Morgunblaðið - 01.07.1998, Side 16

Morgunblaðið - 01.07.1998, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ GSlil.l Ný sending! GSM tó? é-;ú..Vv.,. 12.900kr. aðeins i verslunum Hagkaups við Smáratorg í Kópavogi Það gerist ekki betra I nýrrí og glæsilegrí verslun Hagkaups við Smáratorg f Kópavogi bjóðum við nú hreint ótrúlegt GSM-opnunartitboð. * Motorola d160 GSM sími ■ Leðurtaska ■ Bllhleðslutæki ■ TALkort ■ 60 mínútur fritt Allt þetta færð þú fyrír aðeins 1Z900 kr. Nánarí upplýsingar í síma 570 6060. [AGKAU: Alltaf betrí kaup Starfsfólki Snæfells í Hrísey sagt upp Stefnt að vaktavinnu vegna aukinna verkefna SNÆFELL hf hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu í Hrísey, en þar er m.a. rekin pökkunarstöð þar sem fiski er pakkað í neytendaumbúðir fyrir erlendar verslunarkeðjur. Ami Olafsson rekstrarstjóri hjá Snæfelli í Hrísey sagði að verkefni við pökkun í neytendaumbúðir hefðu aukist mjög að undanfómu og hefði fyrirtækið vart undan eft- irspurn. Vegna þessara auknu verkefna við fullvinnslu sjávaraf- urða er stefnt að því að taka upp vaktafyrirkomulag hjá fyrirtækinu. Til að nauðsynlegum breytingum á vinnufyrirkomulagi og vinnutilhög- un verði komið á var óhjákvæmi- legt að segja starfsmönnum Snæ- fells í Hrísey upp störfum. Oskað hefur verið eftir viðræðum við starfsmenn um samning um slíkar breytingar, en Arni sagði þær vart hafnar og því ekki hægt að greina frá til hvers þær myndu leiða. Endurráðningar í júlí Markmið fyrirtækisins er að end- urráða sem flesta starfsmenn og vonandi alla að sögn Arna, miðað við nýtt vinnuskipulag og vinnu- tíma. Er stefnt að því að ganga frá endurráðningum nú í júlí. „Það er aukin eftirspum eftir fiski en minna framboð frá öðrum stöðum í heiminum, þannig að það skilar sér í aukinni eftirspurn til okkar. Við höfum líka verið að fá nýja viðskiptavini, hófum núna ný- lega að selja til Danmerkur en það er í fyrsta skipti sem við seljum þangað. Með þessum aðgerðum viljum við auka okkar framleiðslu- getu,“ sagði Arni. Til skoðunar er innan fyrirtækis- ins að hefja reykingu á laxi í Hrís- ey, en niðurstaða í því máli liggur ekki enn fyrir. Morgunblaðið/Kristján í góðra vina hópi GUÐRÚN Jóna Arinbjarnardótt- ir úr Reykjavík var í hópi ungra sýnenda á hundasýningu Hunda- ræktarfélags íslands og svæðafé- lagsins á Norðurlandi í íþrótta- höllinni á Akureyri. Hér er hún með vinum sínum að sýningu Iokinni; írskum setter hundum, Töndru Astu-SóIIilju og Ronju, sem er íslenskur meistari og Guðrún Jóna sýndi á sýning- Háskólinn á Akureyri Morgunblaðið/Kristj án Aldraður maður gefur tvær milljónir LÚÐVÍK Jónsson fyrrverandi bóndi á Grýtu í Eyjafjarðarsveit hefur fært Rannsóknarsjóði Há- skólans á Akureyri tvær milljónir króna að gjöf, en gjafafénu á að veija til að styrkja rannsóknar- verkefni í hjúkrunar- og læknis- fræði og öðrum heilbrigðisvísind- um við skólann. Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri sagði gjöf- ina vitna um mikinn höfðings- skap Lúðvíks og velvild hans í garð háskólans. Rannsóknarsjóð- ur háskólans hefur til umráða í ár 3,5 milljónir króna, en upp- hæðin hefur hækkað umtalsvert eftir gjöf Lúðvíks og sagði rektor það mikinn styrk fyrir rannsókn- ir við háskólann. Nýlega var und- irritaður samstarfssamningur milli háskólans og Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri um rannsóknir og kennslu og taldi rektor að gjöf Lúðvíks myndi styrkja það samstarf. Reglumaður Lúðvík bjó alla tíð á Grýtu, en hann er nú 88 ára gamall og býr á sambýli aldraðra við Skóla- stíg. Hann kvaðst alla tíð hafa verið reglumaður, ekki eytt peningum í áfengi og tóbak en ávallt getað lagt einhverja upp- hæð til hliðar. Hann hefur lagt í vana sinn síðustu ár að færa ýmsum stofnunum eða félaga- samtökum peningaupphæð, að jafnaði kringum þjóðhátíðar- daginn og fyrir jólin. A myndinni eru þeir Þorsteinn Gunnarsson rektor og Lúðvíks Jónsson. Starfsfólki Foldu sagt upp störfum Engin upp- sveifla í atvinnulífi ÖLLU starfsfólki ullariðnaðarfyrir- tækisins Foldu á Akureyri hefur verið sagt upp störfum. Að undan- fómu hafa 47 manns verið á launa- skrá hjá fyrirtækinu, flestir í fullu starfi. Hermann Sigursteinsson, fram- kvæmdastjóri Foldu, vildi ekki tjá sig um uppsagnimar að svo stöddu, en sagði að á næstunni yrði unnið að því að endurskipuleggja rekstur fyrirtækisins. Lítið skánað Þorsteinn Arnórsson, formaður Iðju, félags verksmiðjufólks á Akur- eyri og nágrenni, sagði uppsagnirn- ar mikið áfall. „Ég sé ekki að at- vinnuástand hafi skánað mikið hér í bænum, uppsveiflan er ekki hér, við verðum ekki vör við hana,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði marga fá betur borgað annars staðar á land- inu og vissi hann til að menn væru á faraldsfæti, þeir leituðu þangað sem laun væru hærri. „Ég bind vonir við að yfirlýsingar sem gefnar vom fyrir kosningar, um að byggja hér upp öflugt at- vinnulíf skili sér. Ég vona að menn taki skarplega við sér því ástandið er alls ekkert til að hrópa húrra fyr- ir,“ sagði Þorsteinn. ----------------- „Mike Attack“ á renniverk- stæði „MIKE Attack“ er heiti á leiksýn- ingu sem verður á Renniverkstæð- inu við Strandgötu í kvöld, miðviku- dagskvöldið 1. júlí, og föstudags- kvöldið 3. júlí kl. 20.30. Kristján Ingimarsson leikari kemur fram í verkinu, sem er eftir hann sjálfan, en í leikstjóm sviss- neska leikstjórans Rolf Heim. Kri- stján er ungur leikari, útskrifaðist frá School of Stage Art í fyrra og hefur hann tekið þátt í 11 stærri og smærri verkefnum frá árinu 1995, en hann hefur einnig verið þátttak- andi í Fenris-verkefninu, samstarfi norrænna unglingaleikhópa sem m.a. fóm í leikför til Síberíu árið 1990. „Mike Attack“ er uppistandsleik- sýning, hraðskreiður einleikur í léttum dúr án orða. Miðasala er við innganginn. AKSJON Miðvikudagur l.júh' 21:00ÞSumarlandið Þáttur ætl- aður ferðafólki á Akureyri og Akur- eyringum í ferðahug.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.