Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Sífellt fleiri atvinnurekendur kaupa sér sérfræðiþjónustu kynningarfyrir- tækja í markaðs- og upplýsingamálum FJÁRFEST ÍÍMYND STJÓRNENDUR í atvinnurekstri leita í auknum mæli eftir sérfræðiráðgj öf kynningarfyrir- tækia. Fyrirtæki, bæði á íslandi og erlendis, hafa und- anfarin ár lagt æ ríkari áherslu á að fá utanað- komandi sérfræðiaðstoð við kynningar- og fjöl- miðlaumfjöllun. Elmar Gíslason kynnti sér þróun mála og ræddi við sérfræðinga hér á landi um hvaða ástæður liggja að baki auknum umsvifum kynningarfyrirtækja og hvar við stöndum í sam- anburði við nágrannalöndin. Inýlegri grein í evrópska fjár- málablaðinu Wall Street Jo- urnal er fjallað um þróun þessara mála í Svíþjóð á liðn- um mánuðum. Þar kemur fram að gífur- leg aukning hefur orð- ið á stærð og umfangi slíkra kynningaríyrir- tækja bæði þar í landi og á Norðurlöndunum almennt. Ástæðurnar íýrir þessu eru sagðar Jón Hákon margvíslegar. Bent er Magnússon á að fjölmiðlum hafi fjölgað og áhrif þeirra vaxið. Þá hefur það færst í vöxt að einka- fyrirtæki sæki um skráningu á markaði með tilheyrandi hluta- fjárútboðum og fjölg- un hluthafa. Almennir hluthafar sem ekki koma að daglegum rekstri þeirra fyrir- tækja sem þeir hafa fjárfest í gera miklar kröfur um skilvirkar og ítarlegar upplýs- ingar um afkomu og þeirri þörf hafa fjöl- Valþór miðlar mætt með auk- Hlöðversson inni áherslu á viðskiptaíréttir. í umfjöllun Wall Street Journal er tekið dæmi af sænska raforkuíyrir- tækinu Vattenfall AB, sem hleypti af stað nýrri þjónustuleið í maí sl. I stað þess að kynna nýjungarnar með einfalclri hefð- bundinni fréttatil- kynningu fór félagið ótroðnar slóðir og fékk til liðs við sig ut- anaðkomandi sérfræð- inga í almannatengsl- um sem skipulögðu fjölmiðlakynningu á þeim nýjungum sem verið var að kynna. Sjónvarpsstöðvar og dagblöð fengu afhent kennslu- og kynning- armyndband um nýju þjónustuna, forsvars- mönnum fyrirtækisins var ráðlagt að gefa sér ríflegan.tíma í alla fjöl- miðlaum- ' a., ® ; fjöllun um málið auk þess sem verkefninu var gefið grípandi slagorð, „smart electricity", til að auðvelda markaðs- setningu. Kynningar- herferðin, sem kostaði um 5 milljónir ís- lenskra króna, þótti heppnast vel. Vattenfall fékk fréttaumfjöllun hjá fjölmörgum dagblöðum og sjón- varpsstöðvum daginn eftir, nokkuð sem menn áttu ekki að venjast frá þeim tímum sem slíkir atburðir voru einfaldlega afgi-eiddir með einni fréttatilkynningu. Þessar miklu breytingar sem orðið hafa í markaðssetningu fyrirtækja eru taldar eiga sér nokkrar skýringar. Bent er á að fjölmörgum opinber- um iyrirtækjum hafi verið breytt í hlutafélög með það fyrir augum að einkavæða þau í framtíðinni og skrá þau á markaði. Sú þróun virðist nokkuð almenn á Norður- löndum og reyndar víðar. Með breyttu eignarhaldi og auknum markaðsumsvifum sem skráning hlutafélaga á markaði leiðir til eykst öll við- skiptaumfjöllun fjölmiðla því fjárfestar, sem eru fleiri en áður, gera eðlilega kröfu um viðunandi arð af þeim fyiirtækjum sem þeir eiga hlutafé í. Upplýsingaþörfin verður því að sama skapi meiri en áður þegar mörg stór fyrirtæki voru alfarið í eigu ríkisins. Það gefur því augaleið að góð kynning og fréttir geta haft áhrif á verðmyndun hlutabréfa sem gerir það að verkum að fyrirtæki verja meiri tíma og fé í að tryggja að þau skilaboð sem þau vilja koma á framfæri berist til sem flestra á þann hátt sem þau telja æskilegt. Starfsemin lýtur að fleiri þáttum íslenskur markaður hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Valþór Hlöðversson, fram- kvæmdastjóri