Morgunblaðið - 14.08.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.08.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 B 3 eitt sterkasta en jafnframt dýrasta leður sem völ er á.“ Pegar upp var staðið kostaði samfestingurinn 120 þúsund krón- ur, enda mikið í lagt og ekkert til sparað. Hann er stunginn og stag- aður eftir kúnstarinnar reglum; með sérhönnuðum púðum til að hlífa hnjám, olnbogum, mjöðmum og öxlum. Undir rennilásunum á skálmum og ermum er selskinn og yfír þeim hlífar úr mjúku leðri til að hjólið rispist ekki. Auk þessa bað Ásta Lilja vin sinn, Braga Halldórs- son, um að hanna hringlaga merki úr fornu rúnaletri, sem táknar staf- ina í fyrra nafninu hennar. „Síðan féll í hlut Hans að búa merkið til úr leðri og stanga það á bakstykkið. Undanfarið hefúr hann varla litið upp frá saumaskapnum nema rétt til að taka málin af mér og láta mig máta. Ég hef því annaðhvort verið í búðinni hjá honum lungann úr deginum síðustu vikurnar eða komið þar við oft á dag. Ég var orðin ofboðslega spennt og g W iðaði í skinninu að kom- ast í gallann." Grenntist um sex kíló Þótt Ásta Lilja taki öryggis- kenndina fram hjólið yfir pjattið er hún harla ánægð með að hafa grennst um sex kíló meðan á saumaskapnum stóð. „Mér hugn- uðust málin sem Hans tók af mér betur með hverjum deginum sem leið,“ segir hún og bætir við að trú- lega verði samfestingurinn henni bæði aðhald á mótorhjólinu og í mataræði. „... Ég verð að komast í samfestinginn því þótt hann eigi að vera níðþröngur þá má ég ekki sprengja hann utan af mér.“ Núna er Ásta Lilja alsæl í draumagallanum, sem trúlega end- ist henni í mörg ár. Hún ætlar að láta frekari fjárfestingar í tengslum við tómstundagamanið bíða að sinni, enda á hún fullt í fangi með að fjár- magna viðhaldið á Suzuki mótor- hjólinu sínu og nýtt hjól er fjarlæg- ur draumur. Líkt og flestir ungir mótorhjólaeigendur reynir hún að sjá sjálf um minniháttar viðgerðir eins og að skiptá um tannhjól og keðjur. Samt telst henni til að hún eyði tæpum 200 þúsundum króna á ári í viðhald, bensín, olíu, trygging- ar og dekk. Krappar beygjur, spól og prjón „Ég ætla ekki að fá mér annað mót- orhjól fyrr en ég hef náð meiri leikni á mínu og lært allt sem hægt er. Mig vantar meiri æfingu í að taka krapp- ar beygjur þannig að hjólið leggist nánast á hliðina, spóla í bleytu, prjóna og þess háttar. Annars er draumahjólið mitt Yamaha R1 1100 cc nýkomið á markaðinn og kostar um 1,6 milljónir," segir Ásta Lilja og útskýrir muninn á því og Suzuki GSXR 750 cc mótorhjóli. Draumahjólið segir hún vera styttra en sitt, léttara, þægi- legra, kraft- meira og auk þess glæsilegra á að líta. „Mitt er líka fínt og á því er hægt að taka hraðar af stað en á mörgum öðrum. Eftir vinnu á nóttunni finnst mér yndisleg frelsistilfinning að hjóla eitthvert út í buskann, til dæm- is til Eyrarbakka, Selfoss eða Hval- fjarðar, og finna adrenalínið flæða um líkamann," segir Ásta Lilja og stígur á bak farskjóta sínum, leður- klædd... og smart. Undir rennilásunum á skálmum og erm- um er selskinn og yfir þeim hlífar úr mjúku leðri til að rispist ekki. Morgunblaðið/Kristinn HANS saumar mest úr leðri, selskinni og fiskroði. staðnum 22 í vor og báðu hann að sauma búninga og setja upp smá- tískusýningu fyrir ráðstefnugesti. Hann hefur líka saumað búninga fyrir leiksýningar, nú síðast Grea- se, og kvikmyndir og haft hönd í bagga með víkingahátíðum, sem hér hafa verið haldnar. Þverskurður mannlífsins Viðskiptavini siha segir Hans vera þverskurð mannlífsins og oft verði lítið úr saumaskap á daginn en meira um rabb og kaffiþamb með gestum og gangandi. „Hingað koma fínar frúr, mótorhjólafólk, hestamenn, fatafellur, undirmáls- fólk, sjóarar á rússneskum togur- um og alls konar fólk með ólík er- indi og þarfír,“ segir Hans og nefnir sem dæmi að hann saumi bijóstahaldara fyrir fatafellur og geri upp söðla fyrir hestamenn. „Ég tek nánast að mér flest verk- efni sem lúta að viðgerðum og saumaskap á leðri og skinni.