Morgunblaðið - 03.09.1998, Síða 5

Morgunblaðið - 03.09.1998, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 B 5 VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Porkell EIGENDUR Eskimo Models: ÞÓREY Vilhjálmsdóttir og Ásta Sigríður Kristjánsdóttir. Eskimo Models opna skrifstofu í Síberíu Laglegt fólk Jón Björnsson í Hagkaupi / Hagkaupi er Hag- kaupsfólk JÓN Bjömsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, er 29 ára gamall og tók við stöðu framkvæmdastjóra í júní sl. en áður hafði hann starfað í eitt og hálft ár sem innkaupastjóri sérvöru hjá fvrir- tækinu. Jón er stúdent úr Verslunarskóla Islands og aflaði sér framhalds- menntunar í Rider University í New Jersey í Bandaríkjunum í mark- aðsfræði og stjórnun. Jón er nýgiftur og á tvo syni tveggja og sjö ára. Meðhöndlaði allar vörurnar „Áður en ég kom til Hagkaups var ég framkvæmdastjóri Ferskra kjöt- vara, frá 95-96, og markaðsstjóri hjá Nóa Síríusi frá 91-95. I mínum fyrri störfum var ég hinum megin borðsins og seldi Hagkaup vömr en nú hefur það snúist við. Eg er búinn að með- höndla svo að segja allar vömr sem em seldar í Hagkaupi á einn eða ann- an hátt á mínum starfsferli," sagði Jón Bjömsson. Hann sagði að vissulega væri það miki] ábyrgð að taka við fyrirtæki eins og Hagkaupi en segir að aldur hafí ekkert með það að gera hve hæf- ur stjórnandi maður er. „Ég byrjaði til dæmis 22 ára sem markaðsstjóri hjá Nóa Síríusi." Aðspurður um rekstur fyrirtækis- ins segir hann að Hagkaup sé lítið. „Hagkaup er svo lítið fyrh-tæki í dag og er því mjög þægilegt. Verslanirn- ar em bara 5, þótt við séum stærsta keðjan í Baugs-hópnum, með mestu veltuna." Jón segir einn liðinn í nýlegri upp- stokkun fyrirtækisins hafa verið að gera reksturinn straumlínulagaðri og einfaldari. „Mai-kaðssetning Hagkaups er líka einfaldari en áður var. Áður vorum við bara ódýrastir í sérvöm en nú em allar vörur á góðu verði. Maður fær hvergi jafn margar vömr á jafn lágu verði og í Hagkaup." ■ Jón segir að verið sé að færa búð- irnar nær því formi sem var á þeim á síðasta áratug, að vera með blandaða búð, matvöm og sérvöra, með mikilli áherslu á sérvöruna. Jón segir reksturinn hafa gengið mjög vel í sumar og segir að verslun- in í Smáratorgi sé langt yfir áætlun og aðrar verslanir hafi einnig gengið mjög vel. „Búðin á Smáratorgi er Hagkaup framtíðarinnar og við höf- um hug á að breyta versluninni í Skeifunni á sama hátt á næsta ári. Búðin í Skeifunni hefur staðið sig vel í gegnum árin en það er kominn tími til að hún fái andlitslyftingu." Aðspurður um samgang milli framkvæmdastjóranna, hans, Finns Ái-nasonar í Nýkaupi og Guðmundar Marteinssonar í Bónusi, segir hann að samstarf sé ekkert og grimm sam- keppni ríki milli búðanna. „I Hag- kaupi er Hagkaupsfólk, í Bónusi er Bónusfólk og í Nýkaupi er Nýkaups- fólk, og allir vilja standa sig best,“ sagði Jón. ✓ Finnur Arnason í Nýkaupi Ferskar vör- ur og ferskar hugmyndir FINNUR Ámason framkvæmda- stjóri Nýkaups er vel kunnugur mat- vörumarkaðnum. Eftir 9 ára starf sem sölustjóri hjá Sláturfélagi Suð- urlands var hon- um, fyrr á þessu ái'i, boðið starf framkvæmda- stjóra Nýkaups versþanakeðjunn- ar. Áður starfaði hann sem fram- Finnur kvæmdastjóri Árnason Auglýsingastof- unnar Gott fólk. Finnur er menntaður viðskipta- fræðingur og hefur MBA-gráðu í fjármálum og markaðsmálum frá University of Hartford í Connecticut í Bandaríkjunum. Finnur er 37 ára