Morgunblaðið - 14.08.1998, Síða 4

Morgunblaðið - 14.08.1998, Síða 4
4 B FÖSTUDAGUR14. ÁGÚST1998 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ O AIgengasta lygin? OAugljós merki um lygi? OHverjir Ijuga mest? QÓskammfeilnasta og/eða ótrúlegasta lygin? O Hvenær grípur þú helst til lyginnar? Lygin ir langt nef Sumir standa oftar andspænis lyginni en aðrir og eru orðnir býsna lunknir við að sjá út hverjir ljúga, hvenær og hvernig. Valgerður Þ. Jóns- dóttir lagði nokkrar spurningar um lygina og lygara fyrir lögreglufulltrúa, kennara, fréttamann og lögmann. m - . logreglM BJÖRGVIN Björgvinsson, lögreglufulltrúi. LOGREGLUFULLTRUINN Björgvin Björgvinsson Aldrei verið þekktur að svonalöguðu Lygin hefur mörg andlit og langt nef. Flestir kannast við ævintýrið um spýtustrákinn Gosa, sem laug til að bjarga sér út úr alls kyns klandri. En lygin kom honum í koll og nef Gosa lengdist við hverja lygi. Margir grípa til lyginnar í svip- uðum tilgangi og Gosi eða ein- faldlega til að koma ár sinni á einhvern hátt vel fyrir borð. Eins og Gosi læra þeir trúlega um síðir að sannleikurinn er sagna bestur. Efalítið bregða allflestir lyginni fyrir sig endrum og sinnum, a.m.k. svo- kallaðri hvítri lygi, yfirleitt til að móðga ekki eða særa aðra. MARGRET Theodt annar tveggja skólastjóri o Tvímælalaust þeir sem eru sek- astir og harðsvíraðastir. Börn ljúga sjaldnar en fullorðnir og konur sjaldnar en karlar. Ég held að konur hafi ríkari siðferðistilfinningu en karlar. Hins vegar geta þær verið ósvífnari í lyginni ef þær ljúga á ann- að borð, en þær eiga auðveldara en karlamir með að viðurkenna að þær hafi ekki sagt satt. O „Ég hef aldrei verið þekktur að svonalöguðu," er orðatiltæki sem fólk notar oft, fullt heilagrar vandlæting- ar, þegar það er borið sökum. Mér finnst slík fullyrðing hljóma svolítið undarlega og reynslan hefur kennt mér að þá er yfirleitt ástæða til að fara betur ofan í saumana á málum. Ég verð oft var við lygi í starfi mínu. Sumir sakborningar telja lygina eina haldreipið og bera fyrir sig ótrúleg- ustu sögur til að bjarga eigin skinni. 0 Lögreglumenn, sérstaklega rann- sóknarlögreglumenn, fá með tíman- um mikla þjálfun í að átta sig á ýms- um viðbrögðum og líkamstáknum, sem benda til að viðkomandi gæti verið að ljúga. Alls konar fálm, klór og óróleiki einkennir hegðunina. Sumir fitla stöðugt við nefið á sér, aðrir klóra sér í höfðinu og nokkuð algengt er að lygari forðist að horfast í augu við viðmælanda. Auk þess verða margir óðamála eða tala með óvenju miklum sannfæringarkrafti. Kækirnir eru misjafnir en smám saman skynjar maður að þeir eru manneskjunni ekki eiginlegir. Ég hef líka tekið eftir að hegðun eða kækir fara svolítið eftir því hversu skömmin er mikil. Þjófurinn getur logið án þess að blikna og virst saklaus eins og barn, en þeir sem til dæmis bera sig á almannafæri forðast oft augn- samband. O Fyrir mörgum árum handtók lög- reglan strák fyrir að hafa lamið mann og var fjöldi vitna að verkn- aðnum. Áður en strák var stungið inn skýrði hann skilmerkilega frá nafni, heimilisfangi, kennitölu og þess háttar. Þegar honum var sleppt, daginn eftir, þuldi hann sömu roms- una aftur og allt virtist í stakasta lagi með skýrslugerðina. Síðar ákvað sá sem kærði að láta málið niður falla og eins og vaninn er sendi lög- reglan pilti bréf þar að lútandi. Skömmu síðar birtist annar piltur á stöðinni með bréfið og var hinn fúl- asti, enda vissi hann ekki til að hafa lamið einn né neinn. I ljós kom að hinn kærði hafði fundið ökuskírteini þess sem bréfið fékk og logið að lög- reglunni. Sá sem fékk bréfið kærði rangar sakargiftir. Þess má geta að til þess að stemma stigu við áþekk- um uppákomum tekur lögreglan núna myndir af þeim sem ekki geta sannað sig. © Ef ég segði að ég lygi aldrei væri ég vitaskuld að ljúga. Ég gríp stundum til svokallaðrar hvítrar lygi ef ég vil láta sem minnst uppi um tiltekin málefni. í starfinu er slíkt nauðsynlegt og 1 einkalífinu svara ég kannski ekki alltaf alveg sannleikanum samkvæmt. „Stendur ekki vel á hjá þér,“ er spurt, „Jú, jú,“ svara ég afar ljúflega, en hugsa með mér: Það er alltaf sama sagan með þennan, hann hringir einungis á matmálstímum. Morgunblaðið/Arnaldur ÆVINTÝRIÐ um spýtu- strákinn Gosa þykir sígild dæmisaga um lygina. Sagan birtist fyrst sem framhalds- saga í barnablaði, en var gefin út í bók árið 1883. Höfundur Gosa C. Collodi var dulnefni Carlo Lor- enzini, sem fæddist í Flórens á Ítalíu árið 1826. Dulnefnið valdi Lorenzini eftir fæðingarbæ móður sinnar, Collodi, rétt við Pescia, og þar er núna minningartafla um Gosa og höfund hans. Fljótlega eftir útgáfu bókarinnar var farið að þýða hana á önnur tungumál og hófst þá sigur- för Gosa um víða veröld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.