Morgunblaðið - 12.08.1998, Side 8

Morgunblaðið - 12.08.1998, Side 8
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIDVIKUDAGUR 12. ÁOÚST 199S Skipulagsbreytingar Fiskifélags Islands taka gildi um áramótin Átta til tíu starfsmönnum verður sagt upp störfum EFTIR að þaer breyting- ar, sem samþykktar voru á síðasta aðalfundi Fiski- félags f slands á uppbygg- ingu þess, munu taka gildi um næstu áramót er aðeins gert ráð fyrir þremur til fimm starfsmönnum og því er ljóst að átta til tíu af núverandi starfsmönnum félagsins muni fá uppsagnar- bréf í tíma eða þremur mánuðum áður en væntanlegar breytingar taka gildi. St- arfsmenn fiskifélagsins eru nú samtals þrettán að tölu, en þar af hefur fiski- stofustjóri, Bjai-ni Kr. Grímsson, sagt upp störfum í tengslum við fyrirhugaðar breytingar. Hann kemur þó til með að starfa hjá fiskifélaginu til áramóta. Pétur Bjarnason, formaður stjórnar Fiskifélags íslands, segir Ijóst að breytingar á starfsemi félagsins séu nú óumflýjanlegar þar sem að ríkið hafi tilkynnt um uppsögn á verktaka- samningi við félagið sem falist hafí í viðamikilli gagnaöfiun, en meginhlut- verk félagsins á undanfómum árum hefur verið að afla upplýsinga og vinna úr þeim fyrir ríkið. Nú sé hins- vegar fyrirhugað að ríkið sjálft yfir- taki þessi verkefni og feli þau Fiski- stofu og Hagstofu. Pétur Bjamason, stjórnarformaður Fiskifélags Islands, gerir ráð fyrir að hann komi sem formaður meira inn í stjóm daglegra málefna en venjulegt er tii að byrja með, en ákvörðun um nýjan framkvæmdastjóra verður tekin síðar. Ekki hefur verið fjallað um hvemig að ráðningu framkvæmda- stjóra verður staðið. Hann gerir sömuleiðis ráð fyrir því að þeim starfsmönnum, sem koma til með að missa vinnuna hjá fiskifélaginu, bjóð- ist störf við sömu verkefni hjá nýjum aðilum, það er Hagstofu og Fiskistofu. Munum einbeita okkur að umhverfismálum „Við emm fyrst og fremst að bregð- ast við aðstæðum og breyta um áherslur í okkar starfi vegna þess að ríkið ætlar að sjálft að sinna gagnaöfl- uninni. Það þýðir að mannafli fiskifé- lagsins mun minnka veralega og fram- vegis munum við einbeita okkur að verkefnum fyrir sjávarútveginn í heild. Mikilvægast í því efni era um- hverfismálin, sem íslenskur sjávarút- vegur hefur, að mínu mati, gefið alltof lítinn gaum hingað til. Félagið mun beita sér í umhverfismálum með því að afla upplýsinga, fræða inn á við og Pétur Bjamason formaður stjórnar Fiskifélags Islands. taka þátt í því hvemig um þau mál er fjallað á breiðum grunni. Auk þess komum við til með að halda áfram út- gáfu sjómannablaðsins Ægis og Sjó- mannaalmanaksins. Einnig munum við vinna ýmsa gagnaúrvinnslu fyrir aðila, sem tilbúnir era að borga okkur fyrir þá vinnu,“ segir Pétur. Hugmyndir era uppi um að starf- semi fiskifélagsins verði flutt í minna húsnæði, en það hefur til umráða Ing- ólfsstræti 1, samfara skipulagsbreyt- ingunum og er nú verið að kanna ýmsa möguleika þar að lútandi. Jafn- framt standa nú fyrir dyram viðræður við Fiskistofu og Hagstofu með hvaða hætti fyrirsjáanleg yfirtaka á verkefn- um yrði best í framkvæmd. Eini sameiginlegi starfsvettvangurinn Aðspurður um hvort ekki hafi ein- faldlega komið til tals að leggja Fiski- félag íslands niður úr því að verk- efnaflóranni var því sem næst kippt undan félaginu, sagði Pétur, að fram hafi komið eindreginn viðurkenning manna á síðasta aðalfundi félagsins um að halda í þennan sameiginlega vettvang enda sé hér um að ræða eina