gamall. Hann er giftur og á þrjú börn, átta ára dreng og tvær stúlkur, sex og tveggja ára. Á ámm áður gerði hann garðinn frægan með meistaraliði FH í hand- bolta og lék með því í sjö ár, m.a. með Kristjáni Arasyni og Þorgils Óttari Mathiesen. Aðspurður segir hann að reynslan úr handboltanum nýtist vel 1 nýju starfí. „Það er ekki síst vinningsand- inn úr boltanum sem nýtist vel. Ég held að menn læri mikið af því að vera í íþróttum," segir Finnur í sam- tah við Morgunblaðið. Spennandi og ögrandi Ætla má að samanborið við Hag- kaup og Bónus sé rekstur og mark- aðssetning Nýkaupsverslananna hvað mest ögrandi, ekki síst vegna þess að farið er af stað með nýtt nafn og nýja hugmyndafræði eftir að Hag- kaupsverslununum var skipt upp í Hagkaup og Nýkaup. Finnur segir að starfíð hjá Ný- kaupi sé stefnumótunarstarf sem er bæði spennandi og ögrandi að takast á við. „Þetta hefur gengið samkvæmt áætlun. Við eram þó rétt að fara af stað og verðum alveg næsta árið að slípa okkur til,“ sagði Finnur. Hann sagði harða samkeppni á markaðnum en segist hafa trú á að sú stefna sem mörkuð hefur verið hjá fyrirtækinu, eigi erindi á markaðinn. „Við munum fyrst og fremst leggja áherslu á ferskvöm; ferskan fisk, kjöt, grænmeti, ávexti, brauð o.fl. Einnig ætlum við að leggja aukna áherslu á sölu tilbúins matar en sala á honum fer mjög vaxandi í okkar verslunum." Finnur segir að verslunin hafi ekki bara ferskar vörur upp á að bjóða heldur bjóði hún líka upp á ferskar hugmyndir, m.a. í matreiðslu og öðmm lausnum fyrir viðskiptavinina. Hann hefur trú á að stefna fyrir- tækisins muni komast vel til skila og njóti hylli þegar fram í sækir. Guðmundur Marteinsson í Bónusi Byrjaði í áfyll- ingu og rekur nú 11 búðir GUÐMUNDUR Marteinsson fram- kvæmdastjóri Bónuss, sem tók við stöðunni af Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni fyrr í sum- ar, hóf störf hjá fyrirtækinu sem áfyllingarmaður sumarið 1992 og hefur síðan gegnt öllum almennum störfum hjá því. Guðmundur er giftur og á þrjú börn, dreng, sem er 13 ára, og tvær stúlkur, 5 og 3 ára. Guðmundur hefur verið rekstrar- stjóri og hægri hönd Jóns Ásgeirs hjá Bónus þar til í sumar þegar hann tók við framkvæmdastjórastöðunni af Jóni þegar sá síðarnefndi varð for- stjóri Baugs hf. „Það lá nokkuð beint við að ég tæki við framkvæmdastjórastöðunni þeg- ar Jón Ásgeir varð forstjóri Baugs hf. enda hefur starf mitt ekki breyst mikið, þótt ábyrgðin sé meiri,“ segir Guðmundur. Ætlaði ekki að staldra lengi við Bónus rekur 11 verslanir, þar af tvær í Færeyjum. Auk þeirra heyrir fyrirtækið Bónus birgðir undir Guð- mund en það fyrirtæki selur vörur í skip og mötuneyti. Guðmundur er 33 ára gamall og varð stúdent frá Verslunarskólanum árið 1986. Þá fór hann í Vélskóla ís- lands þar sem hann lauk námi sem vélstjóri árið 1991. En hvað olli því að hann fer út í verslunarstörf eftir vél- stjórnamám. „Upphaflega ætlaði ég mér ekki að staldra lengi við hjá Bónus en síðan þróaðist þetta þannig að ég er hér enn,“ segir Guðmundur. „Allir yfir- menn fyrirtækisins eru fólk sem hef- ur unnið sig upp innan Bónus. Við gefum fólki sem hefur áhuga á að starfa í verslun tækifæri á að vinna sig upp í ábyrgðarstöður án tillits til aldurs. Til dæmis emm við með verslunarstjóra sem er 18 ára.