Morgunblaðið - 03.09.1998, Qupperneq 2
2 6 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Memphis á ETRE-ráðstefnu í Lissabon
Sýna í Tækni-
herberginu
Sparisjóður vélstjóra hagnast um 52 milljónir kr.
20% aukning
rekstrartekna
Sparisjóður véls^óra $1
Úr árshlutareikningi 1. janúar tii 30. júní
Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyting
Vaxtatekjur Milljónir króna 459,2 348,0 +32%
Vaxtagjöld 261,1 206,0 +27%
Hreinar vaxtatekjur 198,1 142,0 +40%
Aðrar rekstrartekjur 80,5 90,2 -11%
Hreinar rekstrartekjur 278,6 232,1 +20%
Önnur rekstrargjöld 194,8 146,6 +33%
Framlög í afskriftareikning 13,6 11,0 +24%
Hagnaður fyrir skatta 70,2 74,6 -6%
Skattar 17,8 28,8 -38%
Hagnaður tímabilsins 52,4 45,8 +14%
Efnahagsreikningur 30/6'98 30/6 '97 Breyting
Eignir: | Milljónir króna
Sjóður og bankainnistæður 2.960 669 +342%
Útlán 6.711 5.421 +24%
Markaðsverðbréf og eignarhl. ífél. 1.010 1.110 -9%
Aðrar eignir 250 235 +6%
Eignir samtals 10.931 7.436 +47%
| Skuldir og eigið fé:
Innlán 6.098 4.703 +30%
Lántaka 2.518 1.496 +68%
Aðrar skuldir 1.017 76 +1244%
Reiknaðar skuldbindingar 226 204 +11%
Eigið fé 1.072 956 +12%
Skuldir og eigið fé samtals 10.931 7.436 +47%
HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKINU
Memphis hefur verið boðið að sýna
framleiðslu sína á ETRE (Europe-
an Tecnology Roundtable Exhi-
bition) ráðstefnunni sem fram fer í
Lissabon í Portúgal í þessum mán-
uði. Memphis sýnir nú á ráðstefn-
unni annað árið í röð.
Fyrirtækið sérhæfir sig í gerð
hugbúnaðar fyrir markaðskönnun-
arfyrirtæki og hefur verið í sam-
starfi við Gallup á íslandi við gerð
forrits sem notað er við að setja
skoðana- og markaðskannanir á
tölvutækt form.
Bill Gates kemur
Að sögn Sigfúsar Halldórssonar
framkvæmdastjóra Memphis eru
það einkum fjórir hópar sem koma
saman á ráðstefnunni til að kynna
og kynnast því helsta sem er að ger-
ast í tölvuheiminum: forstjórar fyr-
irtækja, blaðamenn, fjárfestar og
bankamenn. Á meðal gesta í ár eru
meðal annars blaðamenn margra
stórblaða eins og Newsweek t.d. og
forstjóri stórfyrirtækisins
Microsoft, Bill Gates.
Alls er fulltrúum 450 fyrirtækja á
þessu sviði boðin þátttaka á ráð-
stefnunni.
„DASAR-fyrirtækið sem skipu-
leggur ráðstefnuna býður einnig
15-20 smærri fyrirtækjum að sýna
á ráðstefnunni í svokölluðu „Tækni-
herbergi" í þeim tilgangi að varpa
ljósi á helstu nýjungar á hugbúnað-
arsviðinu í Evrópu. I fyrra voru
m.a. sýndar tölvur sem skildu talað
mál og einnig þráðlaus net,“ sagði
Sigfús sem segir að fyrirtækið ætli
að nýta sér tækifærið í ár og hitta
fjárfesta m.a. og kynna þeim fram-
leiðslu sína.
Flytja til London
Nýlega var farið lofsamlegum
orðum um framleiðslu Memphis í
fagtimaritinu Research, sem gefið
er út af félagi markaðsrannsóknar-
manna, og telur Sigfús að það sé ein
helsta ástæða þess að fyrirtækinu
er nú boðið að sýna annað árið í röð.
