Morgunblaðið - 12.08.1998, Side 2

Morgunblaðið - 12.08.1998, Side 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Kaupendur keppast um makrflinn FRETTIR Ekki verið rætt um kvóta á gulllaxinn EKKI hefur verið rætt um að setja kvóta á gulllaxveiðar á næsta fisk- veiðiári, að sögn Áma Kolbeinssonar, vfír 6.000 tonn ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðu- " neytinu. Á þessu ári hafa veiðst tæp- lega 12.000 tonn af gulllaxi, en Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að aflinn á næsta fiskveiðiári fari ekki yfir 6.000 tonn. Aflinn fari ekki 6.000 tonn Verðlagsstofa skiptaverðs er nú að taka til starfa VERÐLAGSSTOFA skipta- verðs er að taka til starfa þessa dagana og verður hún til húsa hjá Byggðastofnun á Akureyri. Starfsmenn verða tveir til að byrja með en að sögn Valtýs Þórs Hreiðarssonar forstöðumanns kann þeim að fjölga í framtíðinni. Fylgist með fískverði og uppgjöri aflahluta 50 kílóa lúður á lúðulínu •VEL hefur gengið á lúðulínu hjá þeim félögum á Júni Garðari KE 1, sem gerður er út á lúðu frá Vestmannaeyjum á sumrin, og hafa þeir verið að fá um 100 kíló á bala sem teljast má nokk- uð gott. „Við ætlum að halda áfram eins lengi og við getum eða þangað til við verðum stoppaðir með valdi enda skilst mór að þetta sé eitt hættulegasta veiðar- færi, sem um getur við strendur landsins. Mönnum hefur nú allt f einu dottið í hug að banna lúðu- veiðar á króka. Mér finnst sú Morgunblaðia'Sigurgeir hugmynd í reynd fáránleg og muuu rök fiskifræðinga vera þau helst að minna fáist af lúðu á línu yið ísland nú en á árum áð- ur. Áfram er þó vilji til þess að leyfa veiðar á smálúðu, 400-500 grömmum að þyngd, í snurvoð," segir Iíelgi Friðgeirsson, skip- stjóri, og bætir við að hann liafi 30 ára skipstjórnarreynslu af lúðuveiðum og verði hann var við batnandi ástand ár frá ári auk þess sem Færeyingar séu nú að moka upp lúðu við strendur landsins og séu að fá alit að 25 tonn eftir þrjár lagnir. Innflutningur á nflarkarfa til Evrópu leyfður á ný mm^m^mmmmmmmmmmmmmmmmm^m banni Bannið hafði ekki teljandi áhrif flutningi á markaði íslenskra söluaðila Evrópu sem sett var á um síðustu áramót var aflétt 1. júlí sl. Innflutnings- bannið hafði ekki teljandi áhrif á markaði íslenskra söluaðila í Evrópu, að sögn Péturs Edvinssonar, framkvæmdastjóra söluskrifstofu Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna í Belgíu. Gulllax hefur veiðst í botnvörpu við Island um langt árabil, einkum sem aukaafli við karfaveiðar, en til- raunaveiðar hófust árið 1986 og var fram haldið næstu ár. Mikil aukn- ing var í gulllaxveiðum í fyrra og fór aflinn þá í tæp 3.400 tonn, en fram að þeim tíma hafði aflinn ver- ið mestur tæp 1.300 tonn árið 1993. Á þessu ári höfðu svo veiðst tæp- lega 12.000 tonn þegar Fiskistofa gaf út tilkynningu um að veiðunum skyldi hætt 9. júlí síðastliðinn. Lítið er vitað um afrakstursgetu stofnsins í skýrslu Hafrannsóknastofnun- arinnar um nytjastofna sjávar kemur fram að lítið er vitað um af- rakstursgetu stofnsins, og því legg- ur stofnunin til að sókn verði ekki aukin of mikið og að aflinn á fisk- veiðiárinu 1998/99 fari ekki yfir 6.000 tonn. „Þetta var í formi tilraunaveiði- leyfa sem ráðuneytið gaf út, en síð- Verðlagsstofa skiptaverðs var stofnuð með lögum sem sett voru síðastliðinn vetur til að binda enda á sjómannaverkfallið og er hlutverk hennar að fylgjast með fiskverði og uppgjöri á aflahlut sjómanna og stuðla að réttu og eðlilegu uppgjöri á aflahlut. Úrskurðarnefndin tekur áfram á ágreiningsmálum Úrskurðarnefnd sjómanna og út- vegsmanna fjallar hins vegar um öll ágreiningsmál sem upp koma, en í nefndinni eiga sæti þrír fulltrúar sjómanna og þrír fulltrúar útgerð- armanna. Náist ekki samkomulag innan nefndarinnar kemur til skjal- anna dómari sem er oddamaður og kveður upp úrskurð. „Við fylgjumst með verðþróun og síðan getum við fengið