Morgunblaðið - 01.07.1998, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Köttur varð mnlyksa í hólfí undir gírkassa Volvo-bifreiðar
Þurfti að skrúfa
undirvagninn af
til að bjarga kisa
Morgunblaðið/Ásdís
HVER á kisa? Eggert Jónasson vonast til að eigandi kattarins gefi sig
fram. Hér er hann við Volvoinn sinn með köttinn sem skreið inn í lítið
hólf undir sjálfskiptingunni og fór með honum í bíltúr.
EGGERT Jónassyni brá í brún
þegar hann settist upp í Volvoinn
sinn um hálfþijúleytið á mánu-
dag og heyrði mjálm í bílnum en
fann hvergi kött, þótt hann leit-
aði vandlega. Eggert ók á bflnum
dálitinn spöl en hélt áfram að
heyra mjálmið. Hann leitaði bet-
ur en enginn fannst kötturinn.
„Eg hélt hreinlega að ég væri
orðinn brjálaður,“ sagði Eggert
í samtali við Morgunblaðið. „Ég
fékk svo annan til að koma með
mér út í bfl og hann heyrði það
sama og ég.“
Eftir þriggja klukkutima ár-
angurslausa leit að kettinum
ákvað Eggert að fara með Vol-
voinn á fólksbflaverkstæði Brim-
borgar. „Þar trúðu menn mér
Islenzkt-
litháískt
samstarf
barna-
spítala
SAMNINGUR um samstarf Barna-
spítala Hringsins, Rannsóknastofu í
sýklafræði við Landspítala fslands
og barnadeildar háskólasjúkrahúss-
ins í Vilnius í Litháen var undimt-
aður 15. júní sl., síðasta dag opin-
berrar heimsóknar Olafs Ragnars
Grímssonar, forseta íslands, og
Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur
til Litháens.
Samstarfið snýst um rannsóknar-
verkefni sem mun standa í að
minnsta kosti 2-3 ár og er styrkt af
norrænu ráðherranefndinni og ís-
lenzkum stjórnvöldum. Rannsóknin
beinist að því að gi-eina tíðni og teg-
undir fjölónæmra baktería meðal
barna í Litháen. Við þetta sama
tækifæri voru afhent tæki til notk-
unar við rannsóknina. Er þar um að
ræða hitaskáp til ræktunar baktería,
frysti til geymslu á bakteríum til
nánari geininga, ásamt tölvubúnaði.
Samhliða þessu samstarfí milli
barnaspítala Hringsins, Rannsókna-
stofunnar og barnadeildarinnar í
Vilníus ákvað kvenfélagið Hringur-
inn í Reykjavík að gefa barnaspítal-
anum þar 6 vökvadælur til notkunar
á sjúkrahúsinu. Vökvadælur þessar
eru afar mikilvægar við gjöf lyfja og
vökva.
íslenzku forsetahjónin voru við-
stödd er samstarfssamningamir voru
undirritaðir og tækin afhent og flutti
forsetinn ávarp við það tækifæri.
Kveikt
íbíl
SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur
var kallað um klukkan 13 í
gær að Völvufelli í Breiðholti
þar sem kveikt hafði verið í
númerslausri bifreið.
Eldurinn hafði kraumað
nokkra stund í bílnum og var
mikill reykur af eldinum og
hiti. Bíllinn er talinn ónýtur en
eigandi hans hafði ætlað að
gera hann upp. Talið er full-
víst að um íkveikju hafi verið
að ræða.
ekki og héldu að það væri falin
myndavél eða eitthvað slíkt, því
að nijáhnið heyrðist stöðugt en
enginn fannst kötturinn,“ segir
Eggert. „Að lokum settu þeir
bflinn upp á lyftu og eftir tíu
mínútna leit fannst kötturinn í
hnipri í litlu hólfi undir sjálf-
skiptingunni."
Skelkaður og særður
en frelsinu feginn
Bifvélavirkjarnir neyddust til
að skrúfa hluta undirvagnsins
undan Volvoinum til að ná kett-
inuin út. Hann var að sögn Egg-
erts mjög skelkaður og særður á
fótum, sennilega vegna hitans
frá pústkerfínu, en frelsinu feg-
inn. Eggert og fjölskylda hans
BREYTINGAR verða á fyrirkomu-
lagi sorphirðu á Seltjamamesi, í
Mosfellsbæ og Garðabæ á morgun.
