Morgunblaðið - 12.08.1998, Síða 5

Morgunblaðið - 12.08.1998, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 C 5" Dögun á Sauðárkróki vinnur 1.800-2.000 tonn af rækju á ári Framleiðslan löguð að eftirspurn Morgunblaðið/Helgi Bjarnason UNNIÐ við hreinsun rækju hjá Dögun ehf. RÆK JUVE RKSMIÐ JAN Dögun ehf. var stofnuð árið 1984 af nokkrum einstaklingum á Sauðár- króki. Eignarhaldið hefur breyst og nú eiga Ottar Yngvason og Islenska útflutningsmiðstöðin hf. rúman helming hlutafjár á móti allmörgum einstaklingum. Óttar er stjórnarfor- maðm’ félagsins. Ágúst Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Dögunar, segir að markmið fyrirtækisins sé að taka á móti 1.800 til 2.000 tonnum af rækju til vinnslu á ári, ef það teljist hag- kvæmt hverju sinni. „En við lögum framleiðsluna ávallt að eftirspurn- inni. Við erum með það litla verk- smiðju að við eigum auðveldara með það en ýmsir aðrir framleiðendur,“ segir hann. Veiðin að glæðast Hráefnisöflun Dögunar byggist á nokkrum þáttum. Fyrirtækið á Röst SK 17 sem gert er út á út- hafsrækjuveiðar allt árið. Verk- smiðjan kaupir auk þess rækju sem veiðist á Skagafírði. Priðja stoðin í hráefnisöfluninni er kaup á rækju á almennum markaði. Ágúst segir að verksmiðjan hafi til dæmis fengið nokkuð af rækju af Flæmska hattinum, aðallega frá útgerð sem félagið á hlut í en rekin ÁGÚST Guðmundsson, framkvæmdastjóri Dögunar. er frá Eistlandi. Hefur það komið sér vel að eiga kost á að kaupa hráefni annars stað- ar frá síðustu mánuði því rækju- veiðin hefur gengið illa. Þannig hef- ur verið hægt að fylla upp i göt í hráefnisöfiuninni. „Það hefur komið í ljós á þessu ári hversu mikilvægt er að byggja hráefnisöflunina á fleh’i en einum þætti,“ segir Ágúst. Að vísu segir hann að veiðin hafi Stjórnendur Dögunar ehf. á Sauðárkróki laga rækjuframleiðsluna að eftirspurn og loka frek- ar en að framleiða á lager, Það er lykillinn að velgengni fyrirtæk- isins á undanförnum árum. Helgi Bjarnason kynnti sér starfsemina og ræddi við fram- kvæmdastjórann. nokkuð glæðst í júlí, bæði fyrir norðan land og austan. Skip félags- ins hefur að undanfórnu verið gert út til veiða á Héraðsflóa. Aflanum hefur verið landað á Vopnafirði og ekið þaðan til Sauðárkróks. Sterkir á innanlandsmarkaði Ástandið í rækjuiðnaðinum er að mörgu leyti gott. Ágúst segir að sal- an sé viðunandi. Islenska útflutn- ingsmiðstöðin selur afurðirnar og segir Ágúst að hún standi sig vel. Telur að sveiflur séu minni hjá því sölufyrirtæki en mörgum öðrum og minni birgðasöfnun. Um helmingur útflutningsins fer til Bretlands en hinn helmingurinn á markað í Danmörku og Þýska- landi. Dögun ehf. hefur einnig selt mikið á innanlandsmarkaði, ekki síst í verslanir Hagkaups og Bón- uss. Um einn tíundi hluti framleiðsl- unnar er seldur innanlands og segir Ágúst að það komi vel út því mark- aðurinn hér sé ekki eins sveiflu- kenndur og erlendir markaðir. Hagkvæm stærð Dögun ehf. hefur komist vel frá umrótinu á rækjumarkaðnum. Ágúst segir