Morgunblaðið - 30.06.1998, Side 12

Morgunblaðið - 30.06.1998, Side 12
KNATTSPYRNA / HM I FRAKKLANDI Egil Olsen er hættur með norska landsliðið Hefiir ekki fengid mörg tilboð Ekki er búist við miklum breytingum á leikskipulagi norska landsliðsins þótt arkitekt þess, Egil „Drillo“ Olsen, sé hættur með liðið eftir átta ár við stjórn- völinn. Nils Johan Semb, fyrrverandi þjálfari piltalandsliðsins, hefur verið ráð- inn f hans stað. Norska landsliðið, sem féll úr leik í sextán liða úrslitum á laugardag gegn ítölum, hefur náð undraverðum árangri á undanförnum árum, en jafnan verið legið á hálsi fyrir að leika leiðinlega kraftaknattspyrnu, byggða á löngum sendingum, þéttri vörn og miðju ög aðeins einum framlínu- manni. „Það verður fróðlegt að kynnast áherslum Sembs,“ segir varnarmaðurinn Dan Eggen, sem leikið hefur lengi með norska liðinu. „Hann gerir eflaust einhverjar breytingar, en ég hef ekki trú á því að þær verði miklar. Grunnurinn verður hinn sami.“ Framherjinn Tore Andre Flo tekur í sama streng. „Hann þjálfaði mig í piltaliðinu og aðferð- ir hans eru ekki ólíkar þeim, sem Olsen hefur beitt.“ Fullvíst má telja, að Olsen muni nú snúa sér að þjálfun félagsliðs, en hann segist ekki hafa fengið mörg tilboð. „Nokkur lið hafa haft samband, en ekki mörg. Ég fékk tilboð frá Víetnam, en hafnaði því. Það er of langt í burtu og ég skil ekki tungu- málið.“ Ekkert tilboð hefur enn borist frá Englandi, að sögn Olsens. Hann segist ekki vera undrandi á því. „Leikstíll og aðferðir í ensku knattspyrnunni eru mjög frábrugðnar því sem ég beiti og trúi á. Þar í landi hafa menn í seinni tíð farið að halda boltanum meira og hægt þannig um of á leiknum." Framganga Olsens hefur oft á tíð- um þótt æði skrautleg og margir myndu túlka diburbarkaleg ummæli hans í gegnum tíðina sem hroka. Ekki verður hins vegar frá honum tekið, að á fáum árum hefur hann breytt lélegu landsliði í topplið á al- þjóðlegan mælikvarða og ekkert annað lið getur státað af tveimur sigrum á Brasilíu á skömmum tíma. Á átta árum sem þjálfari hefur hann tvívegis komið Norðmönnum á HM og tapleikurinn gegn Italíu var sá fyrsti af síðustu tuttugu viðureignum liðsins. „I knattspyrnu er bara spurt um árangur," segir Olsen. „Undir minni stjórn hefur liðið leikið 88 leiki og tapað aðeins 16. Það segir sína sögu.“ Tore Andre Flo, sem lengi hefur einokað framherjastöðu liðsins, segir Reuters EGIL Olsen, þjálfari Noregs, hefur ákveðið að hætta með norska liðið. Hér er hann með miðherjanum Tore Andre Flo. Olsen hafa gjörbreytt norskri knatt- spyrnu. „Hann hefur unnið frábært starf. Undir hans stjórn hefur liðið vaxið gríðarlega að styrk. Það var lé- legt áður en hann gerðist þjálfari, en nú höfum við í fullu tré við sterkustu lið heims. Leikskipulag Olsens hefur svo sannarlega hentað mér og ég hef notið hverrar mínútu.“ Dan Eggen er þessu sammála. „Olsen hefur lagt upp með heim- speki og aðferðir, sem eru að mörgu leyti gjörólíkar því sem aðrir þjálfar- ar beita. Hann er afskaplega vinnu- samur og velgengnin hefur fylgt í kjölfarið. Norðmenn eru framarlega í flokki knattspyrnuþjóða vegna mik- illar vinnu hans og gott er til þess að vita, að góður maður hafi verið ráð- inn í hans stað.