Morgunblaðið - 14.08.1998, Page 7

Morgunblaðið - 14.08.1998, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 B 7 *r ÞEGAR færi gefst sest Guð- mundur niður í versluninni og vefur garni og prjónum um fingur sér. Þegar dokk- an klárast er hægur vandi að teygja sig í nýja. í BLAÐI fann Guð- mundur púðauppskift en tók sig til og breytti gripnum í dúk með því að bæta kanti í kringum harðang- urssauminn. Sérstök fót - unnin með sérstökum hætti Og það er óhætt að segja að flíkurnar eru ekki aðeins sérstak- ar útlits, heldur er vinnsla þeirra einnig með öðrum hætti en al- mennt gildir um hönnuði. Fanney kaupir latex í fljótandi formi og þá er það á litinn eins og ljósu gúmmíteygjurnar, sem allir þekkja. Hún litar efnið og hellir því síðan á glerplötu, en hefur einnig notað flísalagt baðherberg- isgólfið heima hjá sér og annað, þegar hún hefur verið að gera til- raunir með áferðina. Hreint latex er alveg eins og teygja, sem þá er ekki hægt að sauma saman, heldur límir Fann- ey flíkurnar saman. Stundum leggur hún efni í latexið og þá er hægt að sauma það. Það krefst því nokkurrar umhugsunar að vinna með latex. „Efnið hefur súi takmörk eins og öll önnur efni, en mér finnst spennandi að sjá hvað ég kemst með það.“ Það er líka sérstök tilfinning að ganga í latexflíkum, því efnið andar ekki. Fanney hlær að því að sjálf sé hún bómullarmann- eskja, líði best í náttúruefnum, en sumir kunni vel við að vera í latexi og svitna. „Efnið er alveg þétt og heldur rakanum inni, líka þó það sé tauefni í þvf. Fólk ber á sig talkúm til að komast í fötin.“ Hún fóðrar latexflíkur, eftir því sem hægt er, til dæmis buxur, en tekur annars mið af hvort það passi flíkinni að hafa hana fóðr- aða. Sem stendur er Fanney með- al annars að prófa sig áfram með að nota latex með öðrum efnum, reyna að koma fötunum mínum áleiðis í London," segir Fanney Antonsdóttir. til dæmis satíni, þar sein hún not- ar latex til að teikna mystur á sa- tínið. Fanney segh’ að latex hafi fram að þessu mest verið notað í heimi sadó-masókista, eins og sjá má i búðuin, sein sérhæfa sig í slíku, en hún segist hafa heyrt að latex væri einnig farið að sjást í venju- legu tískusamhengi, til dæmis í London, þó hún hafi ekki séð það sjálf. „Mér hefur verið ráðlagt að reyna að koma fötunum mínum áleiðis í London, en meðan ég er bara ein með þetta þá ræð ég ein- faldlega ekki við það. Núorðið er fólk opið fyrir alls kyns efnum í föt og plast hefur verið í gangi lengi, en Danir þurfa nú aðeins að venjast þessu.“ er í því skyni að efla veg prjóna- mennsku og hönnunar. Guðmund- ur vann þá enn í bankanum en með viðurkenningunni urðu prjónahæfi- leikar hans opinberir og raddu brautina fyrir aðra. „Það er dálítið skemmtilegt að eftir að ég opnaði búðina hafa verið að laumast hing- að karlmenn sem engan granaði að hefðu áhuga á saumaskap. Þeir hafa eiginlega „komið út úr skápn- um“ í þessu tilliti, versla hjá mér garn og nálar og þora loks að vera saumamenn." Stórmáltíð uppi á vegg Sjálfur saumar Guðmundur út eða prjónar þegar lítið er að gera í búðinni, sem er helst yfir hásum- arið. „Eg er í