ábendingar eða þá að við getum tekið upp mál á eigin spýtur ef það kemur inn kæra. Þá voru þrjú skip svipt leyfi til veiða í atvinnuskyni tímabundið í júlímánuði og hafa þau nú öll fengið leyfið að nýju. Sigurbjörg SH-48 var svipt leyfí í tvær vikur þar sem að skipinu var haldið til veiða tví- vegis í júní sl. án þess að nægjan- legar aflaheimildir væru til staðar þegar lagt var upp í veiðiferðirnar. Árvík RE-260 var svipt leyfi í tvær vikur þar sem bátnum var haldið til veiða án þess að nægjanlegar afla- heimildir væru til staðar þegar lagt an var gefin út reglugerð um þess- ar veiðar. Sérveiðileyfi voru þá gef- in út af Fiskistofu og eingöngu með þeim fororðum að þau væru aftur- kallanleg þegar og ef mönnum fyndist stefna í óefni með heildar- aflann. En raunverulega byggir Hafrannsóknastofnunin ráðgjöf sína kannski frekar á varúðarsjón- armiðum vegna þess hve lítið er vitað um stofninn heldur en mæl- ingu á raunverulegri afraksturs- getu. Eg held þannig að líkur séu til þess að á meðan vitneskjan er ekki meiri en raun ber vitni þá munum við stýra þessum veiðum eitthvað með hliðstæðum hætti og verið hefur, án þess að ég þori svo sem að fullyrða neitt um það. Það hafa allavega ekki verið til um- ræðu neinar róttækar breytingar á því, en þetta er bara eitthvað sem við verðum að takast á við á nýju fiskveiðiári,“ sagði Árni Kol- beinsson. Síðan ef ástæða þykir til þá vísum við þessu til úrskurðarnefndar sem tekur alfarið allar ákvarðanir. Verð- lagsstofa skiptaverðs ákveður hins vegar ekki verð eða slíkt þar sem hún er eingöngu skoðunaraðili," sagði Valtýr. Dráttur vegna mannaráðninga og húsnæðisleitar Samkvæmt lögunum um Verð- lagsstofu skiptaverðs átti hún að taka til starfa 1. júní síðastliðinn, en Valtýr sagði að það hefði dregist m.a. vegna þess að tíma hefði þurff til að ráða fólk til starfa og eins að finna húsnæði sem hentaði undir starfsemina. „Við tókum þann kost að bíða eft- ir þessu húsnæði í stað þess að taka eitthvert húsnæði í skyndingu, en húsnæðið hjá Byggðastofnun upp- fyllir okkar kröfur," sagði Valtýr. var upp í veiðiferðina og þar sem aflí er fékkst í þeirri veiðiferð var ekki veginn S löndunarhöfn þegar við löndun aflans heldur ekið með hann í aðra höfn. Valdimar AK-15 var sviptur leyfi í þrjár vikur þar sem bátnum var haldið til veiða án þess að nægjanlegar aflaheimildir væru til staðar þegar lagt var upp í veiðiferðina og að hafa haldið til veiða þrátt fyrir að hafa verið svipt veiðileyfi fyrir að afla umfram afla- heimildir. í byrjun árs 1997 var sett inn- flutningsbann á nílarkarfa frá Úg- anda vegna þess að vinnsla þar í landi uppfyllti ekki heilbrigðiskröf- ur Evrópusambandsins. Banninu var aflétt eftir skamman tíma. í desember á síðasta ári kom upp kól- era í Tansaníu, Kenýa, Úganda og Mósambík og innflutningur nílark- arfa frá þessum löndum til Evrópu var bannaður frá og með 1. janúar sl. Ráða tókst niðurlögum kólerunn- ar eftir þrjá mánuði, en innflutn- ingsbanninu var þrátt fyrir það ekki aflétt, heldur krafðist Evrópusam- bandið þess að öðrum þáttum er sneru að þeilbrigðiskröfum yrði kippt í lag. í því fólst meðal annars að taka salmonellusýni úr fiskinum. Pétur segir það hafa verið 614111 og dýrt í framkvæmd og því hafi bann- ið verið framlengt til júníloka til að gefa mönnum tækifæri til að koma upp aðstöðu til að taka sýnin í Af- ríku. Misstu ekki markaðshlutdeild Innflutningsbannið náði aðeins til innflutnings á ferskum nílarkarfa- flökum. Pétur segir að á meðan á banninu stóð hafi orðið aukning í sölu á frystum flökum og hugsan- legt að neysla á öðrum fisktegund- um hafi aukist á meðan á banninu stóð en allir séu sammála um að frystur fiskur hafí ekki náð nema broti af þeirri markaðshlutdeild sem fersku flökin höfðu áður en bannið skall á. „Þarna er um að ræða tvo ólíka markaði. Einnig var talsvert um að snöggfryst flök væru flutt til Evrópu og þídd þar. Mörg stórfyrirtæki í Evrópu brugðu með- al annars á þetta ráð. Við seldum hins vegar aðeins fryst flök en ekki uppþídd. Uppþíddu flökin náðu heldur ekki helmingi af sölu ferskra flaka áður.