Morgunblaðið - 14.08.1998, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.08.1998, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 B 5 DAGLEGT LIF irsdóttir, i Tjarnarskóla. LOGI Bergmann Eiðsson, fréttamaður hjá Sjónvarpinu. KENNARINN Margrét Theodórsdóttir Fjórtán og átján ára skólastjórar? O „Ég gerði ekki neitt“ eða „Petta er ekki mér að kenna“ segja nem- endur oft ef gengið er á þá um svör við einhverju neikvæðu. Og þá er bara að meta hvort hægt er að taka svarið gott og gilt. Þegar nemendur koma of seint er viðkvæðið stundum að mamma eða pabbi hafi sofið yfir sig. Sem er efalítið engin lygi, krökkunum finnst bara að foreldr- arnir eigi sökina. Ég fæ afar fjöl- skrúðugar skýringar þegar heima- námið situr á hakanum en tel yfir- leitt ekki ástæðu til að draga í efa að afi hafi orðið sextugur eða Sigga systir hafi gift sig. Hins vegar hef ég einstaka sinnum á tilfinningunni þegar brúnir og sællegir nemendur afsaka sig að þeim finnist ljósatím- arnir mikilvægai'i en heimanámið. Annars finnst mér börn og ungling- ar afar sjaldan ljúga vísvitandi og samviskulaust. O Mjög einstaklingsbundið og breytilegt. Sumir fara þó að fikta í einhverju, rúlla upp á ermarnar eða taka af sér húfuna og snúa henni fram og til baka. Mér virðist fremur sjaldgjæft að lygari horfi í augun á manni þegar hann stendur fyrir svörum. Slíkt kann að vera smávís- bending um að viðkomandi hafi ekki hreinan skjöld, þótt ég útiloki ekki að ástæðan sé feimni og ófram- færni. O Annars vegar þeir sem eru sið- blindir og ljúga hverju sem er til að bjarga sér út úr vandræðum og hins vegar þeir sem eiga við ýmiss konar erfiðleika að etja til dæmis heima hjá sér. Þeir síðarnefndu hagræða einkum sannleikanum til þess að allt líti vel út á yfirborðinu. Sjálf hef ég aðeins haft kynni af tveimur forhert- um lygurum. Ég held að báðum hafi liðið illa og lygin hafi verið fíkn í að búa til öðruvísi heim en þann sem þeir lifðu og hrærðust í. Únglingar ljúga oft fyrir félaga sína án þess að gera sér grein fyrir að slíkt kemur þeim sjálfum í koll og þeim er jafn- framt tamt að leyna ýmsu fyrir for- eldrum sínum. Þeir eru að ganga í gegnum ákveðið þroskastig, en flestir læra um síðir að sannleikur- inn er sagna bestur og þegar á reyn- ir eru foreldrarnir bestu samherj- arnir. O Ég hef heyrt ýmsar ótrúlegar og óskammfeilnar lygasögur, en geri mitt ítrasta til að gleyma þeim jafn- óðum. Þótt unglingar ljúgi stundum af hræðslu eiga sumir líka til að gorta og og skálda upp sögur af sjálfum sér. Dæmi um slíkt eru fræknar kvennafarssögur strák- anna. Reyndar sagði ég sjálf lyga- sögu nýverið. Þannig var að ég átti afmæli og sat ásamt nokkrum kenn- urum í kaffistofunni þegar nemandi rak nefið í gættina og spurði hvað ég væri gömul. „Þrjátíu og eins,“ svar- aði ég að bragði og laug til um nokk- ur ár. „Þú hefur þá bara verið átján ára þegar þú stofnaðir Tjarnar- skóla,“ sagði nemandinn hugsi þeg- ar hann gekk í burtu. Ég hugsaði með mér að eins gott væri að hann vissi ekki að María, sem stofnaði skólann ásamt mér, væri fjórum ár- um yngri en ég. 0 Framangreint segir sína sögu um að ég gríp stundum til lyginnar. Mest þó að gamni mínu og ég er fljót að leiðrétta misskilning, sem af slíku hlýst. Samkvæmt lífsskoðun minni er ávinningur af lygi enginn þegar upp er staðið því hún kemur alltaf í haus- inn á manni aftur. Yfirleitt þegi ég frekar en að segja ósatt, eða reyni að snúa talinu lipurlega að jákvæðu hliðunum. FRÉTTAMAÐURINN iogi Bergmann Eiðsson Hann veit að ég veit... O Þegar viðmælandinn svarar: „Ég veit ekki til þess að...