Morgunblaðið - 22.08.1998, Side 18

Morgunblaðið - 22.08.1998, Side 18
18 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Þormóður rammi kaupir 5% hlut í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna Kaupverð um 300 ÞORMÓÐUR rammi - Sæberg hf. keypti í gær 5% hlut í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna að nafn- verði 75 milljónir króna. Þar af seldi Hraðfrystihús Eskifjarðai- eignar- hlut fyrir ríflega 66 milljónir. Þormóður rammi - Sæberg átti fyrir kaupin 10,64% í félaginu en hef- ur nú bætt við sig 5% til viðbótar og er þar með orðinn stærsti einstaki hluthafinn með 15,64% eignarhlut. Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður Þor- móðs ramma, vildi í samtali við Morgunblaðið ekki gefa upp nákvæmt kaupverð bréfanna en sagði það vera nálægt markaðsvirði, sem laus- lega áætlað liggur nálægt 300 milljónum króna. Hann telur félagið bjóða upp á mikla möguleika í framtíðinni, verði rétt haldið á málum: „Sölumið- stöðinni var nýlega breytt í hlutafélag sem er mjög jákvætt. Að teknu tilliti til annarra þátta, s.s öflugs markaðskerfis, þá álítum við að félagið sé vænlegur fjárfestingarkostur, þrátt fyrir að milljónir hagnaður þess á fyrri hluta ársins hafi einungis verið 56 milljónir króna“. Róbert útilokar ekki að einhverjar breytingar kunni að eiga sér stað í rekstri SH í framtíðinni án þess að vilja greina nánar frá þeim hugmynd- um. Hann undirstrikar hins vegar að Þormóður rammi eigi einungis 15% eftir kaupin og það gefi augaleið að allar ákvarðanir um rekstrarbreyt- ingar verði að vera í samráði við aðra eigendur í félaginu. Hlutabréf Flugleiða og ÍS hækka aftur HLUTABREF Flugleiðum og ís- lenskum sjávaraf- urðum hf. hækkuðu nokkuð í gær á Verðbréfaþingi Is- lands eftir snarpa lækkun í kjölfar birtingar milliupp- gjörs í fyrradag. Afkoma beggja fé- laganna var lakari en verðbréfamark- aðurinn hafði reikn- að með. Gengi bréf- anna náði þó ekki fym stöðu. í gær námu við- skipti með hluta- bréf í Flugleiðum 17,6 milljónum og fóru þau fram í 22 viðskiptum. Lokagengi dagsins varð 2,82 sem er 5,2% hækkun frá deginum áður. Gengið hafði lækkað um 8,8% í fyrradag, í kjölfar birtingar milli- uppgjörs Flugleiða, en áður en það gerð- ist hafði gengið verið 2,94. Þrettán viðskipti voru með bréf í Is- lenskum sjávaraf- urðum í gær, sam- tals að verðmæti 14,4 milljónir kr. Gengið hækkaði um 4,9% og var 1,92 í lok dagsins. Gengi hlutabréfa ÍS hafði hins vegar lækkað um 18,7% í fyrradag, eftir birtingu af- komutalna. Samtals námu við- skipti með hlutabréf 111 milljónum í gær. Auk framantaldra fyrirtælqa voru mest viðskipti með bréf Har- aldar Böðvarssonar og Granda. Úr- valsvísitala Aðallista hækkaði um 0,19%. Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. Yfirlit yfir helstu fjárhagsstærðir 1. jan. til 30. júní Rekstrarreikningur Muijónir króna 1998 1997 Breyting Fjármunatekjur 126,0 256,9 -51% Fjármagnsgjöld 36,6 33,3 +10% Hreinar fjármunatekjur 89,3 223,5 -60% Rekstrargjöld 16,7 11,4 +46% Hagnaður fyrir skatta 72,6 212,1 -66% Reiknaðir skattar 9,4 45,4 -79% Innleystur hagnaður 63,2 166,7 -62% Breyt. á óinnleystum gengishagnaði -18,8 506,2 - Breyting á tekjuskattsskuldbindingu 21,8 -200,4 - Heildarhagn. til hækkunar á eigin fé 66,2 472,6 -86% Efnahagsreikningur Miiij. króna 30/6 '98 31/12 '97 Breyling | Eignir: | Veltufjármunir 756,5 904,4 -16% Áhættufjármunir og