Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
VERÐUM ALLTAF AÐ
STANDA OKKUR BEST
Margir urðu undrandi þegar Tryggvi
Jónsson hjá KPMG endurskoðun ákvað
að söðla um og gerast aðstoðarforstjóri
Baugs hf. I samtali við Þórodd Bjarnason
segir hann frá nýja starfinu og
viðskilnaðinum við það gamla.
Morgunblaðið/Jim Smart
TRYGGVI Jónsson, aðstoðarforstjóri Baugs hf.
TRYGGVI Jónsson, að-
stoðarforstjóri eins
stærsta fyrirtækis
landsins, Baugs hf.,
sameinaðs félags Ný-
kaups, Hagkaups og Bónuss, segir
að íyrsta hugsun sín þegar honum
var boðið starf aðstoðarforstjóra fé-
lagsins fyrr á þessu ári, hafi verið
„demba sér út í laugina". Tryggvi
var einn eigenda stærstu endur-
skoðunarskrifstofu landsins, KPMG
endurskoðun, og hafði starfað þar í
20 ár. Fyrirfram hafði hann ekki
hugsað sér til hreyfings.
Tryggvi átti hlut í KPMG endur-
skoðun og hefur nú selt hann og af-
skiptum hans af fyrirtækinu lauk
formlega hinn 31. ágúst sl.
Tryggvi er 43 ára gamall, giftur
og faðir þriggja stúlkna, tveggja,
níu og ellefu ára gamalla.
„Hjá KPMG endurskoðun var ég
að vinna að mörgum spennandi
verkefnum og það hafði ekki hvarfl-
að að mér að hætta að vinna þar.
Þegar þessi staða kemur síðan upp
ákveð ég hins vegar eftir vandlega
íhugun að láta slag standa. Þetta er
nú bara eitt líf sem við lifum og það
var nú eða ekki að breyta til,“ segir
Tryggvi.
Erum liðsheild
„Mín fyrsta hugsun var að ég
skyldi láta slag standa og oft er sagt
að fyrsta tilfmning við ákvarðana-
töku sé í 80% tilfella rétt. Ég trúi
því að svo hafi verið í þessu máli og
eftir því sem tíminn leið varð ég
sannfærðari og sannfærðari um að
ég væri að gera rétt.“
Tryggvi segir að allflestir sem
þekki hann hafí orðið mjög undr-
andi þegar hann ákvað að söðla um.
Margir hafa sjálfsagt líka furðað sig
á því að Tryggvi skyldi sætta sig við
að setjast í stól aðstoðarforstjóra
eftir mikla velgengni hjá sínu eigin
fyrirtæki. Það atriði segir hann litlu
máli skipta, enda vinni hann og for-
stjóri saman sem heild.
„Forstjórinn, Jón Ásgeir, er einn
allra hæfasti smásöluverslunarmað-
ur hér á landi og það er engin
spurning að fyrirtækið nýtur þess
best að hafa hann við stjórnvölinn.
Við erum hins vegar með mjög að-
greind verksvið og sjálfstæði
beggja er mikið. Þó að annar sé for-
stjóri en hinn aðstoðarforstjóri er-
um við fyrst og fremst liðsheild,
styrkjum hvor annan og vinnum vel
saman.
Mér fmnst nýja starfíð ögrandi
og mér fínnst geysilega spennandi
að koma inn í eitt stærsta fyrirtæki
landsins og reyna að gera hlutina
þar öðruvísi en áður hefur verið
gert,“ segir Tryggvi.
Hann segir t.d. möguleika í
samnýtingu fjármagns í sameinuðu
fyrii’tæki, sem er að velta 20 millj-
örðum, séu miklir og hagkvæmara
sé að hafa allt undir einum hatti en
að vera með fyrirtækin hvert í sinni
skúffu, eins og hann orðar það. „Það
þarf t.d. ekki miklar breytingar á
vaxtakjörum til að ná tugum millj-
óna í aukinn hagnað," segir
Tryggvi.