“ í hugum sumra tengist svart- ur leðurfatnaður tattóveruðum pönkurum með göt hér og þar á líkamanum fyrir hringi og skraut. Hans segir að leðrið höfði til þeirra eins og margra annarra, en hins vegar sé leður tímalaus tíska, sem tengist fremur smekk fólks en lífsmáta og lífsviðhorfum. „Núna eru sárafáir sem líta út eins og dæmigerð ímynd pönkarans þótt pönkið sem slíkt sé orðið hluti af menningunni hérlendis sem erlendis.“ í búðinni hjá Hans hanga leð- uijakkar í röðum og bíða eftir að eigendurnir vitji þeirra úr við- gerð. Hans segir margar ástæður fyrir langri viðveru flíkanna, t.d. ef menn fara á sjóinn til langs tíma eða þurfa skyndilega að af- plána dóm. En Hans þekkir sína menn og veit að allir koma þeir aftur því enginn vilji tapa leður- jakkanum sínum. Morgunblaðið/Arnaldur EVA Guðný Þórarinsdóttir með fiðluna sína. Tólf ára í skóla Yehudi Menuhins TÓLF ára stúlka úr Garðabæ, Eva Guðný Þórarinsdóttir, ætlar að feta í fótspor fiðlusnillingsins sérkennilega, Islandsvinarins Nigels Kennedy, og læra á fiðlu í tónlistarskóla Yehudi Menuhins á Englandi í vetur. Nem- endur í skólanum eru 53 og á hverju ári eru örfáir nýir einstaklingar tekn- ir inn í skóla hins þekkta hljóðfæra- leikara þar sem þeir njóta leiðsagnar á píanó og strengjahljóðfæri. Var Eva Guðný valin úr hópi 500 sem sóttu um skólavist en 10-12 nem- endur voru teknir inn í skólann að þessu sinni. Menuhin stofnaði skólann árið 1963 eftir 30 ára ferðalög víða um heim til þess að koma til móts við börn með tónlistarhæfileika, sem samkvæmt reynslu hans gátu oft átt í erfiðleikum með að sam- ræma tónlistarnámið öðru skyldunámi. Því er það mark- mið starfseminnar að búa nem- endum með tónlistargáfu að- stæður til þess að fá útrás fyrir dálæti sitt á tónlistinni og þroska hæfileika sína og tækni- lega getu í samræmi við ströngustu kröfur. Flestir nemendur skólans eru frá Bretlandi en stór hluti þeirra kemur víðs vegar að úr heim- inum; frá Kína, Kóreu, Japan, Tævan, Malasíu, Singapúr, Frakklandi, Belgíu, Spáni, Rúmeníu, Búlgaríu, Armen- íu, Slóvakíu og Sviss. Og nú síðast frá íslandi. Eva Guðný fór í þriggja daga áheyrnarpróf í byrjun júní og viðurkennir að hafa verið ör- lítið kvíðin þótt henni þætti prófið í sjálfu sér ekki erfitt. Þurfti hún með- al annars að leika tónstiga, ýmsar æf- ingai’, lesa nótur, svara nokkrum spumingum og spila kafla úr tveimur verkum. Fyrir valinu urðu konsert eftir Brach, sem ekki þykir á hvers manns færi, og sónata eftir Bach. Eva Guðný varð tólf ára gömul í júlí í sumar og byrjaði að spila á fiðlu þriggja ára í Suzuki-skólanum. Þar var hún við nám í fimm ár en fór þvínæst í Tónlistarskóla Reykjavík- ur þar sem hún hefur verið nemandi Guðnýjar Guðmundsdóttur konsert- meistara síðastliðin þrjú ár. í síð- ustu viku kom hún heim frá Banda- ríkjunum þar sem hún hafði verið á sex vikna sumamámskeiði fyrir af- burðanemendur í tónlist hjá þekkt- um prófessorum í fiðlu- og víóluleik, Almitu og Roland Vamos. Hún hafði ekki búist við því að verða einn út- EVA Guðný byrjaði að Iæra á fiðlu 3 fiiomul í Suzuki-skólanum. U valinna nemenda í Yehudi Menuhin skólanum næsta vetur en vildi samt ekki hætta við sumarnámskeiðið þegar til kom. Við val á námsefni í skólanum er þess gætt að jafnvægi ríki milli tón- listar og annarra greina og gefst nemendum, sem eru 8-16 ára gaml- ir, kostur á því að leggja stund á