem hann
reyndi það af alvöra missti hann bíl
sinn útaf, sem kostaði hann aukaferð
inn á viðgerðarsvæði til að skipta um
hjólbarða.
McLaren þarf að athuga sinn
gang því flest fór úrskeiðis. í stað
einnar ferðar til bensín- og barða-
skipta urðu þær fimm; ekki síst
vegna bilunar í bensíndælubúnaði. |
Annars geta McLaren-menn huggað *
sig við að bílhraðinn er enn fyrir |
hendi þar sem Coulthard náði besta
brautartímanum í keppninni.
Heimsmeistarinn Jacques Vil-
leneuve hjá Williams var tiltölulega
ánægður með árangur sinn í Frakk-
landi, enda sá besti á árinu, þótt
ótrúlegt kunni að hljóma, þar sem
hann varð fjórði í mark.
Ferrari hefur
unnið upp
tæknilega yfir-
burði McLaren
MIÐAÐ við árangur í tíma-
tökum og í sjálfum
kappakstrinum má ætla að
þeir gífurlegu tæknilegu yf-
irburðir sem McLaren hafði í
fyrstu mótum ársins séu ekki
lengur fyrir hendi; önnur lið,
með Ferrari í broddi fylking-
ar, hafa unnið hann upp.
KAPPAKSTUR / FORMÚLA 1