Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.09.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 B 9 ■:4 1 Atlanta og Tæknival með bás í Farnborough ATLANTA og Tæknival kynna á flugrekstrarkerfið Albatross á flug- sýningunni í Farnborough á Englandi sem hefst næstkomandi mánudag. Fyrirtækin hafa þróað kerfíð saman og segir Hafþór Haf- steinsson, flugrekstrarstjóri Atl- anta, að það henti vel fyrir rekstur flugfélaga með allt upp í 20 til 40 vélar í rekstri. Með Albatross-kerfínu geta flug- rekendur skipulagt þjálfun áhafna og ferðir flugflota síns, safnað upp- lýsingum um starfsmenn tO að hafa á reiðum höndum og búið til áhafna- skrár, svo nokkuð sé nefnt. Hafþór Hafsteinsson segir kerfíð hafa verið í smíðum síðustu fjögur árin en Atl- anta hóf að nota það fyrir rúmum tveimur árum. Er það frumútgáfa þess sem nú er í notkun. Flugfélag Islands hefur einnig keypt kerfið. Tæknimenn Tæknivals kynna kerf- ið á flugsýningunni á bás hjá Atl- anta en flugfélagið kynnir þar starf- semi sína. Mun það vera í fýrsta sinn sem íslenskt flugfélag sýnir þar. nýir stjómendur séu að koma inn í íslensk fyrirtæki, eftir að hafa öðl- ast reynslu erlendis, og þeir geri sér grein fyrir mikilvægi þess að standa rétt að kynningarmálum. Mikilvægt að tryggja trúnað Jón Hákon telur þann vöxt sem hefur átt sér stað á íslenskum hlutabréfamarkaði hafa breytt starfi kynningarfyrirtækja tals- vert: „Við tökum nú þátt í að vinna t.d. afkomufréttir fyrirtækja auk þess að aðstoða við samskipti á milli stjórnar og hluthafa. Þessi vinna krefst mikils skipulags og varkárni, því það verður að tryggja fullkominn trúnað við meðferð slíkra upplýsinga, sem oft á tíðum eru afar viðkvæmar. Við höfum m.a. unnið mjög náið með aðilum á Verðbréfaþingi auk þess sem samskipti okkar við tiltekin fyrirtæki á markaði eru yfirleitt eingöngu í höndum eins aðila sem tryggir það að viðkvæmar upplýs- ingar geti ekki lekið út af okkar hálfu." Jón Hákon nefnir einnig krísu- stjórn tO sögunnar sem vaxandi þjónustulið. Þar er fyrirtækjum liðsinnt í gegnum tímabundna erf- iðleika eða hvers konar vandamál sem upp kunna að koma. Jón Há- kon segir það oft brenna við að fyrirtæki reyni að leysa aðsteðj- andi erfiðleika innandyra, án þess kannski að gera sér fullkomlega grein fyrir um hvað málið snýst: „Ég hef séð mörg dæmi, bæði hér á landi og er- lendis, af röngum ákvarðanatökum fyrir- tækja í erfiðleikum þar sem margra ára vinnu við uppbyggingu já- kvæði’ar ímyndar er bókstaflega hent út um gluggann í einu vetfangi." Yfirleitt tímabundin aðstoð Aðspurður um hvort íslensk fyr- irtæki séu ekki einfaldlega al- mennt of lítil og markaðurinn hér of smár tO að réttlæta útgjöld til slíkra sérfræðinga svarar Jón Há- kon neitandi: „Auðvitað fer kostn- aðurinn eftir efni og aðstæðum hverju sinni en nær undantekning- arlaust er um að ræða tímabundna aðstoð eða ráðgjöf. Við komum inn í stuttan tíma og hverfum á braut að verki loknu. Annað þessu tengt er það útbreidda sjónarmið hér á landi að aðstoð kynningarfyrir- tækja sé hreinlega óþörf og feli ekkert annað í sér en útlagðan