sameiginlega starfsvettvang allra hagsmunaaðila innan sjávarútvegs- geirans. I hann hafi menn viljað halda sem fastast. Sameiginleg markmið um sjálfbæra nýtingu Pétur sagðist ekki að svo komnu vilja nefna sérstaklega einstök dæmi um mál, sem félagið muni taka upp á sína arma að loknum þeim viðamiklu skipulagsbreytingum, sem nú standa fyrir dyram. „En varðandi umhverfis- mál, komum við til með að fjalla á breiðum granni á hvaða forsendum beri að nýta auðlindina. Það hafa allir sameiginleg markmið um sjálfbæra nýtingu nytjastofna, en mismunandi skoðanir á hvemig beri að skilgreina sjálfbæra nýtingu. Sjávarútvegurinn þarf að koma betur inn í þá umræðu." Sjónarmið sjávarútvegsins á framfæri erlendis „Við komum einnig til með að fara dýpra ofan í þá hugmyndafræði, sem lítur að vottun afurða og er talsvert í umræðunni sem stendur auk þess sem við munum fylgjast vel með samning- um, sem fela í sér skuldbindingar. Við munum reyna að koma sjónarmiðum sjávarútvegsins á framfæri erlendis í góðu samstarfi við stjómvöld og greinina sjálfa. Félaginu verður ætlað að samhæfa sjónarmið hagsmunaaðila og hins opinbera í umhverfismálum og koma þeim sjónarmiðum á framfæri, en að mínu mati hefur íslenskur sjáv- arútvegur tekið alltof lítinn þátt í þeirri umræðu, sem á sér nú stað úti í hinum stóra heimi.“ ÍZjÖJlS leiðréttir úthlutun makríl- kvóta EVRÓPUSAMBANDIÐ stendur nú f ströngu við að leiðrétta of- veitingu kvóta á makrfl til sjó- manna innan Evrópusambands- ins. Umframkvótinn var ním- lega 12 þúsund tonn og höfðu þegar margir veitt sinn hluta af kvótanum. Líklegt er að dregið verði úr makrflkvóta næsta árs til að vega upp ofveiði þessa árs. Bretiir eiga stærsta makrflkvót,- ann og ef þau 7.000 tonn sem þeir ofveiddu í ár verða tekin af þeim á næsta ári verður tap þeirra um 4 milljónir punda á næsta ári, ef tonnið er selt á 600 pund eins og nú er. Hafa þeir því mikinn hug á því að umfram- kvótinn verði dreginn af á nokk- urra ára tfmabili en ekki allt á næsta ári. • Hreinsiefni og sápur • Hlífðarföt og vinnuskór • Þurrkupappír og skammtarar > Rafsuðuvélar og verkfæri • Rafgeymar og hleðslutæki • Gastæki og gasvörur • Smurolíur fyrir allar vélar • Ýmsar rekstrarvörur Olísbúðirnar eru á eftirtöldum stöðum: Armúla 7, Reykjavík • Suðurgötu, Akranesi • Borgamesi • Siglufirði • Tryggvagötu, Akureyri • Reyðarfirði Fellabæ • Græðisbraut, Vestmannaeyjum • Arnbergi, Seifossi • Þorlákshöfn • Grindavík • Njarðvík FÓLK Launagreiðslur SYN jukust um 100% •HEILDARLAUNAGREIÐ SLUR Sfldarvinnslunnar hf. á síðasta ári námu rúmlega einum milljarði króna. Að meðaltali vora starfsmenn fyr- irtækisins 360 en á launaskrá vora að með- altali 411 manns á mánuði. A síðustu 10 árum hafa launagreiðsl- ur Sfldar- vinnslunnar aukist um tæplega 100%, að því er fram kem- ur í nýjasta fréttabréfi SVN, en á síðum þess era m.a. kynntir fjórir starfsmenn. Jó- hann Pétur Gislason er nýráðinn sem yfirvélstjóri í fiskvinnsluhúsum SVN. Hann er 36 ára Norðfirðingur og vann fyrst hjá fyrirtækinu 11 ára gamall, þá hluta úr sumri í saltfiskinum hjá Guja Mar- teins. Hann hefur unnið hjá SVN frá árinu 1979, en þá hóf hann vélstjóranám. Hann var þá í afleysingum á toguranum. Jóhann Pétur var síðan þrjá ár vélstjóri á Beiti, tók eftir það smiðjuna í Dráttarbraut- inni og síðustu ár hefur hann verið yfirvélstjóri á Bjarti. Hann sagði að nýja starfið legðist ákaflega vel í sig. Líneik Haraldsdóttir vinnur í saltfiskinum. Hún er