list- nám, líffræði, ensku, leiklist, frönsku, þýsku, rússnesku, sögu, stærðfræði, alexander-tækni og slökun, auk tónlistar. Námsárangur við lok skyldunáms þykir mjög góður í skólanum og einnig halda nemendur sem ljúka námi jafnan áfram við þekkta tón- listarskóla, svo sem The Royal Col- lege, The Royal Academy, The Royal Northern College, The Guild- hall School of Music and Drama, Juilliard School í New York og McGill háskóla í Kanada. Eva Guðný æfir sig á fiðluna dag- lega og oft í tvo tíma á dag, þótt stundum sé það ef til vill eitthvað minna. Hún er ekki endilega á því að hún haldi mikið upp á eitt tónskáld umfram annað en segir gaman að spila Paganini og nefnir svo Mozart og Bach og kannski Kreisler. Að búa til tón Hún er augljóslega meira fyrir að tjá sig með hljóðfærinu en orðum, að minnsta kosti þegar ókunnugir eru annars vegar, en lætur uppi þó, að sér þyki fiðlan mest spennandi hljóð- færið. Aðal aðdráttaraflið felst í því „að búa til tóninn" að hennar sögn. Yehudi Menuhin skólinn er stað- settur í Surrey í suðurhluta Eng- lands og hefst kennslan hinn 9. sept- ember næstkomandi. Eva Guðný er búin að fá frí frá skólanum á íslandi næstu misseri en skólavistin ytra er mjög dýr fyrir nemendur frá lönd- um utan Evrópusambandsins fyrstu árin. Komist þeir í gegnum fyrstu misserin greiða þeir hins vegar sömu skólagjöld og þegnar ESB- landa. Ef námið gengur að óskum getur Eva Guðný því verið við Yehudi Menuhin skólann í fjögur ár en fyrst er að komast í gegnum haustmisserið. Nemendur skólans, sem skipt í er fjóra hópa eftir aldri, búa saman á heimavist og eru 2-3 saman í her- bergi segir hún. Miðað er við að þeir fari á fætur klukkan sex árdegis og borði morgunverð hálfsjö en að því búnu hefst kennslan. I stundatöfl- unni er gert ráð fyrir hléum til þess að nemendur æfi sig á hljóðfæri sín en kennslu lýkur ekki fyrr en seinni- partinn. Nemendur skólans fara líka snemma í háttinn enda er gert ráð fyrir að öll ljós séu slökkt klukkan níu á kvöldin. Ekki er allt upp talið því Menuhin er sagður vera alger- lega á móti hamborgurum og kóki. Þess í stað eiga skjólstæðingar skóla hans að borða grænmetisrétti og annan hollan mat! Gifsborgarar og leirkók Væntanlegir nemendur skólans komu í heimsókn ásamt foreldrum á opnu húsi í maí og segir Eva Guðný að einhverjir grallarar hafi greini- lega fengið útrás fyrir bæld- ar langanir í hstatímum í vet- ur og búið til skúlptúra af hamborgurum og kók, sem blöstu við gestunum í heim- sókninni. Skólastjóranum, Nicolas Chisholm, sýnilega til mikils ama. Foreldrar Evu Guðnýjar, Marta Bjamadóttir og Þórar- inn Ólafsson, ætla að fylgja dóttur sinni fyrstu skrefin í skólanum og reyna að heim- sækja hana um helgar eftir því sem kostur er. Nemendur fá hefðbundin frí í kringum hátíðir og vikufrí á hvorri önn en kennsl- unni lýkur ekki fyrr en í lok júlí. Fiðluleikarinn ungi segist að vonum mjög spenntur yfir vænt- anlegri dvöl í ókunnu landi og í fyrsta skipti með öðrum í her- bergi. Verndari skólans er her- togaynjan af Kent og þeir sem hafa lesið þýddar barnabækur eftir Enid Blyton kannast örlitið við sig þegar vistinni á heimavist- inni er lýst. Víst verður dvölin með breskum blæ, sem til dæmis sést á lista frá skólanum yfii- fatn- að og annað sem nemendum er gert að taka með sér. Öll börn eiga til dæmis að hafa meðferðis 12 vasaklúta, hanska, tennis-skó og Wellington-stígvél. Fötin eru líka nákvæmlega talin of- an í börnin og býst Marta við að þurfa að fara í gegnum ferðatöskur dóttur sinnar í fríum og sjá um skipulagið. Eva Guðný hefur nefni- lega engan áhuga á lifibrauði for- eldra sinna og eldri systur. Fötum. Hún vill bara spila á fiðluna sína. hke

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.