kostnað. Staðreyndin er hins veg- ar sú að með því að leita eftir að- stoð kynningarfyrirtækja við kynningarmál og fjölmiðlun eru menn að fjárfesta í ímynd, sem er jú það dýrmætasta sem fyrir- tæki eiga. Besta dæmið um þetta er líklega Coca Cola-fyrirtækið, sem markaðssetur ekkert nema ímynd. Þeir bera það aldrei á borð hvernig afurðin er á litinn, bragðið eða hvað drykkurinn inniheldur, heldur ein- göngu að neytandanum líði vel af því að innbyrða vökvann. Þarna er einfaldlega um að ræða fjárfest- ingu sem skilar miklum hagnaði.“ Jón Hákon segist hafa þá trú að kynningarfyrirtækjum eigi eftir að fjölga hér á landi í framtíðinni, enda þróunin öll í þá átt. Hann bendir á að markaðir séu almennt að stækka og samkeppni að aukast og fyrirtæki megi einfaldlega ekld við þvi að verða á mistök sem hægt er að komast hjá og geta valdið skaða á ímynd þeirra sem seint verður bættur. Snýst um að draga fram áherslur og raða hlutum í forgangsröð Langt í land Annað rótgróið fyrirtæki í þess- um geira hér á landi er Kynning og markaður - KOM ehf. sem hóf Skýrist m.a. af aukinni skráningu hlutafélaga á markaði Ráðgefandi milliliðir Valþór tekur undir það að sú þróun sem á sér stað í einkavæð- ingu fyi-irtækja og skrásetningu þeirra á markaði hafi tvímælalaust leitt til aukinna viðskipta á þeim vettvangi: „Þar kemur auðvitað til að hluthafar gera kröfu um að fá upplýsingar af rekstrinum auk þess sem fjölmiðlaumfjöllun getur haft áhrif á verðmyndum fyrirtækja. Af þessu leiðir að það er stjómendum hlutafélaga mikil- vægt að þeir áherslupunktar sem menn vilja koma á framfæri komist til skila og að sú umfjöllun sé ekki í lausu lofti heldur innan ákveðins ramma. Þar koma almannatengsla- fyrirtækin til sögunnar sem ráð- gefandi milliliðir." Annað atriði sem Valþór segir að hafi færst í vöxt er nokkuð sem stundum er kallað krísustjórn. Þar er um að ræða úrræði til að beina fjölmiðlaumræðu um einhvern til- tekinn atburð í ákveðinn farveg: „Markmiðið með því er ekki að breiða yfir einhverjar upplýsingar eða villa um fyrir fólki varðandi efnisdrög tiltekinna mála, heldur snýst málið frekar um að draga fram áherslupunkta sem menn telja að vegi þyngra en aðrir. Sum- ir hlutir sem eru fyrirsjáanlegir, t.d. slök afkoma fyiirtækis, gera mönnum kleift að undirbúa með- höndlun þeiira í tíma. Aðrir at- burðir eru hins vegar ófyrirsjáan- legir og því ekki hægt að gera neinar ráðstafanir fyrirfram, held- ur verða menn að grípa inn í at- burðarásina eftir að umræðan er komin af stað og draga fram áherslur og raða hlutum í þá for- gangsröð sem talin er æskilegust til útskýringar." Valþór segir alltof algengt að menn fari út í slíkar umræður illa undirbúnir án þess kannski að gera sér grein fyrir því, í stað þess að fá til liðs við sig sérfróða aðila. Engu að síður hefur orðið mikill vöxtur í þessum geira að sögn Val- þórs. Hann bendir á að frá því að Athygli var sett á laggirnar fyrir um áratug hefur fóstum stöðugild- um fjölgað úr einu í átta auk fjöl- margra undirverktaka sem vinna að kynningar- og útgáfumálum á vegum félagsins. starfsemi 1986. Fyrirtækið er