Hætt verður að hirða sorp vikulega
og verður það í staðinn gert á 10-14
daga fresti. I stað plastpoka verða
teknar í notkun 240 lítra plasttunnur
eins og notaðar hafa verið á höfuð-
borgarsvæðinu um árabil. Fjölbýlis-
hús og stærri vinnustaðir og stofnan-
ir eiga kost á 660 lítra gámum. Hægt
verður að fá aukatunnur en sorp-
hirðugjald verður innheimt í sam-
ræmi við fjölda íláta. Hrafn Jóhanns-
son, bæjartæknifræðingur á Seltjam-
amesi, segir markmiðið með þessum
breytingum vera að minnka kostnað
við sorphirðu og stuðla að aukinni
endumýtingu og flokkun sorps.
fóru með kisa til dýralæknis, þar
sem hann fékk lyf og áburð á
sárin. Hann hefur siðan gist á
heimili Eggerts. „Hann er dálít-
ið hræddur en ósköp Ijúfur við
okkur,“ segir Eggert.
„Kötturinn er greinilega hús-
Á næsta ári er stefnt að því að
lækka fastagjald fyrir sorphirðu og
mun fólk þá borga fyrir hvert kfló af
sorpi sem það hendir, en strax í
haust verður farið að vigta sorjúð, til
að fylgjast með því hversu mikið það
er. Hrafn segir mjög jákvæða
reynslu af þessu víða erlendis.
Kostnaður vegna sorphirðu minnki
bæði fyrir bæjarfélög og einstak-
linga og það sorp sem hent sé
minnki um 30 til 35%. Hrafn telur
augljósan hag af því fyrir bæjarbúa
að taka þátt í þessum breytingum á
soiyhirðu með opnum huga.
I bæklingi sem bæjarfélögin þrjú
vanur og við vonuin að eigandi
hans gefi sig fram,“ segir
Eggert. Hann segir að hugsan-
legt sé að kötturinn hafi skriðið
undir bflinn annaðhvort í
Vogahverfi við Skeifuna eða þá í
Gerðahverfi við Grensásveg.
gáfu út saman er fólki er bent á
ýmsar leiðir til að minnka ummál
sorps, t.d. að rífa niður kassa undan
flatbökum og aðrar stærri pakkn-
ingar. Það er einnig hvatt til þess að
flokka og koma í endurvinnslu papp-
ír, drykkjarfernum, áldósum, plast-
og glerflöskum. Hrafn segir að
reynt verði að ýta undir þetta með
ýmsum hætti, t.d. fái fólk fljótlega
sérstök flát undir drykkjarfernur og
svo kassa undir pappír til endur-
vinnslu. Á Seltjarnarnesi sé ætlunin
að koma upp gámum fyrir gler og
unnið sé að því að finna staði fyrir
þá. Gerður hefur verið langtíma-
samningur við Gámaþjónustuna um
sorphirðu á Seltjarnarnesi, i Mos-
fellsbæ og Garðabæ.
Arsfang-
elsi fyrir
skjala-
fals og
tollsvik
HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands
dæmdi á mánudag tvo menn, annan
í ársfangelsi og hinn til gi-eiðslu 100
þús. króna sektar, fyiár skjalafals
og tollsvik. Um var að ræða 46 tilvik
þar sem mönnunum var gefið að sök
að hafa framvísað fölsuðum reikn-
ingum við tollafgreiðslu bifreiða til
að fá aðflutningsgjöld lægi’i en rétt
hefði verið. Samkvæmt ákæru mun-
aði þar rúmlega 25,6 milljónum
króna. Fyrstu tollafgreiðslur fóru
fram 10. janúar 1996 en þær síðustu
30. september 1997.