fædd og uppalin á Héraði en flutti með fjölskyldu sína til Neskaup- staðar 1980. Hún hóf fyrst störf hjá SVN árið 1985 og hefur nú unnið í samfellt 10 ár hjá fyrirtækinu. Líneik segist frekar vilja vinna í saltfiskin- um en hefðbundinni ísfisk- vinnslu, fjölbreytnin sé meiri. Stundum fari starfsfólkið í saltfiskinum í sfld og loðnu og það sé ekki eins skemmtilegt. „Starfsandinn er góður, við eram fá, rétt eins og lítil fjöl- skylda, og svo er hann Heimir svo einstaklega góður verk- stjóri," segir hún. Klara Sveinsdóttir byrjaði snemma að vinna í frystihúsi SVN eða 14 ára gömul, eins og flestir norðfirskh- unglingar, og hef- ur hún unnið þar nánast samfellt síð- an með þó nokkrum hléum og fjóram barnsburðar- fríum. Henni finnst ágætt að vinna í fiski, það sé auðvelt að losna þegar þurfi. Hún segir breyt- ingarnar á tveimur ára- tugum stór- kostlegar og hún sé stundum að segja yngra fólk- inu frá hvernig þetta var. Gamla umhverfið hafí á marg- an hátt verið persónulegra og betra, en það hafi auðvitað verið barn síns tíma. Jóhann Auðunsson er bátsmaður á Blængi. Hann kom fyrst til starfa hjá SVN árið 1973 en hefur verið samfellt hjá fyrir- tækinu síðan 1982. Jóhann hefur verið á öllum skipum fyrirtækisins nema nótaskip- unum. Honum líkar vel á rækjunni en segir útiverana oft helst til langa. Það sé lítið um dægradvöl um borð en slíkt sé að mestu undir áhöfn- inni komið. Að hans mati þarf að vera góð aðstaða til líkams- ræktar í skipum sem eru svona lengi úti. Það myndi skila sér í ánægðari og betri mannskap. Jóhann Pétur Gíslason Lineik Haraldsdóttir Klara Sveinsdóttir Jóhann Auðunsson SOÐNINGIN Grillaður lax með tómat coulis í DAG ætlar Smári Valtýr Sæbjörnsson, matreiðslumaður á Skólabrú og félagi í Freistingu, að bjóða upp á grillaðan lax með tómat coulis, sem er einskonar sósa, en lax er einmitt tilval- inn á grillið yfir sumartímann. Uppskrift- in er ætluð fyrir íjóra. Netfang þeirra Freistingarfólaga er: littp/Avww.trek- net.is/freisting/. Megi iaxiun bragðast vel. UPPSKRIFTIN 2 msk. ólífuolia 1 tsk. saxaður hvítlaukur 'Atsk. chili 1 msk. tómatpurrée 3 grófsaxaðir tómatar 'Abolli þurrt hvítvín 640 gr laxasteikur (160 grömm hver) Vbtsk. salt eða eftir smekk Vfetsk. malaður svai-tur pipar 1 rauðiaukur í sneiðum 1 msk. sherry edik 2 msk. ferskur sítrónu- safi 1 msk. extra virgin ólifu- olía 2 msk. saxað basil ADFERÐIN Undirbúið fyrst griilið. Hitið olíu í potti, setjið hvítlaukinn og chili út í og léttsteikið án þess að láta brúnast. Setjið siðan tómatpurrée út í og steikið í smástund, þá tóniatana og vínið út í og látið sjóða þangað til tómatarnir eru orðnir mjúkir. Eftir þetta fer allt saman í matvinnsluvél og það látið blandast þangað til það er orðið að mauki. Setjið þá allt saman í pönnu og haldið iieitu. Berið smáolíu á laxinn og kryddið hann með salti og pipar og grillið á meðalhita þangað tii hann er tilbúinn eða f um það bil sjö til átta mfn- útur á livorri hlið. Það fer þó eftir þykkt að sjálfsögðu. Að lokum skal setja rauðlaukssueiðarnar varlega á griilið og þær grillaðar þangað til þær eru orðnar mjúkar og ljós- brúnar eða í um það bil fimm mfnútur. Setjið tómatmaukið saman við edikið, sftrónusafann og saltið og þá er tómat coulisið tilbúið. Veltið grillaða rauðlauknum upp úr ólífuol- funni, söxuðu basil og pipar. Setjið tómat coulis á disk, lax- inn þar ofan á og rauðlaukinn ofan á grillaða laxinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.