Morgunblaðið - 23.08.1998, Page 5

Morgunblaðið - 23.08.1998, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 B 5 Margþættar orsak- ir veiðiminnkunar í Elliðaánum Elliðaámar hafa ekki „gengið heil- ar til skógar" ef þannig mætti að orði komast hin seinni ár. Margt hefur herjað á árnar og laxa- stofn hennar. Má nefna mengunar- slys, áhrif stíflna og virkjana, minnkandi vatns- rennsli, kýlaveik- ina, vatnaflók- ann, göngur eld- is- og hafbeitar- laxa og sjálfsagt mætti tína fieira til. Útkoman úr þessu er glögg bæði í fyrra og nú í sumar: Laxagöngur hafa farið þverrandi. Svo mjög að flestir hafa nú verulegar áhyggjur af því að dagar ánna gætu senn verið taldir ef ekki verður tekið í taumana hið allra íyrsta. Vegna þessara vandræða hafa verið settar af stað fjölþættar rann- sóknir á vatnafræði, efnainnihaldi og lífríki ánna. Þeim rannsóknum lýkur á þessu ári. Þeir Þórólfur Antonsson líffræðingur á Veiði- málastofnun og Sigurður Guðjóns- son framkvæmdastjóri stofnunar- innar segja í skýrslu sem þeir hafa unnið fyrir Rafmagnsveitu Reykja- víkur og Veiðifélag Elliðavatns um rannsóknir á flskistofnum svæðis- ins, að í framhaldi af niðurstöðum rannsóknanna þurfl borgaryfii-völd að móta stefnu til framtíðar hvað verndun ánna áhrærir, því reynslan hafi sýnt að lífríki ferksvatns þoli visst álag frá byggð og þéttbýli, en þegar ákveðnum þröskuldi sé náð geti lífríkinu hnignað mjög hratt. Ýmsar orsakir að baki... sleppingar gönguseiða voru bann- aðar í kjölfar kýlaveikinnar. Árið 1996 gáfu slíkar sleppingar 136 laxa viðbót í veiði. Því var ekki til að deifa árið 1997. Enn má benda á hugsanleg áhrif kýlaveikinnar sjálfrar á seiði árinnar og mögulega hærri dánartíðni sýktra seiða. Ef enginn framantaldra þátta hefði komið til þá hefði orðið um rúmlega með- alveiði að ræða í Elliðaánum. Hitt er svo annað mál að laxastofn ár- innar á undir högg að sækja að mörgu leyti sem áður hefur verið reifað." Endurtekið efni Eins og fram kemur snýst skýrsla þeirra fé- laga um síðasta sumar. Af veiði- og göngutölum í sumar má ráða að ástandið er nú enn verra og þá velta menn eðli- lega fyrir sér hvert framhaldið verði. Athuganir á seiðabúskap í fyrra bentu til að ástandið væri gott hjá vorgamla ár- ganginum, það besta í áratug. Þokkalegt ástand væri einnig á árs- gamla stofninum, en upp úr því þynntist bekkurinn mjög. Reyndar fer stór hluti seiða í Elliðaánum til sjávar eftir aðeins tvö ár. Fiski- fræðingarnir benda einnig á fyrir- varann um góða stöðu yngstu seið- anna með því að alþekkt er í ánum seinni árin að seiðaárgangar sem hafa farið vel af stað héldu ekki út endasprettinn. Þá hafa leikmenn bent á, að enn hafa Elliðaárnar ekki fengið höggið sem hljóti að koma af þeim tíma sem Elliðavatn, Hólmsá og Suðurá voru lokaðar vegna kýla- veikinnar, en umtalsverður hluti hrygningarinnar fer einmitt fram þar efra. Mikil fjölgun urriða á svæðinu bendir til að laxinn dali nú þar. Morgunblaðið/Golli ENN gengur lax f Elliðaárnar, en þar þarf að taka til hendinni. Við hjá Símanum GSM óskum Jóni Arnari til hamingju með frábæran árangur á Evrópumótinu og vonum að hann hafi notið góðs af GSM sambandinu í Búdapest. a rangu r, J ón Arna r! Viðskiptavinir Símans njóta nú góðs af samningum okkar við 78 símafyrirtæki í 42 löndum. Þú ert vel settur með GSM kortfrá Símanum áferðalögumþínum erlendis. í skýrslunni er tekið á gangi mála í ánum í fyrra, þ.e.a.s. sumarið 1997. Greint er frá aðferðum og út- reikningatækni, en síðan er komið að því að fjalla um niðurstöður og umræður í kjölfar útreikninga. Þá stendur eftirfarandi: „Það sem helst brennur á með Elliðaárnar er af hverju veiði hafi orðið svo lítil síðasta sumar (1997). Á því eru nokkrar skýringar sem skýra meirihlutann af þessari veiði- minnkun. Fyrst og fremst voru heimtur úr sjó afar lélegar á liðnu ári. Meðaltalsendurheimta á merkt- um náttúrulegum seiðum fyrir þau tíu ár sem upplýsingar eru til um hefur verið 10,3%. Nú í ár (frá gönguseiði 1996 til smálax 1997) var endurheimtan 4,1%. Meðaltalið er því meira en tvöfalt lægra en til- vitnað meðaltal. Ef endurheimtan hefði verið í meðallagi hefði mátt búast við um 1.200 laxa veiði. Einnig hefur aðkomu eldis- og haf- beitarlax (flökkulax) verið á bilinu 10 til 30% af heildarveiðinni í El- liðaánum allt frá síðari hluta níunda áratugarins. Sumarið 1997 var þetta hlutfall komið niður í 2,5% sem er í samræmi við umgang starfsgreinanna. Ekki ber að harma það, því rannsóknir benda til þess að áhrif blöndunar frá flökku- físki séu slæm fyrir náttúrulegu stofnana, en það skýrir samt sem áður hluta veiðiminnkunar milli ára í Elliðaánum. Þriðja atriðið er að 13% RAUNÁVÖXTUN SÍÐUSTU 6 MÁNUÐI Hærri en í nokkrum öðrum séreignariífeyrissjóði* Við val á lífeyrissjóði er mikilvægt að skoða hvernig raunávöxtun sjóðanna hefur verið síðasta árið og hver kostnaðurinn er á hvern félaga í sjóðnum. Frjálsi z lífeyrissjóðurinn Kostnaður á hvern •í virkan sjóðsfélaga 1.520 kr. ! Hrein raunávöxtun 1997 7,89% S Hrein raunávöxtun 1998 13% *l Viðskiptablaðinu 15. júlí 1998 kemurfram að Frjálsi lífeyrissjóðurinn var með hæstu hreinu raunávöxtunina árið 1997 og lægsta kostnað á hvern virkan sjóðsfélaga. Frjálsi lífeyrissjóðurinn þolir því allan samanburð! Er nokkur spurning hvaða lífeyrissjóð þú velur? Hringdu í síma 540 5060 eða komdu til okkar á Laugaveg 170. FRJÁLSI LÍFEYRISSJÓÐURINN Frjálsi lífeyrissjóöurinn er stærsti og elsti séreignarlifeyrissjóður landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.