“ eða einfald- lega: „Ég veit það ekki.“ Ég veit samt að hann veit það og hann veit að ég veit að hann veit það. Það hlakkar alltaf í mér þegar ég fæ staðfestingu á að viðkomandi sagði ekki sannleik- ann og mér fínnst óskaplega gaman að hafa sannanir í höndunum og spjalla við hann aftur. 0 Fólk verður mjög vandræðalegt og flóttalegt. Sumir skipta nánast um persónuleika, tala samhengis- laust og í mjög löngu máli. I viðtöl- um augliti til auglitis eru fálmkennd viðbrögð áberandi og fólk fer að handfjalla ýmsa nærtæka muni. Þeg- ar ég var lítill sagðist mamma vita hvenær ég laug því annað augað rann alltaf til. Kannski var hún bara að plata. © Það ljúga allir, háir og lágir, konur og karlar, og mjög oft að fréttamönnum. Sumir eru lunknir HELGI Jóhannesson hæstaréttarlögmaður. að hagræða sannleikanum, segja bara hálfan sannleikann eða láta eitthvað í veðri vaka. Mér virðist konur þó heiðarlegri en karlar, ef til vill vegna þess að ég tala oftar við karla því þeir gegna fleiri áhrifastöðum. Erfiðast er að toga sannleikann upp úr gömlum emb- ættismönnum. Þeir eru mjög á varðbergi og segja aldrei meira en þeir telja nauðsynlegt. Ungir emb- ættismenn eru mun opnari og við- ræðubetri. O Fréttamönnum berast ábending- ar um eitt og annað, sem virðist afar fjarstæðukennt. Staðreyndin er samt sú að því ótrúlegri sem sagan er þeim mun betri yrði fréttin. Þess vegna verðum við, fréttahaukamir, að taka allar ábendingar alvarlega. Mér fínnst ég stundum eins og trúgjarn bjáni þegar ég fer á stúfana eftir vís- bendingu, sem reynist gjörsamlega út í hött. Slúður er oft uppspuni frá rótum eins og klausa í DV nýverið sem upp- lýsti að senn yrði kollegi minn Gísli Marteinn Baldursson fréttamaður framkvæmdastjóri þingsflokks Sjálf- stæðisflokksins. Þess var jafnframt getið að Gísli Marteinn hefði ekki fundið sig í starfí og væntanleg stöðuveiting væri að undirlagi Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar. Mér fannst þetta rosalega fyndið og fjar- stæðukennt því bæði áhorfendur og ailir sem þekkja Gísia Martein vita að hann kann mætavel við sig í starfi. © Ég stend mig stundum að ósjálf- ráðri lygi. Ef ég er sofandi og ein- hver hringir og segir: „Var ég að vekja þig?“ Þá á ég til að svara: „Nei, nei ég er löngu vaknaður." Eða ef einhver segir: „Blessaður, manstu ekki eftir mér?“ „Jú, auðvit- að,“ svara ég þótt ég hafi ekki hug- mynd um hver maðurinn er. Ég er mjög ómannglöggur og þessi ósjálf- ráða lygi kemur mér oft í koll. Þótt ég telji mig heiðarlegan myndi ég efalítið ósjálfrátt ljúga til um hrað- ann ef löggan tæki mig fyrir of hrað- an akstur. Ég grip helst til lyginnar ef ég lendi í vandræðum, til að móðga ekki fólk eða ef mér er illa við að gefa of miklar upplýsingar. Annars lýg ég helst ekki og aldrei í starfí. LOGMAÐURINN Helgi Jóhannesson hrl. Alltaf gott veður á Akureyri © Samkvæmt minni reynslu ljúga skjólstæðingar mínir afar sjaldan að mér. Þeir vita að samband lög- manns og skjólstæðings byggist á gagnkvæmu trausti og hagsmunir þeirra velta á að skýra satt og rétt frá. Sumir hagræða þó sannleikan- um svolítið, einkum til að fegra stöðu sína og gerðir í atburða- rásinni bæði í einkamálum og saka- málum. Sé sú raunin þá er hvert til- vik einstakt og ein lygin ekki al- gengari en önnur. 