sam- starfsaðili Hill and Knowlton, sem er alþjóðlegt kynningarfyrirtæki með starfsemi um allan heim. Jón Hákon Magnússon, framkvæmda- stjóri félagsins, tekur undir orð Valþórs um að mikil breyting hafi átt sér stað síðastliðinn áratug. Samt sem áður telur Jón Hákon að Norðurlöndin eigi langt í land með að ná þeim mörkuðum sem lengst eru komnir á veg, s.s. í Bandaríkjunum og Bret- landi, svo ekki sé minnst á litla ís- land, sem er mjög aftarlega: „Okk- ar vandi er að íslenskir stjómend- ur hafa einfaldlega ekki áttað sig á því að kynningarmál eru eitt af for- gangsverkefnum fyrirtækja í dag. Menn stóla enn of mikið á mátt auglýsinga sem þeir telja að geti leyst hvern vanda. Staðreyndin er hins vegar sú að það tekur áratugi að byggja upp góða ímynd, sem leggja þarf rækt við að viðhalda. Aftur á móti er hægt að eyðileggja ímynd fyiirtækja á nokkrum klukkustundum." Jón Hákon segir eina ástæðuna fyrir því að þessi mál eru í breytt- um farvegi hér á landi felast í að RAUÐU RÉTTIRNIR Rauðu réttimir f;rá f'indm eru tilhúnir réfíir, búnirlil úr úwaUhraetni. f hverjum rétti eru tvœr tegundir af; meðlæti tem gerir réttinn að gcðri máltíð fyrir einn. Fljctlegt er að hita réttina, hvcrt iem er í crhylgjucf;ni eða venjuíegum cfni. Leitaðu að Rauðu réttunum i næitu innkaupajerð cg fiú fjinnur crugglcga eitthvað við I)i11 hœfji. Skilaboð að handan Rauðu réttirnir mikill gæðamatur Nýlega náðist samband við frú Sigríði á miðilsfundi norður á Akureyri. Frú Sigríður lést árið 1910, að hennar eigin sögn, þá aðeins 56 ára gömul. Á miðils- fundinum, sem fór fram nú í ágúst síðastliðnum, kom frú Sigríður í „gegnum” miðilinn og var mikið niðri fyrir. Það sem lá henni helst á hjarta var matur og matarvenjur íslendinga. Gætti nokkurrar gremju hjá frú Sigríði þegar hún kvartaði sáran yfir því að vera ekki í aðstöðu til þess að geta reynt allt það úrval af mat sem fólk getur valið um í dag. Dvaldi frú Sigríður lengi við þann tíma sem hún var uppi og taldi upp allan þann mat sem hún hafði ímugust á en þurfti engu að síður að innbyrða. Var henni sérstaklega tíðrætt um afa sinn sem henni þótti heldur óbilgjarn í sinn garð er hann „neyddi" hana til þess að láta ofan sig súrsaðan innmat. æri ásamt bömum sínum ndsjúk útí nútímann /ð þótti frú Sigríði ekki tU nútíma eldamennsku að því leyti að „fólk kemst með að fá góðan mat án s að elda nokkurn skapaðan t”. Hélt frú Sigríður áfram og aðst ekki neita því að hún kannski örlítið öfundsjúk út í fólk nú til dags þar sem henni sjálfri hafi alla tíð leiðst eldamennska. Fannst henni mikið til tilbúinna rétta koma en var ekki jafn hrifin af skyndi- bitastöðum. Hvað sneri að til- búnu réttunum hreifst hún einna helst af því hversu fljót- legt var að matbúa en einnig hversu uppvaskið er lítið. Tók hún sem dæmi Rauðu réttina frá Findus. Kvaðst hún hafa ör- uggar heimildir fyrir því að hrá- efnið í þeim réttum væri fyrsta flokks og að þeir brögðuðust stórvel. Ekki vildi frú Sigríður nefna heimildarmann sinn en gaf þó í skyn að hann væri nýkominn yfir móðuna miklu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.