Nokkur dæmi eru um það að for-
stjóramennska endurskoðenda í
fyrirtækjum sé ekki alltaf happa-
drjúg. Tryggvi segist kannast við
þau dæmi en segir að það sé ekki al-
gilt.
„Það er með endurskoðendur
eins og aðra að þeim gengur misvel
í sínum störfum og það má finna
dæmi um hvort tveggja. Það eru
mun fleiri dæmi um endurskoðend-
ur sem hefur gengið mjög vel í
starfí. Ég held að það séu engin
tengsl þarna á milli.“
Þríþætt starfssvið
í viðtali í Morgunblaðinu í síðustu
viku sagði Jón Asgeir Jóhannesson,
forstjóri Baugs hf., að fjármála-
stjórn hefði skort hjá fyrirtækinu.
„Það sem Jón átti við þar var að
það var enginn til að hugsa um
heildina þó í hverju fyrirtækjanna
fyrir sig væru afbragðs fjármála-
stjórar. Það sem ég var að víkja að
áðan er að með því að hafa allt und-
ir einum hatti getur maður farið að
hafa sameiginlega fjármálastjórn,"
segir Tryggvi.
„Mitt starf er hins vegar þríþætt.
Umsjón með starfsmannasviði, fjár-
málum og aðfangasviði. A starfs-
mannasviði og aðfangasviði eru síð-
an sérstakir stjómendur í forsvari,
en ég hef engan sérstakan annan í
fjármálunum og það svið heyrir því
beint undir mig.“
Hann segir að mál sem sé ná-
tengt fjármálastjórninni sé t.d. þró-
un bankaþjónustu í búðunum.
„Fólk vill klára sín mál frá a-ö á
einum stað. Hefðbundnar banka-
stofnanir eru að breytast í þjón-
ustuborð þar sem fólk leitar m.a.
eftir ráðgjöf en hin almennu banka-
viðskipti eiga mjög mikla samleið
með verslunarfyrirtæki. Bæði með
greiðslukort, sem við erum að und-
irbúa, og svo með innlán og aðra
greiðslumiðlun."
Tryggvi segir að þessi þróun sé
komin vel á veg í Bretlandi, Banda-
ríkjunum og fleiri löndum.
Fyrr í sumar var sagt frá því að
verslanir á Norðurlöndunum væru
farnar að bjóða viðskiptavinum sín-
um að leggja peninga inn í verslun-
ina og taka síðan vörur út á reikn-
ing sinn. Verður þetta hluti af
þeirra bankastarfsemi?
„Það getur orðið þannig. Þú legg-
ur peninga inn á reikning og ert svo
með kort á þann reikning. Þá átt þú
peninga inni og færð vexti á þá, en
þeir vextir yrðu þá gjarnan hærri
en annars staðar er boðið. Ef þú
notar kreditkortsmöguleikann í
kortinu þá borgarðu vexti af því
sem þú skuidar. Við stefnum að því
að bjóða betri kjör í okkar banka-
starfsemi en aðrir gera þannig að
fólk sjái sér hag í að koma til okkar.
I hvaða formi þessi kjör verða er
ekki tímabært að fjalla um en þau
munu örugglega falla viðskiptavin-
um okkar vel í geð.“
Baugskortin tilbúin fyrir jól
Góð reynsla er af útgáfu greiðslu-
korta sem notuð eru í Bónus, að
sögn Tryggva, og segir hann að nú
komi viðskiptavinir í búðirnar sem
komu ekki áður.
Undirbúningur útgáfu Baugs-
kortanna, sem auk debet og kredit
möguleika verða vildarpunktakort,
er nú í fullum gangi í samvinnu við
SPRON. Kortin verða tilbúin nokk-
uð fyrir jól, að sögn Trygva.
