Morgunblaðið - 23.08.1998, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
GLIMT við grænlenska rifskafla.
nonuró
köldum klaka
Ijk AR sem jökulinn ber við loft
hættir landið að vera jarð-
Wj neskt, en jörðin fær hlut-
V deild í himninum, þar búa
^ ekki framar neinar sorgir og
þess vegna er gleðin ekki nauð-
synleg, þar ríkir fegurðin ein, of-
ar hverri kröfu.“ Þessi orð Halldórs
Kiljans Laxness virðast eiga einna
best við ætli maður að lýsa þeim til-
fínningum sem ferð á jökul eða yfir
jökul vekur manni. Þó að þau segi
þeim sem heima sitja kannski fátt um
hvað þar virkilega á sér stað, endur-
vekja þau með ferðalanginum heim
jökulsins og nánast hvert einasta
smáatriði ferðarinnar rennur Ijóslif-
andi fyrir hugskotsjónum manns.
Það var í lok apríl að við stöllur
lögðum upp í leiðangur á vegum ís-
lenskra fjallaleiðsögumanna hvers
takmark var að ganga yfir Græn-
landsjökul. Við vorum orðnar
óþreyjufullar að komast af stað því
flestar höfðum við tekið ákvörðun
um þátttöku í för þessari fyrir margt
löngu. Vorum líka farnar að lýjast á
þeim neikvæðu viðbrögðum sem við
hlutum í leit okkar að styrktaraðil-
um, vildum sumsé bara komast af
stað og byrja þetta ævintýri.
Ekki aftur snúið
Ferðin yfir til Grænlands gekk
klakklaust og komumst við og allt
okkar hafurtask yfir til Tasilaq laug-
ardaginn 25. apríl, vógum á tímabili
salt því ekki var með öllu ljóst hvort
við gætum haldið för okkar áfram
strax daginn eftir því sunnudagur
frídagur og flugvöllurinn lokaður þar
í bæ. En gæfan var okkur hliðholl og
við komumst í þyrlunni upp á Hahn-
jökul upp úr hádegi á sunnudag og
þá stóð maður frammi fyrir því að
ferðin væri virkilega hafín, héðan af
yrði ekki aftur snúið, leiðin til Rómar
lægi í vestur.
En það var svosem ekki ætt beint
af stað því fyrst var að koma röð og
reglu á farangurinn og skipta niður
sameiginlegum búnaði; mat, elds-
neyti, tjöldum. Það var ekki laust við
að spennings gætti þegar við tókum
svo til við að raða öllu á púlkurnar og
ýmsir höfðu með sjálfum sér efa-
semdir um það hvort þetta kæmist
virkilega allt saman fyrir og ef við
RjlT.jUT.T.n
WHKÍJtT
íCíliJKWLANLV
v|uinM
iMtailfliy
Kuírti I laVí
RiQit! jpnl
tfjwriiasuúq
jtaJlúp
Uíl Uppi I laffr
rÍTx'i i H Jfi J pil
iJUtlltX;*'
svo tókum á fundum við ekki fyrir
þessum 75/80 kílógrömmum sem
hver leiðangiu-smaður hafði í eftir-
dragi, en gengum á vit jökulsins í
einhverri barnslegri gleði og eftir-
væntingu og drukkum í okkur sjón-
deildarhringinn að hálfu kringdan
fjöllum sem í bláma sínum brutu upp
hvítu snjóbreiðunnar.
Loksins vorum við komnar á þessa
miklu snæbreiðu, sjálfan Grænlands-
jökul, stað sem ekki er í alfaraleið og
þó að vissulega hefðu konur gengið
þessa leið sem fyrirhuguð var, vorum
við fyrstu íslensku konurnai- til að
takast á við þennan stærsta jökul á
norðurhveli jai-ðar. Staðreynd sem
var í senn uppörvandi og skemmtileg
því það er jú alltaf gaman ef manni
finnst maður sé að brjóta blað í sög-
unni eða marka einhver tímamót á
hvaða sviði sem er. Er það vonandi að
íslenskum konum verði þetta hvatn-
ing til að láta nú ekki bara karlmenn-
ina um landvinninga á þessu sviði.
Jökullinn skartaði
sínu fegursta
Og jökullinn virtist kunna þessari
heimsókn okkar vel, skartaði sínu
fegursta fyrstu dagana í sól og blíðu
þannig að manni þótti nóg um og sá
mest eftir að hafa fengið sér nær-
fatnað jafn svartan og raun bar
vitni, hitinn virtist margfaldast í ull-
VERIÐ að afferma þyrluna áður en lagt er á jökulinn.