0 Ég sé yfirleitt á þeim sem ég þekki vel þegar þeir ljúga. Flestir verða óeðlilegir og skömmustulegir og ef gengið er á þá brestur þá kjark til að halda lyginni til streitu. Mér finnst erfiðara að sjá á þeim sem égjsekki lítið hvort þeir eru að ljúga. í starfinu get ég einungis metið slíkt af orðum og frásögn skjólstæðinganna. Til dæmis ef frá- sögn þeirra á sér enga stoð í gögn- um málsins. Hins vegar hef ég alltaf í huga að í opinberum málum er enginn sekur ’fyrr en sekt hans er sönnuð og þótt atburðarásin sé lyg- inni líkust er möguleiki á að hún sé sönn. © Ég býst við að þeir hræddustu og harðsvíruðustu ljúgi mest. Þeir síðar- nefndu telja sig komast betur út úr vandamálunum með því að ljúga sig í gegnum þau. Konur virðast eiga erf- iðara með að ljúga en karlar og auð- veldara er að sjá á þeim ef þær grípa til lyginnar. Samt hef ég hitt konur sem eru forhertir lygarar og verð alltaf jafn hissa. Yfirleitt verða konur þó eins og börn, skömmustulegar og óöruggar í framkomu, þegar þær Ijúga. ©Að það sé alltaf gott veður á Akureyri eins og þeir fyrir norðan ljúga statt og stöðugt. Ég hef líka heyrt allmargar ýktar sögur af afrek- um og svaðilförum veiðimanna. Stundum kannast ég ekkert við sög- urnar þótt ég átti mig um síðir á að ég var sjálfur með í umræddri veiði- ferð. I stai’fi hef ég aðeins einu sinni staðið skjólstæðing að því að ljúga blákalt að mér. Slíkur trúnaðarbrest- ur er algjörlega ólíðandi og hindrar eðlilegan framgangsmáta mála. Ég komst sem betur fer að hinu sanna í tíma og við skildum að skiptum með litlum kærleikum. Síðan ég varð eitt sinn vitni að hvernig lygasaga varð til legg ég ekki hlustir við slúðri um náungann. Ég eins og aðrir viðstadd- ir trúðum sannfærandi sögumanni, sem sagði að þjóðþekkt kona gengi með barn þjóðþekkts karls, en þó ekki eiginmanns síns. Löngu eftir að ég vissi að sögumaður átti upptökin að lyginni heyrði ég söguna vítt og breitt um bæinn og þakkaði mínum sæla fyi-ir að hafa ekki átt þátt í að dreifa henni. © Ég kannast ekki við að hafa nokkum tíma logið. U \ ■ A • ' C4y-,r' \ 'WwiS x : ••: " éPf SúreíYiisvöim r Karin Herzog • enduruppbyggja húdina • vinna gegn öldrunareinkennum • vinna á appelsínulmð og sliti • vinna á unglingabólum • vidlialda ferskleika búðarmnar • Þœr eru ferskir vindar í umhirðu liúðar • SOLUSTAÐIR: WORLD CLASS - REYKJAVÍK OG AKUREYRI SIGURBOGINN - LAUGAVEGI CLARA - KRINGLUNNI SANDRA, SMÁRATORGI SNYRTIHÖLLIN - GARÐATORGI NEGLUR OG FEGURÐ - EIÐISTORGI HÁALEITISAPÓTEK. HOLTSAPÓTEK HRINGBRAUTARAPÓTEK SNYRTI-OG NUDDSTOFAN PARADÍS ENGLAKROPPAR - STÓRHÖFÐA 17 SÓL OG SÆLA - FJARÐARGÖTU 11 ÞITT MÁL- HEILSUSTÚDÍO - GARÐATORGI HVERAGERÐISAPÓTEK - HVERAGERÐI SELFOSSAPÓTEK - KJARNANUM, SELFOSSI HEILSUSTÚDlÓ VÖXTUR - ÓLAFSVÍK BETRl ÚNUR - VESTMANNAEYJUM Dreifing: Solvin, box 9184, 129 Reykjavfk, sími 899 2947 ÞAÐ ER ALDREI OF SEINT AÐ HUGSA UM HEILSUNA Fráhœru amerísku heilsudýnurnar frá P Einfaldlega toppurinn í amerískum dýnunu Húsgögn Siðumúta 28 • S. 568 0606

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.