Morgunblaðið - 22.08.1998, Page 55

Morgunblaðið - 22.08.1998, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 55 FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Háskólabíó hefur tekið til sýninga myndina Washington Square með Jennifer Jason Leigh, Albert Finney, Ben Chaplin og Maggie Smith í aðalhlutverkum. Ung kona finn- ur sjálfa sig Frumsýning CATHERINE Sloper (Jenni- fer Jason Leigh) er dóttir auðugs og virts læknis (Al- bert Finney) og þarf stöðugt að sitja undir yfirlýsingum föður síns um að hún hafi ekki erft neitt af sjarma, fágun og hæfíleikum móður sinnar, heitinnar. Kúgun föður hennar hefur gert Catherine feimna og klaufalega unga konu, sem er áhorfandi á dans- leikjum og virðist ekki eiga í vænd- um neitt annað en að pipra, sem vora ill örlög kvenna á annarri öld. En allt í einu kemur til sögunnar fágaður og glæsilegur auðnuleys- ingi, Morris Townsend (Ben Chaplin), sem fer að stíga í vænginn við Catherine af miklum ákafa og hún fellur kylliflöt fyrir honum. Catherine á í vændum vænan arf og þess vegna er dr. Sloper í hæsta máta tortrygginn gagnvart vonbiðli dóttur sinnar. En Catherine er hvött áfram af vingjarnlegri og rómantískri frænku sinni, Lavinia (Maggie Smith), og sannfærist um að Morris elski hana sjálfrar hennar vegna. Hann er fyi-sti maðurinn sem sýnir henni áhuga og hún kastar sér í fangið á honum full af trausti. En þegar Moms biður hennar þá ákveður dr. Sloper, sem er jafn hrokafullur og hann er ríkur, að sannfæra dóttur sína um að eina ástæðan fyrir því að jafnmyndarleg- ur og heillandi maður og Morris sé að sýna henni minnsta áhuga sé sú að hún eigi fullt af peningum. Hann hafí engan áhuga á henni sjálfri. Pannig lendir Catherine í því að þurfa að taka örlagaríka ákvörðun sem varðar hamingju hennar og framtíð. Washington Square er byggð á samnefndri skáldsögu eftir banda- ríska rithöfundinn Henry James, skáldsögu sem áður hefur verið færð upp á hvíta tjaldið í Óskarsverðlaunamyndinni The Heiress, sem William Wyler gerði árið 1949. Myndin, sem nú er komin fram, er hins vegar mun trúrri skáldsögu James en mynd Wylers og jafn- framt voru margir gagm-ýnendur vestanhafs á því að illilega hefði verið gengið fram hjá þessari mynd við Óskarsverðlaunaveitinguna síð- astliðið vor. „Óskarsverðlaunakapphlaupið hefst af alvöru með þessari mynd,“ skrifaði hinn kunni gagnrýnandi Michael Medved þegar Washington Square var frumsýnd vestra í októ- ber sl. Að myndinni standa tvær konur, framleiðandinn Julie Bergman Sender og pólski leikstjórinn Agnieszka Holland. Holland hefur tvívegis verið til- nefnd til Óskarsverðlauna fyrir bestu erlendu myndina, annars veg- ar fyrir Europa, Europa (1991) og hins vegar fyrir Angry Harvest (1985). Hún hefur áður gert tvær myndir íyi'ir hinn enskumælandi heim, The Secret Garden (1993) og Total Eclipse (1995). „Það sem ég hef sérstakan áhuga skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa barið mann sem að sögn Penn var að reyna kyssa Ma- donnu, sem var eiginkona hans á þeim tíma. Penn, sem er nú giftur leikkonunni Robin Wright og á með henni tvö börn, hefur verið orðaður við Oskarsverðlaunin vegna myndanna „Hurlyburly11 og „The Thin