Morgunblaðið - 01.07.1998, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 25
LISTIR
Trú og tónlist
GUÐJÓN Ketilsson myndhöggvari og Hrafnhildur Schram, forstöðu-
maður Listasafns Einars Jónssonar.
Viðurkenning Lista-
safns Einars Jónssonar
I.ISI OG
HÖIVMJJV
Háskólabókasafn
TRtí OG TÓNLIST í ÍSLENZKUM
HANDRITUM FYRRI ALDA
Opið virka daga frá 9-17. Lokað
sunnudaga. Til 31 ágúst. Aðgangur
ókeypis.
í LÁTLAUSRI sýningarskrá er
liggur frammi stendur orðrétt:
„Sumarsýning Landsbóka-
safnsins að þessu sinni. ber yf-
irskriftina; Trú og tónlist í ís-
lenzkum handritum fyrri alda.
Sýningin, sem er liður á Lista-
hátíð í Reykjavík 1998, er hald-
in í samstarfí við Collegium
Musicum, samtök um tónlistar-
starf í Skálholti.“
- Petta er lítil framkvæmd í
sýningarskotinu til hægri við
inngang á hæð, lætur ekki
mikið yfir sér en er þó afar
markverð fyrir margra hluta
sakir og þá ekki síst öllu því
sem að auganu snýr. Að nálg-
ast gömul handrit er oftar en
ekki opinberun fyrir fagra íð,
svipmikið og margþætt bók-
verk. Ekki spillir að lesa text-
ana ásamt því að hryn hinna
handskrifuðu nóta á grunnflet-
inum er oftar en ekki hátíð fyr-
ir augað, líkast hrifmiklu
myndlistarverld, yfirbragðið
eitthvað svo magnað og nátt-
úrulegt. Frambera nóturnar
og textarnir þannig gilda
myndlist ásamt því að fylling
tímans eykur hina sjónrænu lifun
líkt og gerist um forn myndlistar-
verk, þar fyrir utan er fjölþætt nið-
urröðun á síðurnar sem hnitmiðuð
myndbygging.
Lyftir andanum á flug að lesa
hina fornu texta og gesturinn er
næstum boðinn velkominn með
lúrmansöng Stefáns Olafssonar í
Vallanesi (1619-1088): „Heyr snarp-
an sann/ syndir og angist klaga; / í
hættum heim / í hættum heim/ í
hættum heim / hollráð þér kunna
kann - Pú ungi mann/ sem elskar
góða daga.“ Auk raunkvæða úr
handriti séra Hjalta Þorsteinssonar
í Vatnsfírði (1665-1754), sem rituð
eru til gagnsemi öðrum sem þess
sinnis eru, einnig önnur aðskiljan-
leg. Skrifað fyrir góðra vina bón; „Ó,
herra Guð, mín heilsa er rýr, / ham-
ingjan við mér baki snýr. Við heim-
inn hef ég lítið lag, / líður svo ævi
mín dag eftir dag. / Þannig svo veik-
ur þroki ég hér / þjónað get ég
hvorki öðrum né mér.“
Er inn er komið getur að líta fjöl-
þætt bókverk og fljótlega staðnæm-
ist athugull gestur fyrir framan ör-
bók nokkra. Hymni scholares, eða
skólasöngbók, rituð 1687. Hefur að
geyma kaþólska hymna og lúterska
sálma þýdda á latínu. Víða er að
finna lög á nótunum og munu sum
þeirra enga samsvörun eiga í ís-
lenskum sálmabókum. Er aðeins vit-
að um tvö önnur handrit sama efnis í
söfnum erlendis.
Sýningunni er afar vel fyrir
komið og nokkrir textanna í yf-
irstærðum á stórum spjöldum,
er að þeim mikil prýði...
Safnið er afar skemmtilegt
heim að sækja þessa hásumar-
daga er ungir liggja þar ekki
yfír bókum í hverju skoti.
Fleiri sýningar í gangi, m.a. á
nútímalegum bókverkum og
ekki má mönnum yfirsjást
kynning á hinu einstæða verki
Haraldar Sigurðssonar, Korta-
saga Islands, í kjallara. Nota-
leg kaffistofan opin, þar sem
sér í djúpbláma fjarlægðarinn-
ar í gerlistaverki Sigríðar Ás-
geirsdóttur. Önnur listaverk
njóta sín til fulls. Veggteppi
Sunnefu Anker Aurdal, mál-
verk Kristjáns Davíðssonar og
glerlistaverk Leifs Breiðfjörðs.
Margt mikilfenglegt býr
þannig í hamrinum mikla á
Melunum og nú er lag að
skunda á staðinn, nálgast frjótt
eldsneyti og vökva andann.
„Lífgar hann líf og sál, / lífg-
ar hann geð og hug, / lífgar
hann líka mál, / lífgar hann sinni og
dug, / lífgar hann limi manns, / lífgar
hann eyrun best, / lífgar hann list og
sans, / lífgar hann rænu mest.“
Bragi Ásgeirsson
í TILEFNI af 75 ára afmæli
Listasafns Einars Jónssonar hef-
ur stjórnarnefnd safnsins ákveð-
ið að veita myndhöggvara viður-
kenningu í minningu Einars
Jónssonar og hlýtur hana Guðjón
Ketilsson myndhöggvari.
