Morgunblaðið - 10.07.1998, Page 1
B L A Ð
A L L R A
LANDSMANNA
C
1998
FOSTUDAGUR 10. JULI
BLAD
Osvaldur
Knudsen
til KFÍ
KFÍ á ísafirði hefur fengið góðan liðsstyrk, þar sem
KR-ingurinn Osvaldur Knudsen skrifaði undir samn-
ing við liðið í gærkvöldi. Osvaldur er framherji eins
og Bandaríkjamaðurinn James Cason sem félagið
hefur einnig gert samning við. Sá er 195 sentimetra
hár framheiji og segja hann mjög góðan og minna
um margt á Rondey Robinson sem lék um árabil með
Njarðvíkingum. fsfirðingar eru enn að leita að mið-
heija og ættu þau mál að skýrast í næstu viku. Þjálf-
ari KFI næsta vetur hefur verið ráðinn Englending-
urinn Tony Garbalotto sem var aðstoðarþjálfari hjá
enska landsliðiuu þegar Lazlo Nemeth þjálfaði það.
■■
Morgunblaðið/Sigfus G. Guðmundsson
Markakóngur á ferð
STEINGRÍMUR Jóhannesson skorar seinna mark sitt gegn KR f Eyjum, án þess að Kristján Finnbogason og
Bjami Þorsteinsson koml vörnum við. Steingrimur hefur skorað 11 mörk á íslandsmótinu og er marka-
hæstur. Eyjamaðurinn Tómas Ingi Tómasson, Þrótti R., er næstur með níu mörk.
Camacho
hættur hjá
Real Madríd
JOSE Antonio Camacho, þjálf-
ari Real Madrid, er hættur hjá
liðinu aðeins þremur vikum eft-
ir að hann var ráðinn, 17. júní.
Hann fékk ekki að ráða vin
sinn, Carlos Lorenzana, sem að-
stoðarmann, en þeir unnu sam-
an hjá Espanyol. Camaclio, sem
er 43 ára, hóf aldrei störf hjá
liðinu, þar sem hann hefur ver-
ið í sumarfríi síðan hann skrif-
aði undir samning við það.
Camacho lék með Real Madrid í
sextán ár, 1974 til 1989, og
varð meistari með því níu sinn-
um. Hann lék 81 landsleik.
Dómari frá
Afríku
SMD Belqola frá Marokkó verð-
ur fyrsti dómarinn frá Afióku til
að dæma úrsiitaleikimi á HM.
Hann dæmir leik Frakklands og
Brasilíu í París. Aðstoðardómar-
ar verða Mark Warren, Englandi
og Achmat Salie, Suður Afríku.
Abdul Rahman A1 Zeid, Saudi
Arabíu, verður til vai-a.
Epifanio Gonzalez Chavez frá
Paraguay dæmir leik Hollands
og Króatíu um þriðja sætið.
Hafþór Guðmundsson um Sundmeistaramótið sem hefst í dag
,,\ fél ski pað í
öllum greinum
Sundmeistaramót íslands hefst í
Laugardalslauginni í dag. 144
sundmenn stinga sér til sunds um
helgina, freista þess að slá met,
keppa um Islandsmeistaratitla og
landsliðssæti fyrir keppnisferð á
írska meistaramótið eftir tvær vikur.
Átta færeyskir sundmenn verða með
og er búist við góðri keppni frá þeim.
Háfþór Guðmundsson, landsliðs-
þjálfari í sundi, á von á góðu móti og
mikilli skemmtan - sérstaklega ef
veðrið verður jafn gott og það var
er Morgunblaðið tók hann tali í
gær. „Mér sýnist á öllu að það sé vel
skipað í öllum greinum. Allt okkar
besta sundfólk verður með; t.d. Kol-
brún [Ýr Kristjánsdóttir], Eydís
[Konráðsdóttir] og Örn [Arnarson].
Örn hefur æft mjög vel að undan-
förnu, en lagt minni áherslu á
keppni. Hann verður þó ekld með í
sínum sterkustu greinum í
baksundinu - er að hvíla sig á þeim.
Hann verður eigi að síður með í
fjórsundinu,“ segir Hafþór.
