Morgunblaðið - 01.07.1998, Page 44

Morgunblaðið - 01.07.1998, Page 44
* 44 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ^OðkaupsveísJuf—Glisamkomur—skemmtanlr — tönleJkar — sýningar—kynriingar og fl. og fl. og fl. ' Ekldl 0“ skiDuleaaia á eftii Ekki treysta á veðrið. ' skipuleggja á eftirminnilegan viðburS - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700m2. Einnig: Borð, stólar, tjaldgólf og tjaldhitarar. ..og ýmsir fylgihlutir skátum á heimavelli rimi 5621390 >«0X352 6377 BEKOfékk viðurkenningu í hinu virta breska tímariti WHATVIDEOsem bestu sjónvarpskaupin. w 1 Myndlampi Black Matrix 1 100 stöðva minni 1 Allar aðgerðir á skjá » Skart tengi • Fjarstýring 1 Aukatengi f. hátalara 1 íslenskt textavarp Umboösmenn: Lógmúla 8 • Sími 533 2800 Reykjavík: Byggt & Búið, Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi.Kf.Borgfiröinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Vestfiröir: Geirseyrarbúðin.Patreksfirði.Rafverk.Bolungarvík. 55 Straumur.ísafirði. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blðnduósi. Hegri, | Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri.KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: KHB, Egilsstööum. § Verslunin Vík, Neskaupstaö. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. Kf. Stööfiröimga, Stöðvarfirði. ° Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg.Grindavík. | Rccbok vandaðir . skór pýmingarsala verðhru/7 bakvið Bónus, Faxafeni hlaupaskór gönguskór alhlióa íþróttaskór Verðdæmi: Vigor; 700 (áður 2.490) Odyssey; 3.990 (áður 7.990) Slice Canvas; 1.990 (áður 3.990) OPIÐ 4.JULÍ. GKG UÍFILSSTflÐflUÖLLUR GLŒSILEG UERÐLHUN. HEILDHRUERÐMIETI UINNINGH KR. 500.000,- UERÐLHUN BfEÐI í KBRLR OG KUENNRFLOKKI 1., 2. OG 3. SIETI ME0 OG ÓN FORGJ. aiuia FERÐRHLJÓMTIEKI RÐ UERÐMfETI KR. 22.000,- STK. FVRIR RO UERR NIEST HOLU EFTIR TEIGHÖGG Ó ÖLLUM PHR 3 BRRUTUM 2., 4., 8., 11. OG 16. aiuia HLJÓMTIEKI RO UERÐMIETI KR. 33.00B,- STK. FVRIR LENGSTR TEIGHÖGG Ó 6. OG 17. BRRUT OG FVRIR RO UERR NIEST HOLU EFTIR TUÖ HÖGG R 7. 0G 14. BRRUT. UTRNLRNDSEERÐ MEÐSRS EVRIR HOLU í HÖGGI Ó 2. 0G 16. BRHUT. DREGIÐ UEROUR ÚR SKORKORTUM í UERÐLRUNRRFHENDINGU. Í UEROLRUN ERU GLIESILEG 0111/0 URSRDISKÓ OG FERÐRGEISLRSPILRRRR RO UEROMIETI KR. 115.500,- í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Lélég bólstrunar- þjónusta í NÓVEMBER 1996 ákvað ég að láta yfir- dekkja hornsófa sem ég á. Ég bý á Skagaströnd og ég hringi í bólstrun Gunn- ars Leifssonar á Hvamms- tanga og kanna verð. Hann kemur og gerir til- boð upp á 100.000 kr. með efni og vinnu. Mér fannst þetta ansi dýrt en ákvað að taka því gegn afborgun- um á raðgreiðslum. Hann nær í settið, sem er 6 sæta og 2 borð, og við göngum frá raðgreiðslunum. Petta var 12. nóvember og lofaði hann að vera búin 22. nóv- ember en þann 25. sama mánaðar var hann ekki byrjaður. Settið kom svo rétt fyrir jól. Þegar ég skrúfa sófann saman þá passa sessurnar alls ekki í grindina, það munaði 13 cm að sessurnar næðu saman. Ég hringdi í Gunn- ar eftir áramót og lét hann vita að þetta væri ekki nógu gott því hann hafði sniðið og saumað allt of lít- ið utan um allar sessurnar. Hann lofaði að taka þetta aftur og laga þetta, það leið og beið og ekki lét hann sjá sig og var ill- mögulegt að ná í hann. Svo ég hringi í Neytenda- samtökin sem höfðu sam- band við hann og var kom- ið fram á mitt ár þegar hann loks kom. Ég fór fram á að hann setti nýtt utan um sessurnar því þetta væri allt of lítið. Al- deilis ekki, hann spretti bara upp utan af púðunum og minnkaði pífurnar sem eiga að vera á þannig að sessurnar passa ekki enn í grindina. Og ofan á þetta eru vinnubrögðin ömurleg, rennilásar sitt af hvoru tagi og snúa meira að segja öfugt, svo hanga spottar út úr öllu saman. Borðin eru líka bólstruð og glerplata ofan á, annað borðið var saumað úr bútasaumi og skeytt sam- an á sjö stöðum og hitt borðið fékk ég 6 mánuðum eftir að hann fékk settið í upphafí. Ég fór fram á að hann endurgreiddi mér lágmark 20.000 kr. en það hefur hann ekki gert og ansar ekki bréfum eða skilaboðum frá mér og N eytendasamtökunum. Einnig bað ég um nótu fyrir efniskostnaði og vinnu en það hef ég ekki getað fengið. Mig langaði að vekja athygli á þessu máli og vara fólk við að láta Gunnar Leifsson bólstrara vinna fyrir sig, allavega ef fólki er annt um húsgögnin