langtímakröfur 2.706,9 2.363,1 +14% Varanlegir rekstrarfjármunir 14,0 3,8 +268% Eignir alls 3.477,5 3.271,3 +6% | Skuldir og eigid té: \ Skammtímaskuldir 326,0 80,9 +303% Langtímaskuldir 846,8 951,7 -11% Eigið fé 2.304,7 2.238,7 +3% - bar af hlutafé 1.185,7 1.154,5 +3% Skuldir og eigið fé samtals 3.477,5 3.271,3 +6% Kennitölur 30/6 '98 31/12*97 Eiginfjárhiutfall 66% 68% Innra virði 1,94 1,94 Arðsemi eigin fjár 5,9% 28,4% Atvinnuleysi í maí, júní og júlí 1998 Hlutfall atvinnulausra af heildarvinnuafli 2,3»i A höfuðborgarsvæðinu standa / 2.537 atvinnulausir á bak við töluna 3,0% í júlí og Cs \ i v - 3,2% 4í% fjölgaði um 26 frá þvííjúní. Allsvom 3.594 atvinnulausir á landinu öllu i júlí og hafði fækkað um 71 frá því í júní. Í9Í»L lls, SM J J 1,6% 3,1% 3,1% 3,0% f4% j M J J V 4Í% m 2,6% 2,4% LANDS- BYGGÐIN NORÐUR- LAND EYSTRA 5,3% 1,8% M J J \ I NORÐUR- LAND VESTRA M J J L f6% ^ 1,1% 1,0X*4 M J J VESTURLAND AUSTUR- LAND \ HÖFUÐBORG ARSjVÆÐIÐ 2,0% M J J 1,7% 1,7% 1,7% 1,7% M J J qV/cÐIÐr^ y ^ SUÐURLAND j | | I S4 m j j 1 Atvinnuleysið 2,5% íjúlímánuði Rökke færir út kvíarnar NORSKI athafnamaðurinn Kjell Inge Rökke tilkynnti á miðvikudag um endurskipulagningu á fyrir- tækjasamsteypu sinni, sem hefur innan sinna vébanda allt frá skipa- smíðastöðvum og sjávarréttaverk- smiðjum til fótboltafélaga og bygg- ingafyrirtækja. Rökke kynnti áætlanir um sölu á stórum hluta eigna TRG, fjárfest- ingafyrirtækis í hans eigu, til Aker RGI, fyrirtækjasamsteypu í Ósló þar sem hann gegnir stjórnarfor- mennsku. Söluverðið nam 1,57 milljörðum norskra króna, sem svarar 14,63 milljörðum íslenskra króna. Rökke, sem lagði grunninn að veldi sínu með útgerð togaraflota á níunda áratugnum, sagðist ætla að einbeita sér að Aker RGI sem meg- in fjárfestingavettvangi sínum, og sagðist myndu gegna embætti stjómarformanns næstu fimm ár, meðan hann hefði yfírráð yfir að minnsta kosti 40% hlutafjár. Fyrr í þessum mánuði hafði Rökke aukið hlutafé sitt í Aker úr 32,7% í 65,2%. Stjórn Aker-samsteypunnar til- kynnti jafnframt á miðvikudag að ákveðið hefði verið að greiða Rökke samtals 1,01 milljarð n.kr. (9,41 milljarða ísl.kr.) fyrir hlut hans í Storebrand, stærstu trygginga- keðju Noregs, ásamt hlutum hans í Gefion, dönsku fjárfestingafyrir- tæki, og Wyndmore, sem meðal annars á 80% í fótboltafélaginu Wimbledon í London. í JÚLÍMÁNUÐI sl. voru skráðir tæplega 78 þúsund atvinnuleysisdag- ar á landinu öllu. Tæplega 26 þúsund dagar voru skráðir hjá körlum og ríf- lega 53 þúsund hjá konum. Skráðum atvinnuleysisdögum hefur fækkað um tæplega 2 þúsund frá mánuðin- um á undan og um ríflega 33 þúsund frá júlímánuði 1997. Atvinnuleysisdagar í júlí jafngilda því að 3.594 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðin- um. Þar af eru 1.145 karlar og 2.449 konur. Þessar tölur jafngilda 2,5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar eða 1,4% hjá körlum og 4% hjá kon- um. Það eru að meðaltali um 71 færri atvinnulausir en í síðasta mán- uði en um 1.529 færri en í júlí í fyrra. Síðasta virkan dag júlímánaðar voru 4.031 manns á atvinnuleysisskrá á landinu öllu en það eru um 206 færri en í lok júnímánaðar. Síðastliðna 12 mánuði voru um 4.379 manns að meðaltali atvinulausir eða 3,2% af mannaflanum en árið 1997 voru um 5.230 manns að meðaltali atvinnu- lausir eða um 3,9%. Atvinnulausum hefur því fækkað í heild að meðaltali um 1,9% frá júní- mánuði, en fækkar