“ Um framtíðarstefnu fyrirtækisins segir hann að stefnan sé skýr, Bónus byggi tilvera sína á að bjóða fólki upp á góða vöm á besta fáanlega verði og verslanimar verði áfram reknar á sem hagkvæmastan hátt, með lítilli yfirbyggingu og fáum en traustum starfsmönnum. o g vel FYRIRSÆTUSKRIFSTOFAN Eskimo Models mun á næstu vik- um opna nýtt útibú í borginni Tomsk í Síberíu. Markmiðið er að víkka út starfsemi fyrirtækisins og fínna fyrirsætur á jaðarsvæðum, líkt og á Islandi, til að senda til starfa hjá umboðsskrifstofum stór- borganna. Að sögn Ástu Sigríðar Kristjánsdóttur, sem flytur til Sí- beríu í næstu viku til að undirbúa starfsemina, er um mjög viðamikla og kostnaðarsama framkvæmd að ræða sem mun þó borga sig, að hennar sögn. Hún segir fólk í Sí- berfu vel byggt og fallegt, líkt og Islendingar. „Eskimo Models hefur nú verið starfandi í fjögur ár og við höfum lengi verið að hugsa um að færa okkur á alþjóðlegan vettvang. Um daginn fórum við til Síberíu til að kynna okkur aðstæður og til við- ræðna við aðila sem fjármagna starfsemina með okkur. Ég flyt síðan út með fjölskyldu mína á sunnudaginn," sagði Ásta Sigrfður í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði að stefnan í útþenslu skrifstofunnar væri að í staðinn fyrir að halda til starfa í stórborg- um, þar sem fyrir væru þekktar umboðsskrifstofur, yrði einblínt á jaðarsvæði eins og Island og Síber- íu og sent þaðan fólk til umboðs- skrifstofanna, en Eskimo Models á í samstarfi við umboðsskrifstofur í flestum helstu tískustórborgum heims, eins og til dæmis London, Mflanó og Tókýó. „Þetta eru svæði sem erfitt er fyrir stóru skrifstofurnar að ná til,“ sagði Ásta. Hún segist bjartsýn á að hlutirn- ir eigi eftir að ganga vel og undir- byggt búningi sé nær lokið. Hún segir þó að ef ástandið í efnahagsmálum Rússlands versni geti stofnun skrifstofunnar tafist eitthvað. Aðspurð segir Ásta að það liafi verið nokkurt menningarsjokk að koma til Tomsk, sem er 600.000 manna borg, og fólkið sé mörgum árum á eftir Islendingum og öðr- um vestrænum þjóðum í lifnaðar- háttum. Hún sagði að fyrir í borginni væru engar alþjóðlegar umboðs- skrifstofur og samkeppnin um fyr- irsæturnar væri því helst við inn- lenda aðila. „Það hefur enginn sýnt þessu svæði áhuga áður.“ Aðspurð um hvort hún teldi að auðvelt yrði að afla fyrirsætna sagðist hún telja að svo yrði. „Við leituðum á öllu Sfljeríusvæðinu og þarna er mjög flott fólk og alla langar að fara í burtu. Flestir sjá vestrið í hillingum. Þetta er vel byggt og laglegt fólk og ekki óiíkt okkur Islendiuguin. Við munum byrja að leita í skólunum að fólki frá 15-16 ára.“ Hún sagði að þegar búið yrði að velja fyrirsætur yrði hafist handa við að búa þær undir fyrirsætu- hlutverkið. „Þær fá enskukennara og við verðum að kaupa ný föt, kenna þeim að ganga og fræða þær um vestræna menningu m.a. Við munum leggja mikla vinnu og peninga í þetta en ég held að það niuni allt borga sig.“ Ásta og fjölskylda hennar munu dvelja í Síberíu í þrjá mánuði til að koma rekstrinum af stað en eftir það tekur innlendur starfsmaður við stjórn skrifstofunnar og fylgst verður grannt með starfseminni frá Islandi. Grunnurinn aö öruggu upplýsingakeríi liggur í traustum netþjúni. Styrklaikar netþjnna irá IBM Bru áraiðanlBÍki, rBkatraröryggi og nær áandanlegir stækkunarmöguleikar. IBM hýöur fjölskyldu af netþjónum sem henta stórum sem smáum fyrirtækjum. IBM netþjónar eru öruggir og vinna eins ---------- og hugur manns. NYHERJI Skaftahlíö 24 • Sími 563 7700 http://www.nyherji.is »3»

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.