“ Hvað segja þeir um Owen? Vegna mistaka í vinnslu sunnudagsblaðsins, féllu línur út í grein, þar sem margir kunnir knattspyrnukappar lýstu hrifningu sinni á Michaei Owen: „Fyrir mér er Owen djásnið í ensku krúnunni. Ég átti því láni að fagna, að kaupa Konaldo fyrir 13 milljónir punda þegar liann var átján ára, og Owen er jafngóður og Ronaldo var þá.“ - Bobby Kobson. „Hann er mesta efni sem ég hef séð.“ - Karl Heinz Riedle. „Owen hefur þegar sannað sig. Ef hann er nógu góður, þá er hann nógu gamall.“ - Pele. „Hraði hans skelfir markverði.“ - Peter Shilton. „Hann er svo snöggur að varnarmenn óttast hann.“ - Geoff Hurst. „Ég er ekki heimskur. Ég veit að hann er / hörkuformi og á lík- lega skilið að vera / byrjunarliðinu." - Teddy Sheringham. Moldovan leggur höfuðið í bleyti RÚMENSKUR karlmaður á fimmtugsaldri, Ioan Moldov- an, leggur höfuðið í bleyti dá- góða stund á degi hverjum og biður fyrir sigri rúmenska landsliðsins / heimsmeistara- keppninni. Maður þessi, sem er smiður, liggur í baðkeri sínu í fjörar klukkustundir á dag og er sannfærður um að með því móti tryggi hann löndum sínum velgengni á knattspyrnuvöllum Frakk- lands. Kona mannsins, Adri- ana, tjáði rúmenska dagblað- inu Evenimentul Zilei þetta á dögunum. Adriana segir að Ioan hafí verið fyrirmyndarfjölskyldu- maður og duglegur f vinn- unni þar til fyrir um hálfum mánuði. Hann hefur sagt sál- fræðingum að hann sé eina von Rúmen/u í heimsmeist- arakeppninni. Adriana telur að hentugasta lausnin sé að loka fyrir vatnsleiðslur inn í hús þeirra hjóna. „Það er betra að deyja úr þorsta eða verða skítugur en að horfa upp á bónda sinn liggja í bað- inu á hverjum morgni, hald- andi að þannig verði Rúmen- ía heimsmeistari,“ segir hún. „Núna hef ég óbeit á fótbolta. Ég vil að maðurinn minn verði aftur eins og hann var.“ Rúmenía mætir Króatíu í sextán liða úrslitum í dag. FRAKKLAND 98 HEIMSMEISTARAKEPPNIN ■ TAKESHI Okada þjálfari Japan sagði af sér á laugardaginn. „Leik- menn hafa ekki trú á mér eftir slak- an árangur á HM,“ sagði Okada. Stjórn japanska knattspyrnusam- bandsins vill að Okada endurskoði uppsögnina og hann verði landsliðs- þjálfari fram yfir HM 2002 sem fram fer í Japan og S-Kóreu. ■ HASSAN konungur Marokkó bar lof á landsliðs þjóðar sinnar er það kom heim á föstudaginn, þrátt fyrir að þvi tækist ekki að komast í 16-liða úrslit. ■ EINNAR mínútu þögn var fyri leik Brasilía og Chile því fyrr um daginn lést Juan Goni fyrrverandi formaður knattspyrnusambands Chile. ■ ENGINN þeirra átta dómara sem ráku leikmen út af í riðla- keppninni dæma leikina í 16-liða úr- slitum. Af átta dómurum sem dæma leikina eru sex frá Evrópu, einn frá Argentfnu og einn frá Sameinuðu Arabísku furstadæmunum. Þeir gáfu 24 gul spjöld í sínum leikjum í riðlakeppnini. ■ NELSON Acosta þjálfari Chile lýsti því yfir á laugardaginn eftir tapið fyrir Brasilíu að hann myndi hætta í árslok þegar samningur hans um þjálfun liðsins rennur út. ■ FABIEN Barthez markvörður Frakka hélt um 27 ára afmæli sitt daginn sem Frakkar lögðu Kol- umbíu 1:0 í 16 liða úrslitum. Fjöl- margir áhorfendur á vellinum sungu afmælissönginn fyrir Barthez er hann kom inná völlinn í Lens til að hita upp fyrir leikinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.