kynningarfyrirtæk- isins Athygli, ségir engan vafa leika á að þessi vettvangur hafi vaxið mikið hér á landi síðustu ár. Bæði leiti æ fleiri aðilar eftir slíkri þjónustu auk þess sem meira beri á sömu viðskiptavinunum aftur og aftur sem telja þessa fjárfestingu skila sér: „Aður fyrr var algengt að kynningarmál væru á ábyrgð einhverra aðila innan fyrirtækja, s.s. framkvæmdastjóra, sem sinntu þeim samhliða daglegum störfum. Það er hins vegar reynsla okkar að slík verkefni séu betur komin í höndum utanaðkomandi aðila sem sérhæfa sig í þess konar vinnu. Þannig er hægt að vinna markvisst að uppbyggingu og framsetningu einstakra mála- flokka til fjölmiðla og sjá til þess að þeim sé fylgt eftir á viðeigandi hátt. Eins vitum við að sum mál vekja meiri athygli fjölmiðla en önnur og þar reynum við einnig: að ráðleggja mönnum hvernig best er hægt að koma skilaboðum á fram- færi svo tekið sé eftii-. Munurinn á þessum markaði hér á landi og er- lendis er hins vegar sá að sökum smæðar íslensks samfélags og við- skiptalífs getum við ekki leyft okk- ur að sinna eingöngu ráðgjöf í al- mannatengslum líkt og þekkist víða í nágrannalöndunum, heldur lýtur okkar starfsemi að fleiri þáttum. Segja má að við sjáum að auki um alhliða dreifingu upplýs: inga og útgáfuþjónustu almennt. í því felst að auk hefðbundinnar ráðgjafar tökum við að okkur út- gáfu upplýsingabæklinga og íréttabréfa, umsjón með kynning- arherferðum o.s.frv." u: * II Kínversk sendinefnd ræðir viðskipti við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki Grundvöllur við- skipta kannaður KÍNVERSK sendinefnd frá Tianj- in-borg er nú stödd hér á landi og heimsækir sjávarútvegsfyrirtæki til að kanna möguleika á viðskipt- um, einnig verður kannaður grundvöllur fyrir samvinnu um nýtingu jarðvarma og forseti ís- lands tekur á móti hópnum. í gær heimsótti nefndin m.a. ís- lenskar sjávarúfurðir og Nýsi ehf. í dag verður farið til Nesjavalla og Þorlákshafnar. A morgun mun nefndin hitta fulltrúa frá utanríkis- ráðuneytinu og forseti íslands, heira Ólafur Ragnar Grímsson, tekur á móti henni á Bessastöðum. Nefndin á einnig eftir að heim- sækja Marel, Samherja, Harald Böðvarsson og fleiri fyrirtæki og fulltrúar frá Utgerðarfélagi Akur- eyringa munu eiga með þeim fund. Nefndarmenn sem eru ellefu tals- ins eru fulltrúar bæði fyrirtækja og yfirvalda Tianjin-borgar, þeir komu til landsins i fyrradag og verða til áttunda september. Samvinna um nýtingu jarðvarma Tilgangur nefndarinnar er að stofna til viðskipta við íslensk fyr- irtæki á sviði sjávarútvegs og auka samvinnu þjóðanna um nýtingu jarðvarma. Ahugi er fyrir því að gera um það sérstakan samning við Reykjavíkurborg, að sögn Arn- ar Óskarssonar frá Samleið ehf., sem skipuleggur ferðina í sam- starfi við Euro Technology Ltd Aps í Kaupmannahöfn. Örn Óskarsson hefur staðið að kynningu íslensks sjávarútvegs í Kína í nokkur ár og segist hafa lagt áherslu á að íslensk þjóð lifí á hátækni sjávarútvegi. Kínverjarn- ir hafi áhuga á að kaupa sjávaraf- urðir og svo íslenskan hátækni- Morgunblaðið/Halldór KÍNVERSKA sendinefndin ásamt Erni Óskarssyni og Steingrími Þorbjarnarsyni túlk á leið til fundar við fulltrúa Islenskra sjávarafurða í gær. búnað sem notaður er við veiðar og vinnslu. Fjögurra manna sendinefnd kom í apríl síðastliðnum og átti fundi með ýmsum fyrirtækjum til að undirbúa komu nefndarinnar sem nú er hér. Að sögn Arnar er svo von á annarri sendinefnd frá Tianjin strax í lok þessa mánaðar til að halda áfram samningavið- ræðum þar sem samstarfsgrand- völlur hafi reynst fyrir hendi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.