Samstarf Tryggva við fram-
kvæmdastjóra hverrar keðju fyrir
sig, Hagkaups, Bónuss og Nýkaups,
er mikið, en hins vegar er samstarf
milli framkvæmdastjóranna þriggja
mjög takmarkað. „Þeirra dagskipan
er sú að þeir eru í samkeppni við
hinar keðjurnar eins og aðra aðila.
Skerpan í samkeppninni myndi
minnka ef samvinna væri á milli
verslananna og þá yrði til pláss fyr-
ir nýja aðila á markaðnum. Við-
skiptavinurinn á í rauninni ekki að
verða þess var að Baugur eigi allar
verslanirnar."
Hann segir að neytendur séu sér
meðvitandi um þetta og treysti því
að samkeppni sé hörð. „Neytendur
yrðu mjög harðir dómarar ef sam-
keppni myndi minnka og verð
hækka.“
Á verðbréfaþing í haust
Sem endurskoðandi lá verksvið
Tryggva ekki síst í ráðgjöf fyrir fyr-
irtæki. Nú hefur dæmið snúist við,
Tryggvi er í hlutverki þess sem tek-
ur ákvarðanir og segist hann sjálfur
ekki feiminn við að leita sér ráðgjaf-
ar.
„Nú kaupi ég þjónustu í stað þess
að þjónusta. Ég tel að það sé lykil-
atriði fyrir góðan stjórnanda að
vera ófeiminn við að leita sér ráða
og nýta sér sérþekkingu annarra.
Sá sem er feiminn við það mun
staðna og einangrast," segir
Tiyggvi.
Að hans sögn fer mikill tími í það
þessa dagana að undh-búa skrán-
ingu félagsins á Verðbréfaþing ís-
lands, en það mun væntanlega ger-
ast í október eða nóvember, að hans
sögn. „Við skráninguna breytist um-
hverfí okkar enn frekar, en við verð-
um, eftir sem áður, alltaf að standa
okkur best, hvað sem á dynur."
Vöxturinn verður í sérvörunni
Tryggvi segir að vaxtarbroddur-
inn á næstu árum muni einkum
verða í sérvörunni, enda sé það
miklu stærra svið en nú má finna í
verslunum Baugs. „Það eru margir
möguleikar þar. í dag erum við með
18% markaðshlutdeild í sérvörunni.
Við teljum að vöxturinn verði eink-
um þar, ekki einungis af því við vilj-
um auka okkar hlutdeild, heldur
teljum við að markaðurinn eigi eftir
að vaxa svo mikið í þeim vöruflokki.
íslendingar kaupa mun minna af
ýmissi sérvöru heldur en margar
vestrænar þjóðir. Þeir kaupa færri
pör af skóm og minna af snyrtivör-
um svo dæmi séu tekin.“
Ef iitið er fram á veginn telur
Tryggvi að samkeppnin haldi áfram
að vera hörð á næstu árum, enda sé
það best fyrir neytendur. „Því mið-
ur fyrir suma þá tel ég að „kaup-
mönnunum á horninu" muni fækka
og verslun muni færast í færri og
stærri keðjur til aukinnar hagræð-
ingar fyrir alla aðila.“
Mikilvægt er að taka
strax á vandanum og
greina ástand tölvukerfa
með tilliti til alda-
mótanna. Hægt er að
forða stórtjóni með úr-
ræðum í tæka tíð og þá
er lykilatriði að velja réttu
lausnina. Tæknival býður
heildarráðgjöf til fyrir-
tækja varðandi 2000
vandamálið.
• Verkefnaúttekt
• Val á ieiðum til úrbóta
• Gerð neyðaráætlunar
• Verkefnastjórnun
• Eignaskráningahugbúnaðinn Árdísi
Á heimasíðu Tæknivals má finna fjölmargt
sem tengist 2000 vandanum: s.s. prófunar-
rekla, fréttir frá framleiðendum, ýmsar
upplýsingar um 2000 vandann, og þær
lausnir sem Tæknival býður.
HEILDBRLOUSNIR