augnablikinu að prjóna skírnarkjól eftir sjálfan mig en heima á ég í stríði við risastóra krosssaumsmynd eftir málverki Leonardo da Vinci, Síðasta kvöld- máltíðin. Hún verður 110x60 senti- metrar í ramma - ætli ég verði ekki að flytja í stærri íbúð þegar hún verður loks tilbúin!" Að sögn Guðmundar er myndin „alger geð- veiki“ og á þá við þolinmæðisvinn- una sem hún krefst, en hann er vanur maður. „Yfirleitt sauma ég stykki upp úr blöðum en svo breytir maður alltaf einhverju sjálfur." Þegar spurt er hvað fáist í Handraðanum sem hvergi finnist annars staðar, bendir Guðmundur á bútasaumssnið eftir móður sína, Þórdísi Björnsdóttur. „Hún mamma prófaði að selja nokkur teppasnið hjá mér og þau svona líka rokseldust þannig að hún fór út í formlega framleiðslu. Hún er líka að fara að vinna hjá mér hálf- an daginn - viskubrannur þegar kemur að bútasaumi - þannig að fólk getur spurt hana ráða ef það lendir í vanda.“ Annars er flest að finna í Hand- raðanum sem saumakonur og - menn þurfa á að halda. „Hér eru hespur og hnotur í öllum litum, kaðlaprjónar, umferðateljarar, vax til að búa til „quilt“-þræði, sauma- vélar og sníðablöð. Svo get ég að sjálfsögðu útvegað skæri fyrir örv- henta ef á þarf að halda,“ segir að lokum Guðmundur með gullprjón- ana og snýr sér að afgreiðslu enda komin biðröð við borðið. Danir eru að mati Fanneyjar mun íhaldssamari í smekk en Is- lendingar, sem séu miklu meira til í að reyna eitthvað nýtt. „Það er allt annað gildismat hér í Dan- mörku en heima. Danir fara frekar í ferðalag en að kaupa sér nýtt sófasett. Þeir eru ekkert að eltast við tískuna og ég kann vel við þetta hugarfar, þó það henti mér ekki í því sem ég fæst við. Heima er fólk meira tilbúið til að prófa eitthvað nýtt og fríkað, en það tekur það stundum of alvar- lega í hverju það gangi. Það er ekki eins og himinn og jörð farist þó maður sé ekki í einhverju flottu.“ Með augum landans r A hliðarakrein Anna Margrét Marinósdóttir hefur bú- ið undanfarin ár í Barcelona. Eftir að hafa lokið MBA-námi fór hún til starfa hjá SH þar sem hún hefur verið síðast- liðið eitt og hálft ár. Hún segir hér frá erfíðum morgni í spænskri umferð. HVILIKUR HUNDS- ■3P morgunn, eins og Spán- verjarnir segja. Eg lagði af stað til vinnu á mínum litla bíl. Allt í lukkunnar velstandi. Mín beið þó 52 nokkur vinna og langt há- [ degishlé sem vonandi væri "4 hægt að verja á ströndinni. flfi Eftir um 10 mín. akstur varð mér hins vegar ljóst að strandfötin voru ekki með í för, þó ég hefði tekið þau til í morgun og sett í plastpoka. í kjölfarið rann það svo upp fyrir mér að bingurinn sem ég henti í ruslagáminn á götuhorninu hjá mér var kannski dálítið stærri en venjulegur raslapoki. Hvert þó í logandi! - Búin að henda fokdýru bikiníi og ágætis handklæði með. Sagðist ég einhvern tíma vera fullkomin, ég man allavega ekki eftir því. Það er nú ekkert grín að vera þátttakandi í umferð Barcelona- borgar, sérstaklega ekki á morgnana og þegar sólin skín svo sterk og heit. Ekki um annað að ræða en að snúa við samt. Eins gott að heppnin elti mig og ég komi ekki of seint í vinnuna. Umferðin í hina