Morgunblaðið - 12.08.1998, Page 3

Morgunblaðið - 12.08.1998, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 C 3 _________________________FRÉTTIR________________________ Almenn ánægja ríkir með humarvertíðina sem nú er að ljúka HUMARVERTÍÐIN er nú á síð- asta snúningi og hefur veiðin geng- ið vel á flestum veiðisvæðum. Enn kvarta menn þó yfir smáhumri á austari veiðisvæðum en eru bjart- sýnir á að þar nái humarstofninn sér vel á strik á næstu árum. Humarbátar eru almennt fyrr bún- ir með kvóta sína samanborið við síðasta ár og hafa síðustu vikur veitt kvóta sem fluttur var frá síð- asta fiskveiðiári. Flestir humarbátar hafa nú hætt veiðum, enda hefur veiðin víðast hvar gengið þokkalega. Humark- vóti þessa fiskveiðiárs er 1.200 tonn en alls voru 292 tonn flutt frá síð- asta fiskveiðiári en þá náðist ekki að veiða 1.500 tonna kvóta. Þegar hafa verið veidd um 1.330 af humri tonn það sem af er vertíðinni og þvi um 162 tonn eftir af heildarkvótan- um. Á síðasta ári veiddust um 1.228 tonn af humri en um 1.633 tonn árið 1996. Aukin framleiðsla hjá flestum Hjá Borgey hf. á Hornafirði er búið að landa 41 tonni af humarhöl- um, sem samsvarar um 133 tonnum af veiddum humri. Það er mun meira en landað var hjá Borgey á síðustu vertíð þegar þar var landað um 29 tonnum af hölum. Einn bát- ur, Hvanney SF, er enn að veiðum fyrir Borgey en aflinn er farinn að tregast og fást nú aðeins um 500 kíló í róðri. ísfélag Vestmannaeyja tók á móti um 15 tonnum á vertíðinni af einu skipi, Álsey VE, sem hætti veiðum fýrir allnokkru og er líklega aflahæsti humarbáturinn á vertíð- inni. Hjá Vinnslustöðinni í Vest- mannaeyjum hefur verið tekið á móti um 60 tonnum af humri og er humarvinoslunni þar senn að ljúka en enn eru þó tveir bátar að veiðum en þeir voru sex þegar flest var. Á síðasta ári var landað um 35 tonn- um hjá Vinnslustöðinni og þar á bæ eru menn þvi ánægðir með vertíð- ina. Það sem af er vertíðinni hafa tæp 80 tonn af humri borist til Árness hf. í Þorlákshöfn en þar komu um 77 tonn á land á síðasta ári. Enn leggja þrír bátar upp humar hjá Árnesi. Tíðarfarið skipt miklu máli Þeir fáu bátar sem enn eru á humarveiðum hafa lítinn afla fengið eftir verslunarmannahelgina og segir Viðar Zophaníasson, skip- stjóri á Jóhönnu ÁR frá Þorláks- höfn, það einkum vera vegna ótíðar síðustu vikuna. Hann segir sumarið engu að síður hafa verið þokkalegt og sagði aflann vera kominn vel á fjórtánda tonnið. Hann segir veið- ina oft minnka um þetta leyti en í fyrra hafi þó fengist þokkalegur afli norðan við Eldey seinni part ágúst- mánaðar. Eldeyjarsvæðið hafi hins vegar algerlega brugðist í sumar og fáir bátar farið þangað. „Við höfum fengið góðan humar en á vissum svæðum, til dæmis í Breiðamerkur- dýpi, er áberandi smærri humar og maður hefur reynt að forðast þau. Það hefur hins vegar verið ágæt veiði við Skaftárós og við Vest- mannaeyjar, suður úr Surtsey og þar í kring.“ Viðar segir betri veiði nú í sam- anburði við síðasta ár einkum mega rekja til betra tíðarfars en í allt sumar hafi verið einmunablíða. „Það sést best á þvi að nú eftir verslunarmannahelgi þegar gerir hreyfingu í sjóinn þá hverfur hum- arinn um leið. En það er greinilega meira af humri en var í fyrra. Það hefur fengist mikið af smærri hum- ar á austari svæðunum og horfurn- ar góðar þar ef humarinn fær að stækka. Menn verða að passa sig á að veiða ekki of mikið af smáhumr- inum enda er ekki mikið upp úr þessu að hafa með magninu ef hum- arinn er smár.