Morgunblaðið - 03.09.1998, Page 1
BAUCUR
Endurskoðandi
gerist forstjóri /4
_______ESKUVIO
Fyrirs ætuskrifstofa
opnar i Siberíu /5
FORNBÆKUR
Tvær verslanir
renna saman /6
msapammmSF
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER1998 BLAÐ
Urvalsvísi-
tala hækkar
á nýjan leik
HLUTABRÉF hækkuðu í verð á ný
í gær. Úrvalsvísitala Aðallista Verð-
bréfaþings Islands hækkaði um
l, 86% en hún lækkaði sem kunnugt
er um 2,76% í fyrradag.
Viðskipti á Verðbréfaþingi í gær
námu 1.392 milljónum króna. Mest
viðskipti voru með húsbréf, alls 573
m. kr., og spariskírteini, 257 milljón-
ir og lækkaði ávöxtunarkrafa mark-
flokkanna um 4-7 punkta.
Viðskipti með hlutabréf voru
nokkuð lífleg í gær. Þau námu alls
98 milljónum kr., mest með bréf
Samherja 22 milljónir króna, Har-
aldar Böðvarssonar 14 milljónir og
Síldarvinnslunnar 9 milljónir kr.
Verð hlutabréfa SR-Mjöls hækk-
aði um 5,9% og íslandsbanka um
5,5% en bréf þessara félaga lækk-
uðu nokkuð í verði á þriðjudag.
Einnig varð umtalsverð hækkun á
hlutabréfum í Haraldi Böðvarssyni
og Nýherja. Á móti lækkuðu bréf
nokkurra hlutafélaga, til dæmis
Fóðurblöndunnar, Samvinnusjóðs
íslands, Skinnaiðnaður og Sláturfé-
lags Suðurlands.
SÖLUGENGIDOLLARS
S
Hagnaður Islenskra aðalverktaka mun minni en á síðasta ári
50 millj. tap
á Grænlandi
íslenskir aðalverktakar
Lykiltölur úr rekstri - Samstæða
jan.-júní Ársreikn.
Rekstrarreikningur MMjónir kr. 1998 1997 Breyting
Rekstrartekjur 1.955 3.084
Rekstrargjöld 1.867 2.866
Hagnaður fyrir fjármunaliði og skatta 88 218
Fiármunaliðir 30 86
Reikn. skattar -58 -89
Hagnaður tímabilsins 60 215
Efnahagsreikningur 1998 1997
1 Eianir: \ Milljónir króna | 30. júní 31. des.
Veltufjármunir 3.442 3.509 -3%
Fastafjármunir 867 710 +22%
Eignir samtals 4.309 4.219 +2%
1 Skuldir og eirjid íé: \
Skammtímaskulúir 1.775 1.031 +72%
Langtímaskuldir 76 36 +111%
Eigið té 2.458 3.152 -22%
Skuldir og eigið fé alls 4.309 4.219 +2%
Kennitölur
Veltufé frá rekstri 148 343
Veltufjárhlutfall 1,94 3,40
Eigintjárhluttall 57% 75%
TAP af dótturfélagi í Grænlandi
dregur niður hagnað fslenskra aðai-
verktaka hf. fyrstu sex mánuði árs-
ins. Hagnaður samstæðu ÍAV var á
þessu tímabili 60 milljónir kr. en til
samanburðar má geta þess að félag-
ið hagnaðist um 215 milljónir kr. þá
sjö mánuði sem það var rekið á síð-
asta ári.
Rekstrartekjur samstæðunnar
námu 1.860 milljónum kr. á fyrri
árshelmingi en rekstrargjöld 1.867
milljónum kr. Félagið var stofnað 1.
júní 1997 og eru tölur úr rekstrar-
reikningi ársins 1997 birtar til sam-
anburðar milliuppgjöri í meðfylgj-
andi töflu.
„Afkoma félagsins á tímabilinu
veldur vonbrigðum og er lakari að
mati stjórnenda þess heldur en til
lengri tíma er ásættanlegt," segir í
fréttatilkynningu frá íslenskum að-
alverktökum hf. Meginástæða þess
er að afkoma dótturfélagsins GPC
ApS., sem vinnur að tveimur stór-
verkefnum á Grænlandi, er í árs-
hlutauppgjöri neikvæð um 50 millj-
ónir kr. en ekki hafa fengist leiddar
til lykta deilur við verkkaupa um
breytingar og aukaverk sem nema
verulega háum fjárhæðum. Afkoma
annarra dótturfélaga var jákvæð
um 14 milljónir.