áttina gengur enn þá hægar og ég hef engan tíma til að standa í þessu. Ein akreinin er auð því hún á víst bara að vera fyrir leigubíla og strætisvagna, sem era víðs fjarri. Ég er jú að flýta mér, bikiníið liggur í ruslagámi og skyldan kallar. Er ekki eina vitið að nýta sér þessa auðu akrein?! Ég kemst stax á siglingu, tek fram úr öllum hinum, vindurinn leikur um hárið á mér, hæhæhæ, ég tek lagið af ánægju. Þetta er snilld- arhugmynd allt þar til mér bæt- ist liðsauki í tónlistinni. Hljóð- færið er lögregluflauta. Það gín við mér sveit lögreglu- manna. Þeh’ era ekki á kóræf- ingu heldur við vinnu og þeim finnst ekki sniðugt að notfæra sér auðar akreinar sem ætlaðar eru öðram. Einn þeirra bendir mér hvar ég skuli stöðva bílinn og svo gengur hann til mín hröð- um skrefum. Ég pndirbý minn hluta samtalsins. Ég held ég sé ekkert að segja honum frá því hvað hefur hent mig. Hann á lík- lega ekki bikim' sem honum þykir vænt um og hendir sjálfsagt aldrei verðmætum í ruslagáma óvart. Ég sleppi því að afsaka mig. Hvað var ég annars eigin- lega að spá með því að æða þessa akrein? Ég ætla aldrei að gera þetta aftur. Fulltrúinn innir mig eftir vottorðum og skilríkjum. Bleikt, íslenskt ökuskírteini er nú ekki pappír sem spænsk lögregla velth’ milli handa sér á hverjum degi. Hópur einkennisklæddra fer ört stækkandi við bílinn. Þeim finnst skírteinið ekki traustvekj- andi og svo skilja þau ekki einu sinni hvað stendur á því. Dæmið er mjög dularfullt. Þau hafa öll áhuga á málinu og komast fljót- lega að sömu niðurstöðu. Ljóskan á Ijóta bflnum er ekki aðeins lög- brjótur heldur er hún ólögleg i umferðinni. - íslenskt ökuskír- teini gildir ekki á Spáni. Leggja bflnum héma, gjörið svo vel. Hann er kyrrsettur þar til ég finn einhvem með löglegt skírteini til að sækja hann. - EES, er það eitthvað ofan á brauð? Ekkert sérstaklega auðvelt að segja vörðum laganna að þeir hafi kol- rangt fyrir sér. Látið mig í friði! Viljiði bara hafa Katalóna héma á götunum? Ég er of sein í vinnu og EES, það er hliðarsamningur sem heimilai’ mér að aka með þetta skírteini í þessu landi og víst, víst, víst, það er alveg satt, svo táraflóð og örvænting og ég þekki engan sem getur hjálpað mér. Hvernig skyldi Kunta Kinte hafa liðið? E E S, E-v-r-ó-p-s-k- a-e-f-n-a-h-a-g-s-s-v-æ-ð-i-ð. Þið kannist ekki við það, nei. Það er nefnilega það. Ég get ekki meir, sit bara þarna og sólin blindar mig, veit eiginlega ekki hvað ég á að gera næst. Pikka aðeins í stýrið. Svo sigrar auðvitað réttlætið að lok- um, og einhver skrifræðissér- fræðingurinn í höfuðstöðvunum kemur því til skila að hún hafi nú rétt fyrir sér, þessi aðkomu- stúlka. EES er víst raunveruleg- ur samningur þjóða okkar í milli. Að kafa eftir bikiníi í ruslagámi er leikur einn eftir þessa reynslu, enda tekur það fljótt af og fýlan ekkert svo mikil. Skyldi Jón Baldvin vita af þessu? STÓRútsalan er hafín! Gardínuefní fyrír eldKúsíð og fj'ölbreytt úrval annarra efna á 190 kr. m. 15-5 0% afsláttur af allrí vefnaðarvöru. Úrval gluggatjaldaefna með míklum afslættí. ■búðirnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.