um 29,9% miðað við júlí í fyrra. Undanfarin ár hefur atvinnuleysi minnkað um 7% að meðaltali frá júní til júlí. Árstíða- sveiflan nú er því heldur minni en meðaltalssveifla undanfaiánna tíu ára. Breytingamar skýrast af sam- spili ýmissa þátta eins og fækkun fólks á skrá í hlutastörfum, sumar- lokunum einstakra fyrirtækja og minni áhrifum átaksverkefna en undanfarin ár, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Vinnumálastofn- unar. Atvinnuleysi er nú hlutfallslega mest á höfuðborgarsvæðinu en minnst á Vestfjörðum. Atvinnuleysið er nú minna en í júlí í fyrra á öllum atvinnusvæðum. Atvinnuleysi kvenna minnkar um 0,8% og atvinnuleysi karla um 4,3% milli mánaða. Þannig fækkar at- vinnulausum konum að meðaltali um 17 á landinu öll en atvinnulausum körlum fækkar um 54. Búast má við að atvinnuleysi minnki í ágúst og geti orðið á bilinu 2,1% til 2,5%, að því er fram kemur í upplýsingum Vinnumálastofnunar. KASK á Höfn Breskir flánings- menn í sláturhúsið KASK hefur ráðið sjö breska fláningsmenn til vinnu í slát- urhúsi sínu á Höfn í haust, en undanfarin ár hefur gengið illa að fá fólk til starfa í slátur- húsinu. Pálmi Guðmundsson, kaup- félagsstjóri Kaupfélags Aust- ur-Skaftfellinga (KASK), seg- ir að undanfarin ár hafi illa gengið að manna sláturhúsið. Starfið hafi löngum byggst á fólki úr sveitunum, fólki sem hefði haft þetta að atvinnu á haustin. Þar hafi fólki hins vegar fækkað og það sem eftir er eigi erfiðara með að fara frá búskapnum. Fyrir tveimur árum var tekin í notkun ný fláningslína í sláturhúsinu á Höfn og hefur gengið illa að þjálfa upp fólk til að vinna við hana. Síðastlið- ið haust var fenginn Breti, vanur fláningsmaður, til að aðstoða við vinnuna og nú hef- ur KASK ráðið sex vana flán- ingsmenn ásamt verkstjóra frá Bretlandi til að leysa vandamálin. Frystikerfí opna útibú á ísafírði FYRIRTÆKIÐ Frystikerfi ehf. hefur hafið starfsemi á Isafirði með opnun útibús í húsnæði Vélsmiðjunnar Þryms í Suðurgötu 9. Utibúið sér um alla almenna þjónustu og viðgerðir á kæli- og frysti- tækjum á Vestfjörðum, þ.e. frá Hólmavík, suður til Pat- reksfjarðar og norður um til Isafjarðar að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Félagið annast sölu og þjónustu á frysti- og kælibún- aði fyrir frystihús í landi, ásamt viðgerðum og þjónustu við fiskiskipaflotann. Viðgerð- ir og viðhald á kælimiðlum til heimilisnota og í veitinga- og verslunarrekstri eru einnig ríkur þáttur í starfsemi fé- lagsins, segir ennfremur í fréttatilkynningunni. Athugasemd frá Nýherja MORGUNLBAÐINU hefur borist eftirfarandi athuga- semd frá Nýherja hf. í LJÓSI nýafstaðinnar yfir- töku ACO hf. á umboði iyrir sölu á tölvubúnaði frá Apple vill Nýherji hf. koma því á framfæri að fyrirtækið mun ótrautt áfram selja og þjón- usta vörur frá Apple sem og annarra vara sem styðjast við MacOS stýrikerfið. Nýherji hefur í tæp tvö ár selt og þjónustað MacOS tölvur, fyrst eingöngu frá UMAX en frá mars síðastliðnum einnig frá Apple og til þess notið hæf- ustu starfsmanna hins ný- aflagða Apple umboðs er gengu til liðs við Nýherja. Frá því hefur Nýherji verið í far- arbroddi verðlækkana á MacOS tölvubúnaði og hyggst halda áfram á sömu braut. Fyrir hönd núverandi og framtíðareigenda MacOS tölva fagnar Nýherji því að enn skuli ríkja samkeppni á íslandi við sölu og þjónustu á þessum búnaði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.