Morgunblaðið - 01.07.1998, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998
USTÍR
MORGUNBLAÐIÐ
Sumartónleikaröð Kaffíleikhússins
ÞÓRARINN og Ragnheiður munu leita m.a. í smiðju lagahöfunda eins
og Inga T. Lárussonar og Harðar Torfasonar á tónleikunum í Kaffi-
leikhúsinu á fimmtudagskvöld.
„Konu sína enginn
kyssti betur/né kvað
um hana líkt og ég“
ÞRIÐJU tónleikamir í sumartón-
leikaröð Kaffileikhússins verða
fimmtudaginn 2. júlí og hefjast kl.
21.00. . Djasssöngkonan Ragnheið-
ur Ólafsdóttir mun þá, ásamt Þór-
ami Hjartarsyni, syngja gömul og
ný lög sem samin hafa verið við ljóð
Páls Ólafssonar. Ragnheiður og
Þórarinn leita meðal annars í
smiðju lagahöfunda eins og Inga T.
Lárussonar og Harðar Torfasonar.
Auk þessa verða flutt þjóðlög og
stemmur, ljóð eftir Pál lesin upp og
þeim fléttað saman við líf skáldsins.
I kynningu segir: „í dagskránni
er mest áhersla lögð á sérstæðan
ástarkveðskap skáldsins til Ragn-
hildar, ástkonu og síðar eiginkonu
hans, en sá kveðskapur á ekki sinn
líka í íslenskum bókmenntum.“
Gott
kaffí í
Bonn
Þjóðleikhúsið sýndi á
fimmtudagskvöld
„Kaffí“ eftir Bjarna
Jónsson á leiklistar-
hátíðinni „Bonner
Biennale“ í Þýskalandi.
Sýningunni var afar vel
tekið, segir Guðrún S.
Gísladóttir sem stödd
var í Bonn.
„ALLTAF slá Islendingar í gegn
og allir eru jafn góðir við okkur.
A íslandi er fullt af rithöfundum
sem skrifa og skrifa - í Þýska-
landi ekki. A íslandi er nóg af
áhorfendum sem koma aftur og
aftur - í Þýskalandi ekki.
A sýningunni í Bonn á Kaffi
eftir Bjarna Jónsson var pakkað
út úr dyrum og jafnt fínnskir,
tékkneskir sem þýskir áhorfend-
ur sögðu mér að þeir væru af-
skaplega ánægðir, en hefðu
bara aldrei getað ímyndað sér
að hægt væri að skrifa Ieikrit
um „kaffi“. Þeir hefðu frekar átt
von á leikriti um brennivín frá
íslandi.
„Leikararnir ykkar eru svona
Þ J ÓÐLEIKHÚ SIÐ sýndi á
fimmtudagskvöld „Kaffi“ eftir
Bjarna Jónsson á leiklistarhá-
tiðinni „Bonner Biennale“ í
Þýskalandi.
Átján manna hópur frá Þjóð-
Ieikhúsinu tók þátt í leikferð-
inni til Bonn.
góðir. Hvers vegna? Sýningin og
leiktjöldin líka. Hvers vegna?
Hlýtur allt að vera ríkisstjórn-
inni að þakka.“
Annars eru hér allir í góðu
skapi og höfundurinn hefur
fengið fyrirspurnir frá mörgum
löndum. Róbert Arnfinnsson,
einn leikaranna í Kaffí, nýtur
þess að horfa á ljósgrænu vorlit-
ina í Þýskalandi enn einu sinni. I
morgun voru allir í sparifötun-
um hjá Ingimundi Sigfússyni
sendiherra og frú og fengu
kampavúi og lax og jarðarber.
Við eru svoddan lukkunnar
pamfflar og á mörgum hef ég
séð togna andlitin hér þegar
kynntur er „aus Island" sjálfur
Ibsen. Þar er að vísu á ferð
Árni, en ekki Henrik afturgeng-
inn.
Ofundsjúki rakarinn
ERLEMIAR
RÆKIJR
Smásögur
Lars Saabye Christensen er kunnur
höfundur í Noregi, hefur sent frá
sér eitthvað á þriðja tug bóka,
skáldsagna, smásagna og ljóða síð-
an hann kom fram fyrir rúmum
tuttugu árum. Nýjasta bók hans er
með fjórum smásögum og heitir
eftir einni þeirra: Ofundsjúki rak-
arinn (Den misunnelige frisoren).
