Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ BÖRN OG UNGLINGAR FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ1998 C 3 Sigfus Gunnar Guðmundsson ARNAR Viðarsson og Haukur Ingi Guðnason, heiðursgestir mótsins, eru hér með með Porsteini Hallssyni og Arnóri Smárasyni, ÍA. Arnór Smárason, ÍA, besti leikmaðurinn og Þorsteinn Hallsson, Leikni, besti markvörðurinn! „Tmi þessu ekki!“ Arnór Smárason, ÍA, var valinn besti leikmaður Shell-mótsins í Eyjum. Félagar hans í ÍA fógnuðu honum innilega þegar þetta var til- kynnt á lokahófí mótsins og það var erfítt fyrir hann að slíta sig lausan til að taka við bikarnum sem nafnbótinni fylgir. „Eg trúi þessu ekki,“ var það fyrsta sem Arnór Smárason sagði í viðtali við Morgunblaðið. „Þetta er í eina skiptið sem ég hef komið á Shell-mót og mig dreymdi um að verða valinn en það er erfitt að trúa þessu. Eg er mjög ánægður með gengi okkar í mótinu, við urð- um í öðru sæti á eftir HK en það var soldið sárt að tapa þeim leik, en það verður að taka því. Michael Owen er í uppáhaldi hjá mér og það er aldrei að vita nema maður verði einhvem tímann jafn góður og hann, en ég ætla mér að verða atvinnumaður í fótbolta, það er draumurinn," sagði Arnór, sem var alsæll með útnefninguna. „Peter Schmeikel í uppáhaldi“ Þorsteinn Hallsson, Leikni, var valinn besti markvörður mótsins, hann þótti sýna mikil tilþrif í marki Leiknis sem varð í 5.-8. sæti í keppni A-liða. Aðspurður sagðist Þorsteinn vera góður í markinu - „auðvitað, en þetta kom mér samt á óvart, að vera valinn besti markvörður móts- ins, ég hafði lítið spáð í þetta. En þetta er gaman, að vera valinn bestur, og þetta var góður endir á mótinu. Uppáhaldsmarkmaðurinn minn er Peter Schmeikel, hann er fyrir- myndin, ég held nú samt ekki að Danir verði heimsmeistarar þótt hann sé þar í marki, það verða Brassarnir." Lands- Það ríkir ávallt mikil eftirvænt- ing á laugardagskvöldinu á mótinu en þá fer fram leikur milli landsliðs og pressuliðs. Valin er nefnd manna frá félögunum sem tilnefnir í liðin. Einn leikmaður frá hverju félaganna 24 sem taka þátt í mótinu er valinn í annaðhvort liðið. Landsliðið: Ögmundui- Kristins- son, Fram og Orri Einarsson, Breiðabliki, markverðir og aðrir leikmenn Halldór Smári Sigurðs- son, Víkingi, Alexander Þórarins- son, Grindavík, Steinn Friðriksson, KR, Bjami Þ. Viðarsson, FH, Ant- on Rúnarsson, Val, Rúrik Gíslason, HK, Axel Þór Margeirsson, Kefla- vík, Hafþór Jónsson, ÍBV, Harald- ur Gunnarsson, Leikni, Jón Davíð Davíðsson, Þrótti. Pressuliðið: Brynjar Oddgeirsson og Jóhann Rafn Hilmarsson, Fjölni, markverðir, aðrir leikmenn: Ulfar Pálsson, Haukum, Jónatan A. Örlygsson, Gróttu, Axel Óttars- son, ÍR, Helgi Héðinsson, Selfossi, Arnór Smárason, IA, Steinar Ragnarsson, Aftureldingu, Stefán Þ. Jónsson, Stjörnunni, Birkir Bjamason, KA, ísak Þórðarson, Njarðvík, Darri Garðarsson, Þór. Leikurinn var hörkuskemmtileg- ur og endaði með sigri landsliðsins 4:2. Bjarni Þór Viðarsson FH, Ant- on Rúnarsson Val, Haraldur Gunn- arsson Leikni og Steinn Friðriks- son KR gerðu mörk. Besti maður mótsins, Amór Smárason IA, gerði bæði mörk pressuliðsins. Jón Kári ívarsson, 9 ára leikmaður í C-liði KR, gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk í sigur- leik KR 6:2 á liði Breiðabliks í úrslita- leik C-liða um fyrsta sætið á mótinu. „Ég er búinn að æfa fótbolta í svona eitt ár, þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Þetta er fyrsta Shell-mótið sem ég kem á og þetta er toppurinn að koma og vinna á mót- inu og skora fjögur mörk í úrslitaleikn- um. Það gekk allt upp hjá okkur í KR, enda með mjög gott lið. Ég var dálítið spenntur fyrir úrslitaleikinn, en það lagaðist eftir að ég var búinn að skora tvö fyrstu mörkin. Þetta er búið að vera mjög gaman og ég ætla að koma aftur á næsta ári, það er pottþétt.“ Jón Kári ívarsson Gerði fjögur glæsimork í úrslitaleik Komnir til að skemmta okkur eir voru kátir þeir Axel Lárus- son og Hjalti Freyr Halldórs- son markvörður, leikmenn A-liðs Aftureldingar, enda að ganga af velli þar sem þeir sigruðu lið Gróttu í hörkuleik 3:2. Axel, sem er að verða tíu ára, gerði þriðja mark UMFA og Hjalti Freyr, sem einnig er á tíunda ári, var sterkur milli stanganna. „Þetta er bara búið að ganga sæmilega hjá okkur og við vorum að vinna Gróttu núna og erum mjög ánægðir með það. Við komum fyrst og fremst til að spila fótbolta og skemmta okkur og það hefur gengið vel. Það skiptir ekki öllu hvort við vinnum eða töpum enda vinnum við hvort eð er alltaf eða svona næstum því,“ bættu þeir fé- lagar við. Axel Lárusson var að koma á sitt annað mót og hann var ekkert mjög ánægður með árangurinn í fyrra en var staðráðinn í að gera betur núna en Hjalti Freyr var á sínu fyrsta móti og naut hverrar mínútu. AXEL Lárusson og Hjalti Freyr Halldórsson. 300 AKRANES, pósthólf 9, simi 431 2711 E-mail: leynir@aknet.is Heimasíða: http//www.aknet.is/leynir Sláðu í gegn á Akranesi Laugardaginn 4. júlí opna SV-golfinótið Keppt er í opnum flokki með og án forgjafar Verðlaun fyrir 5 fyrstu sætin Nándarverðlaun Hámarks forgj.: Karlar 24 — konur 30 Keppnisgjald kr. 1.800 Skráning hafin í síma 431 2711 Golfklúbburinn Leymlr — Sementsverksmiðjan hf. Léttir þér líltð Sunnudaginn 5. júlí opna Landsbankamótið — Unglingamót — Piltar 15-18 ára - Drengir 14 ára ogyngri Stúlkur 18 ára ogyngri Vegleg verðlaun. Keppnisgjald kr. 1.000 Skráning hafin £ síma 431 2711 Golfklúbburinn Levnir — Landsbanki íslands Landsbankinn á Akranesi styður unglingastarf Golíklúbbsins Leynis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.