Vinsæl leið
LEIÐ okkar lá frá Sermiliqfirði
yfir til Kangerlussuaq með við-
komu í kaldastríðsstöðinni Dye2,
u.þ.b. 600 km. Er þetta nú til
dags býsna vinsæl leið að glíma
við og eru árlega allt að tíu hóp-
ar sem leggja jökul undir fót þótt
ekki komist kannski allir á leið-
arenda. Leið þessi var fyrst farin
af Bretunum Rymill og Hampton
árið 1931 íþeim tilgangi að
kanna hæð jökulsins vegna fyrir-
hugaðrar flugleiðar frá London
til vesturstrandar Ameríku.
Áhugi manna á leyndardómum
jökulsins hafði þó vaknað strax á
18. öld og var talið að inni á
hjarnbreiðunni væru vinjar og
jafnvel að um eyjasvæði væri að
ræða líkt og í nyrsta hluta
Kanada.
Segir þó ekki af skipulegum
leiðöngrum inn á jökulinn fyrr en
1870 er sænski land- og jarð-
fræðingurinn Nordenskjöld hélt í
júlimánuði með 30 daga birgðir
inn á þessi ókönnuðu lönd og
sneri við eftir 56 km. Hann lagði
svo aftur upp 1883 og komst þá
117 km inn á hjarnbreiðuna og
tveir Samar í föruneyti hans, sem
héldu áfram með léttan búnað,
komust 200 km betur. Niðurstaða
þessa leiðangurs var m.a. sú að
engar sprungur væru á jöklinum
er innar dró. Sama ár fóru þeir
Peary og Maigard ferð inn á
Græniandsjökul og komust 170
km. Lfkt og Nordenskjöld drógu
þeir sleða sína sjálfir og hug-
kvæmdist Peary það snjallræði
að beisla vindinn með því að
spenna tjalddúk á sleðana.
Það var svo árið 1888 að Frið-
þjófur Nansen lagði upp í leið-
angur sem komst heilu og höldnu
yfir jökulinn. Byggði hann á
reynslu forvera sinna og lét sér-
smiða sleða sem voru m.a. reyrð-
ir saman en ekki negldir, hafði
meðferðis segl og gengu leiðang-
ursmenn á skíðum. Hann brá
einnig á það ráð að leggja upp
frá austurströndinni og ganga
vestur jökul, en fyrri leiðangrar
höfðu lagt upp frá vesturströnd-
inni. Hugðist hann leggja upp frá
Sermiliqfirði en vegna rekíss
sem leiðangursmenn lentu í
komust þeir á jökul talsvert
sunnar. Jökulganga þeirra stóð
40 daga og er þeir komu af jökli
brugðu þeir á það ráð að smíða
bát úr sleðum og seglum og róa
til Nuuk.
Það var svo á árunum 1912-13
að fyrsti íslendingurinn fór yfir
Grænlandsjökul, var það Vigfús
Sigurðsson landpóstur með
meiru. Var hann meðlimur í
dönskum leiðangri undir stjórn
J.P. Koch og höfðu þeir vetur-
setu í Dronning Louise Land áð-
ur en lagt var yfir jökul. I leið-
angri þessum voru auk Vigfúsar
bæði fslenski hundurinn Glói og
íslenskir hestar er draga skyldu
sleðana yfir jökul. Má lesa um
þetta í bókum eftir þá Vigfús og
Koch.
Fyrsti alíslenski Ieiðangurinn
yfir Grænlandsjökul var svo leið-
angur þeirra feðga Ólafs og Har-
alds ásamt Ingþóri Bjarnasyni,
sem lagði af stað frá þorpinu
Isortoq innst í Sermiliqfirði í apr-
íl 1993. Árið 1996 lagði Einar
Torfi Finnsson í för með fransk-
ítölsku pari sem hófst á Hahnjökli
í Sermiliqfirði, hvar við stöllur,
ásamt Einari Torfa, byijuðum
líka okkar göngu nú í apríl 1998.
inni og á göngu var manni að jafnaði
allt of heitt, varð hugsað til öllu létt-
ari fatnaðar sem ekki var við hönd-
ina, ætti enda heima á öllu ólíkari
stöðum.
Maður gerir jú oftar ráð fyrir
kulda og trekki í ferð sem þessari
og það kom líka á daginn að þessir
sólskinsdagar í byrjun ferðar voru
líkt og lognið á undan storminum.
