Morgunblaðið - 30.06.1998, Síða 5

Morgunblaðið - 30.06.1998, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 B 5 HM í FRAKKLANDI Trezeguet Chilavert Iffll Grodas 'Mh'ÍSjS; ksssísim SIGURMARK LAURENT BLANCS VIERI TRYGGÐIÍTALÍU SIGUR NOREGUR Hetjuleg vörn Paragvæmanna dugði ekki til gegn Frökkum í Lens Frakkar með fyrsta gullmarkið í sögu HM Vieri sökkti norsku vík- ingunum FRAKKAR tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum HM á sunnudag með 1:0 sigri á Paragvæ. Sigurmarkið gerði varnarjaxlinn Laurent Blanc á lokamínútum framlengingar, svonefnt gullmark, og er þetta í fyrsta sinn í sögu HM, sem slíkt fyrirkomulag ræður úrslitum. Fyrirfram var búist við auðveld- um sigri gestgjafanna, en ann- að kom á daginn. Leikmenn Paragvæ vörðust geysilega vel og beittu síðan öflugum skyndisókn- um. Við þessu áttu Frakkar lengst af ekkert svar og undir lok- in var farið að hilla undir víta- spyrnukeppni. Henni komust Frakkar naumlega hjá og geta nú tekið til við undirbúning fyrir viðureignina við ítali í átta liða úrslitum, en Paragvæmenn geta borið höfuðið hátt og haldið heim á leið. Blanc, sem gerði gullmarkið á 116. mínútu leiksins, hefur lengi notið vinsælda í heimalandi sínu, en búast má við að þær vinsældir nái nýjum og óþekktum hæðum eftir mark hans í fyrradag. Hann viðurkenndi eftir leikinn, að hann hefði ekki verið fylgjandi reglunni um gullmarkið - fyrr en nú. „Eg var andsnúinn þessari hugmynd og leist ekki vel á framkvæmd hennar á HM. Nú hef ég skipt um skoðun. Jafnvel þótt ég hefði trú á sigri okkar, má vel halda því fram að gullmarkið sé heldur ósann- gjarnt fyrirbæri. Þetta var erfítt fyrir leikmenn Paragvæ, en við erum komnir áfram og því er ég hamingjusamur." Eins og nærri má geta, fögnuðu leikmenn franska liðsins feikilega í leikslok og var greinilega þungu fargi af þeim létt. Að sama skapi var hreint átakanlegt að sjá Paragvæmennina, sem fyrstir HM-liða þurftu að kynnast mis- kunnarleysi gullmarksins. „Ég sá leikmenn Paragvæ gráta eftir leik og mig tók það sárt,“ sagði Didier Deschamps, fyrirliði franska liðsins. „Ég er ánægður með sigur okkar og fannst hann sanngjarn. En það hlýtur að vera hrikalega erfítt að falla úr leik á HM á þennan máta.“ Þjálfarinn Aime Jacquet tók í sama streng. „Ég er ánægður að Italir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum heimsmeistarakeppn- innar með 1:0 sigri á Norðmönnum á laugardag. Leikurinn þótti lítil skemmtun, en Italir gerðu það sem þurfti og að venju sat Christian Vi- eri einn að kjötkötlunum í framlín- unni og hefur þessi stórvaxni mið- herji nú tekið forystu í keppninni um markakóngstitilinn - hefur gert fimm mörk í fjórum leikjum. Raunar má segja um mark Vier- is, að það hefði allt eins getað verið norskt að uppruna. Það kom nefni- lega á 18. mínútu eftir talsverða orrahríð Norðmanna að marki Itala og byggðist á langri sendingu fram völlinn og síðan hreint snilldarlegri afgreiðslu Vieris í netið. Fram að því hafði verið nokkurt jafnræði með liðunum og í raun má segja að það jafnræði hafí haldist allt til leiksloka. Norðmenn áttu nokkur ágæt marktækifæri, en Pagliuca í marki Itala varði eins og berserkur og hinum megin fékk Alessandro Del Piero nokkur upplögð færi, sem honmum tókst ekki að nýta. Þetta var fyrsta tap Norðmanna í tuttugu leikjum. Töpuðum fyrir slöku liði ítala Egil Olsen, sem stýrði norska liðinu í síðasta sinn, sagði bæði lið hafa leikið illa. „Þetta var ekki góður •leikur. Við áttum okkar tækifæri og hefðum getað skorað. Italirnir virt- ust þreyttir og ég er vonsvikinn yf- ir úrslitunum. Mínir menn stóðu sig ekki sem skyldi." Olsen bætti því við að hitinn hefði haft áhrif á leikmenn beggja liða. „Við fengum dauðafæri í seinni hálfleik og hefðum átt að nýta það. ítalirnir voru litlu skárri og ég held að leikurinn hafi ekki verið mikið fyrir augað.