Hann segir að fróðlegt verði að
fýlgjast með keppni í kvennaflokki,
en grunar að Kolbrún Ýr standi upp
úr. „Ég á von á að Kolbrún verði
mjög góð, reyndar Lára Hrund
[Bjargardóttir] líka. Þær hafa tekið
þátt í nokkrum mótum upp á
síðkastið. Elín Sigurðardóttir verð-
ur með að þessu sinni í sprettsund-
unum og þar reikna ég með nokk-
urri keppni á milli hennar og Kol-
brúnar. Eydís [Konráðsdóttir] æfði
stíft í Danmörku síðastliðinn vetur,
en hefur verið við æfingar hjá Kefl-
víkingunum að undanfómu. Kefl-
víkingamir verða væntanlega sterk-
ir,“ segir landsliðsþjálfarinn. Á
hann jafnvel von á að Suðurnesja-
mennirnir komi öðrum að óvörum.
„Já, ég yrði ekki hissa á því.“
„í karlaflokknum er Öm sterkast-
ur. Að vísu verður Ríkarður Rík-
arðsson ekki á meðal keppenda, en
hann hefði eflaust sett skemmtileg-
an svip á mótið. Hjalti Guðmunds-
son er í mjög góðri æfingu og gerir
áreiðanlega einhvem usla í bringu-
sundinu," segir landsliðsþjálfarinn.
En á Hafþór von á metaregni? „Já,
ég held að við fáum að sjá töluvert af
íslands- og unglingametum."
FRJALSAR IÞROTTIR
Bubka felldi
byijunarhæð
SEXFALDUR heimsmeistari í
stangarstökki karla, Ukraínu-
maðurinn Sergei Bubka, var ekki
lengi á meðal keppenda á Bislett-
leikunum í Ósló í gærkvöldi.
Hann náði ekki að stökkva yfir
byrjunarhæð sína, 5.60 m. „Ég
vil ekki láta hafa neitt eftir mér,“
sagði Bubka þegar hann yfirgaf
völlinn. Þetta var það fyrsta af
svokölluðum „Gullmótum", en
sjöunda og síðasta mótið í þeirri
röð verður í Moskvu 5. septem-
ber.
Bandaríska stúlkan Marion
Jones þurfti hins vegar ekki að
ganga sneypt af leikvelli því hún
sigraði í 100 metra hlaupi á 10,82
sekúndum, sem er fjórði besti
tíminn í ár og mótsmet. Hún er
ein af tólf íþróttamönnum sem
enn eiga raunhæfa möguleika á
að hljóta milljón dalina sem eru í
boði fyrir þann sem sigrar í sinni
grein á öllum mótunum.
„Sigurinn kom mér ekki á
óvart því ég hef verið að hlaupa á
10,71 á æfingum. Ég er hins veg-
ar ánægð með að setja mótsmet
fyrir framan svona skemmtilega
áhorfendur," sagði Jones.
Tveir þeirra íþróttamanna sem
töldust líklegir til að krækja sér í
milljón dalina náðu ekki að sigra
í gær og eiga því ekki möguleika,
Bubka og Michael Johnson,
heimsmeistari í 400 metra hlaupi,
en Mark Richardson frá Bret-
landi kom á undan honum í mark
í gær.
Tveir Lit-
háar til
Aftureld-
ingar?
MIKLAR líkur eru
á að tveir landsliðs-
menn frá Litháen
leiki með Aftureld-
ingu í 1. deildar
keppninni í hand-
knattleik næsta vet-
ur. Þá hafa Trúfan-
feðgamir Alexei og
Maxím gengið til liðs
við Aftureldingu, en
þeir voru í herbúð-
um Víkings.
Sigurður í
Finnlandi
SIGURÐUR Karls-
son, UMSS, tekur
þátt í Norðurlanda-
meistaramóti ung-
linga í tugþraut í
Hyvinkaa í Finn-
landi. Hann á best
6.553 stig og hefur
bætt sig um rúmlega
500 stig frá því að
hann varð í fjórða
sæti á mótinu í fyrra,
þannig að hann er til
alls líklegur.
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA: TÓMAS INGI MEÐ ÞRJÚ ER ÞRÓTTARAR BURSTUÐU KEFLVÍKINGA/C4