“ Viðar segir alltaf slæðing af fiski koma með í humartrollið og meðafl- inn stoppi menn stundum svolítið Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson HJALTI Hafsteinsson, skipverji á Jóhönnu ÁR, slítur humar á miðunum fyrir skömmu en nú eru fáir bátar enn á humarveiðum. Utlit fyrir batnandi ástand humarstofnsins Bjartsýni ríkir með batnandi humarveiði á næstu árum eftir talsverða lægð síðustu vertíðar. Humarvertíðinni er senn að ljúka og heyrði Helgi Mar Arnason á sjómönnum, framleiðendum og fískifræðingum að vel hafi til tekist. 1990. Jökuldjúpið er að nokkru leyti jaðarsvæði þar sem það er nyrsta og kaldasta veiðisvæðið í Norður-Atlantshafi. Það sama gild- ir um Lónsdjúp fyrir austan. L£k- legt er að þessi svæði séu viðkvæm- ari fyrir breytingum á skilyrðum í hafinu og nýliðun verði því aldrei jafn örugg og fyrir miðbik Suður- lands,“ segir Hrafnkell. Ekki lögð til aukning á næsta ári Tillögur Hafrannsóknastofnunar um humarveiði eru óbreyttar fyrir vertíðina á næsta ári og áfram er lögð til 1.200 tonna veiði, að sögn Hrafnkels í ljósi þess að nýliðun er léleg enn sem komið er á vestur- svæðum og samsetning stofnsins fyrir austan er millihumar að uppi- stöðu til og hlutfall ungs humars því hátt. Smái humarinn erfiðari í sölu Sigurjón Guðmundsson, fram- leiðslustjóri hjá Islenskum sjávar- afurðum, segir enn ekki liggja fyr- ir hver humarframleiðslan verði á þessu ári en þó ljóst að hún er þeg- ar orðin meiri en á síðasta ári en þá nam framleiðslan um 105 tonn- um af humarhölum. Framleiðend- ur ÍS eru Borgey hf. og Skinney hf. á Höfn í Hornafirði og segir Sigurjón því nokkuð um smáan humar í framleiðslu fyrirtækjanna því bátar þeirra sæki skiljanlega meira á heimamið fyrir suðaustur- landi. Hann segir smáhumar hafa verið nokkuð erfiðan í sölu þannig að viðunandi verð fáist fyrir alla aðila en stóri humarinn renni út. Einnig hefur verið seldur heill humar á Spán. „Menn eru yfirhöf- uð ánægðir með veiðina og mark- aðslega séð erum við nokkuð sáttir og bjartsýnir á framhaldið,“ segir Sigurjón. af. „Menn hafa einkum lent í vand- ræðum með karfann þegar líður á sumarið því humarbátarnir hafa lít- inn eða engan karfakvóta og það kostar oft heilmiklar tilfæringar að bjarga því.“ Viðar segist líklega hætta á humrinum um næstu helgi og út- búa skipið á dragnótina. Bjart framundan á austari veiðisvæðum Hrafnkell Eiríksson, fiskifræð- ingur á Hafrannsóknastofnun, seg- ir nýliðun vaxandi íyrir suðaustur- landi, sérstaklega fyrir austan Ing- ólfshöfða. Þar séu að koma upp ár- gangar sem eru mun sterkari en mjög lélegir árgangar frá árunum 1987 til 1989. ,Árgangamir frá 1990 til 1992 eru mun skárri en þrír árgangarnir á undan en þeir síðar- nefndu eru orsök mikillar lægðar sem hefur verið í veiðunum síðustu árin. Samkvæmt okkar spá er humarstofninn vaxandi á þessum slóðum og björt framtíð hvað það varðar á komandi árum. Veiðin var verulega betri fyrir austan í sumar, samanborið við síðasta ár en uppi- staða veiðinnar er tiltölulega ungur og þar af leiðandi smár humar. Þannig að stofninn hlýtur að stækka á komandi árum og eitt- hvað mikið þarf að koma til ef það breytist.“ Nýliðunarárgangar lélegir vestra Hvað suðvesturmiðin snertir er Hrafnkell ekki eins bjartsýnn þeg- ar til langs tíma er litið. Humar- veiðin við Vestmannaeyjar og á Sel- vogsbanka hefur gengið vel í sumar og humarinn þótt góður, öfugt við humarinn á austari veiðislóðum. Hrafnkell segir engu að síður skorta talsvert á nýliðun á vestari svæðunum og því telur hann ólík- legt að þar verði aukning á kom- andi árum. „Samsetning á humar- stofninum vestanlands er allt öðru- vísi nú og þess vegna er æskilegt að gera sérstaka úttekt á svæðunum við suðaustur- og suðvesturland. Ástæðan fyrir þessum mun er með- al annars sú að nýliðun verður ekki ávallt eins á báðum svæðum því skilyrðin geta verið ólík, enda fjar- lægðin á milli svæðanna mikil og sambland því ekki eins mikið og ætla mætti því ungviðið er í svifinu á fyrstu vikum æviskeiðsins. Uppi- staðan í stofninum suðvestanlands er samsafn af eldri árgöngum en eru suðaustanlands. En þar er mjög lítið af nýliðunarárgöngum, það er árgöngum sem eru að koma inn í veiðistofninn og stækka hann á komandi árum.