Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 4
Sigurmark
á síðustu
mín. á
Akranesi
Skagamenn sluppu með skrekk-
inn á Akranesi í gærkvöldi er
þeir náðu að gera sigurmarkið á síð-
ustu mínútu leiksins
Stefán gegn baráttuglöðum
Stefánsson IR-ingum sem áttu
eitthvað skilið fyrir
sinn snúð því þeir
spiluðu vörnina af skynsemi og
náðu ágætum færum eftir skyndi-
sóknir. Akumesingar, með þrjá
menn í fremstu víglínu, náðu fljót-
lega að reka gesti sína í vörnina en
fátt var um færi. Heimir Guðjóns-
son náði þó góðu skoti rétt framhjá
marki IR á 15. mínútu, sex mínút-
um síðar skallaði Zoran Ivsic fram-
hjá. IR-ingar beittu hins vegar
skynseminni, reyndu spretti fram
völlinn og tókst að skapa einhveija
hættu en mark var ekki í augsýn
nema undir lok fyrri hálfleiks þegar
Þórður Þórðarson var vel á verði
við lúmsku skoti Kristjáns Brooks.
Mínútu fyrir leikhlé uppskáru ÍR-
ingar þó mark en litlu munaði að
Jóhannes Harðarson jafnaði á sömu
mínútu.
Síðari hálfleikur hófst eins og sá
fyrri, Skagamenn sóttu óþreyjufull-
ir og reyndu að koma háum send-
ingum fýrir mark ÍR en þar var fyr-
ir fjölmenni og IR-ingar yfirleitt
ekki í vandræðum með að hreinsa
frá. Þetta skapaði einnig hættu fyr-
ir heimamenn, sem gleymdu sér í
sókninni og litlu munaði að ÍR-ing-
ar bættu við marki eftir að Kristján
tók á rás upp vinstri kant upp að
endamörkum þar sem hann gaf á
Geir Brynjólfsson sem skaut rétt
framhjá.
Skagamenn biðu síns tíma og eft-
ir langa sókn á 62. mínútu kom
þeirra tími og Zoran jafnaði. Skaga-
menn ætluðu ekki að láta sér jafn-
tefli duga og Breiðhyltingar
gleymdu sér augnablik mínútu fyrir
leikslok sem var nóg fyrir Zoran til
að tryggja Skgamönnum sigur.
„Við ætluðum að draga þá framar
á völlinn til að komast afturfyrir
vörn þeirra í homunum en þeir lok-
uðu fyrir það með því að leika vöm-
ina aftarlega," sagði Logi Ólafsson,
þjálfari ÍA, eftir leikinn. „Við gerð-
umst hins vegar óþolinmóðir en það
sýndi sig að það á aldrei að gefast
upp. Það var gott fyrir Zoran að
skora þar sem hann hefur átt erfitt
uppdráttar. Sigurinn var mikilvæg-
ur því ef við ætlum að hanga ofar-
lega í deildinni verðum við að ná
stigum hér heima, sérstaklega gegn
liðum neðarlega í deildinni, en í
kvöld sýndu IR-ingar mjög góðan
leik,“ sagði Logi.
Skagamenn
sluppu með
skrekkinn, en
áttu ekki skilið
að fá stig fyrir
óþolinmæðina en
á móti kemur að
sigur fyrir seigl-
una var sann-
gjam. Kristján
Halldórsson,
fyrirliði ÍR, var
ekki glaður í
bragði eftir leik-
inn. „Við börð-
umst í 90 mínút-
ur en sofnuðum
tvisvar á verðin-
um og fengum
þá á okkur mörk
því Skagamenn
refsa fyrir slíkt.
Við lögðum okk-
ur alla fram og
gerðum það sem
fyrir okkur var
lagt,“ sagði
Kristján.
1a^\Fyrsta markið kom strax á
■ \J2. mínútu. Þá átti Guðmund-
ur Steinarsson skot að marki. Boltinn
skoppaði á hrjúfum vellinum og þótt
Fjalar Þorgeirsson verði, náði hann
ekki að halda boltanum og Sasa Pavic
áttu því ekki í vandræðum með að
skora af markteig í opið markið.
■ tM Þróttur jafnaði á 7. mínútu.
I ■ I Tónias Ingi Tóinasson
komst þá framhjá tveimur vamar-
mönnum, gaf á Pál Einarsson og eftir
að hafa fengið boltann aftur var auð-
velt fyrir hann að skora undir Bjarka í
martónu,
a JJBrotið var á Ásmundi Har-
■ ■áCaldssyni innan teigs. Tómas
Ingi Tómasson skoraði örugglega úr
vítaspymunni á 19. mínútu.
Enn var Tómas Ingi á ferð-
1.0
■ w
hann skot á markið af kantinum,
Bjarki varði en missti boltann frá sér
og Hreinn Hringsson náði að skora úr
þvögunni af stuttu færi.
■1 a y| Hreinn • sendi boltann á
I ■ "wTómas Inga Tómasson á 44.
mínútu. Hann var ekkert að tvínóna
við hlutina, heldur þrumaði boltanum
efst í markhomið fjær. Stórglæsilegt
mark og þrennan fullkomnuð.
■i BjCóestur Pálsson rauk upp
I ■ ^Jhægri kantinn á 68. mín.,
komst inn fyrir varnarmann og sendi
ínn fyrir á Ásmund Haraldsson sem
skoraði af öryggi.
Oa tM Kristján Brooks
■ ■ sendi knöttinn á
Kjartan Kjartansson, sem
sendi hann fyrir mark Skaga-
manna. Þvaga var fyrir framan
markið, knötturinn barst til
Geirs Brynjólfssonar, sem
skoraði með hægri fæti frá
markteig - í markhornið á 44.
mín.