HÉR er sagt frá hversdagsleg-
um aðstæðum og yfirleitt á hlut-
lægan hátt, reyndar er lýsing
hlutlægra aðstæðna nákvæm og
samstillt þannig að hún verður
þrungin hugblæ, sýnir sálará-
stand persóna. Einnig er mikið
beitt þeirri gamalkunnu aðferð að
hafa persónu í sögumiðju sem átt-
ar sig ekki á atburðum eins vel og
lesendur. í tveimur sagnanna er
barn í sögumiðju, en í einni karl-
maður sem bælir svo niður allt
neikvætt, að hann getur ekki átt-
að sig á því hvað er að gerast.
Hann kemur að konu sinni grát-
andi á sturtugólfinu, en lætur sem
ekkert sé, dagamir líða við mál-
tíðir, rauðvín, bíóferðir, íþróttir,
en skyndilega verður skýringa-
laust rof. En það er efni þriggja
sagna af fjórum að kona yfírgefur
karl sem'hún býr með. Þessi sam-
eiginlegu einkenni sagnanna
verða til að þétta bókina og veita
hverri sögu aukinn styrk.
Titilsagan hefur þó ekki fram-
angreind einkenni, en tengist hin-
um sögunum á dýpra lagi, þ.e. í því
að sýna vamarleysi einstæðings.
Hún segir frá manni sem kom ut-
an af landi fyrir mörgum áram til
náms, en fékk sumarstarf sem
burðarmaður á Landspítalanum.
En smám saman varð sumarstarf-
ið aðalstarf, og námið datt uppfyr-
ir. Hann býr einn, étur raslfæði og
horfir á myndbönd, lætur sig svo-
lítið dreyma um afgreiðslustúlk-
una í myndbandaleigunni. Hann
er ófullnægður, en ekkert gerir
hann til að losna úr þessum víta-
hring. Það birtist í því hvernig
ómerkilegt atvik vindur upp á sig.
Maðurinn lætur
reglulega klippa sig
hjá rakaranum í
hverfinu, það er svip-
laus miðaldra maður
eins og viðskiptavin-
imir, fátt sagt þar
nema: „stutt í hnakk-
ann“, eða eitthvað því
um líkt. Einn dag
þegar hann er að
koma úr vinnunni vill
hann sleppa inn úr
ausandi rigningu, og
fer því á nálæga rak-
arastofu. Þar er allt
með nýjasta uppa-
hætti, og maðurinn
klipptm- samkvæmt
því. En svo er hann
lagður í einelti af gamla rakaran-
um sínum og öðram fastavið-
skiptavinum hans, uns hann gefst
upp og fer i sína reglulegu klipp-
ingu til hans, nýklipptur. Lítil
stelpa er með foreldrum sínum í
sumarbústað á eyju. Spennan í
fjölskyldunni birtist í því, að eng-
inn sinnir henni neitt, um móður-
ina segir það helst að hún er
síreykjandi og pakkar niður í
ferðatösku, en faðirinn hefur allan
hugann við að mæla oft á dag
hvort flugið á Oslóarflugvelli
handan fjarðar standist áætlun.
Stelpan fer á hverjum degi til að
taka á móti ferjunni, heilluð af því
hve lipurlega sjómaður kastar
trossunni yfir pollann á bryggj-
unni. Hún fer að æfa sig í þessu
jafnframt sundnámi, og það sýnir
tómleikann í lífi hennar þama, að
allt snýst um þetta tvennt. Og það
þéttir enn söguna að lokahnútur
hennar felst í þvi að einmitt þetta
tvennt mistekst. Lokasagan þótti
mér einna best. Hún gerist í litlum
bæ, víðsfjarri helsta þéttbýli Nor-
egs. í sögumiðju er lítill strákur
sem býr með fóður sínum, móðirin
fór fyrir viku, og drengurinn fær
heldur óljósar skýr-
ingar á því hjá föður
sínum, sem er mikill í
hans augum. Raunar
stingur sögumaður
að okkur annarri sýn
inn á milli, og þegar í
upphafi:
„Margir sögðu að
faðir Hartvigs væri
hégómlegur maður.
Á hverjum laugar-
degi setti hann
skókrem í hárið.
