Morgunblaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 21
o MORGUNBLAÐIÐ____________________________________________________________MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 21 ERLENT Reuters BILL Clinton Bandaríkjaforseti heilsar upp á hinn sjö ára gamla Yang Ke og móður hans í verslanahverfi í Shanghai í gær. Drengurinn vissi hver forsetinn var og gat með hjálp móðurinnar sagt halló á ensku. berri heimsókn Clint- ons i Kína er fyrst og fremst að tryggja góð samskipti ríkjanna á næstu öld en umdeilt er hve langt eigi að ganga til að friðmælast við Peking-stjórnina. MANNRÉTTINDASAMTÖK í Hong Kong segja að síðastliðna þrjá mánuði hafi verið efnt til skipu- lagðra mótmæla gegn stjórn komm- únista í Kína víðs vegar um landið. Reynt sé að stofna mannréttinda- hópa og stjórnarandstöðuflokk, einnig dreift ritlingum um mann- réttindi. Ennfremur segja þau að í gær hafí um 1.000 verkamenn á eft- irlaunum efnt til þögulla mótmæla á gatnamótum í borginni Wuhan vegna þess að vinnuveitandinn, illa stödd bílaverksmiðja í ríkiseigu, hef- ur ekki greitt þeim efth-laun í nokkra mánuði. Fólkið hvarf á brott átakalaust eftir að embættismaður hafði lofað að málum þess yrði sinnt. Samtökin í Hong kong sögðu að sex sinnum hefði komið til aðgerða af þessu tagi í Wuhan einni síðustu vikurnar. Hversu öflugt er Kína og getur kommúnistastjórnin leyst þau vandamál sem umskiptin yfir í markaðsbúskap hafa í för með sér? Bent er á að Kínverjar eigi eftir að leysa megnið af þeim vanda sem olli efnahagsóreiðunni í Rússlandi við hrun sovétveldisins. Fariama ríkisfyrirtæki, sum með milljónir starfsmanna, eru enn með mikinn hluta framleiðslunnar á sinni könnu. Bankarnir eru skuldum vafn- ir, fjármálamarkaðir frumstæðir ef Hong Kong ermndanskilin. Beitt er sérstökum forritum til að ritskoða alnetið, komi orð eins og „Tíbet“ eða „andófsmaður" fyrir í texta á heimasíðum er þeim hafnað, kínverskir borgarar fá ekki að skoða þær. Milljónir sveitamanna streyma til borganna í leit að vinnu og betri lífs- kjörum, ekkert skipulegt velferðar- kerfi sér um hagsmuni þessa fólks sem er margt á vergangi. Dómskerf- ið er í molum og þótt réttindi ein- staklinga séu meiri en áður hefur spilling farið hamfórum. Kerfið ver sig auk þess af hörku þótt æðstu ráðamenn vilji draga úr ofstýringu. „Uppbyggileg samskipti" Vikuritið The Economist segir í leiðara að varast beri að oftneta Kína, það sé vaxandi veldi en geta þess til að hafa raunveruleg áhrif á gang mála í Asíu núna sé lítil. Hin raunverulega kjölfesta Asíu sé Jap- an. Ef mönnum virðist að stöðugleiki ríki í Kína borið saman við Indónesíu eða Suður-Kóreu sé um sjónhverf- ingu að ræða; enn eigi eftir að koma á sársaukafullum umbótum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti er nú í opinberri heimsókn í Kína og stefna Bandaríkjastjómar er að vingast eftir föngum við núverandi stjórnendur í Peking. Þannig verði helst hægt að halda aftm- af hugsan- legri árásarstefnu, koma á „upp- byggilegum samskiptum“ í staðinn fyrir að reyna að einangra Kína. Clinton hefur gagnrýnt mannrétt- indamál í Kína í opinberri heimsókn sinni en jafnframt komið mjög til móts við gestgjafana í mikilvægum málum á borð við deiluna um sjálf- stæði Tævans. Hann hefur einnig hrósað Kínverjum fyrir ábyrga stefnu í gengismálum en þeir hafa ekki gripið til þess ráðs að felli gengi júansins sem á í vök að verjast vegna efnahagskreppunnar í Asíu. Öflugustu samstarfsmenn Banda- • ríkjanna í Asíu, Japanar, hafa á hinn bóginn orðið að sæta ákúrum Clint- ons fyrir ráðleysi. Þeir þrjóskist við að koma á frjálsræði í viðskiptamál- um. Illa gangi að auka innanlands- neysluna sem hagfræðingar benda á að verði að aukast til að landið geti keypt meira af grannríkjunum. Sparnaður almennings, keppikefli stjórnenda í flestum löndum, stend- ur Japönum og þar með Asíu allri fyrir þrifum. En fréttaskýrendur benda margir á að ofuráhersla stjórnvalda í Was- hington á Kína skjóti skökku við þegar litið sé á að varnarsamningur- inn við Japan er hornsteinn áhrifa Bandaríkjamanna í Austur-Asíu og þar er meginhlutinn af herliði þeiiua í álfunni. Einnig að efnahagsmáttur Japana er sex sinnum meiri en Kínverja að ekki sé minnst á yfirburði í tækni- legum efnum og síðan það sem gagmýnedur Clintons heima fyrir nefna helst: Kína er einræðisríki sem hefur uppi ógnandi tilburði gagnvart nágrönnum sínum, lætur í það skína að þeir verði beittir her- valdi samþykki þeir ekki landakröf- ur Kínverja. Clinton hefur valið sömu leið og forveri hans, repúblikaninn George Bush, milliveginn. Hann