Stormi sem kom þó ekki fyrr en eft-
ir mikið púl og puð enda fór hann að
snjóa linnulaust þannig að umvafin
flosmjúkri úrkomu sem rændi mann
öllu fjarlægðar- og rýmdarskyni
skiptumst við á um að troða braut í
nýsnævið sem þyrlaðist um kálfa og
hné.
Ekki urðu dagleiðir okkar langar
við slíkar aðstæður og það var eins
og veröldin minnkaði öll, fór úr
þessu ægistóra í hið agnarsmáa.
Það var á engan hátt hægt að gera
sér grein fyrir því hvar maður var
eða hvert maður stefndi þegar mað-
ur sá þetta einn til tvo metra fram
fyrir sig og oftar en ekki voru fram-
hlutar skíðanna á kafi í snjó og þar
með glötuð sú kjölfesta sem ávallt
má reiða sig á í ferðum sem þessum,
skíðin eru jú það sem maður hvílir
augun á þegar búið er að horfa yfir
sig á víðemi snævarins.
Þrælast gegnum púðursnjóinn
Umluktur þessari snædrífu var
fátt annað til bragðs að taka en að
þrælast í gegnum púðursnjóinn og
biðja þess hátt sem í hljóði að hann
færi nú að blása duglega svo hagur
okkar vænkaðist. Vindinum yrði
ekki skotaskuld úr að þyrla upp
þessu púðri og blása því veg allrar
veraldar og þar með yrði leiðin
greið eða alltént greiðari því það er
tvennt ólíkt yfirferðin í þessu færi
og þegar vindurinn hefur sorfið yf-
irborðið í rifskafla og skaföldur sem
eru allajafna fastari undir fót. Og
dag nokkum hlutu bænir okkar náð
fyrir eyrum veðurguðanna og við
lögðum vongóð af stað í stinnings-
golu sem herti eftir því sem á leið
og fyrr en varði var snjórinn tekinn
að fjúka um í þokkalegasta lága-
renningi.
Þegar við stoppuðum í hádeg-
ispásu var með engu móti hægt að
njóta harðfiskbitans, sitjandi á
púlkunni, því þótt við snérum baki í
vindinn þá virtist hann hafa ein-
stakt lag á að þyrlast um þar sem
maður átti þess síst von svo ekki
varð það langt stopp. Það er kúnst
að smyrja hrökkbrauð á hnjám sér
hvað þá þegar maður er með vett-
linga og utanyfirvettlinga að auki
og getur ekki einu sinni setið. Við
gleyptum því í okkur nokkrar kex-
kökur og marsípan og héldum
áfram.
Og enn bætti hann í sig blessaður
vindurinn, þyrlaðist langt yfir höfð-
um okkar svo skíðagleraugu komu
nú að góðum notum og úlpur vora
renndar og reimaðar eins og kostur
var svo kuldaboli næði nú hvergi
tangarhaldi á manni þar sem þram-
mað var áfram á ská upp í vindinn
og horft á snjóinn liðast um fæt-
urna. Það var ekki laust við að
manni liði eins og maður stæði í
miðju stórfljóti sem æddi áfram og
virtist engan endi ætla að taka því
bakkinn hinumegin var ekki einu
sinni í augsýn. Þá var loks dreginn
upp vindmælirinn góði og þegar
hann sýndi að við áttum í baráttu
við 7 vindstig var ákveðið að láta
staðar numið og hefjast handa við
að undirbúa það að koma sér fyrir,
það yrði ekki auðveldara ef hann
herti enn vindinn og ef hann lægði
þá gerði það ekkert til.
Barist við vindinn
Við hófumst handa við að byggja
skjólgarða sem gegndu því hlutverki
að beina vindinum framhjá tjöldun-
um. Þannig varð bæði auðveldara að
koma þeim upp og eins gat maður
legið við inni í þeim nokkurn veginn
áhyggjulaus færi svo að maður þyrfti
að láta þar fyrirberast um einhvern
tíma. Hann blés býsna hressilega og
bætti enn í sig meðan á framkvæmd-
um okkar stóð og vii-tist eins og
vindurinn syrfi jafnóðum af snjó-
hnullungunum sem við bárum í
vegginn. Vildi ekki betur til en svo
að hluti annars veggjarins hrundi og
varð þetta þannig öllu tímafrekara
verkefni en við áttum að venjast.
Sjá bls. 8