“ Salan jafnvel svipuð og á síðasta ári Á síðasta ári seldi söluskrifstofa SH í Belgíu um 800 tonn af nílark- arfa og segir Pétur að stefnt hafi verið að því að selja um 1.000 tonn á þessu ári á mörkuðum í Benelúx- löndunum og Frakklandi. „Við ger- um ekki ráð fyrir að hafa tapað MAKRÍLVERTÍÐ Norðmanna er nú hafin en nokkrar deilur hafa staðið um skiptingu kvótans. Ekki er þó enn ljóst hvenær flotinn hef- ur veiðarnar en í fyrra byrjuðu stærri nótabátarnir um 25. ágúst en þeir minni í byrjun ágúst. Heildarkvóti Norðmanna og Færeyinga á makríl á þessari ver- tíð er 167.160 tonn eða nær 34 þúsund tonnum meira en á síð- ustu vertíð, skv. upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva. Nótabátarnir fá mestan kvóta Stærsti hluti kvótans kemur í hlut stærri nótabátanna eða alls 133.700 tonn en afgangurinn kem- ur í hlut smærri bátanna auk þess sem togarar fá 3.500 tonna kvóta. Gert er ráð fyrir að framleiðsla fyrir markaðinn í Japan muni hefjast í september. Á síðustu vertíð, sem stóð yfir frá septem- ber til maí, fluttu Japanir inn 102 þúsund tonn af makríl frá Noregi sem var mjög svipað og á vertíð- inni þar á undan. Norskir útflytj- endur fengu um 250 jen fyrir kíló- ið af heilfrystum 400-600 gramma makríl á síðustu vertíð. Vegna breytinga á innflutnings- kvótum til Japans á síðasta ári var gert ráð fyrir auknu framboði en í reynd breyttist það lítið. Talið er að markaðshorfur fyrir norskan makríl í Japan séu góðar. Þá er mikil eftirspurn eftir makríl í Rússlandi og öðrum Austur-Evr- ópulöndum og keppast þarlendir kaupendur við japanska kaupend- ur um makrílinn. Gengi japanska jensins hefur lækkað um 15% gagnvart norsku krónunni miðað við síðustu vertíð og er talið að sú lækkun muni öll lenda á japönsk- um kaupendum þar sem norskir útflytjendur geta selt á aðra markaði ef þeir telja sig ekki fá nógu hátt verð í Japan. mörkuðum á meðan á innflutnings- banninu stóð. Við höfum haldið sömu viðskiptavinum og seljum sama magn og eðlilegt þykir miðað við árstíma. Bannið stóð yfir í sex mánuði og vitaskuld misstum við þar af ákveðinni veltu. Bannið setti einnig strik í þær áætlanir sem við höfðum gert, en engu að síður geri ég ráð fyrir að við seljum á milli 700 til 800 tonn á þessu ári. Við náðum mörgum viðskiptavinum fyrir síð- ustu áramót, rétt áður en bannið skall á og höfum haldið þeim.“ Pétur segir sölu ferskra nflark- arfaflaka ganga mjög vel eftir að banninu var aflétt. „Reyndar er sal- an ekki nálægt því sem var í desem- ber. Það skýrist meðal annars vegna þess að fram í miðjan ágúst er lítil veiði á nílarkarfa. Verðið hef- ur verið hátt og í Evrópu er eftir- spurn eftir ferskum fiski mjög lítil yfir sumarmánuðina." Bannið var til góðs Pétur segist telja að innflutnings- bannið hafi verið frekar af hinu góða. „Það sýnir neytendum að heil- brigðiskröfur eru teknar alvarlega. Síðustu misseri hefur verið heilmik- il umræða um þessi mál í Evrópu, samanber umræðuna um nautakjöt í Bretlandi og svínakjöt í Belgíu. Það er því jákvætt að neytendur sjái að þegar umræðan kemur upp í fiski þá er tekið á því samstundis með tilheyrandi aðgerðum," segir Pétur Edvinsson. Sjö skip voru svipt veiðileyfum í júlí FISKISTOFA svipti sjö skip veiðileyfum í síðasta mánuði íyrir að afla umfram afla- heimildir. Fjögur skip voru svipt leyfi til veiða í atvinnuskyni vegna afla umfram aflaheimildir þar til aflaheimildastaða þeirra yrði lagfærð. Tvö þessara skipa, Eyrún ÁK-153 og Pétur afi SH-374, hafa fengið leyfið að nýju þar sem að hún hefur verið lagfærð, en ekki afla- marksstaða Árnýjar ÞH-64 og Emis BA-29. Afli umfram veiðiheimildir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.