Red Line“ sem verða frumsýndar á næstunni. www.mbl.is . . s I vand- ræðum með ljós- myndara SEAN Penn er þekktur fyrir að vera skapmikill inaður og hefur ekki átt í vinalegum samskipt- um við ljósmyndara sem hafa elt hann á röndum. Síðastliðin sunnudag var Penn á gangi á fáförnum vegi með föður sínum Leo Penn þegar ljósmyndari spratt fram og hugðist taka myndir af þeim feðgum en leik- arinn átti 38 ára afmæli á mánudag. Fregnir herma að hinn tví- tugi „papparassi“ Michael Sindell hafi setið fyrir feðgun- um og féllu nokkur þung orð í kjölfarið. Sindell heldur því fram að Penn hafði barið sig með steini í eyrað. Leikarinn viðurkennir að hafa tekið stein- inn upp en segir það hafa verið gert í sjálfsvörn því Sindell liafí veist að honum og slegið hausn- um í steininn. Málið er í rannsókn og að sögn lögreglu hafði enginn ver- ið kærður vegna atviksins. Fyrri skömmu féll dómur í máli leikarans Alec Baldwin og Ijós- myndara sem Baldwin kýldi og þótti Baldwin sleppa vel frá því með lága sekt. Árið 1987 sat Sean Penn í fangelsi í rúman mánuð eftir að hafa rofíð skilorð með því að kýla aukaleikara við tökur á myndinni „Colors“. Hann hafði skömmu áður hlotið 60 daga Höfum fengið í sölu nokkur stórgóð eldri verk Kristjáns Davíðssonar. Opið í dag frá 12-16 og í kvöld kl. 21 -23 (léttar veitingar). Á morgun, sunnudag kl. 14-18. LISTMUNAUPPBOÐ 30. ágúst. Sýning uppboðsverka hefst fimmtudaginn 27. ágúst. Við rýmum til fyrir uppboðinu og seljum antik-húsgögn um helgina á stórlækkuðu verði. BÖRG Síðumúla 34 Sími 581 1000 SEAN Penn hefði líklega orðið ágætis hnefaleikari hefði hann ekki lagt leiklistina fyrir sig. Vatn og land. 200x220 cm. 1987 Mjöll Hólm og Skúli verða á léttu nótunum á Mímísbar. CATHERINE (Jennifer Jason Leigh) og Morris (Ben Chaplin) daðra við píanóið undir vökulu auga Laviniu frænku (Maggie Smith). DR. SLOPER (Albert Finney) er í raun ekkert um dóttur sína gefið. á við þessa sögu er það hvernig Catherine finnur sjálfa sig. Petta er sigur manneskju sem í upphafi hef- ur hvorki fengið að njóta virðingar sjálfrar sín né annarra en tekst að umbreyta sér og verða sterk og ósvikin manneskja," segir leikstjór- inn. „I upphafí misnotar annað fólk sér ímyndina, sem það hefur af Catherine, sérstaklega faðir henn- CATHERINE verður yfir sig ástfangin af Mon-is. ar. Ástarævintýri hennar og Moitís er sársaukafullt og ekki mjög ham- ingjuríkt en það verður til þess að henni tekst að skilja hver hún raun- veralega er og samþykkja sjálfa sig eins og hún er. Catherine leggur sögunni til fegurð og orku.“ Handritshöfundurinn, Carol Doyle, lýsir samskiptum feðginanna þannig: „Catherine skilur í fyrst- unni ekki að hún hefur aldrei verið elskuð." Hlutverk Catherine er í höndum Jennifer Jason Leigh úr myndum á borð við Single White Female, Mrs. Parker ... og Dolores Claibome. Albert Finney er í hópi best þekktu leikara Breta, fjóram sinn- um tilnefndur til Óskarsverðlauna, og hefur leikið í myndum á borð við The Browning Version og Murder on the Orient Express. Ben Chaplin er einnig breskur og lék m.a. í the Truth about Cats and Dogs. Kristján Davíðsson Sölusýning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.