Markhópur Memphis er mark-
aðsrannsóknarfyrirtæki, og hugsar
fyrirtækið sér íslenska markaðinn
sem þróunarmarkað. Að öðru leyti
eru viðskiptavinir erlendir og að
sögn Sigfúsar eru samningar við tvö
stór fyrirtæki á sviði markaðsrann-
sókna í deiglunni.
„Yið opnuðum söluskrifstofu í
London í vor og erum að flytja höf-
uðskrifstofurnar þangað líka. Pað
er meira gert út af fjárfestum, en
samt munum við áfram starfa við
þróun framleiðslunnar á Islandi og
30-50 starfsmenn munu starfa hér á
landi á næsta ári.“
LIÐLEGA 52 milljóna ki'óna
hagnaður varð hjá Sparisjóði vél-
stjóra á fyrstu sex mánuðum árs-
ins. Er það heldur meiri hagnaður
en á sama tíma á síðasta ári þegar
sjóðurinn hagnaðist um 46 millj-
ónir.
Sparisjóður vélstjóra hefur vax-
ið mjög á síðustu árum og sá vöxt-
um heldur áfram á þessu ári.
Þannig hafa heildareignir hans
aukist á tólf mánaða tímabili úr
7,4 milljörðum í tæpa 11 milljarða
kr. eða um 47%.
Hreinar rekstrartekjur spari-
sjóðsins námu tæpum 279 milljón-
um kr. sem er um 20% aukning frá
fyrra ári. Vaxtatekjur héldust
nokkuð svipaðar milli tímabila en
aðrar rekstrartekjur lækkuðu
nokkuð, aðallega vegna minni
gengishagnaðar af fjárfestingar-
skuldabréfum. Hallgrímur G.
Jónsson sparisjóðsstjóri segir að
vaxtamunur sé svipaður og á sama
tíma í fyrra. Hins vegar hafi þjón-
ustutekjum verið haldið í lág-
marki.
Þriðjungs aukning
rekstrargjalda
Önnur rekstrargjöld námu 195
milljónum kr. og jukust um þriðj-
ung frá sama tímabili á síðasta ári.
Framlag í afskriftareikning útlána
jókst úr 11 milljónum í tæpar 14
milljónir. Hallgrímur segir að
unnið hafi verið að endurnýjun á
húsnæði Sparisjóðsins og tölvu-
kerfi og það hafi aukið mjög
rekstrarkostnað á fyrri hluta árs-
ins. Vonast hann til að úr þessum
kostnaði dragi á seinni árshelm-
ingi.
Hagnaður fyrir skatta var 70
milljónir sem er heldur minna en á
síðasta ári og að teknu tilliti til
reiknaðra skatta nemur hagnaður
tímabilsins 52,4 milljónum kr. en
hagnaðurinn var 46 milljónir á
sama tímabili í fyrra. Hallgrímur
segist þokkalega ánægður með af-
komuna, miðað við aðstæður í við-
skiptaumhverfinu þar sem slegist
er um hvern bita, eins og hann
kemst að orði. „Við stöndum vel
að vígi til að takast á við sam-
keppnina, meðal annars með mjög
góða eiginfjárstöðu.“
Sparisjóður vélstjóra skilaði
tæplega 83 milljóna króna hagn-
aði á síðasta rekstrarári og liðlega
100 milljóna króna hagnaði á ár-
inu þar á undan. Hallgrímur segir
horfur ágætar fyrir yfirstandandi
ár í heild. Býst hann við að afkom-
an verði heldur betri en á síðasta
ári og jafnist á við árið þar á und-
an.
SIGURÐUR Helgason, forsljóri Flugleiða, og Valur Valsson, banka-
stjóri Islandsbanka, undirrita samninginn.
En d urfjárm ögn -
un dótturfélaga
FLUGLEIÐIR hafa samið við ís-
landsbanka um 600 m.kr. lán til
félagsins. Um er að ræða fjöl-
myntalán til fímm ára með jöfnum
endurgreiðslum yfir lánstímann. f
fréttatilkynningu kemur fram að
tilgangur lánsins er að endurfjár-
magna sum dótturfélög Flugleiða.
Samfara enduríjármögnuninni fer
fram fjárhagsleg endurskipulagn-
ing þeirra með tilliti til gengisá-
hættu, vaxta, greiðslubyrði og
lengdar lána. Jafnframt verða
óhagstæð eldri lán greidd upp.