“ Cesare Maldini, þjálfari ítala, varði sína menn og sagði þá hafa leikið mjög vel. „Þegar komið er í sextán liða úrslitin, ei-u allir leikir eiFiðir. Við unnum leikinn, erum komnir áfram og ég er afar ánægð- ur með það.“ Athygli vakti, að Maldini lét Ro- berto Baggio hvíla á varamanna- bekknum allan tímann, en Baggio hefur verið einn besti maður liðsins í undanförnum leikjum. „Ég hef mínar ástæður og það er mitt að velja liðið. Del Piero er að leika bet- ur og betur í hverjum leik, sem lið- ur og meiðsli hans hrjá hann ekki eins og áður. Ég var afar sáttur við frammistöðu hans.“ Reuters LAURENT Blance (5) fagnar sigurmarki sínu ásamt Lilian Thuram og Alain Boghossian. sleppa við vítaspyrnukeppni," sagði hann. „Hún er jafnvel enn grimmilegri aðferð til að úrskurða sigurvegara.“ Hætt er þó við, að þessi um- mæli séu leikmönnum Paragvæ lítil huggun. Liðið stóð sig framar vonum í riðlakeppninni, jafnvel þótt það hafí verið í hinum svo- nefnda „dauðariðli". Jafntefli við Búlgaríu og Spán og 3:1 sigur á Nígeríu tryggði þeim áframhald- andi þátttöku og fá önnur lið fengu aðeins eitt mark á sig. Gríð- arsterkur varnarleikur með markvörðinn og fyrirliðann Jose Luis Chilavert í broddi fylkingar stóð vaktina í naumar tvær klukkustundir, en svaf síðan á verðinum í eitt andartak og þá var draumurinn úti. „Við þekkjum reglurnar, en þetta er hrikalegt áfall. Ég hugsa að þessi úrslit muni ekki víkja úr huga mér á næstunni," sagði Car- los Paredes. Francisco Arce, sem ásamt öðr- um varnarmönnum liðsins átti stórleik, var nánast orðlaus. „Svona er þetta nú. Þetta er kannski gullmark fyrir Frakka, en mér sýnist þetta miklu fremur líkjast svartholi." Sóknarvandræði Frakka Frakkar voru mun sterkari aðil- inn í leiknum og sóknir liðsins urðu fjölmargar áður en yfír lauk. Þær voru þó ekki sérlega beittar og aðeins er hægt að tala um eitt verulegt dauðafæri, er Thierry Henry skaut í stöngina eftir lag- lega sókn. Frábært skipulag varn- ar Paragvæmanna lokaði iðulega á miðvallarleikmenn Frakka og ein- angraði þannig sókarmenn þeirra frá þátttöku í leiknum. David Trezeguet, Bernard Diomede, Ro- bert Pires og Stephane Guivarch gerðu sig aukinheldur allir seka um kæruleysi í upplögðum færum og virtist sumum hreinlega fyrir- munað að gefa nákvæma sendingu til samherja. Frakkar eru enn í vandræðum með framlínuna. Enginn framherji liðsins er beinlínis á heimsmæli- kvarða og það kom berlega í ljós á sunnudag. Ljósið í myrkrinu er þó sú staðreynd, að Zinedine Zidane hefur tekið út tveggja leikja bann sitt og verður klár í slaginn gegn Itölum. Ef hann hefði leikið gegn Paragvæ eru allar líkur á að út- sjónarsemi hans og snilld hefðu komið að gagni mun fyrr í leiknum. En þá hefði leikurinn heldur ekki orðið jafn spennandi og sögulegur og raun bar vitni. Pires Blanc Laurent Blanc PARAGUAY 114. mín. Prinsar í óvæntum félagsskap FJÖLDI fólks, sem keypti miða á svörtum markaði á leik Eng- lands og Kólumbíu á dögunum, sat í heiðursstúku leikvangsins í Lens við hlið Karls Bretaprins og sonar hans, Hai-alds. Lög- reglan á staðnum sagði að sjálf- boðaliði í miðasölu hefði verið færður í gæsluvarðhald eftir að hafa orðið uppvís að því að selja miða á svörtum markaði. Skipulagsaðilar á heimsmeist- arakeppninni urðu undrandi á leiknum síðastliðinn föstudag, þegar þeir sáu um fímmtíu manns, sem voru augljóslega ekki heiðursgestir, setjast niður við hlið feðganna. Þessir fimm- tíu áhorfendur voru ekki taldir hættulegir prinsunum, en rann- sókn málsins hófst tafarlaust. Yfirmaður miðasölunnar í Lens var yfirheyrður en engin ákæra var gefin út á hendur honum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.