keyrir í gegn á þingi að Kinverjar fái áfram svonefnd bestukjör í viðskiptum en gagnrýnir stefnu kommúnista í mannréttindamálum og hvetur til aukins frelsis. Samtímis kemur hann mjög til móts við kommúnista á mörgum sviðum. Gott dæmi er að í gær notaði han skyndilega tækifær- ið er hann tók þátt í spjallþætti í út- varpi, sem fram fór í Shanghai, til að ítreka stefnuna í málefnum Tævans. „Við teljum ekki að Tævan ætti að eiga aðild að neinum samtökum sem eingöngu sjálfstæð ríki geta gengið í,“ sagði hann. Fram til þess hefur hann forðast að taka svo skýrt til orða sjálfur, látið það eftir ráðherr- um sínum. Geta til góðs _ og ills Einn af aðstoðarmönnum forset- ans sagði Pekingstjórnina hafa þrýst mjög á forsetann um slíka tæpitungulausa yfirlýsingu. Clinton hefði reynt að draga úr vægi hennar með því að koma henni á framfæri með þessum óformlega hætti og ekki í höfuðborginni. Tævanar brugðust þó þegar ókvæða við og sögðu það fjarstæðu að kommún- istastjórnin og Bandaríkjamenn gætu tekið ákvarðanir um skipan mála á Tævan. Economist segir að ekki sé hægt að vænta mikils áþreifanlegs árang- urs af Kínaför Clintons eða náins samstarfs. Of margt skilji ríkin tvö að og reyndar sé of margt sem Kæínvrja greini á um við granna sína til að hægt sé að búast við kraftaverkum. En fundir Clintons með ráðamönnum Kína séu þó gagn- legir vegna þess að næstu árin verði geta Kínverja til að valda tjóni í As- íu miklu meiri en getan til að verða að gagni. Fundirnir séu þrátt fyrir allt gott tækifæri til að ræða ágrein- ingsmálin. Friðkaup við væntan- legt risaveldi Asíu? Markmiðið með opin- Reuters Kínversk í eitt ár Hong Kong. Reuters. JIANG Zemin, forseti Kína, kom í gær til Hong Kong til að vera viðstaddur hátíðardagskrá í til- efni þess að í dag er eitt ár liðið síðan Hong Kong varð hluti af Kína á nýjan leik eftir 150 ár undir breskum yfirráðum. Tals- maður kínverskra stjórnvalda sagði í gær að reynsla þessa fyrsta árs sýndi að stjórnarskipt- in hefðu gengið vel. Fréttaskýrendur sögðust í gær óttast að kínversk stjórnvöld myndu smátt og smátt herða af- stöðu sína til hinna frjálsu fjöl- rniðla í Hong Kong. Jiang fékk snyörþefinn af þeim réttindum sem Hong Kong-búar njóta í gær því blaðið Apple Daily birti þá áskorun til kínverskra stjórn- valda um að þau létu blaðamann- inn Gao Yu úr haldi meðan á heimsókn Jiangs stæði. Gao var fangelsuð árið 1993 eftir að hún hafði birt leynilegar upplýsingar um sljórnarfarsbreytingar sem sljórnvöld í Peking hugðust koma á í Hong Kong er þau tækju þar við stjórnartaumunum. Stjórnendur Þjóðminjasafnsins í Hong Kong sjást hér skoða vax- mynd af Deng Xiaoping, fyrrum leiðtoga Kína. Myndin af Deng er hluti af verki sem kallast „sögu- leg stund“ en á henui er einnig Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, er samdi um afsal Hong Kong. donnay H Hágæða hvítvínsþrúgur 30 flöskur 4.600 kr. Nóatún 17 ■ Faxafen 12 Kringlan ■ Háholt 24, Mosfellsbær (JL Sjálfboðaliðar óskast við 29. Ólympíuleikana í eðlisfræði Þakkir fyrir góðar viðtökur Ólympíuleikar ( eðlisfræði eru árleg samkoma afburða námsmanna í eðlisfræði og í ár verða þeir haldnir í fyrsta sinn á íslandi dagana 2.—10. júlí. Menntamálaráðuneytið er gestgjafi leikanna en að framkvæmd þeirra koma jafnt leikir sem lærðir. Störf fyrir vinnufúsar hendur eru fjölmörg á þessari 500 manna ráðstefnu og er hún upplagt tækifæri fyrir áhugasama að leggja vísindunum lið og stofna til tengsla við úrvals fólk alls staðar að úr heiminum. Framkvæmdanefnd vill þakka þeim 86 gestgjöfum - einstak- lingum, sendiráðum og ræðismönnum - sem bjóða þátttakendum leikanna til kvöldverðar á meðan á leikunum stendur. Einnig fá bestu þakkir þær 26 stofnanir og fyrirtæki sem boðið hafa þátttakendum leikanna að skoða starfsemi sína. Fjöldi sjálfboðaliða hefur boðið vinnu sína við undirbúning og framkvæmd leikanna en enn vantar sjálfboðaliða á öllum aldri til að vinna við Ijósritun, símsvörun, akstur og keppnisaðstoð. Sérstaklega vantar fólk til að: 1. Vinna á skrifstofunni við símavörslu, sendiferðir og aðstoðar störf á dagtíma einhvern eða alla dagana 2. —10. júlí. 2. Vinna við kennilegu keppnina laugardaginn 4. júlí kl 13—17. 3. Vinna við verklegu keppnina sunnudaginn 5. júlí kl 10— 17 og mánudaginn 6. júlí kl 13—20. Nánari upplýsingar gefa skrifstofustjóri, Þórdís Eiríks- dóttir, í síma 525-5812 eða framkvæmdastjóri, Viðar Ágústsson, í síma 898-5966. Einnig má sjá frekari upplýsingar á heimasíðu leikanna www.hi.is/ipho og senda tölvupóst til ipho@rhi.hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.