Morgunblaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 35**
AÐSENDAR GREINAR
Svanur Kristjánsson
staðinn að verki
í NÝBIRTRI álitsgerð Jóns
Steinars Gunnlaugssonar hæsta-
réttarlögmanns um starfslok
þriggja bankastjóra Landsbankans
kemur fram, að þeir hafi ekki gerst
sekir um refsiverða háttsemi, en
fjTÍrgert trausti, þar eð þeir hafi
sagt viðskiptaráðherra ósatt og
ekki gætt hófs um risnu, auk þess
sem einn þeirra hafi leigt sjálfum
sér laxveiðiá. Þess vegna var al-
mennt talið sjálfsagt, að banka-
stjórarnir vikju.
Með hvaða rökum á há-
skólaprófessor sem fyr-
irgert hefur trausti
flokkur og Framsóknarflokkur,
hefur magnast nýlega vegna ásak-
ana um spillingu og vanhæfni í
bankageiranum."
Hér fer Svanur Kristjánsson
með augljós ósannindi. Sjálfstæðis-
flokkurinn fékk svipað fylgi í þess-
um byggðakosningum og fyrir fjór-
um árum og vann raunar víða góð-
an sigur. Flokkurinn getur vel við
unað, því það hefur ekki gerst áður
að hann hafi haldið sínu eftir sjö ár
í stjómarforystu. Aföll flokksins í
Reykjavík 1978 og 1994, þegar
hann missti borgarstjórnarmeiri-
hlutann, voru miklu meiri en nú,
þótt honum tækist nú ekki að end-
urheimta meirihlutann. Á kosn-
inganóttinni bentu starfsbræður
Svans á þetta allt, þeir dr. Ólafur
Hai’ðarson dósent í Sjónvarpinu og
dr. Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son prófessor á Stöð tvö.
Vinstrimenn bættu aðeins við sig
0,6% í Reykjavík frá kosningunum
1994. Það var allur sigurinn. Víðast
þar sem Alþýðuflokkur, Alþýðu-
bandalag og Kvennalisti buðu fram
saman varð fylgi þeirra miklu
minna en þessir flokkar höfðu áður
haft hver í sínu lagi. Auk þess buðu
vinstriflokkarnir fram í Reykjavík
með Framsóknarflokknum, sem er
í stjórn. Sú skýring Svans Krist-
jánssonar á naumum varnarsigri
vinstrimanna í Reykjavík, að hann
sýni óánægju með ríkisstjómina,
er því bersýnilega röng. Sam-
kvæmt sömu skoðana-
könnunum og sögðu
tiltölulega vel fyrir um
úrslit byggðakosning-
anna njóta stjómar-
flokkamir ótrúlega
mikils fylgis.
Ult er til þess að
vita, þegar prófessor í
stjórnmálafræði er
staðinn að beinum
ósannindum erlendis
um íslensk stjómmál.
Ekki fer heldur vel á
því, að Svanur Krist-
jánsson skuli hafa stór
orð uppi um vanhæfni
og spillingu annarra.
Hann var sjálfur um
langt skeið höfuðpaur
tímaritsins Þjóðlífs. Það seldi sem
kunnugt er ófyrirleitnum inn-
heimtumönnum falsaðar áskrifta-
skuldir, og eltu þeir fjölda fólks
með hótunarbréfum og öði*um að-
gerðum, uns tímaritið varð gjald-
þrota og eltingaleiknum linnti.
í félagsvísindadeild hefur Svan-
ur Kristjánsson enn-
fremur iðkað það ár-
um saman að taka að
sér meiri kennslu en
hann hefur sjálfur get-
að sinnt og síðan feng-
ið konu sína, Auði
Styrkársdóttur, til að
kenna með sér.
Þannig hefur hann út-
vegað henni allt að því
fullt starf, án auglýs-
ingar og án eðlilegrar
samkeppni. Þetta er
auðvitað ekkert annað
en aðstöðubrask.
Þrír Landsbanka-
stjórar urðu að víkja
vegna ósanninda og , _
aðstöðubrasks. Með
hvaða rökum á þá háskólaprófess-
or, sem hefur fyrirgert trausti
vegna ósanninda, fjármálaóreiðu
og aðstöðubrasks, að sitja sem
fastast í embætti og hafa þaðan
uppi stór orð um aðra?
Höfundur er stjómmálafræðingur.
Jón Kristinn
Snæhólm
vegna ósanninda, spyr
Jón Kristinn Snæhólm,
að sitja sem fastast í
embætti?
Gilda miklu vægari reglur í Há-
skóla íslands? Daginn eftir
byggðakosningamar 23. maí síð-
astliðinn var í Financial Times haft
eftir Svani Kristjánssyni, prófessor
í stjórnmálafræði, að nú hefði
Sjálfstæðisflokkurinn orðið fyrir
mesta ósigri í sögu sinni. „Þetta er
mesta tap Sjálfstæðisflokksins og
mikilvægasti sigur vinstriafla á Is-
landi í sögu íslands,“ sagði Svanur.
„Óánægja með samsteypustjóm-
ina, sem að standa Sjálfstæðis-
^aimuuiín Blöndunartæki
Moraterm sígild og stílhrein.
Með Moraterm er alltaf kjörhiti
í sturtunni og öryggi og þægindi
í fyrirrúmi.
Mora sænsk gæðavara.
Heildsöludreiflng:
TCQGIehf Sími564 1088.fax564 1089
Fæst í bvggingauöruverslunum um land allt.
SlDAN 1972
MÚRVIÐGERÐAREFNI
ALLAR GERÐIR
!l steinprýði
STANGARHYL 7, SIMI 567 2777
Þú átt greiða leið að reiðufé
í næsta banka eða hraðbanka!
Hraðbankar eru nú orðnir
yfir 150 á landinu öllu og er
að finna við helstu bankaútibú
og innan seilingar við fjölmargar
verslunarmiðstöðvar.
Með VISA kortið upp á vasann og
PIN-númerið* bak við eyrað geturðu
því náð þér í skotsilfur í skyndi
hvenær sem þú þarft á að halda,
jafnt á afgreiðslutíma
BÓNUSOGÁTVR
4
sem á kvöldin og um helgar.
LÆKKAÐ ÍJTTEKTARGJALD!