Sparnaður og ný verk
í fréttatilkynningunni kemur
einnig fram að samdráttur verkefna
innan vamarsvæða hefur orðið
meiri en gert var ráð fyrir og ýmis
ný verk sem áætlað var að kæmu til
framkvæmda hafa ekki orðið að
veruleika. Leiðir það til lakari nýt-
ingar ýmissa framleiðsluþátta fé-
lagsins.
Fram kemur að unnið er að því
að laga skipulag á rekstri Islenskra
aðalverktaka hf. að síbreytilegu
rekstrarumhverfí þess. Markmið
þess er að tryggja betri heildarár-
angur af starfsemi félagsins og er
þar stefnt að aukmni verkefnasókn
samhliða því að lækka einingakostn-
að á öllum sviðum rekstrar með
samræmdum aðgerðum. „Félagið
vinnur markvisst að því að fullnýta
framleiðslugetu sína og afl starfs-
manna þannig að það skili sér í
áframhaldandi öflugum rekstri. Til
að ná þeim markmiðum er nú unnið
að undirbúningi ýmissa nýrra verk-
efna, bæði á eigin vegum og í sam-
starfí við aðra innlenda og erlenda
aðila sem ætlað er að skili félaginu
auknum umsvifum og góðri af-
komu.“
Nánar spurður um þetta segir
Stefán Friðfínnsson framkvæmda-
stjóri að ekki sé verið að boða bylt-
ingar í rekstrinum. Reynt verði að
ná niður kostnaði með öllum tiltæk-
um ráðum. Aðspurður segir hann að
það þurfí ekki endilega að hafa í för
með sér fækkun starfsfólks.
Stjórn Islenskra aðalverktaka
telur að afkoma félagsins verði betri
á seinni hluta ársins en þeim fyrri.
Stefán segir að verkefnastaðan sé
þokkaleg þegar til skamms tíma er
litið og unnið að því að afla nýrra
verka. Hann bendir hins vegar á að
þrátt fyrir miklar framkvæmdir
hafi verð á verktakamarkaði haldist
ótrúlega lágt.
Skráning á vaxtarlista
fslenskir aðalverktakar hf. hafa
keypt 12% hlut í Ármannsfelli hf.
Stefán segir að með þessu sé félagið
að fjárfesta í sambærilegu fyrirtæki
en ekkert liggi enn fyrir um sam-
starf þeirra í milli.
Heildareignir samstæðu ÍAV hf.
námu 4,3 milljörðum kr. í lok júní
og er það 100 milljónum kr. meira
en í upphafí árs. Hlutafé er fært
niður um 800 milljónir kr. í sam-
ræmi við samþykkt hluthafafundar
frá því í sumar. Við það lækkaði eig-
infjárhlutfall ÍAV úr 75% um ára-
mót í 57% á miðju ári. Skammtíma-
skuldir hækka tilsvarandi þar sem
ekki er búið að greiða hlutafjár-
lækkunina út til hluthafa.
Unnið er að skráningu íslenskra
aðalverktaka hf. á almennum hluta-
bréfamarkaði en beðið hefur verið
eftir milliuppgjöri til að ljúka skrán-
ingarlýsingu. Reiknað er með að
sótt verði um skráningu félagsins á
vaxtarlista Verðbréfaþings Islands
á næstu vikum.
I framhaldi af því munu stærstu
eigendur ÍAV, ríkissjóður og
Landsbankinn, bjóða út hluta af
hlutabréfum sínum í félaginu. Ekki
hefur verið ákveðið hversu mikið
verður selt né nákvæmlega í hvaða
formi útboðið verður, en reiknað
hefur verið með svipuðu fyrirkomu-
lagi og viðhaft var við sölu á hluta af
eign ríkisins í íslenska járnblendifé-
laginu hf. fyrr á árinu.
VERÐBREFASJOÐIR LANDSBREFA
- þú velur þann sem gefur þér mest
Peníngabréf eru kjörin leið fyrir þá sem vilja festa fé til skamms tíma,
s.s. fyrirtæki, sjóði, sveitarfélög, tryggingarfélög og einstaklinga.
Peningabréf eru laus til útborgunar án kostnaðar þegar 3 dagar eru liðnir frá kaupum.
Yfir þrír og hálfur milljarður í öruggum höndum.
Nafnávöxtun sl.
Nafnávöxtun sl.
Nafnávöxtun sl
Láttu lausaféð vinna fyrir þig.
Aðeins eitt símtal...nýttu þér ráðgjafaþjónustu okkar
og umboðsmanna okkar í öllum útibúum Landsbanka íslands,
LANDSBREF HF.
Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi
BRÉFSÍMI 5 3 5 2 0 0 1, VEFSÍÐA www.landsbref.is
mmmm