Morgunblaðið - 22.08.1998, Side 51

Morgunblaðið - 22.08.1998, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 51 BREF TIL BLAÐSINS Hunsínu Á. Stefánsdóttur: AÐ UNDANFÖRNU hafa íbúar í Selfosslæknishéraði þurft að bíða a.m.k. viku til 10 daga til að komast til læknis. Einnig hefur fólk þurft að bíða nokkra daga eftir því að ná í lækni í síma. Úrræði margra er að nýta sér vaktþjónustu á kvöldin og um helgar. Slíkt getur ekki gengið til lengdar, bæði er að sú þjónusta er eingöngu ætluð sem neyðarþjón- usta og að auki kostar meira að fara tO læknis á þeim tíma. Heimild er fyrir 4,5 stöðugildum lækna á Hedsugæslustöð Selfoss, en þau eru ekki fullnýtt eins og er Hvað er að gerast í heilsu- gæslumálum á Selfossi? og að auki standa sumaleyfi yfir. Þá er allt útlit fyrir að í haust verði ástandið enn verra en nú. Einn læknanna, sem verið hefur fastráð- inn, mun hætta störfum á stöðinni í bili a.m.k. og þá verða eftir ef ekki rætíst úr tveir læknar í fullu starfi. Auk þeirra verður einn í 60% starfi og annar i 50% starfi. Aðeins þrír af þessum fjómm munu ganga vaktir. Ibúar hér hljóta að gera þá kröfu til heilbrigðisyfirvalda svo og til stjórnenda Heilsustofnunar Selfoss að læknastöður hér verði fullmann- aðar. Það ástand sem nú er getur ekki gengið til lengdar enda gjör- samlega óviðunandi. Það er einnig ljóst að það álag, sem þeir læknar sem nú sinna störfum hér búa við, er mjög mikið og spurning hversu lengi fólk getur unnið undir slíku álagi. Margir velta því fyrir sér hvort sú staða sem nú er í málefnum heilsugæslunnar getí ekki haft al- varlegar afleiðingar ef stórslys verða eða náttúruhamfarir. Á undanfömum ámm hafa mjög góðir læknar komið til starfa á Sel- fossi og hefur læknaþjónusta verið mjög góð. Til þess að svo verði áfram er nauðsynlegt að fjölga stöðum lækna og búa þeim viðun- andi starfsskilyrði, þannig að íbúar hér búi áfram við nauðsynlega þjónustu. HANSÍNA Á. STEFÁNSDÓTTIR, Selfossi. Allt þetta Allir íþróttaskór á hálMrði Russell hettupeysur á háiMrði Öll barnaföt á 3 JT V... í hálMrði A TYR sundf atnaður á f hálMrði Sportswi Companya Ivlstarfatnaður á A L V Ö R U 18 a f s I æ t ^Columbia V Sportswear Company* Brussell ATHLETiC [GILDAITiarX] ifci AFSLÁTTUR Opið 'das 10-16 HREYSTI VERSLANIR Fosshálsi 1 - S. 577-5858 - Skeifunni 19 - S. 568-1717

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.