1a Jj Sigurður R. Eyjólfs-
■ i son vann aukaspymu
fyiir utan vitateig ÍR á 62.
mín. Jóhannes Harðarson
renndi knettinum til Zoran
Ivsic, sem sendi knöttinn í blá-
hornið hægra megin.
2a J| Skagamenn náðu
■ ■ góðri sókn upp
hægri kantinn á 89. mín. Jó-
hannes Harðarson sendi knött-
inn á Sigurð R., sem lék upp að
endamörkum og sendi knött-
inn þaðan inn í markteig - þar
var Ivsic á réttum stað og
þramaði knettinum í netið af
stuttu færi.
KNATTSPYRNA
Morgunblaðið/Amaldur
TÓMAS INGI Tómasson gerði þrjú mörk gegn Keflvíkingum í gærkvöldi. Hér biður hann eftir sendingu frá Páii Einarssyni, en Guð-
mundur Oddsson gerir sitt til að koma í veg fyrir hana. Róbert Sigurðsson (nr. 8) fylgist grannt með.
Tómas Ingi Tómasson var ósáttur með að gera „aðeins“ þrjú mörk
Keflvíkingar kjöl-
dregnir af Þrótturum
ÞRÓTTARAR, nýliðarnir í efstu deildinni, virðast svo sann-
arlega vera komnir til að vera í keppni þeirra bestu. í gær-
kvöldi gerðu þeir sér lítið fyrir og nánast kjöldrógu Keflvík-
inga á útivelli, 5:1 í frábærum leik, þar sem sóknarleikur
var í hávegum hafður. Tómas Ingi Tómasson gerði þrennu
og Ásmundur Haraldsson og Hreinn Hringsson sitt marki
hvor eftir sannkallaða óskabyrjun Keflvíkinga.
Bjöm Ingi
Hrafnsson
skrifar
Keflvíkingar náðu forystu í
leiknum eftir nákvæmlega
eina mínútu og
fjórtán sekúndur.
Sú óskabyrjun
þeirra dugði þó
skammt, því í
hönd fór sannkölluð stórskotahríð
og næsta mikilfenglegur sóknar-
leikur gestanna. I stað þess að
brotna við mótlætið og gefast
upp, tóku Þróttarar að sækja
býsnin öll og virtust á tímabili
vera með fjóra menn í framlín-
unni. Það gafst enda mjög vel og
mörk þeirra komu á færibandi
það sem eftir lifði fyrri hálfleiks.
A köflum var hreinasta unun að
fylgjast með sóknartilburðum
Þróttarliðsins. Ásmundur Har-
aldsson og Tómas Ingi Tómasson
unnu sem einn maður í fremstu
víglínu og þeim til aðstoðar voru
kantmennirnir Hreinn Hringsson
og Gestur Pálsson, einkum sá síð-
amefndi, sem virtist óþreytandi
við að vinna boltann og koma hon-
um á samherja. Gestur hefur leik-
ið skínandi vel að undanfömu og
er sérstaklega laginn við að skila
boltanum á framherjana tvo. Þeir
eru líklega þeir „heitustu" í deild-
inni um þessar mundir, skora
mörg og falleg mörk og gera
vamarmönnum lífið leitt með
leikni og mikilli útsjónarsemi.
Staðan í leikhléi var 1:4 og leik-
mönnum Keflvíkinga hefur ef-
laust verið boðið upp á þrumu-
ræðu þjálfarans í búningsklefan-
um. Alltént komu þeir mun ein-
beittari til leiks í seinni hálfleik
og höfðu þá lengst af í fullu tré
við gestina. Á köflum héldu Kefl-
víkingar boltanum mun meira, en
gekk illa að skapa sér marktæki-
færi. Þróttarar færðu sig aftar á
völlinn og byggðu á skyndisókn-
um, enda með afar vænlega stöðu.
Þær sóknir nýttu þeir sér síðan til
að bæta enn einu markinu við um
hálfleikinn miðjan og hefðu vel
getað gert enn betur, því Tómas
Ingi hefði getað gert fjórða mark
sitt úr vítaspymu, en hann skaut
hátt yfir. Undir lokin hefði Marko
Tanasic síðan átt að minnka mun-
inn, en skaut í stöngina úr upp-
lögðu færi.
Sannkallaður stórsigur Þrótt-
ara var því staðreynd og hetja
kvöldsins, Tómas Ingi, var vitan-
lega kátur. „Þetta gekk svo sann-
arlega upp hjá okkur í kvöld,“
sagði hann. „Við nýttum færin okkar
vel í fyrri hálfleik og nutum þess hve
leikurinn var opinn. Eg hefði hins
vegar átt að gera eitt mark í viðbót.“
Þegar Islandsmótið er hálfnað
hafa Þróttarar þrettán stig. Tómas
Ingi segir það vera í samræmi við
væntingar. „Við þurfum að vísu mun
fleiri til að tryggja sæti okkar í deild-
inni, en þessi sigur er mikilvægur
fyrir sjálfstraustið.
Við reynum því að
byggja á honum.“
Keflvíkingar
hafa eflaust um
margt að hugsa eft-
ir þennan leik. Lið-
ið náði ekki að nýta
sér óskabyrjun og
hrundi gjörsamlega
eftir jöfnunarmark-
ið. Marko Tanasic
nýttist ekki sem
skyldi í framlínunni
- væri betur kom-
inn á miðjunni. Þá
verður að teljast
undarlegt, að ekki
sé pláss fyrir
„bjargvættinn“
Þórarin Kristjáns-
son í leikmannahóp
liðsins, einkum
þegar haft er í
huga að hinn 35 ára
gamli Óli Þór
Magnússon hefur
verið viðloðandi
byrjunarliðið í
undanfórnum
leikjum.