Rannsókn málsins hófst í septem-
ber á síðasta ári að beiðni ríkistoll-
stjóra. Þá hafði um nokkurt skeið
verið til athugunar við embættið
innflutningur notaðra bifreiða frá
Þýskalandi á vegum mannanna
tveggja og fleiri aðila. Mennirnir
voru handteknir 30. september og
sátu þeir í gæsluvarðhaldi í ellefu
daga. Annar þeirra var í farbanni í
rúmt hálft ár.
títbjó 46 reikninga
Annar mannanna viðurkenndi að
hafa útbúið alla þá 46 reikninga sem
taldir vora upp í ákæru en hélt því
fram fyrir dómi að hann hefði gert
það í samráði við og með samþykki
seljenda bílanna ytra og hefði feng-
ið til þess bréfsefni fyrirtækjanna.
Um þátt hins mannsins segir í dóm-
inum að sönnunargögn séu ekki af-
gerandi. Ljóst sé að hann hafi árit-
að talsverðan fjölda tollskýrslna en
jafnljóst sé að sá fyi-ri hafi útbúið
skýrslumar í samræmi við gögn er
hann falsaði. Síðari maðurinn er
sýknaður af ákæru um skjalafals og
tollsvik.
Sá mannanna er fangelsisdóm-
inn hlaut er sakfelldur fyi’ir sam-
tals 45 skjalafalsbrot og í 40 tilfell-
um auk þess fyrir tollalagabrot. Þá
er hann sakfelldur fyrir bókhalds-
brot. í dóminum segir að þar sem
ekki sé sannað hvaða íjárhæð mað-
urinn hafi komið sér undan að
greiða sé ekki fært að ákveða fjár-
sekt. Þá hafi hann ekki haft um-
talsverðan hagnað af brotastarf-
seminni. Það hafi þó verið ætlun
hans og er það, auk þess að hann
var í farbanni í liðlega hálft ár, haft
til hliðsjónar við ákvörðun lengdr-
ar refsingar.
Sjö sinnum dæmdur
til refsingar
Maðurinn hefur tvívegis sætt
refsingum á íslandi. Hann var
dæmdur til fjögurra mánaða skil-
orðsbundinnar fangelsisvistar fyrir
skjalafals, tékka- og tollalagabrot
árið 1989 og til greiðslu 150 þús.
króna sektar fyrir tollalagabrot ár-
ið 1995. Hann var fimm sinnum á
árunum 1989 til 1993 dæmdur til
refsingar í Þýskalandi fyi'ir fjár-
drátt og fjársvik, síðast til fangels-
isvistar í eitt ár og tíu mánuði. Hér-
aðsdómur Suðurlands dæmdi hann
til fangelsisvistar í eitt ár og
greiðslu sakarkostnaðar og máls-
kostnaðar, alls 500 þús. krónur.
Verjandi mannsins var Björgvin
Þorsteinsson hrl.
Hinn maðurinn hefur ekki sætt
refsingum áður. Við ákvörðun refs-
ingar er litið svo á að hann hafi lokið
hluta hennar með því að sæta
gæsluvarðhaldi í ellefu daga. Refs-
ing hans er ákveðin 100.000 króna
sekt, en vararefsing tuttugu daga
varðhald. Hann var dæmdur til
greiðsiu 1/5 hluta málsvarnarlauna
verjanda síns, Páls Ai-nórs Pálsson-
ar hrl. 4/5 hlutar gi-eiðast úr ríkis-
sjóði.
Bótakröfu ríkistollstjóra var vís-
að frá dómi. Dóminn kvað upp Jón
Finnbjörnsson.
Málað í Vatnsmýrinni
ÞEIR voru íbyggnir á svip og alvörugefnir félagarn-
ir Baldur Thorlacius og Ólafur Ragnarsson þar sem
þeir voru að pússa og mála brunnlok í Vatnsmýr-
inni. Á hverju sumri fara flokkar unglinga á vegum
Vatnsveitunnar til að lagfæra og snyrta þá staði
sem fyrirtækið á og víst er að mikil prýði er af
þessum störfum. Ekki fer sögum af því hvort
hinir ungu málarar séu búnir að finna sitt fram-
tíðarstarf en fagmennskan skein úr hverju pensil-
fari.
Breytingar 1 sorphirðu
Markmiðið meiri
endurnýting
Borgað fyrir hvert
kfló af sorpi