Félagið efndi til útboðs meðal
ellefu fjármálafyrirtækja, þar af
fjögurra erlendra, og er þetta í
fyrsta sinn sem innlendum aðilum
er gefinn kostur á að taka þátt í
slíku útboði hjá Flugleiðum. í
fréttatilkynningu frá félaginu
segfir að með samningnum sé það
staðfest að íslenskir bankar séu
vel færir um að keppa við erlend-
ar fjármálastofnanir um fjár-
mögnun fyrir stærstu og öflug-
ustu fyrirtæki landsins.
Glerblástur
fyrir ryðfrítt stál
SANDAFL EHF.
Skútahrauni 4, Hafnarfirði, <
símar 555 1888, 555 1800
Vikutíðindi Búnaðarbankans Verðbréfa
Tíu stærstu fyrirtækin
endurspegla markaðinn
10 stærstu hlutafélög íslenska markadarins
2. ársfj. 1998
VELTA tíu stærstu fyrirtækjanna
á Verðbréfaþingi Islands hefur
numið allt að 92% af heildarveltu
fyrirtækja á þinginu. Það er mun
hærra en gengur og gerist á
hlutabréfamörkuðum hinna Norð-
urlandanna. í Vikutíðindum Bún-
aðarbankans Verðbréfa kemur
fram að þetta gefi til kynna að
gengi hlutabréfa þessara tíu fyrir-
tækja endurspegli vel markaðinn.
Samanlagt markaðsvirði þess-
ara tíu hlutafélaga er um 82 millj-
arðar króna sem er liðlega 50% af
markaðsvirði skráðra félaga á
Verðbréfaþingi íslands. Einstaka
hlutafélög skera sig þó úr og hefur
Eimskip langhæsta markaðsvirð-
ið, eða um 12% af heildarvirði
hlutabréfamarkaðarins. Fram
kemur að í Finnlandi er mark-
aðsvirði tíu stærstu fyrirtækjanna
58% af heildarvirði og skiptir þar
mestu máli gríðarlega hátt hlutfall
Nokia sem vegur um 38% af
markaðsvirði fínnska hlutabréfa-
markaðarins. í Noregi ber Norsk
Hydro höfuð og herðar yfir önnur
fyrirtæki og í Svíþjóð sker Erics-
son sig úr. Á öllum þessum mörk-
uðum koma síðan önnur fyrirtæki
með minni og jafnari hlutdeild. Á
danska hlutabréfamarkaðnum er
aftur á móti ekkert hlutafélag með
afgerandi stöðu, að því er fram
kemur í Vikutíðindum.
Rússlandsmarkaður
Gætu orðið
fyrir óþæg-
indum
ÍSLENSKAR sjávarafurðir hf. flytja
talsvert út af loðnu, síld og karfa til
Rússlands en sem stendur liggja við-
skipti með fisk nánast niðri vegna
þess að gjaldeyrisviðskipti í Rúss-
landi hafa verið stöðvuð og engin op-
inber viðskipti fara fram með dollara.
Benedikt Sveinsson forstjóri IS
segir að hlutfallslegt heildarverð-
mæti útflutnings fyrirtækisins til
Rússlands og baltnesku landanna sé í
kringum 15%.
Hann segir að ef ástandið í efna-
hag Rússlands versni kunni það að
tefja fyrir sölu og valda óþægindum,
en hafi ekki mikil áhrif hjá IS. Hann
segir að framleiðendur verði fyrir
mestu óþægindunum vegna þess en
þeir þurfa að losa sig við síld og loðnu
á ákveðnu tímabili.
„Góðu fréttirnar gagnvart Rúss-
landi eru að Rússar eni sólgnir í síld
og loðnu og þó að ástandið sé þannig
núna að erfitt sé að vinna á vandan-
um þá munu menn halda áfram að
selja þessar afurðir í Rússlandi. Sp-
ui'ningin er hvaða kerfi stjórnvöld
þróa í kringum þetta, því það verður
alltaf gert ráð fyrir viðskiptum, sama
hvaða kerfi verður tekið upp í kring-
um innflutninginn."