Morgunblaðið - 01.07.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 43
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Hvers vegna
samfylking
vinstri manna?
Grettir
HVAP VAR£> AF þasSARí
LBIÐINPA RLUaU-5>
■jnr
KOP
Ljóska
tfeyrÍL) núísá. sem
e£ur mérheirp d
kvö/d i/eréur u Sjrnf-
stofunnl þ/nni
Un cw i/inna, þin, stórf
Smáfólk
IF you're not happy, CHARLIE BROU)N, IT'5 PR0BA8LY YOUR U06'5 fault ^YOUR 006 15^ 5UPP0SED TO MAKE YOU
1ME
.. ‘ -CiS
Ef þú ert ekki ánægður, Kalli
Bjarna, þá er það líklega
hundinum þinum að kenna
Hundurinn þinn
á að gera þig
ánægðan...
Kannski get ég gefið
lionum blöðru...
Frá Teiti Bergþórssyni:
FYRIR dyi’um stendur aukalands-
fundur Alþýðubandalagsins, þar
sem tekist verður á um hugsanlega
samfylkingu vinstri afla íslenskra
stjórnmála. Ekki er ólíklegt að nið-
urstaða fundarins ráði miklu um
framgang þess máls.
Áður en ákvörðun um samfylk-
ingu er tekin þarf sérhver lands-
fundarfulltrúi að leggja niður fyrir
sér með hvaða hætti hugsanleg
samfylking væri skynsamlegust,
svo og kosti og ókosti við þann
gjörning. Skal hér drepið á örfá at-
riði.
Kostir
1. R-listinn hefur rutt ákveðna
braut sem þýðir að það ætti til
muna að auðvelda Abl. og Al-
þýðuflokki að feta í svipuð fót-
spor.
2. Tiltrú fólks hefur aukist verulega •
á hugsanlegri sameiningu við
það að R-listanum tókst að halda
meirihluta áfram.
3. Fjárhagur beggja fiokkanna er í
molum og ætti þvi sameiginleg
kosningabarátta að létta þeim
róðurinn fjárhagslega.
4. Ungt fólk myndi sýna slíku fram-
boði mikinn stuðning, þar sem
stór vinstri flokkur hugnast
þeim betur, sem mótvægi við
íhaldið, fremur en margir smáir
flokkar.
5. Hægt væri að drepa þann frjáls-
hyggjuvírus Hannesar frjálsa,
sem tekið hefur sér bólfestu í Al-
þýðuflokknum, og hreinlega vír-
us-hreinsa þann flokk.
Ókostir
1. Verði til einn stór jafnaðar-
mannaflokkur er hætt við að
næstu 2-3 kjörtímabil yrðu 3
stórir ílokkar - Jafnaðarmanna-
flokkur, Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur. Það þýðir
aftur á mannamáli að Framsókn-
arflokkurinn væri sjálfkrafa
kominn í oddaaðstöðu. Svoleiðis
gera menn ekki.
2. Málefnagrunnur yrði orðaður í
almennum klisjum þannig að kv-
urgi væri hönd á festandi og
kaflanum um utanríkismái að
mestu sleppt vegna sundur-
þykkju og óeiningar.
3. Eldri og íhaldssamari kynslóðin
innan Abl., sem er að vísu það
fólk sem hefur haldið flokknum
gangandi um árabil með óbilandi
eljusemi og dyggilegri vinnu, sæi
veldi sínu ógnað og myndi mjög
líklega stofna til nýs framboðs.
4. Gamalt fólk og sjúklingar - sem
aldrei geta gleymt hvernig Al-
þýðuflokkurinn lék heilbrigðis-
kerfið myndi ekki það sem eftir
væri lífsins geta hugsað sér að
ljá þeim flokki lið, sem hefði heil-
an Alþýðuflokk sér til samstarfs.
5. Að mínu mati er ekki rétt leið að
byrja á málefnavinnu. Byrja þarf
á því að finna sterkan leiðtoga og
láta honum eftir að stýra mál-
efnavinnunni. Hann er ekki í
sjónmáli - tímasetningin er því
röng.
Hvers virði er samfylkingin?
Er samfylkingin þess virði að
kljúfa Abl. og jafnframt tryggja
Framsókn ævarandi völd og þar
með sæti í sérhverri ríkisstjórn á
komandi árum? Með öðrum orðum -
tryggja þeim oddaaðstöðu í þriggja
flokka kerfí.
Mitt svar er nei.
Hitt er annað mál, svo hægt sé að
sætta mismunandi sjónarmið, að ég
tel í þessari stöðu rétt að gera eina
tilraun til samstarfs við Alþýðu-
flokkinn fyrir næstu kosningar. Til-
raunin byggist á því að þessir tveir
flokkar geri með sér bandalag um
fullt samstarf í kosningum sem og
eftir þær - hvort svo sem þeir lendi
í stjórn eða stjómarandstöðu. Bjóð-
ist öðrum flokknum þátttaka í
stjórn fylgi hinn sjálfkrafa með,
sem og öfugt. Flokkarnir bjóði samt
fram hvor í sínu lagi, en hefðu sam-
eiginlega fjármálastjórn í kosninga-
baráttu - sameiginlega auglýsinga-
herferð - ásamt sameiginlegum
málefnasamningi. Gagnrýni þessara
flokka myndi því ekki beinast hvor
að öðrum í kosningabaráttunni
heldur að stjórninni og verða mun
beinskeyttari fyrir bragðið.
Kvennalistinn
Vilji þær tuttuguogtvær konur
sem eftir eru í Kvennalistanum taka
þátt í þessu samstarfi, þá standi
þeim til boða, eins og hverjum öðr-
um að ganga í hvorn flokkinn sem
þær vilja - ella horfa á úr fjarlægð
eins og þær hafa gert frá upphafi.
Kvennalistinn hefur verið, strax frá
byrjun, dragbítur á allt vinstra sam-
starf og ástæðulaust með öllu að
elta ólar við þær lengur. Þeirra tími
er liðinn.
Landsfundur
Ég hef, svipað og margir aðrir,
lengi átt mér draum um stóran jafn-
aðarmannaflokk á íslandi. Jarðveg-
ur fyrir sh'kan flokk er ekki til stað-
ar hjá almenningi þegar efnahags-
leg uppsveifla á sér stað í þjóðfélag-
inu. Þá hafa flestir nóg að bíta og
brenna og kjósa þvi gamla íhaldið -
í hvaða mynd sem það birtist.
Jarðvegurinn er frjór þegar
kre_ppir að. Og það kemur að því.
Eg vona að landsfundarfulltrúar
horfi á mismunandi samfylkingar-
hugmyndir af skynsemi og í röklegu
samhengi við allar aðstæður en ekki
eingöngu af eintómri tilfmninga-
semi og hástemmdri rómantík.
Fari svo að landsfundi loknum að
mönnum sé mikið mál að sameina
helst eitthvað legg ég til að hafist
verði handa við að sameina Alþýðu-
bandalagið í Reykjavík - sem klofið
hefur verið í ótal anga um árabil.
Stundum er það svo að fólk sér
ekki skóginn fyrir trjánum.
TEITUR BERGÞÓRSSON,
kennari,
Maríubakka 22, Reykjavik.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.