Guðjón er fæddur árið 1956.
Hann lauk námi frá Myndlista-
og handíðaskóla fslands árið
1978 og framhaldsnámi frá Nova
Scotia College of Art and Design
1980.
I fréttatilkynningu segir:
„Guðjón hefur farið frumlegar
og óvenjuiegar leiðir í listsköpun
sinni og er þekktur fyrir afar
vönduð vinnubrögð og sterka
efnisskend. Verk hans höfða til
formrænna kenna, hugmynda-
auðgi er yfírfærð á formið og
hann gefur vel þekktum fyrir-
bærum nýtt inntak.
Guðjón lætur hugmyndina búa
í efninu og efnið ráða útfærsl-
unni en hann hefur frá upphafí
ferils síns unnið mestmegnis í
tré. Hann staðsetur sig skýrt í
samtímanum en vísar um leið aft-
ur í gamla höggmyndahefð og
þjóðlegt handverk."
Viðurkenningin er fjárupphæð
sem nemur 300.000 krónum.
Valið á listamanninum hefur ver-
ið í höndum Önnu Eyjólfsdóttur,
formanns Myndhöggvarafélags
Reykjavíkur, og forstöðumanns
safnsins, Hrafnhiidar Schram.
jj|| MttlKtifiÚBÍ*.
-tg--------- —
m
’p « .............
mmtíSíISí/íisia %
|w.W **K»wh*
La V«.dv •*&&?» ftom
«mk« twte-
t»1«* tfí?í4Í» íiv t*i!» !(..• I-iar<s I
tu.öcTn.-.' ijT.tM.'h.a jv pl t jn
SIÐA úr handriti séra Hjalta Þorsteinssonar
í Vatnsfirði af kvæðum séra Ólafs Jónssonar
á Söndum, frá 1693.
Ljóð Einars
Braga á samísku
HJÁ samíska bókaforlaginu
Dawi Girji OS er nýkomið út
úrval ljóða eftir Einar Braga
Ijóðskáld í þýðingu samíska
ljóðskáldsins Rauni Magga
Lukkari. Ljóðin eru þýdd úr
fínnsku, sænsku og norsku
og ber bókin heitið Þóttjök-
ullinn hyrfi. Rauni segir að
skáldskapur Einars Braga
hafí á liðnum árum haft
mikla þýðingu fyrir samíska
menningu sem og starf hans
og tengsl við hana. Árið 1981
kom út í þýðingu hans safn
samískra ljóða, þjóðsagna og
ævintýra, Hvísla að klettin-
um. Rauni segir að boðskap-
ur Einars Braga iiöfði vel til
Sama þar sem fínna megi í
ljóðum hans hvatningu til að
vera meðvitaður um rætur
sínar, en krafan um menn-
ingarlegt sjálfstæði er hávær
meðal Sama, nú sem áður.
Hún segir að Samar bindi vonir
við að menningarleg samvinna
sín á milli aukist í framtíðinni, en
þar sé við ramman reip að draga
því Samar eru dreifðir um fjögur
þjóðlönd sem hvert um sig dreg-
ur úr sameiginlegum menningar-
grundvelli Sama fremur en hitt.
„Svíar vilja að sænskir Samar líti
á sig sem Svía og Norðmenn vilja
að norskir Samar Iíti á sig sem
Norðmenn og svo framvegis,“
segir hún. „Það er meðal annars
þess vegna sem ekki er sami
grundvöllur fyrir þjóðrikjamenn-
ingu eins og á t.d. Islandi, Græn-
landi eða Færeyjum þó að Samar
eigi sér sameiginlega sögu.“
Fámenn þjóð á stóru svæði
Samiskan skiptist í margar
mállýskur og málsvæðið spannar
mikið flæmi, allt frá sunnanverð-
um Noregi til Kólaskaga í austri.
Morgunblaðið/Arnaldur
SAMÍSKA ljóðskáldið og þýðandinn
Rauni Magga Lukkari segir að skáld-
skapur Einars Braga styrki sjálfs-
mynd Sama og örvi þá til meðvitund-
ar um rætur sínar.
Þrátt fyrir það eru málhafar að-
eins um 75 þúsund talsins og
flestir þeirra eru í Noregi.
Samiska var til skamms tíma
ekki kennd í skólum, heldur
lærðu samísk börn norsku,
sænsku eða hvert, það tungumál
sem var opinbert í heimalandi
þeirra. Á þessu hefur orðið nokk-
ur breyting síðan Rauni var
bam, en sjálf lærði hún ekki
samísku fyrr en á fertugsaldri í
háskóla þar sem hún lagði stund
á samísk fræði.
I samíska rithöfundasamband-
inu eru 66 meðlimir og segir
Rauni það vera kappsmál þeirra í
menningarlegri sjálfstæðisbar-
áttu að fá samískar bókmenntir
þýddar á nágrannamálin. „Einna
mest hefúr verið þýtt á norsku
en litið á sænsku og fínnsku, en
til stendur að fá bætt úr því.“
ffltwsssrta&íflSiá.irsfc.fc-nfa.'Æ.i- íjp ^ t ^ wí
* Ertu of