sín. Það má þó segja honum til hróss að hann var snöggur að verðleggja og koma með raðgreiðslubréfið. Rósa Högnadóttir, Miðnes 1, Skagaströnd. Tapað/fundið Lyklakippa fannst Á VÍÐIMEL í síðustu viku fannst lyklakippa. Uppl. hjá Ásu í v.s. 569-4176 milli kl. 8.30-16 og h.s. e. kl. 18 551- 4710 Ása. Rafmagrisrakvél tapaðist RAFMAGNSRAKVÉL í brúnum poka tapaðist 19. júní sennilega í biðskýli SVR við Hringbraut. Skil- vís fínnandi hringi í síma 552- 3159. Fundarlaun. Hringur tapaðist GULLHRINGUR með sjö demöntum tapaðist sl. mánudag 29. júm' í Lík- amsræktarstöðinni Mætti í Faxafeni. Finnandi vin- samlegast hafi samband í síma 588-2321 e. kl. 17. Hjól tapaðist SVARBLÁTT 26 tommu strákahjól af gerðinni Pacific tapaðist frá Kapla- skjólsvegi 61 sunnudaginn 28. júlí. Finnandi vinsam- legast hafi samband í síma 552-2526. Fundarlaun. Seðlaveski tapaðist SVART seðlaveski tapað- ist fimmtudaginn 25. júní annaðhvort í leigubíl eða íyrir utan Urðastekk 4. Finnandi vinsamlegast hafi samband í s. 557-4062 Auður. Dýrahald Kettlingur í óskilum SVARTUR og hvítur kett- lingur fannst á Sundlauga- veginum sl. fimmtudag. Uppl. í síma 568-9589. Læða í óskilum GRÁBRÖNDÓTT síams- blönduð læða, u.þ.b. 8-10 mánaða, fannst falin í und- irvagni bifreiðar mánudag- inn 29. júlí sl. Líklega frá Skeifusvæðinu (Vogar) eða Grensásvegi (Gerði). Heimilisvön en ólarlaus. Uppl. í símum 568-3401 eða 568-6862 Eggert. Morgunblaðiá/Jim Smart Lukkulegur með lífíð. Víkverji skrifar... HEIMSÓKN í Árbæjarsafnið er ávallt skemmtileg að mati Vík- verja. Slík heimsókn var a.m.k. ár- leg á meðan ungviðið á heimili Vík- verja var yngra, en hefur orðið sjaldgæfari með árunum. Það er virkileg skemmtilegt að ganga um svæðið og kynnast því upp á nýtt hvernig lífið var á íslandi hér áður fyrr, til sjós og lands, í bæjum og sveitum. Þegar viðrar eins og gert hefur undanfarnar vikur, þá er al- veg upplagt að gera heimsókn í Ár- bæjarsafnið lið í stærri heimsókn og ganga upp Elliðaárdalinn. Tilvalið er að skilja bílinn eftir á bílastæð- unum við gamla Fáksheimilið og ganga upp dalinn, sem er alveg ein- staklega fallegur. Svo er heppilegt að fara yfir stífluna, þegar upp eftir er komið og þá er prýðisgöngustíg- ur þaðan og yfir í Árbæjarsafn og ekki þarf að ganga yfir götuna, því lítil göng eru undir veginn. XXX HAFI Göngu-Hrólfar ekki feng- ið næga hreyfmgu við þennan göngutúr, er ekki úr vegi að halda göngunni áfram, upp að Elliðavatni, en það er svona góður hálftími í við- bót. Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir okkur Reykvíkinga og reyndar einnig gesti okkar, hversu skemmti- legar gönguleiðir við eigum, beinlín- is í hjarta borgarinnar. í öðrum höf- uðborgum, a.m.k. þar sem Víkverji þekkir til, þarf að leita langar leiðir út fyrir borgarmörk, til þess að geta með sama hætti komist í snertingu við náttúruna og hægt er hér vel innan borgarmarka. xxx MIKILL dagamunur getur verið á Víkverja, eins og lesendur hafa væntanlega oft orðið varir við. Til dæmis er Víkverji dagsins afar ánægður með hversu vel Ríkissjón- varpið stendur sig í beinum útsend- ingum á leikjum frá HM í knatt- spyrnu, sem nú stendur yfir í Frakklandi og mun gera enn um sinn. Þvert á Víkverja gærdagsins, telur Víkverji dagsins fullkomlega eðlilegt þegar viðburður á stærð við heimsmeistaramótið í knattspyrnu á sér stað, að fréttatíminn sé færður til svo þeir sem vilja fylgjast með leikjunum fái að njóta þeirra í beinni útsendingu. Það er allt önnur tilfinning og skemmtun að horfa á leiki í beinni útsendingu, þegar þeir eru að gerast, heldur en að horfa á þá eftir á, niðursoðna á myndbandi og vera hugsanlega búinn að frétta hver úrslitin voru. XXX ETTA á ekkert sérstaklega við um beinar útsendingar af knatt- spyrnuleikjum, heldur af öllum við- burðum sem mönnum finnst skipta máli. Hver vill ekki frekar horfa á geimskot í beinni útsendingu, held- ur en að horfa á það niðursoðið? Sama á við um alla raunverulega fréttaviðburði. Víkverji er eindregið þeirrar skoðunar að heimsmeistara- mótið í knattspymu sé fréttavið- burður, sem mörg hundruð milljón- ir, ef ekki milljarðar manna vilja fylgjast með í beinni útsendingu og slíkt réttlætir að hans mati það, að frjálslega er farið með útsendingar- tíma frétta, þegar þær rekast á við útsendingar frá HM.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.