að árin 1994 og 1995 hafi verið mjög góð hjá félaginu. Þá hafi tækifærið verið notað til að stækka og endurbæta húsnæði verksmiðjunnar og vélvæða fyrir- tækið og það hafi því haft góða stöðu í verðlækkunarhrinunni sem reið yfir 1996. Ágúst segir ekki áform um að stækka fyrirtækið frekar. Það er nú með þrjár pillun- arvélar og kemur ekki fleiri tækjum inn i húsnæði sitt. Auk þess segir hann að stærðin sé hagkvæm til að mæta sveiflum í þessari erfiðu starfsgrein. „Við getum lagað okkur mjög vel að sveiflum. Við högum fram- leiðslunni eftir eftirspurn og lok- um frekar verksmiðjunni en að framleiða á lager. Það hefur komið fyrir að við höfum þurft að loka en gert það án þess að segja starfs- fólkinu upp,“ segir Ágúst. Segir hann að mun hagkvæmara sé að greiða starfsfólkinu kaup þótt verksmiðjan sé lokuð heldur en að þurfa sífellt að þjálfa upp nýtt starfsfólk. Þróun f pökkun Um 15 manns vinna við vinnsluna hjá Dögun ehf. og fimm sjómenn að auki. Stefna fyrirtækisins er að ráða fólk í hálfsdagsstörf og eru þá gjarnan unnar tvær 4-5 tíma vaktir og stundum á laugardögum. Ef mikið er að gera er teygt á vöktun-, um. Stjórnendur Dögunar hafa lagt áherslu á að vera framarlega í vél- væðingu rækjuvinnslunnar. Ágúst segir að það sé lykilatriði að nýta hráefnið sem best, ekki síst í þeirri hörðu samkeppni sem um það er. „Þeir sem framleiða hagkvæmast geta boðið best í hráefnið.“ Hann telur að næst verði þróun í vélbún- aði pökkunarinnar og þá eigi Dögun enga aðra kosti en að brjótast út úr húsi sínu að norðanverðu til að koma fyrir nauðsynlegum tækja- búnaði. ESB og Japanir funda JAPAN og Evrópusambandið hafa ákveðið að hittast reglulega til að ræða fiskstjórnunarmál, eftir að hafa átt fund hinn 15. júlí sl. í Brussel. Á þessum fyrsta fundi voru rædd ýmis mál, þ.ám. túnfískveiðar í Atlantshafi. í fréttatilkynningu sem gefin var út eftir fundinn kemur fram að það sé „sameiginlegur áhugi“ á stofnstærð og að viðræður gætu skilað sér í „virkri samvinnu". Hins vegar gefa þessar yfirlýsingar minna upp um ágreining milli Japana og Evrópusambandsins um fiskstjórnun í Baskaflóa og í Miðjarðarhafinu, þar sem Japanir vilja banna veiðar á ungfiski en Evrópusambandið kýs að takmarka fiskveiðar með afmörkuðum veiðitímabilum. Syuji Ishida, forstöðumaður japanska fiskveiðiráðsins, hóf máls á takmörkuðum hvalveiðum, þrátt fyrir að í 11 af 15 löndum Evrópusambandsins séu hvalveiðar bannaðar með öllu. Ishida benti á að hvalveiðar yrði að skoða frá „vistvænu“ sjónarmiði en einnig ætti að taka tillit til efnahagsþátta. ÁÍcveðið var að fundir milli Japans og Evrópusambandsins yrðu árlegir og verður næsti fundur haldinn í Tókýó á næsta ári. Saga felaganna Á Fótboltavef Morgunblaðsins finnur þú alla réttu takkana Titlar og afrek Leikmenn og frammistaða þeirra Liðsstjórinn, gagnvirkur Netleikur Dagbók, yfirlit yfir leiki www.mbl.is/boltinn Fótboltavefur mbl Þar sem þú getur fylgst með boltanum í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.