“ Viðkomubrestur við Eldey Vestustu humarveiðisvæðin hafa gersamlega brugðist að sögn Hrafnkels og nefnir sem dæmi veiðisvæðið norður af Eldey. Hann NÓTASTÖÐ Hraðfrystihúss Eskifjarðar var opnuð í maí á síð- asta ári með það fyrir augum að setja upp loðnu- og síldarnætur og troll fyrir skip Hraðfrystihúss- ins. Um 1.100 fermetra mjöl- geymsla var innréttuð og lögð undir starfsemi Nótastöðvarinnar og segir Stefán Ingvarsson, yfir- verkstjóri, að þar sé líklega ein besta aðstaða fyrir slíka þjónustu á landinu. Hann segir að þrátt fyrir að starfsemin hafi hingað til einkum verið við nætur sé einnig boðið upp á alhliða veiðarfæraþjónustu fyrir öll skip sem á því þurfi að halda. Á milli 9 til 15 starfsmenn vinna að jafnaði við stöðina. „Það hefur svo sannarlega komið í ljós að þörfin fyrir slíka þjónustu er til staðar og verkefnin eru ærin. Við höfum haft nóg að gera allt segir ástandið verulega slæmt og miðað við reynslu síðustu ára líti út fyrir að þar hafi orðið viðkomu- brestur, hugsanlega vegna þess hve karldýrastofninn er orðinn lítill. „Humarstofninn á þessu svæði virðist sem sagt vera kominn niður fyrir það mark að hann viðhaldi sér. Kynþroska stofninn getur ekki af sér þá nýliðun sem þarf til að við- halda stofninum.“ Þá nefnir Hrafnkell að humar- veiði í Jökludjúpi hafi um langt ára- bil verið léleg. „Veiðar hófust í Jök- uldjúpinu snemma á 7. áratugnum og voru mjög miklar. Það gekk hratt á stofninn þar og hann var kominn í mikla lægð um 1970. Segja má að um langt árabil hafi sama og engar veiðar verið stund- aðar á svæðinu þar til um og eftir Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson KRISTJÁN Bjarnason að vinna við uppsetningu á kolmunnatrolli hjá Nótastöð- inni á Eskifirði. Svipað magn hjá SH Gunnar Gíslason, deildarstjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, segir framleiðendur enn vera að en væntanlega verði fram- leiðslan um 280 tonn af heilum humri og hölum sem sé svipað og á síðasta ári. Hann segir framleið- endur SH líklega vera búna að framleiða svipað hráefnismagn og á síðasta ári en framleiðsla á höl- um sé meiri en áður. „Það er mikil eftirspurn eftir humarhölum en við seljum engu að síður mikið af heil- um humri. Verð á afurðunum er svipað og á síðasta ári, kannski að- eins hærra, og mér sýnist bæði framleiðendur og kúnnarnir vera sáttir við vertíðina og þá er varla hægt að biðja um það betra,“ segir Gunnar. frá því að við opnuðum, enda er- um við vel staðsettir því héðan frá Eskifirði er stutt á loðnumiðin og stutt fyrir skipin að sækja þjón- ustuna.“ Setja upp kolmunnatroll Stefán segir að nú liggi fyrir verkefni við 6 loðnunætur og eina síldamót ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. „Við höfum meðal ann- ars sett upp kolmunnatroll fyrir skip Hraðfrystihússins. Kolmunnatrollin eru flottroll og nánast eins og flottrollin sem notuð hafa verið við loðnuveiðar nema við setjum stórriðnari möskva aftan við belginn og annan poka. Þessi troll voru meðal annars notuð við kolmunnaveiðamar í fyrra og reyndust vel þó að aflinn hefði vissulega mátt vera meiri,“ segir Stefán. Alltaf nóg að gera hjá Nótastöðinni á Eskifirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.