Morgunblaðið - 03.09.1998, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 B 3
VIÐSKIPTI
Venture Iceland 98
Fjárfesting-
arþing hald-
ið á morgun
VENTURE Iceland 98 er yfirskrift
fjárfestingarþings sem haldið verður
á Hótel Sögu í Reykjavík á morgun,
fóstudag. Þingið er hluti af verkefn-
inu Framtaksfé í þágu þekkingar,
sem ætlað er að stuðla að alþjóða-
væðingu og sókn íslenskra fyrir-
tækja í upplýsingaiðnaði á erlendan
markað og kynna þau fyrir innlend-
um og erlendum áhættufjárfestum.
í ár taka níu íslensk fyrirtæki
þátt: Axel hugbúnaður, High Speed
Information Inc. (Fjarhönnun hfi),
Hospitality Solution Center (Hótel-
lausnir), Hugfang, Kerfi/Tæknival,
Memphis, Softis og Taugagreining.
Aðalræðumaður fjárfestingar-
þingsins er Jim Rogers, bandarískur
fjárafla- og ævintýramaður, háskóla-
prófessor og dálkahöfundur. Hann
mun meta stöðu Islands og mögu-
leika íslenskra fyrirtækja á alþjóða
fjármálamörkuðum. Annar fram-
sögumaður er Skúli Mogensen,
framkvæmdastjóri Oz Interactive,
sem fjallar um íslenska hugbúnaðar-
iðnaðinn. Ráðstefnustjóri er Gordon
Murray, prófessor við Warwick
Business School á Englandi.
Að lokinni framsögu munu þátt-
tökufyrirtækin kynna viðskiptaáætl-
anir sínar, en síðdegis flytja erindi
Stefán Halldórsson, framkvæmda-
stjóri Verðbréfaþings íslands, og
Terry McGuire, frá Polaris Venture
Partners.
Þingið er haldið af Utflutningsráði
íslands, Nýsköpunarsjóði atvinnu-
lífsins og Fjárfestingarstofu. Það fer
fram á ensku og hefst klukkan 9.
Búnaðarbankinn í
gengisspárkeppni
Spárnar
standast vel
BÚNAÐARBANKINN lenti í lok
nýliðins mánaðar í 9. sæti alþjóðlegr-
ar gengisspárkeppni sem Reuters,
fjármála- og fréttaþjónustan, efnir
mánaðarlega til meðal 60-70 banka
og fjármálastofnana um heim allan.
Fyrsta sætið í samkeppninni fellur
þeim í skaut sem kemst næst því að
geta sér til um það í byrjun mánað-
ar, hvert gengi sterlingspunds,
þýsks marks og japansks jens verði
gagnvart Bandaríkjadal í lok mánað-
arins. Gengisspá hvers banka er bor-
in saman við hina raunverulegu nið-
urstöðu í lok mánaðarins og frávikið
reiknað út. Frávik Búnaðarbankans
var 1,96%, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu fi-á Búnaðarbank-
anum Verðbréfum, en sá banki sem
náði bestum árangri var með 1,33%
frávik.
Búnaðarbankinn tekur reglulega
þátt í þessari keppni og það sem af
er árinu hefur hann tvisvar náð betri
árangri en nú. I maí lenti hann í 7.
sæti og 8. sæti í júní. Þá hefur hann
þrisvar orðið í 13.-18. sæti á þessu
ári, en aðeins eru birt nöfn þeirra 20
efstu hverju sinni.
Áreiðanleg og skilvirk skjalageymsla er ekki
einungis tímasparandi heldur nýtir þú hús-
næðið mun betur en ella. Skjöl og ýmis gögn
getur verið hentugt að nálgast fljótt og
örugglega og umfram allt á ódýran hátt því
leitin að einu skjali í óreiðunni getur verið
ærið kostnaðarsöm.
Með FLEXImobile® hjólaskápum geturðu
útvíkkað hið minnsta pláss margfaldlega og
komið skipulagi á skjala- og gagna-
geymsluna.
Hringdu, sendu fax eða tölvupóst og fáðu
bæklinginn sendan til þín.
IM
Hvað viltu lá út úr hillukerfinu þínu?
Flesta mögulega hillumetra á sem fæsta fermetra.
Að geta stækkað kerfið í lengd og breidd.
Að geta fengið mismunandi dýpt, hæð og breidd.
Að hillukerfið sé öruggt og sé með innbyggðu öryggiskerfi.
Að hillurnar séu fallegar og passi ínní umhverfið á
þínum vinnustað.
Að kerfið sé notendavænt.
Að hægt sé að setja kerfið saman og flytja hillurnar án þess
að gólfið verði fyrir skemmdum
Allt þetta getur þú fengið í FLEXImobile hjólaskápunum.
#fHOínasmiðjan
Háteigsvegi 7-105 Reykja
Reykjavík
Sími 511 1100 • Fax 511 1110
ofnasmidjan@ofn.is • www.ofn.is
Hver er staða þín á markaðnum?
Hagstofan hefur gefið út tvær mjög gagnlegar og fróðlegar bækur um
utanríkisverslun íslendinga.
^ Utanríkisverslun
vöruflokkar og viðskiptalönd
^ Utanríkisverslun
eftir tollskrámúmerum
Bækurnar gefa heildaryfirsýn yfir inn- og útflutn-
ingsmarkað landsmanna og svara spumingum sem
vakna í sambandi við utanríkisviðskipti fslendinga,
t.d. hvaða vömr eiga stærsta hlutdeild á markaðnum,
til hvaða landa ákveðnar vömr eru fluttar út, hverjir
kaupa íslenskan fisk, hversu margir bflar eru fluttir
inn o.s.frv.
Bækurnar nýtast mjög vel bæði fyrirtækjum
og einstaklingum í atvinnulífi.
Hagstofa íslamls
Hagstofa íslands • Skuggasundi 3 • 150 Reykjavík • S. 560 9800 • Bréfas. 562 3312 • Netfang: hagstofa@hagstofa.is