Faðir Hartvigs hét
Wilhelm Nikolaisen,
en flestir kölluðu
hann bara Yilla.
Hann þekkti alla og
átti enga vini.“
Um kvöldið á að vera ball, og
faðirinn miklar fyrir drengnum
hve mikilvægur hann sé í því, það
standi allt og falli með frammi-
stöðu hans í fatageymslunni.
Strákur fær að hjálpa honum þar,
en heyrir þá óvart aðra túlkun,
móðirin hefur yfirgefið fóðurinn,
sem hlegið er að í þorpinu. Þetta
verður strák svo mikið áfall, að
hann sér föðurinn í nýju ljósi, ekki
snyrtimennskuna sem hann
gengst svo mjög upp í, heldur allt
sem á hana skortir. Og hann rúst-
ar skóskilakerfinu sem faðir hans
var svo stoltur af að hafa fundið
upp, svo staða föðurins hrynur.
En þegar þeir horfast í augu við
sameiginlegt umkomuleysi ná þeir
loksins raunverulegu sambandi.
Það finnst mér vera grunntónninn
í þessari bók.
Örn Ólafsson
Lars Saabye
Christensen
Finnskir tónlistarmenn
í Norræna húsinu
TÓNLEIKAR verða í Norræna hús-
inu miðvikudaginn 1. júlí kl. 20.30
þar sem fram koma tveir ungir
finnskir tónlistarmenn, Harri Lidsle
sem leikur á túbu og Tarmo Járvi-
lehto sem leikur á píanó.
Á efniskránni er Fantasía f. túbu
og píanó eftir Vai-tan Ajemian,
Three Miniatures eftir Anthony
Plog, In narissima tuba eftir Harri
Saarinen, Þrír þættir úr Petrúsku
eftir I. Stravinsky og Didgeridoo eft-
ir Harri Vuori. Aðgangur að tónleik-
unum er 800 kr.
í kynningu segir: „Harri Lidsle
leikur með Sinfóníuhljómsveitinni í
Lahti sem fyrsti túbuleikari. Hann
hefur stundað nám hjá mörgum
þekktum málmblásuram., leikið ein-
leik á túbu með mörgum hljómsveit-
um þar á meðal Sinfóníuhljómsveit
íslands. og hann hefur þegar frum-
Harri Lidsle Tarmo Jarvilehto
túbuleikari. pfanóleikari.
flutt 20 ný verk fyrir túbu.
Að loknu námi við tónlistarskóla
lauk Tarmo Jarvilehto magisterprófi
frá Sibelíusarakademíunni 1993 og
vinnur nú að doktorsverkefni. Auk
þess er hann í doktorsnámi í stærð-
fræði við háskólann í Helsingfors.
Tarmo Jarvilehto er jafnframt pí-
anókennari og undirleikari og kennir
nú við tónlistarskólann í Lahti.
Myndverk
eftir Guð-
björgu Lind
í Vigur
GUÐBJÖRG Lind Jónsdóttir sýnir
nú í sumar myndverk í eyjunni
Vigur í Isafjarðardjúpi. Viðfangs-
efni Guðbjargar Lindar hafa lengi
verið tengd vatni, í upphafí foss-
um og síðar óræðum eyjum á
haffleti. Sýning þessi ber yfir-
skriftina Eyjar og vættir. Sýningin
er tileinkuð ímynduðum eyjum,
sæfarendum og vættum sjávar.
„Um er að ræða tíu málverk sem
eru til sýnis í Viktoríuhúsi og eru
þau flest af eyjum. Úti í náttúrunni
standa svo þrjú þrívíð málverk
sem eru þjóðsagnalegs eðlis og
fjalla um það sem við ekki sjáum
en trúum sum hver að búi í undir-
djúpum sjávar," segir í kynningu.
GUÐBJÖRG Lind. Uppáhelling
fyrir sæfarendur. Olía á tré
1998.
Guðbjörg Lind er fædd árið
1961 á Isafirði og alin þar upp.
Vorið 1985 útskrifaðist hún frá
málaradeild Myndlista- og hand-
íðaskóla Islands. Guðbjörg hefur
haldið margar einkasýningar og
tekið þátt í fjölda samsýninga hér
heima og erlendis.
Sýningunni lýkur 1. september.